Leita í fréttum mbl.is

Að varpa frá sér ábyrgð

Merkilegt hvað við erum mikið viðbragðasamfélag. Það er greinilega eitthvað að á þeim slóðum þar sem mávarnir eru vanir að finna æti á hafi úti. Eins og fuglafræðingar hafa verið að benda á, þá eru mávarnir að benda okkur á að eitthvað sé ekki eins og það á að vera með því að sækja svo mjög til byggða. Ekki þætti mér það ólíklegt að mannskepnan hafi eitthvað að gera með að æti vantar þar sem þeir eru vanir að sækja sér það.

Eru það þá eðlileg viðbrögð að bregðast við vandanum eins og margir vilja, að skjóta bara mávana, þessar fljúgandi rottur? Er ekki kominn tími til að við sem mannkyn skoðum hvernig við erum að riðla eðlilegu jafnvægi í náttúrunni vegna mikils ágangs okkar. Við búum til vandamál en erum svo sjaldnast tilbúin að axla ábyrgð á þeim.

Reynar þá var gaman að sjá þessa frétt hérna, því ég var akkúrat að hugsa á þessum nótum á labbi mínu í vinnuna, en ég er svo lánsöm að labba framhjá tjörninni dag hvern. Þar voru menn að gefa fuglunum brauð og mávarnir ansi ágengir, enda greinilega mjög svangir. Ég er viss um að ef mávurinn gæti valið á milli brauðs og síldar að hið síðarnefnda væri efst á óskalistanum.

Þannig að í stað þess að ætla bara að skjóta burt vandamálið væri nú óskandi að það væri rannsakað hvað veldur því að þeir sækja til byggða. Efast um að það sé losti í myglað brauð sem hreki fuglana til byggða.


mbl.is „Það er ekki allt í lagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta eru ekki "fjallafuglar" heldur strandfuglar. Þeim hefur fjölgað óhóflega mikið og sækja æ meira í bæi og borgir vegna þess að þar finna þeir auðveldari bráð = sóðaskap mannsins úrgang frá okkur. Hefurðu ekki gengið um biðbæinn þinn eftir kl 6 á sunnudagsmorgnum?

Þetta á ekki bara við Reykjavík, þetta er svona um allt landið í öllum bæjum. Maður getur varla sofnað á kvöldin fyrir mávagargi, þó er engin tjörn hér. 

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

gott innlegg Birgitta  ... einn hlekkur í keðjunni brestur og við sjáum afleiðingarnar í hegðun dýra.

Pálmi Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

nákvæmlega og það vekur furðu mína að lesa hvernig fólk er að bregðast við þessu. hvað gerist ef við drepum þá alla, einhver annar hlekkur í keðjunni hlýtur þá að bresta...

það er ekki okkar hlutverk að leika guð í náttúrunni...

Birgitta Jónsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:47

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Loksins er komin umræða um ástæður þess að mávurinn kemur til byggða. Hingað til hefur bara verið einblýnt á vandamálið sjálft, eins og svo oft er gert, og aðgerðum beitt við því í stað þess að reyna að finna rót vandans og takast á við hana. Mér finnast ógeðslegar þær aðgerðir sem hingað til hefur staðið til að beita og vona að þarna verði fundin skynsamari lausn.

Laufey Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband