Það væri líka hægt að segja þetta svona?
Mótmælendur almennt biðja landsmenn að taka fréttum á komandi sumri af samskiptum lögreglunnar og mótmælenda með gagnrýnum huga, en uppsetning mótmælendabúða hefur verið boðuð frá og með 6. júlí. Segir í tilkynningu, sem mótmælendur skrifa undir að mótmælendur hafi ekki afskipti af lögreglu af fyrra bragði og þurfi að koma til háttsemi af þeirra hálfu, sem varði við lög.
Af hverju eru svona fréttatilkynningar frá lögreglunni birtar sem fréttir: algerlega gagnrýnislaust frá blaðamönnum?
Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Sammála ræðumanni að ofan.
Þetta er ekkert skrítið og ekkert athugavert að setja út á þetta. Það á að taka mun harðar á þessum atvinnu mótmælendum, gefa lögreglunni frjálsari hendur. Lögreglan hér á Íslandi nýtur mikils trausts og stendur sig yfirleitt vel. Ert þú sumsé að verja skemmdarverk sem margir þessara atvinnumótmælenda stendur fyrir??
Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 11:05
Frelsis svipting er gríðarlega alvarlegt brot. Allir þeir sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og verða uppfýsir af því að svipta aðra frelsi sínu ættu að vera settir í steininn og síðan umsvifalaust gerðir útlægir frá landinu. Frelsissvipting er næsta stig fyrir neðan þræla hald. Eru stupningsmenn VG hlyntir einu formi af frelsis sviptingu?
Fannar frá Rifi, 26.4.2007 kl. 11:21
Örvar, mér finnst þú vera að hvetja til mismununar. Er það eitthvað sem þú vilt verða uppvís að?
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:36
Þessir svokölluðu mótmælendur sem vissu nú varla hverju þeir áttu að mótmæla þegar þeir komu til landsins, verða líka að fara að lögum eins og allir aðrir. Þessir svokölluðu mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og reyndu að komast í tölvur og önnur gögn þar. Þeir fóru í heimildarleysi inn á vinnusvæði, bæði á Kárahnjúkum og við Sómastaði.
Það er með ólíkindum að ef fólk sem sendur í stjórnmálabaráttu og kemur fram undir merkjum stjórnmálaflokks, svo ég tali nú ekki um þá sem eru að bjóða sig fram til Alþingis, geti með einhverjum hætti réttlætt þessar aðgerðir. Ég þarf að fara að lögum í þessu landi hvort sem ég er á móti framkvæmdum fyrir austan eða ekki.
Arnfinnur Bragason, 26.4.2007 kl. 14:07
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1108 — 695. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um rannsókn á framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum við Kárahnjúka.
Flm.: Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa þegar í stað starfshóp sem falið verði að rannsaka aðgerðir lögreglunnar gagnvart mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar, sem dvöldu á virkjanasvæðinu og í námunda við það og álverslóðina á Reyðarfirði, á tímabilinu júlí–ágúst 2005 og júlí–ágúst 2006. Starfshópurinn rannsaki meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum, tilefnislausar árásir, frelsissviptingu, handtökur, tilvik þar sem ruðst var í heimildarleysi inn á dvalarstað mótmælenda, hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins og meintar símahleranir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig kanni hópurinn sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla, tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi.
Starfshópinn skipi fulltrúar frá lagadeild Háskóla Íslands, Hæstarétti, Lögmannafélagi Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands auk fulltrúa dómsmálaráðherra, sem verði formaður hópsins. Hópurinn skili niðurstöðu til ráðherra eigi síðar en 1. júlí 2007.
Greinargerð.
Áformum stjórnvalda um að reisa Kárahnjúkavirkjun hefur verið mótmælt, bæði hér innan lands sem utan, allt frá því að ljóst var að hverju stefndi. Eftir að framkvæmdir við virkjunina hófust tóku mótmælin á sig breytta mynd, þau urðu skipulagðari auk þess sem mótmælendur tóku að mótmæla á framkvæmdasvæðinu sjálfu. Síðastliðin tvö sumur hafa félagasamtök á borð við Íslandsvini og Saving Iceland-hópinn haft í frammi skipulögð mótmæli gegn virkjuninni og álversframkvæmdum á Austurlandi. Til mótmælanna hefur verið stofnað í þeim tilgangi að vekja athygli á áhrifum framkvæmdanna á íslenska náttúru og hafa mótmælendur beitt hefðbundnum og viðurkenndum aðferðum friðsamra mótmæla við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Aðgerðirnar kölluðu í nokkrum tilfellum á afskipti lögreglu, en af fréttaflutningi af þeim afskiptum að dæma má ætla að lögregla hafi beitt sér oftar en þörf var á og jafnvel með aðferðum sem telja má umdeilanlegar. Í ljósi þess að tilkynnt hefur verið um áframhaldandi mótmæli a.m.k. eins hóps mótmælenda næsta sumar, hlýtur að teljast eðlilegt að framganga lögreglu gagnvart mótmælendunum frá í fyrra verði skoðuð ofan í kjölinn. Í tillögu þessari er lagt til að stjórnvöld fari í saumana á aðgerðum lögreglu síðustu sumur, 2005 og 2006. Slík athugun er til þess fallin að tryggja að afskipti lögreglu af mótmælendum næsta sumar verði í samræmi við heimildir í lögum. Í því augnamiði verði skipaður starfshópur, sem starfi á vegum dómsmálaráðuneytisins, og verði honum falið að kanna meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum á því tímabili sem tiltekið er í tillögutextanum, sumarmánuðina júlí–ágúst 2005 og 2006. Lagt er til að hópurinn verði þannig skipaður: einn fulltrúi frá lagadeild Háskóla Íslands, einn frá Hæstarétti, einn frá Lögmannafélagi Íslands, einn frá Mannréttindaskrifstofu Íslands auk fulltrúa dómsmálaráðherra sem verði formaður hópsins. Gert er ráð fyrir að hópurinn hafi starfsaðstöðu í dómsmálaráðuneytinu og honum verði útvegaður starfsmaður sem auðveldi honum að sinna verkefninu.
Í kjölfarið á eftirliti því sem lögregluyfirvöld höfðu með mótmælendum 2006 og handtökum sem af því leiddu hófst umfjöllun í fjölmiðlum þar sem kunnáttumenn veltu fyrir sér heimildum lögreglu til þeirra aðgerða sem gripið var til og því hvort lögregla hefði farið út fyrir valdsvið sitt. Hinn 9. ágúst 2006 ályktaði flokksstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um aðgerðir lögreglu við Kárahnjúka:
Flokksstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast af hörkulegri framgöngu og aðgerðum lögreglunnar gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar, ferðalöngum og náttúruunnendum sem fara um hálendið í nánd við virkjunarsvæðin norðan Vatnajökuls og jafnvel þótt í verulegri fjarlægð sé frá öllum framkvæmdasvæðum sem tengjast byggingu virkjunarinnar. Stjórn VG minnir á að tjáningar- og skoðanafrelsi eru meðal hornsteina lýðræðis- og réttarríkisins og þar með rétturinn til að láta álit sitt í ljós og mótmæla enda sé það gert á friðsamlegan og viðeigandi hátt.
Flokksstjórn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs krefst þess að þegar í stað fari fram rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins. Einnig þarf að kanna sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóti gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi. Lýsingar fólks af vettvangi á harkalegum aðgerðum lögreglu sem birst hafa í fjölmiðlum gefa fullt tilefni til tafarlausrar hlutlausrar rannsóknar. Þarf ekki síður að hafa í huga orðstír lögreglumanna en mannréttindi og frelsi hins almenna borgara í þessu sambandi. Komi í ljós að lögreglan hafi farið offari, hvað þá gerst sek um ólögmætt athæfi, þarf þegar í stað að grípa til aðgerða svo slíkt endurtaki sig ekki og þeir sem þar bera ábyrgð svari síðan til saka fyrir dómstólum.
Fram kom í fréttum að mótmælendabúðir við Lindur hafi verið rýmdar að ósk Landsvirkjunar og lögregla hafi verið kölluð til í þeim tilgangi. Á stjórnarfundi Landsvirkjunar 28. ágúst 2006 óskaði Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórninni, eftir upplýsingum um beiðni Landsvirkjunar til lögreglu um rýmingu búða mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar og upplýsingum um lagastoð fyrir þessari aðgerð. Í tengslum við málið lagði Álfheiður fram eftirfarandi bókun:
Það er fullkomlega óþolandi að ferðamenn og mótmælendur sem ferðuðust um hálendi Austurlands sl. sumar skuli hafa verið undir stöðugu eftirliti og jafnvel átroðningi og áreitni af hálfu Landsvirkjunar og lögreglu.
Steininn tók þó úr 7. ág. sl. þegar lögregla umkringdi tjaldbúðir mótmælenda við Lindur, skipaði þeim og flutti nauðuga burt og handtók 14 manns.
Upplýst hefur verið að það var upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sem óskaði bréflega eftir því við lögregluyfirvöld eystra að tjaldbúðunum yrði lokað og mótmælendur fjarlægðir.
Með þessari aðgerð var að mínu mati brotið gróflega gegn lýðréttindum mótmælenda og gegn lögum sem tryggja mönnum tjáningarfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi á Íslandi.
Hinn 5. september 2006 boðuðu lagadeild Háskólans í Reykjavík og Lögfræðingafélag Íslands til hádegisverðarfundar þar sem réttarstaða mótmælenda var til umfjöllunar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Eiríksson, nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, voru ræðumenn fundarins og sagði Ragnar að grunnstef lögreglunnar á Íslandi væri það að mótmæli skuli ekki líðast. Sagði hann lögreglu taka misjafnlega á mótmælendum eftir því hversu mikla áherslu ráðherrar legðu á málin og benti á að þriggja manna ráðherranefnd hefði stýrt lögreglunni í aðgerðum gegn Falun Gong á sínum tíma og rifjaði upp að óánægja hefði komið upp innan lögreglunnar í kjölfarið. Í tengslum við málið hélt Ragnar Aðalsteinsson því fram að mannréttindi mótmælenda við Kárahnjúka hefðu ekki verið virt. Á hér á landi ríki stjórnarskrárbundið skoðana-, tjáningar-, funda- og ferðafrelsi og brotið hefði verið á öllum þessum réttindum mótmælenda. Ef skerða eigi þau réttindi þurfi bæði að stíga varlega til jarðar og hafa skýrar lagaheimildir til þess. Greinargerð með lögreglulögum sé ekki fullnægjandi lagaheimild.
Það er mat flutningsmanna tillögu þessarar að þörf sé á að skera úr um það hvort lögregla hafi farið út fyrir verksvið og lagaheimildir í aðgerðum sínum gagnvart mótmælendum síðastliðin tvö sumur. Nauðsynlegt er að tryggja frelsi mótmælenda til að tjá skoðanir sínar á sumri komanda jafnframt því sem ljóst verði hvaða heimildir lögregla hafi til aðgerða, telji hún þörf á því að hafa afskipti af mótmælendum.
Í fylgiskjali er grein sem ber nafnið Mannréttindabrot yfirvalda gagnvart mótmælendum. Hún birtist á vefmiðlinum gagnauga.is, sem er upplýsingavefur um alþjóðamál með það markmið að koma á framfæri og kynna róttæk og gagnrýnin sjónarmið sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um.
Fylgiskjal.
Jón Karl Stefánsson:
Mannréttindabrot yfirvalda gagnvart mótmælendum.
(Gagnauga, 31. október 2005.)
Barátta fyrir verndun mannréttinda og gegn ofríki, hvort sem það er að hálfu yfirvalda eða annarra, er ekki bundin við fjarlæg heimshorn og sl. sumar opinberaðist staða þessara mála er yfirvöld skáru upp herör gegn fólki sem mótmælti smíði Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði. Rétt er að tíunda atburðarrásina í samhengi við mannréttindayfirlýsingu SÞ.
Úr heimsyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi:
9. grein.
Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga.
12. grein.
Eigi má eftir geðþótta raska heimilisfriði nokkurs manns, hnýsast í einkamál hans eða bréf, vanvirða hann eða spilla mannorði hans. Ber hverjum manni lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum.
13. grein.
1) Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.
19. grein.
Hver maður skal frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.1
Eftirfarandi lýsing er fengin frá vitnum, opinberum skjölum, Indymedia.org og SavingIceland.org. Lýsingin er ekki tæmandi og ber að teljast yfirlit.
Aðgerðir mótmælenda.
19. júlí héldu 11 mótmælendur inn á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar. Lögregla mætti á staðinn en enginn var handtekinn og enginn kærður. 26. júlí stöðvaði hópur mótmælenda vinnu við Kárahnjúkavirkjun í 5 klukkustundir, hlekkjuðu sig við vinnuvélar og stöðvuðu þannig ferð þeirra og annarra sem biðu fyrir aftan. Lögregluþjónar mættu á svæðið um kl. 14:30. Þeir virtust ekki vera vanir slíkum aðgerðum né vilja eiga nokkurn orðastað við mótmælendurna, skipuðu bílstjórum vinnuvélanna sem mótmælendur höfðu hlekkjað sig við að kveikja á vélunum og lögðu þannig líf þeirra í stórhættu. Bílstjórarnir voru ekki íslenskumælandi og samskipti milli manna voru því takmörkunum háð. Því næst hófu þeir að færa þá burt með valdi. Margir mótmælenda voru snúnir niður og lögreglan ásamt öryggisvörðum drógu mótmælendur í lögreglubíla. Einhverjir kvörtuðu undan barsmíðum af höndum lögreglu. Þrír mótmælendur voru handteknir og sakaðir um árás á lögreglu, en þeim var sleppt án kæru enda var einn þeirra hlekkjaður við vinnuvél meðan meint árás átti sér stað. Um kl. 17 leitaði lögregla án heimildar í öllum tjöldum í mótmælendabúðunum að eiturlyfjum, en án árangurs. Klukkan 22 færði lögreglan mótmælendum skipun um brottflutning frá búðunum, án þess að hafa lagaheimild. Næsta dag skipaði lögregla mótmælendum að yfirgefa búðirnar innan þriggja tíma með vísan í lög um öryggi almennings.2
Búðirnar voru því næst færðar í land bónda við Vað í Héraði og 4. ágúst héldu fjórir mótmælendur til byggingarsvæðis álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði. Þar klifruðu þeir upp í byggingarkrana og hengdu þar borða með mótmælaslagorðum. Það tók lögreglu nokkurn tíma að ná mótmælendunum niður, og voru þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald en var að lokum sleppt án ákæru.
Lögreglan hóf nú stöðugt eftirlit með tjaldbúðum mótmælenda og víkingasveitin var send á staðinn. Lögreglumenn á ómerktum bílum eltu mótmælendur, og þá sem komu í heimsókn, hvert sem þeir fóru. Til dæmis voru mótmælendur stöðvaðir á leið sinni til messu í Skriðdal þann 10. ágúst, sem auglýst var að væri öllum opin. Þegar ljóst var að engin lög geta hindrað fólk í að ferðast á opnu svæði brugðu lögreglumenn á það ráð að tefja för hópsins með því að láta stóran sendiferðabíl keyra löturhægt á undan hópnum og hindra þá í að keyra framhjá.
Búðirnar voru teknar niður um miðjan ágúst og margir mótmælenda héldu þá til Reykjavíkur. Lögregluþjónar eltu mótmælendur, suma þeirra alla leið, einnig þá sem fóru á puttanum. Eftirlitið hélt áfram í Reykjavík. Lögreglan neitaði því í fjölmiðlum að hún stundaði eftirlit með mótmælendunum, en fréttamaður RÚV náði myndum af því sem virtist vera ómerktur lögreglubíll að elta tvo íslenska mótmælendur um götur höfuðborgarsvæðisins. Stuttu eftir komu mótmælendanna til Reykjavíkur gaf sýslumannsembætti Eskifjarðar út tilskipun til dómsmálaráðuneytisins um að vísa þeim 21 erlenda ríkisborgara, sem lögreglan hafði skráð eftir mótmælaaðgerðir, úr landi. Til þess þurfti að koma brottvísunarpappírum til fólksins og fá það til að skrifa undir. Með það að yfirskyni voru mótmælendur og þeir sem umgengust þá eltir hvert sem þeir fóru. Um starfann sáu m.a. óeinkennisklæddir sérsveitarmenn. 16. ágúst var einn mótmælandi þannig handtekinn og ákærður fyrir árás á lögregluþjón þegar hann varði vinkonu sína fyrir árás ókunnugs manns, sem reyndist vera óeinkennisklæddur lögregluþjónn. Bæði voru handjárnuð og færð harkalega í lögreglubíl og allan tímann neitaði lögreglan að tjá sig við fólkið á nokkurn hátt. Stúlkunni var sleppt úr varðhaldi klukkustundum síðar án nokkurra skýringa. Manninum var hins vegar haldið í sólarhring og að sögn hans fékk hann ekki að borða. Þrír vegfarendur fóru á lögreglustöðina þar sem honum var haldið til að kanna hvort brotið væri á réttindum hans. Lögreglan brást harkalega við og nokkrir lögregluþjónar færðu þá út með valdi. Þetta varð til þess að einn þeirra, háskólaprófessor á áttræðisaldri, féll með höfuðið í gangstétt og missti meðvitund. Lögreglumenn neituðu bón þeirra sem uppi stóðu um að hringja á sjúkrabíl og lögðu líf mannsins þannig í stórhættu, en hann hafði hlotið höfuðkúpubrot fyrr á ævinni. Fyrir mildi komst hann á endanum undir læknishendur, en ekki er enn ljóst hvort hann hefur hlotið varanlega skaða af.
Aðgerðir lögreglunnar héldu áfram og um kvöldið, 16. ágúst, ruddust 3 einkennisklæddir og 3 óeinkennisklæddir inn á svefnstað hóps mótmælenda. Þeir létu það ekki hindra sig þótt þeim væri tjáð að þeir hefðu ekki samþykki til húsleitar, en lögum samkvæmt verður lögregla að fá leyfi húsráðenda til þess ef hún hefur ekki húsleitarheimild.3 Þeir réðust nokkrum dögum síðar aftur á verustað fólksins og hótuðu manni sem neitaði að tæma vasa sína að hrista úr þeim inni á stöð með því að hengja hann upp á fótunum, lýstu vasaljósi beint í augun á fólki og ógnuðu því. Svo mætti lengi halda áfram.
Rangar sakagiftir.
Margir hafa ranglega eignað þessum hópi þegar klippt var á rafmagnsstreng og mokað yfir aftur. Þau eignaspjöll voru framin þegar eftirlit með mótmælendum var stíft og enn er ekki vitað hver eða hverjir voru að verki. Annað sem farið hefur hátt er eyðilegging vinnuvéla. Óljóst er hvernig sú saga fór á kreik, en líklega er átt við það þegar bensínleiðslu var kippt úr vinnuvél sem mótmælendur höfðu hlekkjað sig við. Slíkt telst ekki eyðilegging vinnuvélar og hafa ber í huga að þar sem lögregluþjónar höfðu skipað bílstjórum að kveikja á vélunum var lífi mótmælenda stefnt í hættu. Loks ber að nefna atvik þar sem maður úðaði slagorð með málningu, m.a. á styttu Jóns Sigurðssonar og ýmsar opinberar byggingar í Reykjavík. Sá sem fyrir því stóð var ekki á lista þeirra sem vísa átti úr landi. Orðið „atvinnumótmælendur“ hefur verið notað oftar en einu sinni um þennan hóp, en engar upplýsingar liggja fyrir um að nokkur þeirra hafi hlotið borgun fyrir mótmæli sín og teljast slík ummæli því rógburður.
Átylla lögreglunnar fyrir þessum aðförum er beiðni um brottvísun fólksins frá landi, en enginn þeirra hefur hlotið ákæru og því eru mótmælendurnir jafn saklausir og hver annar gagnvart lögum. Þetta bendir til þess að í raun geti hver sem er lent í slíkum ofsóknum yfirvalda. Lögfræðingur hópsins fékk í hendurnar afrit af símbréfi frá Hildi Dungal, forstöðumanni Útlendingaeftirlitsins, til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem þess er krafist að lögreglan elti uppi „neðangreinda einstaklinga“ og fái þá til að skrifa undir „meðfylgjandi bréf“. Bréfið er dagsett 11. ágúst og stimplað af Útlendingaeftirlitinu. 20. ágúst þverneitaði Hildur því í viðtali við DV að til væri listi yfir fólk sem Útlendingaeftirlitið vildi vísa úr landi.4
Aðferðir yfirvalda í þessu máli ættu að vera öllum umhugsunarefni. Þeir sem þurfa í framtíðinni að berjast fyrir réttindum sínum, t.a.m. launþegar fyrir kjörum sínum eða aðrir sem telja að órétti sé beitt, eiga á hættu að verða fyrir svipuðum árásum vegna krafna sinna. Þeir sem vilja halda völdum geta alltaf fundið afsakanir fyrir því að skerða frelsi annarra, stunda eftirlit með þeim og refsa þeim sem ógna stöðu þeirra; þessar afsakanir geta verið í formi verndar gegn hryðjuverkum eða öðrum glæpum, skjótrar ákvörðunartöku o.s.frv. Fólk skyldi ætíð vera á verðbergi gagnvart slíkum yfirhylmingum og vilja til að viðhalda völdum og auka við þau. Þegar öllu er á botninn hvolft er það á okkar ábyrgð að berjast fyrir réttindum okkar og friði til að nýta okkur þau og því þurfa allir sem vettlingi geta valdið að ljá krafta sína baráttunni fyrir mannréttindum, frelsi og réttlæti.
1. http://www.un.dk/icelandic/IS_Menneskerettighedserkl/is_men_frame.htm.
2. Police endanger Iceland dam protestors, IndyMedia, 26.07.2005 .
3. Deportations, IndyMedia, 17. ágúst 2005; Police harassment, savingiceland.org, 17. ágúst 2005.
4. Surprise, surprise!, savingiceland.org.
Birgitta Jónsdóttir, 26.4.2007 kl. 14:19
Fyrirgefðu en heldurðu að einhver nenni að lesa þetta?
Arnfinnur Bragason, 26.4.2007 kl. 14:23
ég held einmitt að svona fólk eins og þú Arnfinnur með þínar stóru og útbelgdu fullyrðingar ættir aðeins að kynna þér báðar hliðar áður en þú ferð að spreða vanþekkingu þinni. Lestu þetta og rökræddu svo....
Birgitta Jónsdóttir, 26.4.2007 kl. 14:29
"19. júlí héldu 11 mótmælendur inn á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar. Lögregla mætti á staðinn en enginn var handtekinn og enginn kærður. 26. júlí stöðvaði hópur mótmælenda vinnu við Kárahnjúkavirkjun í 5 klukkustundir, hlekkjuðu sig við vinnuvélar og stöðvuðu þannig ferð þeirra og annarra sem biðu fyrir aftan. Lögregluþjónar mættu á svæðið um kl. 14:30. Þeir virtust ekki vera vanir slíkum aðgerðum né vilja eiga nokkurn orðastað við mótmælendurna, skipuðu bílstjórum vinnuvélanna sem mótmælendur höfðu hlekkjað sig við að kveikja á vélunum og lögðu þannig líf þeirra í stórhættu. Bílstjórarnir voru ekki íslenskumælandi og samskipti milli manna voru því takmörkunum háð. Því næst hófu þeir að færa þá burt með valdi. Margir mótmælenda voru snúnir niður og lögreglan ásamt öryggisvörðum drógu mótmælendur í lögreglubíla"
Las þetta allt.
Að þessu að ofan sem ég copy / pastaði inn:
Menn sem fara ólöglega inná vinnusvæði og hlekkja sig við vinnuvélar leggja líf sitt sjálfir í stórhættu!!! Það er ekki við lögreglu að sakast.
Segðu mér Birgitta, ver stjórnmálaflokkurinn VG ólöglegar aðgerðir mótmælenda ???
Ef svarið er já þá er það alvarlegt mál.
"Það er fullkomlega óþolandi að ferðamenn og mótmælendur sem ferðuðust um hálendi Austurlands sl. sumar skuli hafa verið undir stöðugu eftirliti og jafnvel átroðningi og áreitni af hálfu Landsvirkjunar og lögreglu"
Hvar er samræmið hjá ykkur flestum í VG?? Nú fyrr í vetur fóru nokkrir ykkar fulltrúa hamförum yfir því að kvarta og kveina vegna komu löglegra (klám) framleiðenda fullorðinsefnis hingað til lands. Þá varð fjandinn laus og helst vilduð þið meina þeim aðgang að landinu. En þegar viðkemur glæpamönnum sem brjóta íslensk lög og fremja skemmdarverk þá verjið þið slíkt fólk!!!! Tek skýrt fram að auðvitað á það ekki við um alla mótmælendur. En þið eruð að verja þessa öfgafullu sem virða ekki lög og reglur.
Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 15:09
Farðu varlega í að tala um útbelgda fullyrðingar góða mín og vanþekkingu Ég stend fyllilega við þær fullyrðingar sem ég setti fram hér fyrir ofan. Sumu varð ég vitni af. Þú getur notað Hjörleifs aðferðina ef þú villt, kaffæra allt í skrifræði en það virkar bara ekki á alla. Tók reyndar eftir því að það er ekkert minnst á, í allri þessari ritgerð, innbrotið á Hönnunarskrifstofuna á Reyðarfirði og frelsissviftingu starfsmann þar.
Ég ber virðingu fyrir skoðunum fólks og málfrelsi og réttinum til að mótmæla. Það eru samt lög í þessu landi og þessir svokölluðu mótmælendur og ég hika ekki við að kalla þá "svokölluðu" því ég stend við það sem ég sagði að þeir höfðu minnsta hugmynd um hvar eða hverju þeir væru að mótmæla þegar þeir komu til landsins, verða líka að fara lögum. Fyrir svona mótmælendum ber ég ekki virðingu.
Arnfinnur Bragason, 26.4.2007 kl. 15:18
Og svo dirfist þetta fólk að segja að Vinstri Grænir séu forsjárhyggjuflokkurinn!
Ég er sammála Fannari frá Rifi um frelsissviptinguna. Þegar litið er til þess að sá hópur fólks sem helst stundar frelsissviptingar hér á landi er lögreglan, þá liggur það ljóst fyrir að það verður að gera lögregluna útlæga úr íslensku samfélagi.
Elías Halldór Ágústsson, 26.4.2007 kl. 16:32
Varðandi frelsissviptinguna:
Það eru til myndir frá þessu "gíslatökumáli" á Reyðarfirði. "Gíslatökumennirnir" sitja sallarólegir á stólum, hálfvandræðalegir yfir þessari misheppnuðu aðgerð því markmiðið var auðvitað að koma fólkinu út af skrifstofunum til að stöðva vinnu. "Gíslarnir" einnig pollrólegir, enda enginn að banna þeim að fara út og ekkert sem bendir til þess að mótmælendurnir séu líklegir til að beita ofbeldi á nokkurn hátt.
Þess má geta að hurð sem "gíslarnir" héldu að væri læst var í raun opin og ef menn hefðu í alvöru verið eitthvað órólegir yfir þessu hefði þeim verið í lófa lagið að ganga út. Reyndar var a.m.k. einn maður sem gerði það og bar síðar fyrir rétti að hann hefði ekki upplifað þetta sem ógn eða frelsissviptingu. Reyndar finnst mér með ólíkindum að nokkur sem hefur séð þessar friðelskandi, mölétnu tófúætur, skuli leggja sig niður við að þykjast vera hræddur við þær. Þetta fólk er álíka ógnvænlegt og heimiliskettir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 07:19
VG virðast samt verja lögbrot þegar það hentar þeim. Er þá flokkurinn hæfur til þess að stjórna landinu? Það held ég ekki.
Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 08:51
Hér er 13. grein almennra hegningarlaga nr 19. frá árinu 1940:
13. gr. Það verk er refsilaust, sem nauðsyn bar til að unnið væri í þeim tilgangi að vernda lögmæta hagsmuni fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.
Elías Halldór Ágústsson, 27.4.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.