Leita í fréttum mbl.is

Margslunginn dagur í gær

Náði tölvupóstinum niður fyrir 400 sem ég á eftir að flokka, lesa, svara, bregðast við:) Skúraði sem óð manneskja, enda fær maður mikla aukaorku þegar sólin sýnir sitt fagra andlit. Allt í fínlegu ryki vegna framkvæmda við blokkina. Verið að brjóta allar svalir af með tilheyrandi látum.

Drifum okkur til Hveragerðis til að kíkja á ömmu, reyndi að mæta með eins litlum fyrirvara og mögulegt er til að hún færi nú ekki að gera hlaðborð. Henni tókst að gera það á mettíma, blind að baka lummur, sem stundum er nokkuð svartar en það er allt í lagi, hún bakar þær af slíkum kærleika. Annars þá held ég að það hljóti að vera erfitt að vera gamall á Íslandi. Fólkið er meira og minna afskipt, er oft stolt til að biðja um hjálp eða þiggja hana. Amma var lengi vel húsvörður í barnaskólanum í Hveragerði og mikið meira en það. Hún er gullnáma þegar kemur að útileikjum, vísum og hverskyns fróðleik sem snýr að börnum. Hún beitti hlýlegum aga og enginn óð yfir hana þegar hún var í barnaskólanum. Í gær kenndi hún krökkunum mínum leikinn "kjöt í katli", dásamlegt að sjá hana að leik, það var eins og hún lifnaði öll við og barnið innra með henni braust út um stund.

Svo fórum við í göngutúr í Hverageragerði, um hverasvæðið og niður að fossinum. Fór að rótum hans og hlóð batteríin mín. Fann fallega steina og hlustaði á fossinn. Man þegar ég hitti seiðmennina í Kólumbíu, hvað ég öfundaðist út í þá að skilja enn mál dýra og jarðar. Er alltaf að hlusta og vonandi mun ég einn daginn líka skilja mál málleysingjanna.

Eftir gott labberí og klifurleik fórum við heim á leið. Horfði svo á Undercurrents DVD með Neptúnusi í gærkvöldi, á alveg frábæran grínista af pólitísku tagi sem heitir Mark Thomas. Fann slatta af þáttum með honum á youtube áðan, ætla að deila fyrsta þættinum með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Halló Atli og takk sömuleiðis... ég verð að viðurkenna að ég nota aldrei msn... en ég les tölvupóstinn minn linnulaust...

bjartar

b

Birgitta Jónsdóttir, 30.5.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Agný

Fróðlegt væri að vita hvort að amma þín muni eftir verslun í Hveragerði sem hét Halldórs búð.... En það var afi minn sem stofnaði hana og rak.. Veit að vísu ekki hvernig varð eftir að hann dó. Mig minnir að þetta hafi verið eina búðin þarna á sínum tíma með alla vöruflokka í bland....

En ef þú vilt losna við þetta tölvupósta tiltektar vesen þá mæli ég með gmail. Þar þarf ekki að henda neinum bréfum og mjög gott flokkunarkerfi þar...

Agný, 4.6.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég spyr ömmu næst þegar ég heyri í henni.

Birgitta Jónsdóttir, 6.6.2007 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31