Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland með ...

að vera nú hluti af alþjóðafjölskyldu Ríó Tintó. Þeirra slóð er blóði drifin, bendi fólki á að sjá alveg frábæra heimildarmynd sem ég sá um daginn og heitir "the Coconut Revolution", en hún er svona Davíð versus Golíat saga um baráttu frumbyggja á eyjunni Bouganville við m.a. Rio Tinto. Hægt er að sjá myndina í 4 brotum á youtube.com set hér inn fyrsta hlutann...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Elsku Birgitta. Allt svona nýlendubrölt gerir mig svo endalaust reiða. Mikið er þetta hugrakkt fólk. Það versta við mál Íslendinga er að nokkrir aðilar sjá sjálfkrafa um að selja okkur "sjálfviljug" í svona rugl. Óþolandi. Burt með þetta pakk.

Laufey Ólafsdóttir, 13.7.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr... mikilvægt að fólk gleymi því aldrei að með því að púkka undir svona glæpahyski erum við að taka þátt í glæpum þeirra. Það er bara svo einfalt. Þjóðverjum er gjarnan nuddað upp úr því að með þögn sinni hafi þeir samþykkt voðaverk Hitlers. Við erum að gera nákvæmlega hið sama með því að nánast gefa þessum fyrirtækjum orkuna. Alcan og Alcoa eiga líka sín móment í glæpum víðsvegar um heim. Alcan hefur til dæmis stundað hræðilega glæpi á Indlandi og ábyrgt fyrir dauða mótmælenda ásamt slatta af hinum svokölluðu untouchables ... Alcoa hagar sér á allt annan máta í Afríku en hérlendis... þó þeir eigi sína takta... eins og til dæmis að sponsa löggur á námskeið í USAnu...

En ég verð að segja að ég hef sjaldan orðið eins hrifin og af fólkinu sem barðist gegn Rio Tinto í Bougonville. Þessi mynd í heild sinni er svo upplífgandi og inspirerandi... Þau hefði aldrei komist í gegnum þetta ef ekki einkenndi þau ákveðin tegund af jákvæðni... maður næstum því gleymdi voðaverkum Rio Tinto við að horfa á hana...

Birgitta Jónsdóttir, 14.7.2007 kl. 10:37

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hæ Birgitta ... kíkti á myndina og fannst mikið til koma hugrekkis eyjaskeggja.. við mættum svo sannarlega læra af þeim.   Máltækið money talks - shit walks á afar vel við þegar kemur að mangi okkar við erlend stórfyrirtæki.

Þar sem glittir í gull, verður til bull.

Pálmi Gunnarsson, 14.7.2007 kl. 12:31

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Dómstóll götunnar er vaknaður eina ferðina enn. Skjóta fyrst spyrja svo. Ef fólk kynnir sér málið þá hefur Rio Tinto ekki drepið nokkurn mann að því að staðfest sé heldur eru það stjórnvöld á Papúa Nýju Gíneu sem hafa staðið fyrir því, í því skyni að verja það sem þeir telja almannahagsmuni PNG. PNG er ríki sem er mjög háð tekjum af námavinnslu og hráefnasölu til að nútímavæða þjóðfélagið. Því er einhver hluti íbúa Bougainville ósammála og greip til skemmdarverka og hryðjuverka á eignum og starfsmönnum Rio Tinto.

Nú þekki ég ekki Rio Tinto það vel að ég geti fullyrt um að það sé fyrirmyndarfyrirtæki eða umhverfishryðjuverkabatterí. Hinsvegar finnst mér að fólk þurfi að byggja sína skoðanamyndun á staðreyndum en ekki múgæsingu. Upphlaup iðnaðarráðherra er gott dæmi um móðursýkisköst sem virðast grípa um sig af litlu tilefni, sérstaklega þegar gúrkutíðin ræður ríkjum.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 14.7.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sammála þér Pálmi minn... því miður er til fólk bæði hér og erlendis sem virðist ekki vera fært um að sjá hlutina í samhengi og ef þeir mæta hér nýbúnir að þvo blóðið af höndum sínum, þá er enginn skaði skeður því hvað kemur okkur við hvað þeir gera annarsstaðar í heiminum.

Guðmundur Ragnar, þér er frjálst að hafa þínar skoðanir en ég held að þú ættir að kynna þér hvað varð til þess að ákveðið var að berjast gegn Rio Tinto og síðan getur þú líka að ganni þínu áður en þú verð að nota orð eins og hryðjuverk að kynna þér aldagamla hryðjuverkasögu Rio Tinto. Hægt að finna greinar um þeirra voðaverk frá öllum virtustu miðlum heimsins. Og svo væri þér líka gagnlegt að sjá hlutina í víðara samhengi. Stórfyrirtæki eins og Rio Tinto stjórna veikum ríksstjórnum eins og þeir i PNG. Þetta er svona frekar barnsleg viðhorf hjá þér en sem sagt mæli með að þú fræðir þig aðeins betur áður en þú ferð að tala um dómstól götunnar í þessu samhengi.

Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.