Leita í fréttum mbl.is

Af furðulegum dekkjaævintýrum og brotinni rúðu

Þrívíðar piparkökur

Þegar veðrið var vitlaust þá brotnaði bílrúða á jazzinum mínum. Ég fékk alveg frábæra þjónustu hjá Honda umboðinu og þurfti lítið að vesenast í kringum þetta og var sem betur fer tryggð allan hringinn. Kosturinn við brotnu rúðuna var að það kom í ljós að afturhjólin voru gjörsamlega ónýt. Ég varð afar hissa enda fékk ég að heyra þetta í vor þegar ég fór með bílinn í dekkjastillingu og fyrir vikið keypti ég splúnkuný dekk allan hringinn. Skildi reyndar ekki að mér fannst bíllinn aldrei neitt miklu betri í keyrslu eftir að hafa fengið ný dekk. Sennilega gölluð dekk var niðurstaða þeirra sem ég talaði við í gær. Fer með hann í skoðun á dekkjaverkstæðið sem ég fékk dekkin hjá og kemur þá í ljós að gleymst hafði að setja ný dekk aftan á bílinn á sínum tíma, þrátt fyrir að ég keypti 4 stykki. Alger heppni að ekki skildi fara eitthvað úrskeiðið á öllum mínum keyrslum á milli borgar og Grímsness í haust, því dekkin voru algerlega í henglum, með bólgukýli og vírana lafandi út úr sér. Fékk að sjálfsögðu dekkin mín undir án endurgjalds þó nýr eigandi væri kominn með dekkjaverkstæðið. Merkilegt nokk þá fann ég kvittunina þegar ég var að fara í gegnum blaðahrúgu í vikunni og rétt gat bjargað henni úr endurvinnslunni:)

Enn og aftur sannaðist gildi fjölskyldumottósins, "fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott."

Annars þá er þetta heimili algerlega frjálst frá jólastressi. Maður eyðir pínuponsu um efni fram en ég ekki með visa kort þannig að ég þarf ekki að fara á febrúarbömmer:) Skemmtilegast finnst mér að fá að vera 13 jólasveinar og taka þátt í gleði og spenning barna minna. Hér er mikið étið af kökudeigi og eitthvað bakað af smákökum. En fyrst og fremst þá er þetta góður tími til að styrkja sinn innri mann og athuga hvort að maður hafi nú staðið við eitthvað af öllum fyrirheitum sínum gagnvart lífinu og tilverunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Oft er hægt að sjá það góða við það slæma ef vel er að gáð  Jólastressið er ekki þess virði að taka þátt í því miklu betra að njóta bara og slaka á.

Kristín Snorradóttir, 22.12.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gott að málin redduðust með dekkin. Við sjálf notum heldur ekki visa, allt staðgreitt, sleppum við febrúarbömmer eins og þú Gleðileg jól og takk fyrir góða viðkynningu

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Gleðileg jól

Valgerður Halldórsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.

Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.



Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.



Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?



Þú ert barn Guðs.



Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.



Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband