Leita í fréttum mbl.is

Þjóðminjasafnið, pönnukökur og aðgerð hjá JT í fyrramálið

Fyrst bið ég alla vini og vandamenn í bloggheimum að sjá fyrir sér að hin langa og stranga augnaðgerð sem Jón Tryggvi er að fara í, í fyrramálið muni ganga vonum framar. Voninn er að hægt sé að bjarga sjóninni. Síðan langar mig að þakka frá dýpstu hjartarótum fyrir hlýhug og fallegar kveðjur. Þið eruð yndisleg.

Við Delphin minn yngri sonur eigum það sameiginlegt að hafa alveg óskaplega gaman að því að þvælast um á Þjóðminjasafninu. Þetta er upp á halds staðurinn hans og fórum við í dag í skemmtilegan leiðangur þangað. Það er alveg stórkostlegt hve vel hefur tekist til að færa safnið nær nútímanum í framsetningu. Ef einhver sem les þetta hefur ekki farið í leiðangur í safnið eftir það opnaði þá hvet ég ykkur til að fara. Ég fer alltaf ríkari út í sinni og hjarta. Bara svona hlutur eins og kíkja inn í gamla baðstofu er eitthvað svo heillandi. Allt var svo fallega fábrotið og hugvitsamlega úr garði gert. Í nútímanum er maður að drukkna í litaflóði og stöðugu áreiti.

Í gær steiktum við Neptúnus heilt fjall af vegan pönnukökum, en það er nýr siður á heimilinu að belgja sig út af pönnukökum um helgar, helst með agave sýrópi og stundum einhverju nýstárlegu eins og rjómaosti. Systir mín og hennar yndælu börn komu í heimsókn frá Garðinum og ég er alveg í essinu mínu þegar ég fæ svona fjölskylduheimsóknir. Synd hvað ég hitti bróðir minn og hans fjölskyldu sjaldan en hann vinnur alltaf um helgar.

Delphin verður 7 ára 7. nóvember og er að springa úr tilhlökkun. Hann er búinn að ákveða að þegar maður á afmæli fái maður að ráða öllu... spurning hve langt ég gangi með að leyfa honum að halda það:) Við fórum í leiðangur í toysrus og er dótið þar nokkuð ódýrara en annars staðar þar sem ég hef keypt dót. En verð samt að segja að við erum samt að borga tvisvar stundum þrisvar sinnum meira en fólk gerir í USA fyrir nákvæmlega sömu vöru. Ætla að gera eins og í fyrra, versla fyrst og fremst á the Hungersite en þar er hægt að fá gjafir sem hjálpa þeim sem búa þær til eða til dæmis að borga laun kennarar í Afghanistan í heilt ár fyrir $40 eða kaupa skólaföt á stúlkur svo þær komist í skóla eða hið sígilda: geit. Ég held að ég ætli að einbeita mér að dóti sem styrkir fólkið í Tíbet og Burma í ár. Mæli með þessu. Gaf ömmu í fyrra að styrkja tvær skólastúlkur í Afghanistan og hún vill endilega fá aftur eitthvað svona og var alsæl með þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæl Bitgitta, ég vona svo sannarlega að aðgerðin heppnist á Jóni Tryggva, ég hugsa til ykkar.

Hef hins vegar ekki komist á þjóðminjasafnið enn, bý á Akureyri en hef heyrt þetta áður að það sé frábært að koma á nýja safnið.

Svo er ég að hugsa um að stela þessari hugmynd með að panta á netinu, og styrkja í leiðinni einhvern annann en ríkan kaupmann. Ég fékk í fyrra hálsmen frá börnunum mínum, alveg ótrúlega flott, sem hafði verið unnið af vændiskonum og fátækum börnum í Ríó, megnið af peningunum rann óskipt til þeirra. Eitthvað var fjallað um þetta í fjölmiðlum.

Bestu kveðjur,

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.11.2007 kl. 08:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur allt gengið vel Birgitta mín.  Og svo á snáðin afmæli á morgun.  Til lukku með hann.   Góð hugmynd þetta með að gefa til styrktar börnum.  Sérstaklega fyrir þá sem eldri eru og eiga allt.  Ætla í alvörunni að skoða þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Ragnheiður

Já vonandi hefur allt gengið að óskum....

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband