Leita í fréttum mbl.is

Er ekki mál að linni þingheimur, er ekki mál að linni?

Ræða sem ég flutti í gærkvöldi um frumvarp iðnaðarráðherra um skattaívilnanir til fyrirtækis í eigu Björgólfs Thor, mér tókst að semja um að atkvæðagreiðslu yrði frestað þangað til eftir sveitastjórnarkosningar, finnst mikilvægt að það sé ekki kosið um svona umdeilt mál á miðnætti eins og til stóð. Enn og aftur er lítil sem engin fjölmiðlaumfjöllun um mikilvægt mál eins og þetta, það var til dæmis ekki stafkrókur um frumvarp sem forsætisráðherra flutti um fjármál flokkanna, en meira um það síðar. 

Frú forseti
 

Hér fjöllum við um mál sem ríkisstjórn og ríkisstjórnarþingmenn með dyggri aðstoð meirihluta minnihlutans hafa þurft að beita skapandi hugsun við að koma í gegnum þingið. Þetta er líka þannig mál að það er erfitt að réttlæta fyrir sér að styðja það eins og því er fyrirkomið hér á lokastigum þess hér í þinginu.

Hér eru nokkur atriði sem mér svíður undan: Það vita það allir sem hér sitja inni að það getur bara ekki verið rétt að verðlauna þá aðila sem hér tóku með einbeittum brotavilja þátt í því að koma þjóðinni í þá háskalegu stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig er hægt að réttlæta að maður sem einsýnt er samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar alþingis flokkast undir að vera fjárglæframaður, hvernig er hægt að réttlæta það að hann fái yfir höfuð að halda áfram að fjárfesta í framtíð landsins, og ekki nóg með það þá á að gefa honum skattaívilnanir. Nú kunna aðrir þingmenn að réttlæta þennan fáránlega gjörning með að blessaður maðurinn hefur afsalað sér afsláttinn í tíu ár og hafi skrifað auðmjúkt afsökunarbréf til þjóðarinnar. Flestir réttlæta þetta fyrir sér með því að það sé mikið atvinnuleysi á Reykjanesi og því verði þetta mikil búbót og mörg störf um að ræða. En það verður nú að segjast ágæti forseti að enginn virðist hafa hugmynd um hve mörg störf skapist eða hvernig störf þetta séu. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra lausn, kannski væri lag að aðstoða íslensk fyrirtæki sem vilja setja upp smærri einingar af gagnaverum með því að gefa þeim sambærilega skattaafslætti og líta svo á að þau erlendu fyrirtæki sem hér munu hýsa gögn sín hafi um fjölbreytta kosti að velja í hýsingu og komi þar af leiðandi hér inn með fjölbreyttari störf sem slíkt umhverfi gæti leitt af sér.

4670_106795851718_722836718_2745093_5524593_n.jpgÉg vil vekja athygli á því að málið minnir mig á sögu sem hefur verið spunnin áfram af spunameisturum og kannski eru þeir spunameistarar kannski í stjórn fyrirtækisins sem vill gagnaverið byggja og tengjast auðvitað flokki með völd? Ó, hve dásamlegt þetta fjórflokkakerfi er - allir fá einhvern tíman tækifæri á að hygla sér og sínum.

Það að geta ekki hugsað handan stóriðju hvort heldur hún heitir álver eða gagnaver er sorgleg þróun. Sorgleg vegna þess að ef þetta fyrirtæki gengur illa, þá mun þetta sveitarfélag aftur líða fyrir stórmennskudrauma sem breyttust í martröð, ég hef hugleitt mikið hvernig hægt væri að bregðast við afleiðingum þeim sem maðurinn sem á að fá að halda áfram að fjárfesta í íslensku vinnuafli og nota þjóðina áfram sem veð – ég hef mikið hugleitt frú forseti hvort að það sé virkilega svo að það sé bara ein leið fær. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Það er aldrei bara ein leið fær. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru miklu öruggari leið til að viðhaldi stöðugleika en ein risalausn. Ef eitt meðalstórt fyrirtæki af mörgum rúllar þá mun það hafa lítil áhrif á samfélagið, en ef fyrirtæki gerast svo stór að þau geta ekki axlað ábyrgð af óráðsíu eins og við upplifum nú, þá lendir baggi einkafyrirtækja sem fá afskriftir á skattborgurum og bökin er núna orðin ansi fá og veikburða og við getum ekki leyft okkur að halda svona áfram. Einhver þarf alltaf að borga fyrir uppgufun fjármagns þó íhaldsmenn haldi öðru fram.

Frú forseti, hvernig hefur verið staðið að því að finna annan aðila til að fjárfesta í þessu gagnaveri en Björgólf Thor og hans fyrirtæki? Frú forseti, ég veit að þessi spurning hefur borið á góma en ekki hafa fengist nægilega skýr svör við henni. Ég myndi með sanni styðja þetta mál ef Björgólfur Thor hefði sýnt þann manndóm að sleppa tökunum af þessum draumi og gefið öðrum kost á að fjárfesta í stað sín.

Best væri hreinlega ef að það á að halda áfram að gefa manninum gulleggin okkar að bíða í það minnsta uns rannsókn er yfirstaðin á gamla bankanum hans. Ég get ekki stutt þetta verkefni vegna þess að mig hreinlega svíður undan þessu í minni réttlætiskennd. Er þetta nýja Ísland frú forseti, er þetta sá hornsteinn að uppbyggingu landsins sem við viljum leggja? Ef Björgólfur Thor fær enn að fjárfesta í framtíð Íslands þrátt fyrir það sem kemur fram í skýrslunni, þá verður varla hægt að segja nei við hina fjárglæframennina, og til hvers þá að vera með einhverja sýndarmennsku varðandi réttarhöld og handtökur, hættum þessu bara og látum strákana okkar aftur við stjórntaumana og leyfum þeim að halda áfram í útrás og innrás.

Mér skilst að ríkissjóður hafi ábyrgst nokkra milljarða lán út af farice-strengsins sem flytur gögn á milli landa, móðurfélag Verne Holding fékk lán upp á nokkur hundruð milljónir sem nú er verið að afskrifa, ríkisábyrgðin mun því falla á herðar skattborgara eins og svo mörg önnur ævintýri út- og innrásar víkinganna.

Er ekki mál að linni frú forseti, er ekki mál að linni?

Ég skora á þingmenn að kanna innra með sér af hverju það sé svo að þingið nýtur ekki meiri trausts en svo að aðeins 1 af hverjum 10 landsmönnum treysta þingheimi  eins og kom fram í skoðanakönnun í dag: gæti það verið út af því að svona vinnubrögð sýna skort á siðgæði og almennri skynsemi.

Frú forseti er ekki mál að vitleysunni linni og að háttvirtir þingmenn og hæstvirtir ráðherrar beiti örlítið meiri skapandi hugsun til að koma í veg fyrir að þeir sem rændu okkur fái að halda áfram að ræna okkur?

William Black sagði til að ræna þjóð, skaltu kaupa banka… nú er það svo að við vitum ekki hverjir eiga nýju bankana, vitum ekki hvort að Magma Energy sé skúffufyrirtæki bankaræningja og áfram heldur leikurinn áfram og enn og aftur líður almenningi sem nóg sé komið en engin björg sé í boði nema að taka þessari siðblindu því það sé ekkert annað í boði.

Sýnum nú þjóðinni aðeins meiri virðingu en þetta, sýnum hugrekki, og höfnum því að gefa bankaræningja gullin úr tönnum okkar – því við eigum ekkert meira að gefa. Nú þegar verið er að seilast enn og aftur í tóma vasa öryrkja og ellilífeyrisþega til að borga fyrir sukkið hjá þessum sama aðila og við erum að gefa tækifæri á að fjárfesta áfram.


Nú er mál að linni frú forseti, nú er mál að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Takk kærlega fyrir þetta. Hreyfingin stendur vaktina fyrir þjóðina.

 4 flokkurinn  hamast við að greiða skuldir sínar við mafíuna sem mútaði þeim.

Arnór Valdimarsson, 19.5.2010 kl. 15:52

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Heldur hefði ég viljað sjá atkvæðisgreiðslu á þessu fyrir kosningar þá hefði verið hægt að sjá hvað og hverjir eru landráðslíður af þingmönnum og ráðherrum og geta kosið samkvæmt því.

Jón Sveinsson, 19.5.2010 kl. 17:13

3 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Það er stuðningur við þetta úr öllum 4flokknum. Og vissulega Jón eigum við að fylgjast grannt með hvaða þingmenn þora að velja með sannfæringu sinni. Og hverjir styðja sukkið.

En ef að þjóðin mótmælir nú kröftuglega er enn hægt að stöðva þetta í atkvæðagreiðslum.

Arnór Valdimarsson, 19.5.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk kæra Birgitta fyrir þessa fögru og viskufullu vörn Ég trúi ekki öðru en innra með sér hafi spilltir þingmenn orðið að gjalti undir réttlætisrödd þinni. Kannski hefur þeim sviðið svo undan réttlætinu og sannleikanum að þeir hafa flúið þingsalinn...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2010 kl. 18:09

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við getum enn stoppað þetta - ég veit bara ekki hvernig...

Birgitta Jónsdóttir, 19.5.2010 kl. 19:36

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Jón Sveins !    Mikið er gott og blessað að enn skuli vera til fólk sem hefur trú á að kjósendur hafi minni er nær út fyrir kjörklefann á kjördegi reynsla mín hvað þetta minni hjá kjósendum varðar , leifir enga trú á því þ.e. að minnið nái út fyrir klefann .

Hörður B Hjartarson, 19.5.2010 kl. 20:50

7 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Kæra Birgitta, - þakka þér kærlega fyrir standa vaktina. En það er ekki víst að þau skilji hvað þú ert að fara, - ! ??

~  að geta hugsað út fyrir gamla forritið ~

Vilborg Eggertsdóttir, 25.5.2010 kl. 23:22

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg makalaust góður pistill og ræða. Ég hafði bara ekki hugmynd um að þeir væru að reyna að berja þetta rugl í gegn. Það þarf að koma þessu áfram til fólks svo það sé hægt að stoppa þetta. Ef það væri banki sem lánaði sömu peninga í þetta verkefni til þessara aðila, hvaða banki sem er í öllum heimunum, yrði bankastjórnin handtekinn...hvernig stendu á því að menn þora þessu?

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 18:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skömm þeirra er ekki endaslepp svei mér þá.   Það ætti að láta þau borga allt úr eigin vasa og sjá hvort þau væru svona æst í að borga allt upp í topp og meira en okkur ber.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband