Leita í fréttum mbl.is

Venezúla: fréttir frá skáldahátíð

Út um gluggann á Hilton, Caracas

Þá er ég loksins öll komin heim. Það tekur mig alltaf smá tíma að koma alveg heim eftir svona skáldahátíðir og ferðir á framandi slóðir. Hugurinn við fólkið og það sem snart mann í ferðinni. Í þetta sinn kom ég heim andlegum gjöfum hlaðin og lærði margt um sjálfa mig og það ferðalag sem ég hef verið á innra með mér undanfarin ár. Segja má að þetta rétt rúmlega ár síðan mamma hvarf yfir móðuna miklu hafi verið mér afar lærdómsríkt og fært mig nær því að vera sú manneskja sem ég vil vera í þessu lífi. 

Borgin sem hýsti hátíðina, höfuðborg Venezúela er afar undarleg borg, eins og súrrealískur draumur. Þarna ægði saman afar sýnilegri fátækt - við jaðar mikils ríkidæmis. Ég bjó á fyrrum Hilton hóteli ásamt öllum hinum sem komu að þessari hátíð og út um gluggann minn mátti sjá stærstu fátæktarhverfi í Latín-Ameríku. Enginn veit nákvæmlega hve margir búa þar, en húsin eru byggð af litlum efnum og eiga það til að hrynja við minnstu hræringar. Þó mátti sjá á kvöldin að húsin höfðu öll rafmagn, þegar þau lýstu upp hlíðarnar eins og stjörnurnar hefðu fært sig nær jörðinni. Mér var sagt að fólkið vildi fremur vera í þessu samfélagi sem var háð sínum eigin lögum og reglum en að flytja aftur í sveitirnar. Þó ku vera einskonar prógram til að aðstoða þau til þess. Þá voru mörg þessa híbýla fyllt ýmiskonar lúxus tækjum. Plasma sjónvörpum og þess háttar. Ég hef eingöngu orð þeirra fyrir því en fór ekki í gönguferð þarna og bankaði ekki upp á hjá neinum, enda var ekki með góðu móti hægt að fá túlkinn minn og leiðsögukonu til þess:)

Birgitta og Isabel... túlkurinn góði

Ég fékk að ferðast um landið og var send í 3 fylki til að lesa upp. Mikið er Venezúela fallegt land. Þvílíkir litir og gróður. Húsin sum eins og úr undarlegri geimmynd eða óræðri framtíð. En þetta er líka land án laga. Að þvælast um á þjóðvegum landsins ekki fyrir hjartveika eða bílveika. Fengum úthlutuðum ökumanni sem keyrði okkur til Lara sem er í um 5 til 6 tíma fjarlægð frá Caracas. Stundum þaut bílinn áfram á 160 km og hann var svo sannarlega ekki eini ökumaðurinn sem keyrði svo hratt. Ég sá engar löggæslumyndavélar né merki um hámarkshraða. Fólk drakk undir stýri, það notaði ekki barnabílstóla eða öryggisbelti. En það var enginn pirringur í umferðinni. Enginn lá á flautunni, þrátt fyrir miklar raðir sem mynduðust út af einhverjum mótmælum. Fólk snéri bara bílunum við á móti umferð og einhverjir tóku það að sér að stýra umferðinni á rétta braut.

Bílstjórinn okkar sem bar hið ítalska heiti: Eldur ... sagði frá því glaður í bragði að hann gæti fyllt bílinn eldsneyti fyrir aðeins einn dollara: 75 krónur íslenskar og  enginn var að spá í sparakstri á götum úti. En því miður þá leit út fyrir að trén væru að deyja sem og gróðurinn allur við þjóðvegina. Við keyrðum fram hjá olíuhreinsunarstöð og ég vona að þeir sem tala sem hæst um að fá slíkt til Vestfjarða drífi sig og eyði fríinu sínu við slík skrímsli. Bæði var greinileg mengun við slíka staði og þá eru þetta eingin augnayndi nema síður sé. Þetta er bara ljótt og frekar ógnvekjandi fyrirbæri. Hef séð fleiri slíkar á ferðalögum mínum um heiminn og það er allt dautt í kringum slíkar verksmiðjur. Ég vildi að ég hefði tekið myndir af þessu fyrir ykkur að sjá og dæma. 

Það var greinileg pólitísk spenna í landinu og maður fór varlega í það að ræða mikið pólitík - það er sumt sem er bara ekki rætt um þessa dagana í Venezúela. En ég varð samt heilluð af landi og þjóð og ætla aftur til þessa lands. Þarna var albesti matur sem ég hef fengið á ferðalögum mínum um Latín-Ameríku og ég held að ég hafi nú bætt á mig smá aukakílóum - því þarna er borðað seint og mikið:) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Velkominn heim félagi.

Kristín Snorradóttir, 1.6.2008 kl. 23:37

2 identicon

Velkomin heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 18:57

3 identicon

Þetta hefur verið rosa ferðalag!!

Mig langaði til að segja þér að ég rakst á grein um þig í vikunni áðan og sá þá að þú ert dóttir hennar mömmu þinnar :) Hún kom stundum í sveitina til mín í heimsókn til mömmu þegar ég var lítil.  Mamma er dóttir Laufeyjar Jak - a í Grjótó :) Þú kannski manst eftir henni. En það var alltaf fjör þegar mamma þín kom í sveitina, þá tók hún upp gítarinn og söng fyrir okkur krakkana, skemmtileg og góð kona :) Minningin um hana er líka tengd hæsi og norskum brjóstdropum :) hún var alltaf að reyna að laga röddina sína fyrir tónleika en alltaf jafnhás og hún alveg á bömmer yfir því :). Gleymi henni aldrei, heppin þú að eiga svona dásamlega, frábæra mömmu. 

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Auðvitað man ég eftir ömmu þinni, við spjölluðum oft saman ... hún var yndisleg og sterk manneskja. Ég sakna þeirra beggja mikið, þær voru kjarnakonur. Fann einmitt fallega ljóðið, fyrir nokkrum dögum, sem mamma orti til ömmu þinnar þegar hún dó. Takk Alva fyrir að deila þessu með mér. Er alltaf að fá fleiri brotabrot af mömmu og í gegnum það lifir hún áfram:)

Birgitta Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 06:31

5 identicon

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.