Leita í fréttum mbl.is

Í skugga hamfara viðgangast enn voðaverk í Tíbet

Nánast engar fréttir hafa borist frá Tíbet í íslenskum fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ég er með google news alert og fæ allar fréttir sem tengjast Tíbet í pósthólfið mitt. Ljóst er að voðaverkin halda áfram í Tíbet. Gleymum því ekki að jarðskjálftinn reið einnig yfir Tíbet og þar er fólk líka í sárum. 

Á meðan heimsbyggðin beinir augum sínum að hamförunum í Kína er þeim nánast ekkert beint að Tíbet. Þar er enn fjöldi fólks handtekinn, sér í lagi munkar og nunnur og skotið er á þá sem voga sér að mótmæla. Enn hafa engir fjölmiðlar aðgang að landinu og ekkert, ekki neitt hefur verið gert af íslenskum yfirvöldum til að fordæma þessi voðaverk. Atkvæði Kína til að koma okkur í vita gagnslaust öryggisráð virðist vega svo þungt í huga utanríkisráðherra Íslands að það vegur þyngra en mannréttindi. 

Því má með sanni segja að Ingibjörg styðji mannréttindabrot kínverskra yfirvalda og ég hef ekki séð neitt sem sýnir hið gagnstæða frá hennar ráðuneyti nema síður sé. Hún lýsti því yfir opinberlega að hún styddi Eitt Kína. Taka átti málefni Tíbets fyrir í utanríkisnefnd en það eins og svo mörg mál sem lenda þar inn á borði virðist hafa dottið út af borðinu. Margir þingmenn hafa sagst ætla að fjalla um Tíbet inn á þingi, ég hef bara ekki séð neinn fordæma kínversk yfirvöld eða kalla eftir einum né neinum aðgerðum til að tryggja mannréttindi í Tibet nema síður sé. Einn ráðherra sýndi þessi málefni áhuga: Björgvin viðskiptaráðherra og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu, en það er allt og sumt. 

Svo virðist sem öllum ráðamönnum sem boðið er á opnunarhátíð Ólympíuleikana ætli að fara og með því að taka þátt í blessun sinni á því að CCP hefur þverbrotið alla samninga sem urðu til þess að þeir fengu leyfi til að halda þessa hátíð.

Ég mun halda áfram að mæta fyrir utan kínverska sendiráðið á hverjum laugardegi. Næsta laugardag ætla ég að reyna að vekja athygli á fórnarlömbum jarðskjálftans mikla frá Tíbet en gott væri að fá staðfestingu á hvort að Tíbet njóti sömu aðstoðar og þeir sem kínverskir eru. 

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fréttum frá Tíbet, bendi ég á að kíkja á http://www. phayul.com og þeir sem hafa áhuga á sýna Tíbetum stuðning sinn bendi ég á að kíkja á samstöðufundina fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardögum klukkan 13.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er hörmulegt ástandið þarna aumingjans fólkið þarna.

Ég hef líka orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórna okkar að horfa svona framhjá ástandinu þarna.  Björgvin á heiður skilinn.

Ekki hefði ég lyst á því að fara á OL í Kína, ekki nokkra.

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:34

2 identicon

ég ætlaði að fara inn á slóðina, phayul.com  en kemst ekki inn, ætli hún sé eitthvað rangt skrifuð? Getur þú tékkað á því.

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:48

3 identicon

Gott framtak. Þetta má alls ekki gleymast í öðrum fréttum.

Núna eru tveir félagar mínir frá Danmörku og Grænlandi á leiðinni á toppinn af Everest með Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna:

http://www.berlingske.dk/article/20080531/danmark/705310046/

 Fjallið liggur á landamærum Tibets og Nepals. Þessir tveir menn urðu einmitt vitna að því fyrir tvem árum þegar kínversk stjórnvöld skutu niður saklaust fólk á landamærunum fyrir framan grunnbúðir leiðangurs þeirra.

Örvar Þorgeirsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

http://phayul.com/

virkaði alveg ljómandi rétt í þessu

kannski hefur serverinn verið niðri, það er alltaf verið að ráðast á vefi sem innihalda fréttir sem tengjast Tíbet

Birgitta Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Örvar, ég vona að vinir þínir nái sínum markmiðum... það hlýtur að hafa verið mikil lífsreynsla að sjá þann voðaviðburð sem þeir urðu vitni af, en afar mikilvægt að það urðu einhver vitni af því sem er nánast daglegt brauð á þessum slóðum og fjöldi flóttamanna sagt frá.

Birgitta Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.