Leita í fréttum mbl.is

Ég er að þýða bókina the Mastery of Love... tillögur óskast að þýðingu á titlinum:)

13724489

Kæru bloggvinir, ég er búin að vera að hugsa um viðeigandi titil á þessari bók í hálft ár og nú væri gaman að sjá hvort að þið séuð með þetta, því ég er bara ekki að finna titilinn sem mér finnst passa:)

Ég er ákaflega þakklát fyrir að þýða þessa bók, hún er einskonar sjálfstætt framhald af Lífsreglunum fjórum sem ég þýddi fyrir rúmlega ári síðan. Að þýða bók af þessu tagi gefur manni tækifæri á að lesa hana aftur og aftur og læra að nýta sér þann lærdóm sem er að finna í viðkomandi bók. Ég hafði reyndar lesið Lífsreglurnar nokkrum sinnum áður en ég þýddi hana og enn les ég hana ef ég þarf leiðsögn um hugans kræklóttu stigu.

The Mastery of Love er alveg frábær leiðsögn um sambönd, sér í lagi sambandið við sjálfan sig, því ef maður er ekki með það á hreinu, þá er næsta víst að önnur sambönd verði nokkuð lituð af því:....:

Ef einhver nær því að draga fram rétta titilinn sem mér finnst passa mun viðkomandi fá að gjöf frá mér eintak af bókinni þegar hún kemur út. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Meistarastig ástarinnar.  Nú eða Meistaranám í ást.  Þetta tvennt er það sem kom fyrst upp í hugann hjá mér.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Fullkomnun ástar.....

Sé þig á morgun skvísa

Kristín Snorradóttir, 4.3.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kemur ekkert upp í hugan, en þessi nöfn eru öll góð sem nefnd hafa verið Birgitta mín. Gangi þér vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hinn æðsti kærleikur

Brjánn Guðjónsson, 4.3.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir tillögurnar... þetta er allt að koma:) Gaman að gera svona saman, afar kærleiksríkt...

Birgitta Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:46

6 identicon

Ok...Ef ég væri að kaupa hana...Mastera ástina ..Það er kannski ekki íslenska..

Að skilja ástina..

Kærleikur hugans.

Signý Björk (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:18

7 identicon

Tillögur:

Kærleiksþel

Amorsfærni

Gaui (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:32

8 identicon

Fullnuminn kærleikur

Kristian Guttesen (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:48

9 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hérna eru alls konar hugdettur. Meira svona tilraun til hrinda af stað hugmyndaflæði eða stemmningu, fara burtu frá íslenska orðinu meistari - veit ekki - finnst meistari ástarinnar og allt í þeim dúr dáltið svona eins og klámmyndatitill..........

Listin að elska

Listfengi kærleikans

Að ná tökum á ástinni

hámarkaðu kærleikann

Máttur kærleikans

Snilldarverkið ást

Galdurinn að elska

Lærðu að elska

Kraftaverkið kærleikur

..................

Soffía Valdimarsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:10

10 identicon

Ég er alveg tóm í hausnum hvað titilinn varðar bara dettur ekkert í hug, en les hana alveg pottþétt þegar þú ert búin að þyða hana... Gangi þér vel skvís

Hildur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:00

11 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

KÆRLEIKNIN...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.3.2008 kl. 19:24

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Máttur ástarinnar, Snilld ástarinnar, Leikni ástarinnar, Kærleiksleikni, Ástarleikni, Ástarmáttur, Vald Ástarinnar, Snilldar Kærleikur, Ástarsnilld, Snilld Ástarinnar,  Snilld Kærleikans, Snilldar ást, Kærleikur kraftsins, Kyngi Kærleikans, Kærleikanssnilld, Máttur Kærleikans, Snilli Ástarinnar, Kærleikans Snilld, Vald Kærleikans, Ást snilldarinnar,  Snilli kærleikans, Leikni Kærleikans, Stjórn Ástarinnar, Stjórn Kærleikans, Leikni Ástarinnar, Kærleikssnilli, Kærleiksstjórn.

Veit ekki hvort þetta kemur að gagni , en ég sendi það samt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:54

13 identicon

Ást í hæstu hæðum, Kærkomin ást , Ríkidæmi ástarinnar...

Gangi þér vel, spennandi verkefni !

Elva Bjork Elvarsdottir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:20

14 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk kærlega fyrir hugarflæðið bloggvinir... ætla að bera þær hugmyndir sem mér líst best á undir útgefandann minn á mánudaginn... læt ykkur svo vita hver hefur unnið sér inn bók:)

Með kærleiksríkum kveðjum

Birgitta Jónsdóttir, 6.3.2008 kl. 06:44

15 identicon

Mér dettur í hug; "Vegir ástarinnar"

Kveðja

Einar 

Einar Kári Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 15:36

16 Smámynd: Rúnar Karvel Guðmundsson

"Hyldýpi Ástarinnar"

eða jafnvel

"Ástarvegir" svo maður snúi þessu á haus frá honum Einari Kára

Rúnar Karvel Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband