Leita í fréttum mbl.is

Hætt að reykja - dagur 10

Þetta hefur verið alveg fáránlega auðvelt:) Er reyndar að svindla smá, nota zyban til að hjálpa mér. Zyban eru svona hættu að reykja pillur.. án nikótíns. Vil alls ekki halda áfram að vera háð nikótíni. Zyban virkaði ekki á mömmu og ekki á bróðir minn. Veit ekki af hverju það virkar á mig, kannski vegna þess að ég trúi því að það virkar fyrir mig... lífið er jú alltaf endurspeglun væntinga manns. Ég nota zyban vegna þess að ég losna við að verða brjáluð í skapinu og vil ekki að börnin mín þjáist vegna skapstyggðar minnar.

Ég ákvað að hætta að reykja á mjög stressandi tímapunkti. Þá hef ég ekki afsökun til að byrja aftur ef ég lendi í miklu álagi. Ég er dugleg að hreyfa mig og hef enga sérstaka löngun í mat umfram hið hefðbundna. Ég er annars búin að kúpla mig út öllu og ætla að leyfa sorginni (sem lá þarna í leynum meðan ég varð að sinna vinnunni fyrir kosningar) að flæða í gegnum mig. Ég var eiginlega orðin þunglynd útaf þessu öllu, þannig brýst það út ef maður bælir sorgina niður. Alla vega hjá mér. Þegar maður upplifir hlutina aftur og aftur, eins og ég og samtöl mín við dauðann, þá vill það stundum magna upp fyrri reynslu. Ég er heppin, hef fundið á lífsleiðinni nokkur mögnuð verkfæri til að vinna með sorg, eymd og sjálfsvorkun. Hef náð að umbreyta þessari grunn tilfinningu fórnarlambsins í hetju. Ótta í kærleika. Drullu í gull:)

Fór í frábæra ferð út á Snæfellsnes í gær, meira um það þegar ég er búin að skella myndum úr ferðinni inn á bloggið...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þú veist að Zyban er frekar hættulegt..... getur valdið mjög miklum aukaverkunum.

Eva Þorsteinsdóttir, 11.6.2007 kl. 08:05

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sorrý, ætlaði ekkert að hræða þig, en lestu þér vel til um það.

Las einhverja bandaríska grein um þetta lyf og tók ekki sénsinn sjálf.

Eva Þorsteinsdóttir, 11.6.2007 kl. 08:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef í mínum forstokkuðu reykingum sem enn standa yfir, aðeins einu sinni hætt.  Það stóð í 4 mánuði og var mikill sigur fyrir mig og gerir það að verkum að ég mun geta hætt aftur.  Ég hætti með Zyban, nefúða og munnstykki til að byrja með.  Það er rétt sem Eva segir amk. í mínu tilfelli, mér leið verulega illa af því.  En svona lif virka mjög einstaklingsbundið á fólk.  En hvað um það ég sendi þér baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 08:16

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Elsku Birgitta! Það vantar í mig fíklagenið þannig að ég hef engin góð ráð með reykingarnar. Þekki hinsvegar sorgarferli vel og er alveg sammála um að það á aldrei að bæla tilfinningar sem heilbrigt er að fá útrás fyrir. Einmitt alltaf gott að finna styrk sinn í því sem er erfitt. Er ekki sagt að allt sem þér tekst að yfirstíga gerir þig sterkari? Styrkur til þín og þinna!

Laufey Ólafsdóttir, 11.6.2007 kl. 22:38

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er enn hættulegra fyrir mig að reykja.. en að éta zyban, hef lesið mikið um það og ætla mér nú ekki að vera á því til eilífðar. Það er bara til að komast yfir mestu fráhvörfin og allt það:) Ég hef verið með krónískan bronkítis síðan ég var krakki og ætla mér ekki að enda eins og mamma með blæðandi lungu. Lofaði henni líka að hætta rétt áður en hún dó. Ég held að enginn ein leið sé réttari en önnur í sambandi við þetta, ekkert frekar en í öðrum lífisins málefnum. Hver og einn fyrir sína leið að takmarkinnu hvert svo sem það er.... rétt eins og hin spaka Jenný segir:)

Birgitta Jónsdóttir, 11.6.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er hættur að reykja, er á sjötta degi og er staðráðinn í að hafa það af. Ég hef þó nokkra reynslu af því að hætta og veit að fyrsta vikan er verst, svo fer heilsan að skána. Þegar ég hef hætt hef ég aldrei notað nein hjálpartæki í þeirri fullvissu að ófögnuðurinn og fíknin gengi yfir á viku.

Í önnur skipti sem ég hef hætt að reykja hef ég litið á það sem hvíld frá Winstoninum, en í þetta sinn er ég HÆTTUR! enda nóg komið.

Gangi þér vel í reykleysinu Birgitta.  

Jóhannes Ragnarsson, 15.6.2007 kl. 16:19

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Jóhannes, sömuleiðis, gangi þér vel, er með sama hugarfarið, ég er hætt fyrir fullt og allt. Hætti á zybaninu í gær, var þunglynd af því. Hefur gengið mjög vel. Er á þrettánda degi. Náði eitt sinn að hætta í eitt og hálft ár fyrir margt löngu. Núna er þetta bara gaman, hygg að reykingaþráhyggjan hefur verið tekin frá mér ...

Birgitta Jónsdóttir, 17.6.2007 kl. 00:30

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég er líka hætt. Allt þér að kenna Birgitta; las bloggið þitt þann 11. júní, fékk nett áfall af ótilgreindum ástæðum, og hætti að reykja í kjölfarið. Ég ætla sko að byrja aftur mjög fljótlega eða strax á morgun ... eða hinn.
(Ef þið hafið hætt áður: Muniði hvað fyrsta sígarettan eftir reykleysistímabil var furðanlega vond á bragðið?)

gerður rósa gunnarsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:58

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

frábært að heyra þetta Gerður Rósa... já þessi fyrsta er alger viðbjóður á bragðið... djöfull er maður annars klikkaður að hluta á nikótín dímoninn og láta hann alltaf sannfæra sig um að fá sér örlagasmókinn.

Birgitta Jónsdóttir, 17.6.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband