Leita í fréttum mbl.is

Að rífa upp runna sem skyggði á langömmu

Á leið minni í heimsókn til Götusmiðjunnar í dag, staldraði ég við í Kotstrandarkirkjugarði. Mamma er þar, Árni gítar afi, Tryggvina langamma (mamma ömmu) og Jón Sverrir, bróðir mömmu sem lést af slysförum barn að aldri. Ætlun mín var að ljósmynda maríuhænuna hjá hjartanu fína sem ég stakk þar sem kerið hennar mömmu er grafið. Er að bíða eftir að finna rétta steininn til að láta höggva gróflega út sem gítar. Ef einhver veit um nettan stein sem væri við hæfi lát oss vita.

Nema hvað að elsku amma sem hálfblind er orðin hafði plantað einhverju hryllilegu skrímslahekki í hring um grafirnar sem eru allar í sætri röð, ásamt ægilegum rósarunna sem ræðst alltaf á mig þegar ég reyni að klifra yfir þetta hekk til að heilsa upp á mömmu. Þegar ég svo tók eftir því að hekkið hafði tekið upp á því að skyggja alveg yfir langömmu og hennar grafarskrift var mér nóg boðið og í mig hljóp einhver fítonskraftur og ég á mínum háu hælum í hafmeyjarkjól, réðst á hekkið og reif með þónokkru miklu basli hekkið upp með rótum sem skyggði á Tryggvinu Friðvinsdóttur. Ætla svo að fara þarna síðar og taka það upp allt eins og það leggur sig og planta einhversstaðar annarsstaðar. En mun þá mæta með skóflu:) Síðan tók ég við að mynda maríuhænuna sætu sem var þarna í góðum félagskap hinna framliðnu og enn og aftur fann ég ekki fyrir sorg. Fann meira til sorgar um daginn þegar Delphin fór að tala um pönnukökurnar hennar mömmu, því hún lagði mikla ástríðu í að gera heimsins bestu pönnukökur. Saknaði ekki endilega þess að snæða þær heldur frekar þeirri staðreynd að heyra hana aldrei tala um gerð þeirra og sjá hana síðan framkvæma sköpunarverkið:)

Annars þá eru draumar að rætast og lífið heldur bara áfram að vera ævintýr. Fékk draumavinnu í dag sem ég segi ykkur frá þegar allt er frágengið en það er kraftaverki líkast hvernig það allt kom til.

Eitt er víst að ef maður biður um eitthvað þá fær maður það... það eina sem til þarf er að trúa því að maður fái það huglægt og tilfinningalega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu hvaða runni þetta er Birgitta mín ?  En það er algjörlega óhæft að plönturna skyggi á nöfn ástvina.  Það verður gaman að fylgjast með fréttunum um djobbið.  Ég er ekki frá því að mamma þín hafi litið til mín í gær, þar sem ég var í yndislegri heilun hjá fræbærri konu.  Hún kom svo sterkt inn í vitund mína, ég var alveg viss um að hún var þarna til að fylgjast með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Verð að viðurkenna að minni mitt gagnvart heitum á plöntum og trjám er alveg jafn gloppótt og gagnvart mannanöfnum:=)

Kæmi mér ekki á óvart að mamma hefði kíkt til þín, dreymdi hana í gær og þá var hún að spila á gítarinn í einhverju matarboði...

Birgitta Jónsdóttir, 4.8.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hehe.. ég er alveg viss um að hún var þarna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband