Leita í fréttum mbl.is

Tsunami ljóð

Ég gleymi seint þessum hryllilegu dögum fyrir þremur árum síðan. Ég held að þetta hafi haft svona mikil áhrif á mig því ég vissi nákvæmlega hvernig aðstandendum þeirra sem voru hrifsaðir á haf út í einhverri ægilegustu greip Ægis í sögu mannkyns. Gleymi ekki þessari tilfinningu þegar var verið að leita að pabba á jólunum vitandi að hann hafi labbað út í ísakalda ánna ósyndur. Það eina sem maður gat haldið í var von sem hékk á þunnum þræði. 

Ég samdi strax ljóð sem ég hef tileinkað aðstandendum þeirra sem fórust. Það ánægulega við þetta ljóð er að það hefur ferðast um heiminn í sinni ensku frummynd og oftar enn einu sinni endað á ströndum Indónesíu. Var notað í litlu þorpi sem fór illa út úr flóðunum til að setja á boli sem bæjarbúar seldu til að byggja upp þorpið sitt. Það hefur líka verið notað í fyrirlestrum hjá manni frá Indónesíu sem vinnur að gerð nýrri tæki flóðvarnagarða fyrir heimaland sitt. Hugur minn verður meðal fólksins í Indónesíu í dag. 

En hér er ljóðið og nýlegt lag sem Jón Tryggvi samdi við það er að finna í tónhlöðunni.

Flóðbylgja 

Þögult hafið
skyndilegur veggur eyðileggingar

Sofandi í mjúkum sandi
fjöldagröf
Þúsundir sálna
–skerandi hvítt ljós
vefur sig milli heima

Sársaukabrot skerst
              djúpt 
inn í hjartað

Vaxandi fjöldi
lífvana

Tómar skeljar

Stærri en lífið sjálft
eru hlutföllin

Allt sem ég hef að gefa er
                                   von
á þessum myrkustu tímum

Allt sem ég hef að gefa er
hafsjór gleði
við jaðar dagrenningar


Tsunami
The silent ocean
suddenly a wall of destruction

Sleeping in the soft sand
mass grave
1000 upon 1000's of souls
brilliant flash of light
spiraling in a world between worlds

Fragments of pain
                deep 
into the heart 

Mounting numbers 
of lifelessness

Empty shells


Larger than life
proportions

All I have to offer is 
                       hope
in those darkest of times

All I have to offer is
oceans of joy 

 


mbl.is Fórnarlamba flóðbylgju minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband