Leita í fréttum mbl.is

Ég var á þessum fyrirlestri og

hann var um margt líkur kvikmyndinni hans sem ég hef séð í tvígang, en ástandið er orðið miklu mun verra en þegar myndin var gerð. Það er engum blöðum um það að fletta að við verðum að gera eitthvað NÚNA. Mér fannst alveg furðulegt að aðeins var tími fyrir 2 spurningar úr sal og því náðist ekki að spyrja kappann um málefni sem snéru beinlínis að Íslandi og það var jafnframt sláandi að hlusta á lofrulluna um landið okkar sem er svo langt í frá að standa undir þeirri ímynd sem honum hafði verið gefin.

Mér leikur líka forvitni á að vita af hverju var boðið upp á kaffi í óendurvinnanlegum pappaglösum og hvað verður um allar þær plastflöskur sem fólk var duglegt að kasta frá sér í ruslið. Ef við ætlum okkur að breyta einhverju varðandi umhverfismál. Þá verðum við að byrja hjá okkur sjálfum. Skoða hvernig við umgöngumst úrgang, bíla, hvernig neytendur erum við og allt þetta sem eru glæðurnar sem kynda undir þennan jarðvarma. Við erum náttúruafl sem hefur farið um með eyðileggingu. Al Gore talar um að við höfum hugsanleg tíu ár áður en það verður um seinan að snúa við blaðinu, ef við gerum eitthvað NÚNA.

Hvet þá sem ekki komust á fyrirlesturinn að fara og ná sér í myndina hans An inconvenient truth - hún vakti mig svo um munaði.  


mbl.is Öfgarnar aukast segir Al Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sammála mér finnst dáldið merkilegt þegar fólkið sem er í 1% hópnum af þeim sem menga mest er að segja öðrum hvernig þeir eiga að hegða sér.  Af hverju selur Al Gore ekki báðar glæsivillurnar sínar sem eyða margföldu rafmagni og gasi á við venjulegt bandarískt hús og flytur í lítið og einfalt hús. Þau eru nú bara orðin tvö í heimili!  Af hverju klæðist hann ekki ódýrari fötum, sleppir þessum glamúr veislum og velur sér hagkvæmari ferðamáta ?

Þorsteinn Sverrisson, 8.4.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ástæðan fyrir fáum spurningum er einföld: Hann treystir sér ekki til að svara óþægilegum spurningum. Hann treysti sér td. ekki til að mæta Birni Lomborg í sjónvarpi til að ræða þessi mál.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.4.2008 kl. 12:09

3 identicon

Treystir sér ekki til þess vegna þess að hann er auðvitað bara að bulla.

Gaurinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég vænti þess að Gaurinn sem ekki þorir að koma undir nafni hafi EKKI verið á fyrirlestrinum

því ef svo er þá hefði hann áttað sig á alvöru málsins... svo það fari ekkert á milli mála, þá finnst mér

fyrirlestur Al Gore mjög góður og útskýrir fyrir þeim sem hafa lítið hugleitt umhverfismál á skýran hátt í hvaða

stöðu við erum hnattrænt og sú staða krefst aðgerða, bæði hjá einstaklingum sem og hjá leiðtogum, og stórfyrirtækjum.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er sammála þessu Birgitta. Það er alltaf best að byrja hjá sjálfum sér. Sú afstaða að það skipti ekki máli hvað einn einstaklingur gerir eða segir er því miður mjög útbreidd. Þeir sem stóðu að þessum fyrirlestri karlsins hefðu allavega átt að hugsa um pappaglösin og plasflöskurnar og hvetja alla sem skráðu sig til að skilja bílinn eftir heima!

Sigurður Hrellir, 8.4.2008 kl. 14:22

6 identicon

Sammála Birgitta, mannskepnan verður að fara axla ábyrgð.

Stærsta vandamál heims er græðgi, mannskepnan er á flótta undan sjálfri sér og leitar í efnislega hluti, ef við gerum útaf við okkur verður það sökum græðgi. 

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:42

7 identicon

Eins og er búið að benda þér á, þá þarftu að kynna þér aðeins umræðuna um þessa blessuðu "heimilda"mynd.

Hún er ekkert annað en áróðursmynd sem skekkir sannleikann og margt í henni sem annaðhvort er einfaldlega ekki rétt eða að minnsta kosti er öllu snúið á þann veg að heimurinn sé að farast útaf hækkandi hita. Málið er bara ekki svo einfalt og ég ætla að spara mér að hafa áhyggjur þangað til að hitinn fer að minnsta kosti jafn hátt hérna á Íslandi og hann var þegar landið byggðist og árhundruðin upp frá því.

Barði Barðason (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:55

8 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Að fólk skuli láta hafa sig að fíflum. Al Gore hefur ekkert vit á loftslags fræðum það nægjir

að benda á eitt atriði í mynd hans sem notað er í kynningar spólu fyrir myndinni, hann

sýnir jökul að kelfa tekið í Skorebysund á Grænlandi og blessaður einfelndingurinn segir að

þetta eigi eftir að aukast með hærra hitastigi, Aukning á kelfingu er háð kaldara loftslagi

og aukinni snjókomu á jöklinum, svona er öll myndin full af röngum fullyrðingu og hefur hún

verið dæmd meira og minna ómerk af dómstól í London.

Fólk ætti að kynna sér The Heidelberg Appeal sem var kyntur 1992 á ráðstefnunni Eearth Summit

í Rio de Jaeiro og undirritaður af 425 starfandi vísidamönnum þar á meðal 72 Nóbelsverðlauna

höfum í vísindum, þar sem varað er við að láta embættis menn koma fram í nafni vísinda í pólitískum

tilgangi (IPCC). Fjölmiðlamenn hafa ekki mikin áhuga á því plaggi enda ekki hægt að spinna neinar

sensasíónir út frá því.

Leifur Þorsteinsson, 8.4.2008 kl. 15:02

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Málið er kæra fólk sem hér hefur kommentað - að jöklar og heimskaut jarðar eru að bráðna, miklu hraðar en nokkur sérfræðingur á því sviði dreymdi um í sínum verstu martröðum. Þetta hefur augljóslega mikil áhrif á lífsgæði hér á jörðinni okkar. Við höfum hagað okkur eins og versta sníkjudýr. Skilgreining á sníkjudýrum þarf varla að tíunda. Jörðin getur ekki tekið við endalausu rusli. Lungu jarðar eru að falla saman og við hreinlega þurfum að bregðast við með því að breyta um lífsstíl. Ábyrgðin liggur hjá okkur og það er lúalegt afsökunarbragð að ætla að firra sig alltaf ábyrgð eins og okkur er svo tamt. Við Íslendingar erum kannski fá en erum við ekki alltaf að tala um hvað við erum gasalega fín fyrirmynd. Nú í dag mengar fáar þjóðir eins mikið per haus, ekki er það til fyrirmyndar.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 509249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband