Leita í fréttum mbl.is

Trúnaður

Var að tala við ömmu í gær og við komumst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað virðist hafið algerlega í vaskinn í nútímanum, þá er það trúnaður meðal manna. Þetta er bæði áberandi í samböndum á milli fólks sem virðist gefast upp við fyrsta mótbyr og hið sama má segja á atvinnumarkaði.

Ekkert virðist sjálfsagðara en að slíta samböndum út af hinum smávægilegustu þráhyggjum, þó svo að eftirköstin geti oft verið afar meiðandi í barnafjölskyldum. Oft eru sambandsslit af hinu góða, sér í lagi ef um ofbeldi er að ræða en oft eru ástæðurnar fyrir makaskiptum svo langsóttar og á svo mikilli eigingirni byggðar að meira að segja ég verða hálf kjaftstopp:)

Svo virðist sem nútímamaðurinn sé einskonar rekald sem höndlar afar lítið mótlæti. Flest okkar vandamál hérlendis eru til dæmis svokölluð lúxus vandamál. Við eigum nóg að bíta og brenna og afþreyingin er svo mikil að enginn ætti í raun og veru að þurfa að upplifa þetta tóm sem maður hefur stundum dottið í. En það er sama hve mjög manni langar að flýja sinn innri mann, þá er það hreinlega ekki hægt. Því má segja að fólk noti einmitt streituvalda, sem oft eru tengdir breytingum til að fá um eitthvað annað að hugsa en sjálfan sig. Það er að sumu leiti hið besta mál, en þetta virðist hafa farið út í frekar mikla öfga hér á eyjunni okkar. Breytingar eru oftast af hinu góða og gott verkfæri til að öðlast þroska. En breytingar sem eru eingöngu notaðar sem flóttatæki frá sér sjálfum er innantómar og engum til gagns. 

Heiðarleiki er nátengdur þessu fyrirbæri ístöðuleysis. Orð skulu standa er hugtak sem er algerlega úrelt. Svo í orði sem á borði er að sama skapi búið að glata merkingu sinni. Hef svo oft rekið mig á það að fólk segir eitt og meinar eitthvað allt annað. Svokölluð heiðarleika hentistefna ríkjandi stefna hér, sama hvert maður lítur. Það er í lagi að ljúga smá, stundum!? Hvenær er lygi hvít og hvenær er hún svört. Er ekki lygi alltaf lygi? Það er með ólíkindum hve sannleikurinn er fljótur að snúast í höndunum á fólki og það virðist alveg sama þó fólk sé að tala um ástandið á fjármálamörkuðum eða ástina. 

Ég hef sjálf logið, vegna þess að ég óttast viðbrögð annarra ef ég segi sannleikann, ég hef logið vegna þess að mér finnst vont að viðurkenna að ég hafi gert mistök. En það er ekkert sem réttlætir það. Og mér hefur aldrei liðið vel ef ég hef logið sama hve mikið ég hef reynt að réttlæta það. Lygi og sérhverfa eru einhverjir ömurlegustu mannlegu eiginleikarnir. Að gera slíkt getur kennt manni sitthvað en það þýðir ekki að maður getur ekki orðið fullnuma í því og snúið sér að því að stefna að vægðarlausum heiðarleika. En kannski er heiðarleikinn einmitt eitthvað sem er algerlega afstætt og ekkert okkar hefur sömu mælikvarðana á hvað heiðarleiki er.

Getur maður treyst einhverjum sem ekki treystir sjálfum sér? Getur maður elskað einhvern sem ekki elskar sjálfan sig, án þess að ljúga að sjálfum sér og er maður þá eitthvað skárri?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl. Gott að lesa hjá þér.  Það er þetta með heiðarleikann, að geta horft inná við og séð hvar þarf að laga.  Þó svo gott að þurfa bara að bera ábyrgð á að betrumbæta sinn eigin rann en ekki annarra.  Þvílíkt frelsi. 

Gangi þér vel félagi.  Æðri máttur er allt sem þarf...

Kær kveðja,

Bára

Bára (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:35

2 identicon

Góð færsla.Takk

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðar pælingar hjá ykkur ömmu þinni Birgitta mín.  En við spurningu númer 2 um hvort maður geti elskað einhvern sem ekki elskar sjálfan sig, er reyndar Já, maður getur elskað manneskju sem ekki elskar sjálfa sig, en maður getur ekki elskað neinn, ef maður elskar ekki sjálfan sig.  Kærleikurinn verður að koma innan frá, og ef maður á hann ekki, þá getur maður ekki gefið öðrum af því sem ekkert er.  Þannig finnst mér það vera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Góðar pælingar og síðasta athugasemdin líka Takk fyrir þessa hugleiðingu.

Erna Bjarnadóttir, 21.1.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þið eruð allar dásemdar konur. Nú fer ég og umbreyti mér í stálkonu með mjúkt hjarta og halla höfði mínu að þeirri einföldu staðreynd að Eymd er valkostur:)

Birgitta Jónsdóttir, 21.1.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já þetta eru svo sannarlega góðar og verðugar pælingar sem hverjum einstaklingi í okkar firrta nútímasamfélagi ber að velta fyrir sér af og til. Fyrir sjálfa mig get ég sagt að ég hef það sem algert prinsipp mottó að ljúga ekki, bara ekki ljúga, alveg sama hvað! Alltaf að koma heiðarlega fram og þeir sem þekkja mig best vita að þeir eiga ekki að spyrja mig um álit eða spyrja mig um eitthvað sem þeir í raun þola ekki að heyra hreinskilið svar mitt við :) Sumir kalla það "brútallí hreinskilin" en ég er bara algerlega sammála þér í því að heiðarleikinn er eitthvað sem við eigum að virða, heiðarleiki og kærleikur á alltaf að koma fyrst. Hana nú ! :)

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.1.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.