Leita í fréttum mbl.is

Þú gætir auðvitað sett þá í poka og kastað þeim í sjóinn!

Var eitt af ráðunum sem ég fékk frá starfsmanni gæludýraverslunarinnar sem ég keypti hamstrana hjá. Ég brást auðvitað ókvæða við og sagði að þetta væri það ósmekklegt að ég væri byrjuð að skrifa grein í huga mér og vildi samstundis fá að tala við eiganda verslunarinnar. Strákurinn baðst afsökunar og sagði að þetta hefði verið kaldhæðni. Hann fann svo ekki símanúmer hjá verslunarstórvesír. 

Ég vildi fá að skila karlinum, því ég ætlaði aldrei að vera með tvö kyn og ég ítrekað bað um að það væri tryggt áður en ég fór heim á leið með nagdýrin. Fékk þau tilsvör að þau myndu taka við honum. Fór svo langleiðir með hann og fékk þau tilsvör þegar ég innti eftir endurgreiðslu að ég fengi aðeins greitt til baka einn þriðja. Ég varð nú ekki hress með þessa þjónustu. Ég fékk ranga vöru og  þó nokkuð aukavesen í kaupbæti og einu bæturnar voru að láta mig fá einn þriðja. Ég sagði að það væri alls staðar þannig að maður fengi greitt til baka ef maður fengi gallaða vöru. Ég væri alveg til í vöruskipti. Ég gæti bara ekki sætt mig við þessi vinnubrögð og arfalélega þjónustu. Ef eitthvað væri, hefði verslunin átt að segja að hún gæti ekki tryggt rétt kyn eða eitthvað slíkt. Aumingja strákurinn gafst upp á mér, þegar ég krafðist þess að fá að tala við verslunarstjóra og sagðist ætla að taka það á sig að hann hefði greitt mér fullt verð fyrir vöruna sem ég bað aldrei um:) Rökin sem ég fékk fyrst voru þau að, kannski hafi kerlingin verið þunguð þegar ég keypti hana: En hey ég vildi alls ekki fá kerlingu, hvað þá ólétta! 

Finnst reyndar alveg ómögulegt að jafn mikilvægar verslanir og gæludýraverslanir, þar sem verið er að sýsla með lifandi dýr, séu aðeins mannaðar hálfstálpuðum unglingum. Finnst það bæði ábyrgðarleysi gagnvart þeim og dýrunum. 

Stundum borgar sig að vera ákveðinn og standa á rétti sínum, en það er leiðinleg þróun hvað það virðist hafa lækkað mikið þjónustustig samfélags okkar. Ráðlegg framtíðar gæludýrakaupendum að fá undir það skrifað að ef þeir fái vitlaust kyn að það sé á ábyrgð búðarinnar en ekki kaupandans og að hann hafi fullan skilarétt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æji litlu skinnin, en gott að þú fékkst þínu fram á endanum - leiðinlegt samt að þurfa að fara þessa leið, með hótunum...

Annars varð ég nú bara að fá að kommenta við bloggið þitt fyrst ég átti hér leið um - sjáumst skvís

ps - hélt ég ætlaði aldrei að leysa ruslpóstvörn spurninguna! 6 plús 13??? ég get ekki hugsað á sunnudögum hahahaha 

Anna Clara (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Til lukku með að vera orðin amma

Þekkjandi þig hefði ég bara endurgreitt í hvelli... hehehe... nei ég er sammála þér við eigum að geta gengið að því vísu að sölumaður þekki vöruna sem hann selur og að við fáum greitt án ess að þurfa að hafa fyrir því ef um mistök er að ræða.

 Heyrumst.

Kristín Snorradóttir, 24.2.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er með ólíkindum Birgitta mín, bauðstu honum ekki að kaupa af þér ungana líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ótrúlegt! Vægast sagt. Svo þarftu auðvitað að vesenast í að kynskipta ungunum þegar þar að kemur. Úff. Búðin ætti í raun að greiða þér skaðabætur!

Gangi þér vel!

Laufey Ólafsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Þekki þetta.  voðalegt kynjamisrétti er þetta samt, jaðrar við fordóma

Eysteinn Skarphéðinsson, 29.2.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég veit, ég veit, veit samt ekki hvoru kyninu ég sýndi meiri fordóma. Heiti því að sleppa tökunum á fordómum í dag:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband