Leita í fréttum mbl.is

Að mótmæla - að mótmæla ekki

Ég hef alvarlega ígrundað það hvort að það sé einhver tilgangur að vera að standa í endalausum grasrótarfundum þar sem rædd er einhver framtíðarsýn og stefna fyrir landið. Ég hef alvarlega ígrundað það hvort að það sé einhver tilgangur að mæta á nánast öll mótmæli sem hér fara fram. Ég er í þeirri stöðu eins og þúsundir aðrir landar mínir að hafa misst vinnu vegna "ástandsins" og hef því nægan tíma á mínum höndum til að gera eitthvað uppbyggilegt við tíma minn á meðan á atvinnuleit stendur.

Til hvers að mótmæla og reyna að knýja fram réttlæti fyrir þjóð sem virðist standa á sama. Hef heyrt fólk fara stórum í bloggheimum og víðar sem talar um að 98% þjóðarinnar vilji óbreytt ástand. Ef svo er rétt, til hvers að reyna að gera eitthvað - það hlýtur að vera algerlega gegn vilja þjóðarinnar. Þjóðin vill greinilega halda áfram að láta kúga sig og ætti maður þá ekki að leyfa henni það í friði. 

Fólk hefur sagt ég sé best geymd bak við lás og slá svo að ráðamenn þjóðarinnar fái nú ráðrúm til að bjarga skútunni sem virðist eiginlega vera komin á bólakaf. Þetta fólk var kosið af miklum meiri hluta þjóðarinnar og hvað með það þó alræðistilburðir séu í gangi - þau eru búin að standa sig svo vel að sigla henni í strand - af hverju ættu þau ekki að geta komið henni aftur á flot?

Til hvers að reyna að gera eitthvað til að bjarga ærulausri þjóð með því að sýna umheiminum að það sé til fólk hér sem stendur ekki á sama hvernig málum er háttað hér? Skiptir þessi æra nokkru máli? Getum við ekki bara keypt hana eins og lífshamingju okkar? Við vorum jú hamingjusamasta þjóð í heimi áður en við misstum nánast allt. Sumir gera grín að mótmælendum en fleiri eru þeir þó sem níða mótmælendur og það er svo sem ekki neitt nýtt. Versta skammaryrði sem hægt var að fá á sig var að vera atvinnumótmælandi og ég er víst talin til þess hóps. Ég hef reyndar aldrei haft neinar tekjur af því að gera neitt sem ég hélt í einfeldni minni að gæti gert samfélag okkar að betra, réttlátara og heilbrigðara samfélagi manna. 

Ég viðurkenni að oft vildi ég óska þess að mín lífshamingja yrði tryggð með því að eiga nógu andskoti mikið af efnislegum gæðum og það gæti verið helsta takmark mitt í lífinu. Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei fengið þá vitneskju sem ég hef um spillinguna og ójöfnuðinn, um eyðilegginguna og ofbeldið sem viðgengst hér sem og annarsstaðar í heiminum okkar. Ég vildi óska þess að ég gæti látið mér standa á sama um allt nema sjálfa mig. En ég bara get það ekki, sama hvað ég reyni, þá get ég ekki horft fram hjá því sem er að gerast hér. Ég get ekki hægt að hugsa um allt það fólk sem er að missa húsin sín, sem er búið að glata ævisparnaði sínum, sem hefur misst vinnuna sína, sem hefur misst vonina. Ég get ekki hægt að hugsa um afleiðingar kreppu á börn og þá sem standa ekki traustum fótum fyrir í góðærinu svokallaða. Ég get ekki hægt að hugsa um einhverjar leiðir til að breyta þessu ástandi svika og pretta í ástand þar sem við fáum loks að rísa upp á ný í samfélagi þar sem aðrar áherslur eru og önnur gildi en þau gildi að hver hugsi aðeins um sig, að hamingjan felist í veraldlegum hlutum, sem geta eins og þjóðin hefur upplifað, horfið eins og dögg fyrir sólu. 

Get ég leyft mér að horfa framhjá og leyft að þeir sem eru krosstengdir inn í heim fjárglæframanna, sjái um að rannsaka spillingu og hreint og klárt arðrán á þjóðinni? Kannski ég ætti bara að setja sjálfa mig í stofufangelsi, kannski ætti ég að halda kjafti, það myndi gleðja marga. Ég get alveg talið mér í trú um að ég sem einstaklingur geti ekki gert neitt til að breyta því sem hér er í gangi. Það væri auðveld leið - ég á heilt bókasafn af bókum sem bíða þess að ég lesi þær, ég er með stafla að bókum sem væri gaman að þýða. Já Birgitta, hvernig væri nú bara að vera þæg og láta sér fátt um finnast þó allt fari á kaf - að vera afstöðulaus er eitthvað sem er þjóðareinkenni Íslendinga og það er nánast þjóðarsvik að voga sér að vera öðruvísi en fjöldinn, sér í lagi ef maður hefur óþægilegar skoðanir, eins og að vilja vernda landið okkar, taka ekki þátt í stríði við aðrar þjóðir, vilja efla og styrkja heilbrigðiskerfið og menntakerfið, treysta ekki bönkunum og finnast allar manneskjur vera jafn mikilvægar.


mbl.is Sagt frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband