Leita í fréttum mbl.is

Hef aldrei skilið þetta júróvisíon æði

meðal landsmanna. Kannski er það út af því við trúum því alltaf að við vinnum, eins og handboltanum að þjóðin fer algerlega hamförum í bjartsýni sinni og dettur svo í ofurþunglyndi vegna þess að við töpuðum enn og aftur. Merkilegt að keyra eða labba um göturnar þegar handboltakeppni eða júróvisíon keppni er í gangi. Maður er einn í heiminum og mér finnst það nokkuð góð tilfinning. Man hve andfélagsleg ég þótti þegar Gleðibaninn reið á vaðið. Ég ákvað ásamt vinkonu minni að fara í göngutúr út á bryggju og fara svo á kaffihús, gamla Hressó ef ég man rétt. Það var allt tómt allsstaðar og við skemmtum okkur hið besta.

Annars þá píndi ég mig til að horfa á Heiðu í gærkvöld, finnst alltaf gaman að sjá hana performa vegna þess að hún er bara svo skemmtilega spes og einlæg. Hélt reyndar að ég væri stödd í súrrealískum draumi þegar ég sá gamla pönkara syngja diskó... en svona fer þetta allt í hringi og kannski mun Helga Möller taka pönkið upp á sína arma, í næstu undankeppni. Ég gat ekki horft á lögin á undan, heyrði þau óma inn í eldhús því móðir mín blessuð hafði þetta svo hátt stillt. Ég og Neptúnus fórum að telja falskar nótur og vorum kominn ansi hátt þegar ég fékk loks að lækka í ósköpunum.

En nóg um þetta, ég ætlaði að skrifa hér til að láta vini mína í bloggheimum vita að ég verð í Níkaragva í rúmlega viku og mun verða ósýnileg hér á meðan. Flýg til NY og þarf að hanga á JFK í 12 tíma áður en ég kemst í hin flugin mín. Í Granada er 25 stiga hiti og mjög spennandi skáldahátíð að hefjast sem ég er svo lánsöm að fá að taka þátt í. Ég get ekki beðið eftir að fá smá framandleika í tilveruna. Orðin nokkuð þreytt á öllu þessu myrkri. Plönturnar mínar orðnar ljósgrænar vegna sólarleysis.

Ég er annars svo manísk að í tilefni af því að ég er að fara að taka þátt í þessari alþjóðlegu skáldahátíð er ég að gefa út hvorki meira né minna en nýja teiknimyndaljóðabók og tvær listaverkaljóðakverabækur. Hægt að kíkja á það á Beyond Borders vefnum. Svo tók ég mig til vegna þess að Landsbókasafn hafði óskað eftir einni seríu af smákveraseríunni að endurskoða útgáfuna og lagaði, bætti og auðgaði þær. Þær eru orðnar rosalega fallegar þó ég segi sjálf frá. Undanfarnar 3 vikur hef ég semsagt unnið í 14 bókum og ekki bara það, ég prenta þær sjálf, sker og sauma, nema Conversations with ghosts. Þá hef ég líka þurft að prenta stóru bókina mína og svei mér þá ef ég mun ekki sofa sem barn eftir alla þessa vinnu, ásamt því að vera í fullri vinnu frá 9 til 5 þá er bara eitthvað að:).

Annars er ég svo heppin að geta sofið hvar og hvenær sem er og mun ég nýta mér þessa hæfileika að vanda í flugi og sofna fyrir flugtak og vakna þegar við lendum.

Að viku liðinni mun ég segja ykkur frá stórkostlegum ævintýrum mínum í Suður-Ameríku og hvort að ég muni hitta herra Ortega sem er víst væntanlegur á hátíðina:) Kannski ég ætti að skamma hann fyrir að leggja blessun sína á bann við fóstureyðingum með öllu.

En þangað til vona ég að blessuð sólin muni skína á ykkur og að um ykkur leiki krónískt hamingjukast.


mbl.is Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Góða ferð til Suður - Ameríku Birgitta. Var það ekki annars Nicaragua sem þú varst að fara til?

 Annars finnst mér lagið hans dr. Gunna fínt, alveg sama hvort það er diskó eða ekki. Gott lag er gott lag er gott lag er gott lag - og þá skiptir engu hvort það heitir pönk, diskó eða klassík.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 4.2.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð.... Hef aldrei skilið þetta æði i kringum þessa sjónvarpskeppni.....

Ólafur fannberg, 13.2.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband