Leita í fréttum mbl.is

Með stækkunargler á fortíðina

Hef undanfarið verið á kafi í fortíð mömmu. Eyddi helginni meira og minna í að skoða gamla mogga á netinu þar sem fjallað var um hana. Komst að ýmsu sem ég var ekki meðvituð um sem tengist ferli hennar. Segja má að hún hafi verið á hátindi ferils síns þegar pabbi tók upp á því að láta sig hverfa í Sogið 1987 og Valdi tók upp á því að skilja við hana í kjölfarið. Eftir það rak hvert áfallið á fjörur hennar og hún hvarf meira og minna úr heimi tónlistar. Sú Bergþóra sem var til á Íslandi var ekki sama Bergþóra og var til í Danmörku svo mikið er víst. Það er skringilegt að sjá einhvern hverfa svona algerlega úr sviðsljósinu sem hún lifandi væri dáinn.

Finnst annars sú þjónusta að hægt sé að nálgast gömul blöð á netinu alveg frábær og gagnast vel í svona rannsóknarvinnu. Vona að það verði hægt að nálgast fleiri dagblöð á netinu fljótlega. Þetta er alveg ljómandi vel sett upp og greinilega mikil vinna lögð í alla bakvinnu á þessu.

Annars þá er ég líka búin að laga bloggið hennar mömmu og gera það rosalega flott og hvet ég þá sem hafa áhuga á að fylgjast með útgáfu og tónleikum sem tengjast henni að skrá sig sem bloggvini á bergthora.blog.is. Ég mun á næstunni setja í tónhlöðuna þar óútgefin lög með henni og einnig lög sem við höfum verið að setja í stafrænt form af vínilplötum.

Mér tókst að hafa upp á gömul samstarfsfélaga mömmu sem var landsþekktur hér á landi í eina tíð og gaf út eina nokkuð furðulega plötu með mömmu sem bar nafnið "Það vorar". Mamma var búin að leita að honum í fjölda ára án árangurs en með tilkomu myspace tókst mér að grafa hann upp. Sumir hverjir sem lesa þetta muna ef til vill eftir honum, en þetta er enginn annar en Graham Smith sem var mér góður vinur. Ég eignaðist mínar fyrstu búddhistabækur frá honum en þær fékk ég ásamt alls konar öðru dóti fyrir að þrífa piparsveinaíbúð hans þegar hann flutti úr landi. Hann bjó hjá okkur um stund á Skólavörðustíg og var meira að segja hjá okkur um jólin. Það voru skemmtilegustu jól sem ég man eftir. Mikið spilað á hljóðfæri og mikið hlegið. Ég er svo ánægð að hafa fundið karlinn, hann er enn að spila og gaman væri ef maður hefði tök á að fá hann til landsins í tengslum við tónleikana á næsta ári til heiðurs mömmu.

Af mínum ástkæra Jóni Tryggva er það helst að frétta að þó augað sé enn svart þá er kominn í það fallegur himnablár hálfmáni og aldrei að vita nema að sjónin komi aftur, en það verður tíminn að leiða í ljós. Hann er núna á Kúbu með foreldrum sínum með eina hækju og leppinn góða. Þar er bara sól og blíða og ég er að berjast við að öfunda hann ekki.

Á þessari stundu eru tveir erlendir farandverkamenn að brjóta rúðurnar í eldhúsinu mínu og ég er hér í leyni inn í stofu að reyna að einbeita mér að því að slá inn síðustu textana við lög mömmu áður en ég held á fund vegna útgáfumála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gangi þér vel með skrifin, mér finnst þetta þarft og gott framtak en get ýmindað mér að það taki á, ætla kaupa eintak um leið og það kemur út

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.11.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir það Hrafnhildur, og já þetta tekur á, sit oft með tárin í augunum við tölvuna, en þetta þarf að gera og betra að gera það fyrr heldur en seinna. Ælta mér að ljúka öllum minninga tengdum verkefnum á næsta ári svo ég hætti að hljóma sem ég sé með mömmu á heilanum:) Það er mikil gjöf að fá að stússa í þessu. Ég reyndar veitti sjálfri mér tilkallið vegna ýmissa þátta. Ekkert er eins græðandi eins og að öðlast meðvitund um tilfinningar sínar og hugsanir og ég hef lært svo óendanlega mikið um sjálfa mig með því að skoða mömmu á þennan máta.

Birgitta Jónsdóttir, 26.11.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Frábært framtak Birgitta og verður örugglega svo sérstakt af því það kemur frá þér. Ég er reyndar ekki búin að skoða síðuna en ætla strax að kíkja. Ég er oft að gera svo margt í einu að ég gleymi sumu. Var t.d. byrjuð á að kommenta á þennan pistil hjá þér í morgun en hef greinilega ekki ýtt á "senda". Man ekki hvað ég ætlaði að segja. Væri samt alveg til í að vera á Kúbu núna! Batakveðjur til JT.

Gangi þér vel

Laufey Ólafsdóttir, 27.11.2007 kl. 02:01

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Laufey mín. Þú ert gull af mani:) Kannast við þetta að vera að gera margt í einu og steingleyma og gleyma og muna en koma þó miklu í verk... Ég þyrfti í alvöru svona klón af mér. Eða að stelast á framandi slóðir eins og Kúbu og gleyma tölvufressinu á Íslandi.

Birgitta Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 09:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott gengi og gættu þín á farandverkamönnum  en ennþá meira á farandsölumönnum, og allra mest á farandprédikurum, því þeir eru sennilega Vottar Jehóva. 

Mikið er annars gott að Jóni Tryggva líður vel, og vonandi kemur sjónin alveg til baka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 12:49

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gangi þér vel Birgitta og eins manninum þínum að ná fullum bata. Ég man að systir mín átti svona vínilplötu með mömmu þinni , verst að ég man ekki hvað platan hét ,en ég átti eitt uppáhaldslag á henni og ég hlustaði á það aftur og aftur sem unglingur, Baraáttu kveðjur til ykkar

Erna Friðriksdóttir, 30.11.2007 kl. 16:01

7 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Langaði bara að óska þér velgengni og þakka þér stuðningin og falleg orð á minni síðu.

Kristín Snorradóttir, 30.11.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband