Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjármál

Orðræðan sem skömm er að

Ég fanga því að þjóðin fái að kjósa um framtíð sína í dag. Mér finnst aftur á móti sorglegt hvert umræðan er komin og sannfærð um að bæði meðal þeirra sem segja já og nei séu góðar manneskjur sem og siðspillingar. Það hefur nákvæmlega engin áhrif á það hvernig ég kýs.
 
Það er svo mikilvægt fyrir okkur að læra að rökræða og hafa skoðanaskipti án þess að fara út í svona mikla heift og reiði. Ég skora á alla að tóna aðeins niður umræðuna sem virðist vera komin út í öfga sem mér finnst til háborinnar skammar. 

Neyðarkall frá íslenskum borgurum til AGS og ESB

Að frumkvæði Gunnars Tómassonar, hagfræðings og fyrrverandi ráðgjafa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og fleiri Íslendinga var meðfylgjandi bréf sent til Dominiques Strauss-Khans, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og José Manuels Barrosos, forseta Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Bréfið var sent til þeirra í ljósi þess lykilshlutverks sem AGS og ESB skipuðu í nóvember 2008 þegar samningaviðræðurnar vegna Icesave hófust.

Á þessum tíma setti AGS fram spár um efnahagshorfur Íslands og gengið var frá samkomulagi um að ef efnahagsþróun landsins yrði umtalsvert verri en þessar spár gerðu ráð fyrir þá gæti Ísland farið fram á viðræður við Bretland og Holland vegna þeirra þátta sem liggja til grundvallar frávikinu og um sjálft viðfangsefnið Icesave.Nýlegt mat AGS á þróuninni á árunum 2009 til 2010 og spár fyrir 2011 til 2013 gefa mun verri mynd en fyrri spár.

Bréfritarar hafa áhyggjur af því að núverandi frumvarp um Icesave-samninginn, sem verður lagt fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., endurspegli ekki þessa neikvæðu þróun. Því fara bréfritarar þess á leit við AGS og ESB að þessar stofnanir„geri ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands annars mun vanhugsuð úrlausn Icesave-málsins þröngva Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.“

 

Reykjavík 28. mars 2011

Hr. Dominique Strauss-Kahn
framkvæmdarstjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Washington
, DC 20431
USA

/
Hr. José Manuel Barroso
forseti Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins
1049 Brussels, Belgium

Kæri, hr. Strauss-Kahn. / Kæri, hr. Barroso.

Eftir hrun íslenska bankakerfisins í október 2008 féll verg landsframleiðsla (VLF) um 25% á næstu tveimur árum eða úr 17 milljörðum bandaríkjadala niður í 12‚8 milljarða bandaríkjadala (USD). Ef spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um 14,8% vöxt vergrar landsframleiðslu næstu þrjú árin gengur eftir mun hún nema 14,7 milljörðum bandaríkjadala árið 2013 og vera 13% lægri en árið 2008.

Horfurnar eru aðeins skárri ef mið er tekið af vergri landsframleiðslu á stöðugu verðlagi í íslenskum krónum . AGS spáir að árið 2013 verði verg landsframleiðsla um 2-3% lakari en árið 2008 sem þýðir að hún verður 4-6% lægri en AGS spáði í nóvember 2008.

Með öðrum orðum þá eru efnahagshorfur Íslands umtalsvert lakari en gengið var út frá við gerð svokölluðu Brussels viðmiða fyrir ICESAVE samninga sem aðilar málsins samþykktu undir handleiðslu viðkomandi stofnunar Evrópusambandsins (ECOFIN) í nóvember 2008.

Jafnframt telur AGS að vergar erlendar skuldir Íslands í lok ársins 2009 hafi verið um 308% af vergri landsframleiðslu. Það þýðir nærri tvöfalt það 160% hlutfall sem sjóðurinn spáði í nóvember 2008. Í skýrslu AGS um Ísland, dagsettri 22. desember 2010, er því spáð að vergar erlendar skuldir Íslands muni nema 215% af vergri landsframleiðslu í árslok 2013 (sjá töflu 3, bls. 32 í umræddri skýrslu) eða liðlega tvöfalt það 101% hlutfall sem spáð var í nóvember 2008 (sjá töflu 2, bls. 27 í sama riti).

Vergar erlendar skuldir Íslands í lok 2009 voru langt umfram það 240% hlutfall  af vergri landsframleiðslu sem starfsmenn AGS mátu sem „augljóslega ósjálfbært” í skýrslu þeirra sem er dagsett 25. nóvember 2008 (sjá bls. 55 í þessari skýrslu).

Meginmarkmið þess samningaferils um ICESAVE sem hleypt var af stokkunum í nóvember 2008 var að tryggja uppgjör á flóknum málum sem viðkomandi aðilar, að meðtöldum ESB og AGS, voru einhuga um að leiða til farsællar lausnar samhliða endurreisn íslenska hagkerfisins. 

Við undirritaðir Íslendingar höfum verulegar áhyggjur af því að fyrirliggjandi drög að samkomulagi um ICESAVE samrýmist ekki þessu meginmarkmiði, og vísum í því sambandi til umsagna AGS um þróun og horfur varðandi innlendar hagstærðir og erlenda skuldastöðu Íslands hér að ofan.  

Því förum við þess virðingarfyllst á leit við ESB og AGS að þessar stofnanir takist á hendur ítarlegt og sjálfstætt endurmat á skuldaþoli Íslands svo að vanhugsuð úrlausn ICESAVE-málsins þröngvi ekki Íslandi í ósjálfbæra erlenda skuldagildru.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

 

Ásta Hafberg, háskólanemandi

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Þórðardóttir, kennari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna

Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari

Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar

Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar


AGS styður almennar aðgerðir: fyrir suma

Það hefur borið nokkuð á því að AGS hafi haldið því fram, á fundum með þingmönnum, hagsmunasamtökum og fjölmiðla, að sjóðnum finnist það nauðsynlegt að fara í almennar aðgerðir fyrir heimilin.

AGS boðaði Hreyfinguna á sinn fund á föstudaginn og var um margt afar fróðlegur. Á fundinn mættu þingmenn Hreyfingarinnar og 4 fulltrúar frá AGS.

Ég hef í nokkur ár viðað að mér upplýsingar um það hvernig þeim löndum sem hafa verið undir handleiðslu AGS hefur farnast í því prógrammi og því var ekki laust við það að ég hefði af því þungar áhyggjur þegar engin önnur leið virtist fær en að kalla eftir aðstoð þeirraí árdaga hrunsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og við höfum fengið að finna fyrir því á eigin skinni hvernig okkur farnast í þessu prógrammi. Margir sérfræðingar og stjórnmálamenn héldu því fram að við myndum fá sérmeðferð og að við myndum koma betur út úr AGS prógrammi en t.d.  Argentína. 

Nú er svo komið að það lítur út fyrir að það sé að takast að þurrka út millistéttina hérlendis eins og tókst í Argentínu. Það sem var gagnlegt við fundinn með 4 fulltrúum AGS í gær var að hægt var að leiðrétta misskilning og fá á hreint álitamál.

Ég hóf fundinn á því að spyrja hvort að það væri rétt að sjóðurinn væri fylgjandi almennum aðgerðum. Þeir sögðu svo vera.  Fulltrúar AGS viðurkenndu að þeir hefðu lagt það til síðan í upphafi árs 2009 og það hefði verið rætt við ríkisstjórnina, þingmenn og hagsmunasamtök. Mér fannst eitthvað ekki passa og þrýsti á að fá vitneskju um hvað þeir ættu nákvæmlega þegar þeir töluðu um almennar aðgerðir. Þá kom hið merkilega í ljós: AGS styður almennar aðgerðir fyrir suma!  (Í mínum huga er þá ekki hægt að kalla það almennar aðgerðir, ef það er bara fyrir suma.) 

Hér er skilgreining AGS á almennum aðgerðum varðandi húsnæðislán.

Það eru tveir hópar húsnæðislántakenda. Fyrsti hópurinn er fólkið sem getur ekki borgað. (Þeir sem eru nú þegar komnir fram yfir bjargarbrúnna.) Seinni hópurinn er fólkið sem enn getur borgað.

Vegna þess að fyrsti hópurinn á ekkert og getur ekki borgað, þá fær hann leiðréttingu. Hinn hópurinn getur borgað og því er ekkert réttlæti samkvæmt hugmyndafræði AGS þeim til handa. Þeim ber að borga. AGS finnst ranglátt að aumingja vesalings fjárfestarnir taki á sig eitthvað af því vandamáli sem þeir báru höfuðábyrgð á að skapa. 

Mér fannst merkilegt að þeir hefðu ekki skilgreint þetta sem þrjá hópa og lagði til að þeir myndu flokka þetta á annan hátt, það væri ekki hægt að horfa fram hjá því að þriðji hópurinn sem hægt væri að staðsetja á milli fyrsta og þriðja er hópurinn sem rétt nær svo að borga núna, þessi hópur er kominn út að bjargbrúninni og mun fara sömu leið og fyrsti ef ekkert verður gert. Það vill svo til að þetta er langstærsti hópurinn. Ég spurði Franek Roswadowski hvort að fulltrúar AGS á Íslandi vildu vera ábyrgir fyrir því að þessi hópur myndi hrynja fram að bjargbrúninni á næstu mánuðum og við tók aðeins þögn frá fulltrúum sjóðsins.

Það er deginum ljósara að AGS styður EKKI almennar aðgerðir og munu aðeins leggja til að þeir sem reiknaðir eru sem fólkið sem getur ekki borgað útfrá viðmiðum umboðsmanns skuldara fái leiðréttingu.

Mér finnst í það minnsta mjög gott að þetta er þá komið á hreint,  því sumir sem hafa barist fyrir leiðréttingu hafa fallið fyrir mjúkmælgi AGS og ekki gengið nægilega hart að þeim að skilgreina hvað þeir eiga við. Það má ekki gleymast að AGS hefur yfirleitt alltaf staðið vörð um fjármagnseigendur og því fannst mér eitthvað bogið við tal þeirra um almennar aðgerðir.

Þeir þvertóku fyrir að orðalag sem hægt væri að skilja sem tillögu um að orkufyrirtækin yrðu einkavædd væri rétt,  eftir útskýringar þeirra um hvað þessi texti þýddi get ég tekið þá trúarlega, þeir leggja semsagt til að einkavæðingin verði víðtækari, ekkert samt sem undanskilur orkufyrirtækin, en þeir leggja til almennar einkavæðingar hjá hinu opinbera.

Ég læt svo fylgja bréf frá Gunnari Tómassyni sem hann skrifaði Roswadowski í gær út af þessum málum.

 

November 6, 2010

 

Dear Mr. Roswadowski,

As an old IMF hand(1966-1989), I noted with interest Althing member Margrét Tryggvadóttir’s following comments on her Facebook page (in my translation):

“[I] met with four IMF staff members today [November 5]. They found it totally incomprehensible why we are requesting that creditors and debtors should share losses resulting from the economic collapse.”

And, indeed, it makes no sense in the context of the IMF’s mainstream economic world-view (The Washington Consensus) to re-allocate losses incurred on account of Iceland’s economic collapse between creditors and debtors through the political process.

However, many/most of those who emerged as substantial creditors from the collapse owed their good fortune to strictly non-economic causes, namely, actions taken through thepolitical process to shelter their capital at the cost of their fellow citizensand foreign creditors.

As a matter of principle, the IMF does not interfere in the internal affairs of member countries. Thus, the IMF did not oppose the Icelandic government’s expansion of deposit insurance and retroactive re-ordering of the priority status of claims on the financial system in October 2008. 

The request that creditors and debtors should share losses resulting from the economic collapseis predicated on grounds of equity and justice. It envisages a partial roll-back of the pro-creditor measures previously taken by the Icelandic government on non-economic grounds. 

The request is one that the IMF, as an institution, based on law and moral authority“ in the words of former Managing Director Jacques de Larosière, can and should embrace and support.

 

With kind regards,

 

Gunnar Tómasson

IMF Advisor, ret.

  


Mótmæli fyrir utan Seðlabankann á mánudaginn

Fann þessa auglýsingu á facebook: ég ætla að mæta.

Tilmælum FME og Seðlabanka Íslands gegn Hæstarrdómi mótmælt

Date:
Monday, 05 July 2010
Time:
12:00 - 13:00
Location:
Við Seðlabanka Íslands


dscf4627.jpgÍslendingum blöskrar!

Tekin er afstaða fjármálafyrirtækjanna eina ferðina enn, þar sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands leyfa sér að vaða yfir dóm Hæstarréttar með "TILMÆLUM UM LÆGSTU MEÐALVEXTI FRÁ 2007 SEM ERU 14.76%". (ekki 8,6%).

Hvert eru menn að fara með Ísland? Eiga þessar stofnanir að fá leyfi til að hnekkja dómi Hæstarrétar? Látum við þetta líka yfir okkur ganga?

Takið með ykkur verkfæri sem búa til mikinn hávaða ásamt spjöldum og öllu öðru sem þið hugsanlega hafið meðferðis.

Við kyngjum þessu ekki þegjandi - nú er mælirinn fullur! Bakkafullur bikarinn er ekki nægjanlega stór fyrir allt það óréttlæti sem yfir okkar þjóð hefur gengið! Næjanlega stór bikar fyrirfinnst ekki!

Stöndum saman öll sem eitt!

mbl.is Krafðir um háar bætur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki mál að linni þingheimur, er ekki mál að linni?

Ræða sem ég flutti í gærkvöldi um frumvarp iðnaðarráðherra um skattaívilnanir til fyrirtækis í eigu Björgólfs Thor, mér tókst að semja um að atkvæðagreiðslu yrði frestað þangað til eftir sveitastjórnarkosningar, finnst mikilvægt að það sé ekki kosið um svona umdeilt mál á miðnætti eins og til stóð. Enn og aftur er lítil sem engin fjölmiðlaumfjöllun um mikilvægt mál eins og þetta, það var til dæmis ekki stafkrókur um frumvarp sem forsætisráðherra flutti um fjármál flokkanna, en meira um það síðar. 

Frú forseti
 

Hér fjöllum við um mál sem ríkisstjórn og ríkisstjórnarþingmenn með dyggri aðstoð meirihluta minnihlutans hafa þurft að beita skapandi hugsun við að koma í gegnum þingið. Þetta er líka þannig mál að það er erfitt að réttlæta fyrir sér að styðja það eins og því er fyrirkomið hér á lokastigum þess hér í þinginu.

Hér eru nokkur atriði sem mér svíður undan: Það vita það allir sem hér sitja inni að það getur bara ekki verið rétt að verðlauna þá aðila sem hér tóku með einbeittum brotavilja þátt í því að koma þjóðinni í þá háskalegu stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig er hægt að réttlæta að maður sem einsýnt er samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar alþingis flokkast undir að vera fjárglæframaður, hvernig er hægt að réttlæta það að hann fái yfir höfuð að halda áfram að fjárfesta í framtíð landsins, og ekki nóg með það þá á að gefa honum skattaívilnanir. Nú kunna aðrir þingmenn að réttlæta þennan fáránlega gjörning með að blessaður maðurinn hefur afsalað sér afsláttinn í tíu ár og hafi skrifað auðmjúkt afsökunarbréf til þjóðarinnar. Flestir réttlæta þetta fyrir sér með því að það sé mikið atvinnuleysi á Reykjanesi og því verði þetta mikil búbót og mörg störf um að ræða. En það verður nú að segjast ágæti forseti að enginn virðist hafa hugmynd um hve mörg störf skapist eða hvernig störf þetta séu. Það hlýtur að vera hægt að finna aðra lausn, kannski væri lag að aðstoða íslensk fyrirtæki sem vilja setja upp smærri einingar af gagnaverum með því að gefa þeim sambærilega skattaafslætti og líta svo á að þau erlendu fyrirtæki sem hér munu hýsa gögn sín hafi um fjölbreytta kosti að velja í hýsingu og komi þar af leiðandi hér inn með fjölbreyttari störf sem slíkt umhverfi gæti leitt af sér.

4670_106795851718_722836718_2745093_5524593_n.jpgÉg vil vekja athygli á því að málið minnir mig á sögu sem hefur verið spunnin áfram af spunameisturum og kannski eru þeir spunameistarar kannski í stjórn fyrirtækisins sem vill gagnaverið byggja og tengjast auðvitað flokki með völd? Ó, hve dásamlegt þetta fjórflokkakerfi er - allir fá einhvern tíman tækifæri á að hygla sér og sínum.

Það að geta ekki hugsað handan stóriðju hvort heldur hún heitir álver eða gagnaver er sorgleg þróun. Sorgleg vegna þess að ef þetta fyrirtæki gengur illa, þá mun þetta sveitarfélag aftur líða fyrir stórmennskudrauma sem breyttust í martröð, ég hef hugleitt mikið hvernig hægt væri að bregðast við afleiðingum þeim sem maðurinn sem á að fá að halda áfram að fjárfesta í íslensku vinnuafli og nota þjóðina áfram sem veð – ég hef mikið hugleitt frú forseti hvort að það sé virkilega svo að það sé bara ein leið fær. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Það er aldrei bara ein leið fær. Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru miklu öruggari leið til að viðhaldi stöðugleika en ein risalausn. Ef eitt meðalstórt fyrirtæki af mörgum rúllar þá mun það hafa lítil áhrif á samfélagið, en ef fyrirtæki gerast svo stór að þau geta ekki axlað ábyrgð af óráðsíu eins og við upplifum nú, þá lendir baggi einkafyrirtækja sem fá afskriftir á skattborgurum og bökin er núna orðin ansi fá og veikburða og við getum ekki leyft okkur að halda svona áfram. Einhver þarf alltaf að borga fyrir uppgufun fjármagns þó íhaldsmenn haldi öðru fram.

Frú forseti, hvernig hefur verið staðið að því að finna annan aðila til að fjárfesta í þessu gagnaveri en Björgólf Thor og hans fyrirtæki? Frú forseti, ég veit að þessi spurning hefur borið á góma en ekki hafa fengist nægilega skýr svör við henni. Ég myndi með sanni styðja þetta mál ef Björgólfur Thor hefði sýnt þann manndóm að sleppa tökunum af þessum draumi og gefið öðrum kost á að fjárfesta í stað sín.

Best væri hreinlega ef að það á að halda áfram að gefa manninum gulleggin okkar að bíða í það minnsta uns rannsókn er yfirstaðin á gamla bankanum hans. Ég get ekki stutt þetta verkefni vegna þess að mig hreinlega svíður undan þessu í minni réttlætiskennd. Er þetta nýja Ísland frú forseti, er þetta sá hornsteinn að uppbyggingu landsins sem við viljum leggja? Ef Björgólfur Thor fær enn að fjárfesta í framtíð Íslands þrátt fyrir það sem kemur fram í skýrslunni, þá verður varla hægt að segja nei við hina fjárglæframennina, og til hvers þá að vera með einhverja sýndarmennsku varðandi réttarhöld og handtökur, hættum þessu bara og látum strákana okkar aftur við stjórntaumana og leyfum þeim að halda áfram í útrás og innrás.

Mér skilst að ríkissjóður hafi ábyrgst nokkra milljarða lán út af farice-strengsins sem flytur gögn á milli landa, móðurfélag Verne Holding fékk lán upp á nokkur hundruð milljónir sem nú er verið að afskrifa, ríkisábyrgðin mun því falla á herðar skattborgara eins og svo mörg önnur ævintýri út- og innrásar víkinganna.

Er ekki mál að linni frú forseti, er ekki mál að linni?

Ég skora á þingmenn að kanna innra með sér af hverju það sé svo að þingið nýtur ekki meiri trausts en svo að aðeins 1 af hverjum 10 landsmönnum treysta þingheimi  eins og kom fram í skoðanakönnun í dag: gæti það verið út af því að svona vinnubrögð sýna skort á siðgæði og almennri skynsemi.

Frú forseti er ekki mál að vitleysunni linni og að háttvirtir þingmenn og hæstvirtir ráðherrar beiti örlítið meiri skapandi hugsun til að koma í veg fyrir að þeir sem rændu okkur fái að halda áfram að ræna okkur?

William Black sagði til að ræna þjóð, skaltu kaupa banka… nú er það svo að við vitum ekki hverjir eiga nýju bankana, vitum ekki hvort að Magma Energy sé skúffufyrirtæki bankaræningja og áfram heldur leikurinn áfram og enn og aftur líður almenningi sem nóg sé komið en engin björg sé í boði nema að taka þessari siðblindu því það sé ekkert annað í boði.

Sýnum nú þjóðinni aðeins meiri virðingu en þetta, sýnum hugrekki, og höfnum því að gefa bankaræningja gullin úr tönnum okkar – því við eigum ekkert meira að gefa. Nú þegar verið er að seilast enn og aftur í tóma vasa öryrkja og ellilífeyrisþega til að borga fyrir sukkið hjá þessum sama aðila og við erum að gefa tækifæri á að fjárfesta áfram.


Nú er mál að linni frú forseti, nú er mál að linni.


Frábær stuttmynd um hrunið

The Crisis of Credit Visualized

 

ICESLAVE þingræðan mín

Ég flutti eftirfarandi ræðu á þinginu á föstudaginn, tilvísunin í skrattann á veggnum er fengin frá því að forsætisráðaherrann segir gjarnan í þau örfáu skipti sem hún hefur tjáð sig um þessi mál á þinginu - það er óþarfi að mála skrattann á vegginn. Annars þá finnst mér það alveg stórmerkilegt að forsætisráðherra landsins hafi ekki sett sig á mælendaskrá varðandi eitt stærsta mál íslandssögunnar. Er það venja að velta jafn stóru máli alfarið í fangið í samstarfsflokki sínum? Finnst skringilegt að það eigi að velta þessu öllu á VG þegar ljóst er að Samfylkingin á stóran þátt í Icesave klúðrinu.

Frú forseti
Skrattinn er á veggnum. Það þarf ekki að mála hann á hann eða ímynda sér hann, skrattinn er á veggnum og hann er ofinn úr vanhæfni, spillingu, siðrofi, órjúfanlegum tengslum viðskiptaheims og þingheims, skrattinn er á veggnum og hann er óttinn við framtíðina og hann er óvissan og þrælslundinn. Skrattinn er á veggnum og hann nærist á hræðsluáróðri og vanþekkingu og ósætti

Frú forseti
Við megum ekki láta óttann stjórna okkur þegar við skoðum Icesave samninginn og afleiðingar hans, með eða á móti. Við megum ekki halda að skrattinn sé neitt annað en mynd á vegg en ekki raunveruleikinn eins og sumir virðast halda að hann sé. Horfumst í augu við veruleikann frú forseti:  Þessi samningur er nauðasamningur nýlenduherra við þjóð sem þeir bera litla sem enga virðingu fyrir, nauðsamningur sem allir bera jafn mikla ábyrgð á hvaða flokki sem þeir koma frá, það hafa nefnilega allir ráðamenn fyrr og síðar tekið þátt í að skapa þá vegferð sem við erum á núna. En ég vil vekja athygli þína á því frú forseti að það skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli núna er eftirfarandi: Er hægt að skrifa undir þennan samning án þess að eiga það á hættu að steypa komandi kynslóðum í slíkt skuldafen að úr því verði aldrei komist sama hve duglegt, hæfileikarík, frábær, vel menntuð og gáfuð við erum. Það eru alveg til dæmi þess að þrælar séu ákaflega geðþekkt og vel gefið fólk. Mér er nóg boðið að háttvirtir ráðherrar bjóði þjóðinni upp á hræðsluáróður sem hér hefur verið málaður á vegginn sem raunveruleikur skratti á veggnum. 

Mikilvægt er að spyrja sig nokkurra spurninga:

1.    Hvað gerist ef við skrifum ekki undir og förum í nýtt samningaferli: EKKI NEITT nema að við semjum upp á nýtt. Ég hef ekki séð neitt annað en innantómar hótanir sem ólíklegt að verði efndar í öllum þeim gögnum sem ég hef lesið varðandi þetta mál. Ég er ekki að sjá neitt sem réttlætir þann hræðsluáróður sem ríkisstjórnin og hennar leiguliðar halda fram, ég  fann ekkert sem rennir stoðum undir þá skemmtilegu kenningu að við gætum orðið Kúpa norðursins. Gleymum því ekki að við göngum nú þegar undir heitinu Nígería norðursins. Okkar mannorð á alþjóðavísu er ekkert sérstaklega gott. Ég held að það myndi ekki auka traust á okkur ef við skrifum upp á samning sem ljóst er að við getum ekki greitt.

Það sem ef til vill flækist fyrir þeim ágætu embættismönnum og ráðamönnum sem hafa kynnst sér samninginn er fyrst og fremst það sem hangir á spýtunni alræmdu. Ég hef fyrir því traustar heimildir að það sem hangir á spýtunni er eftirfarandi:
Bretar hótuðu því að ef ekki yrði skrifað undir, myndu þeir standa í vegi fyrir aðildarumsókn okkar að EBS og ef ekki er skrifað undir þá mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sitja á öðrum hluta lánsins til okkar. Það er reyndar alveg furðulegt því þessi skuldbinding stangast beinlínis á við 16. lið samningsins og kröfur AGS um hve mikið við megum skulda til að geta yfir höfuð fengið aðstoð frá þeim.

Samkvæmt núverandi skuldabyrði og ef ég má með leyfi forseta vitna í bréf sem ég las frá Gunnari Tómassyni um þessi mál:

    “Erlendar skuldir Íslands eru mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum.

Frank Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.

    Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október 2008 var samin á grundvelli mikillar óvissu um lykilstærðir, þar á meðal erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð.

Í greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánaumsókn Íslands sl. nóvember segir m.a. um horfur varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð:

Gert er ráð fyrir að hlutfall erlendra skulda verði um 160% af vergri landsframleiðslu árið 2009 ….

Á meðan gert er ráð fyrir að þetta hlutfall lækki töluvert mikið í spám okkar mun það samt sem áður vera áfram afar hátt eða um 101% af vergri landsframleiðslu fram til ársins 2013

Hlutfall erlendra skulda mun halda áfram að vera afar viðkvæmt fyrir áföllum sér í lagi út af gengisþróun.

Gunnar heldur áfram:
Aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggði á því að hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins væri um 160% af landsframleiðslu við árslok 2009.  Eins var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutfall af stærðargráðunni 240% „væri augljóslega óviðráðanlegt”.

Í ICESAVE samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga er sérstaklega vísað til umsagnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. nóvember um skuldastöðu þjóðarbúsins næstu árin og kveðið á um frekari viðræður ef hún reynist lakari en ráð var fyrir gert.

Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því að skuldastaðan sé af ofangreindri stærðargráðu myndi gera frekari viðræður við Breta og Hollendinga nauðsynlegar nú þegar þar sem forsendur fyrirliggjandi ICESAVE samnings eiga ekki við lengur."


Frú forseti

Nú er ekki tími fyrir skotgrafahernað – Borgarahreyfingin heitir því að gera ekki atlögu að stjórninni þó að Icesave samningurinn verði felldur. Það á að vera réttur sérhvers þingmanns að fá að kjósa eftir sinni bestu vitund varðandi svona stór mál. Ég skora því á fjármálaráðherra og formann VG að hætta við það glapræði og það andlega ofbeldi að setja sjálfan sig og stjórnina að veði til að þvinga þennan samning í gegnum þingið – með góðu eða illu. Ég þoli ekki lengur að hlusta á þetta pex – er það virkilega svo frú forseti að hér sé það virkilega svo illa fyrir komið fyrir okkur að á svo sögulegum tímum að flokkshollusta vegi þyngra en hollusta gagnvart hagsmunum þjóðarinnar?

Þann 7. febrúar sl. hlustaði ég á frábæran fyrirlestur sem Gunnar Tómasson flutti í Reykjavíkur Akademíunni um kollsteypu íslenzka hagkerfisins. Þar lýsti hann m.a. þeirri skoðun sinni að framundan væri greiðsluþrot þjóðarbúsins. Í þessu sambandi spurði einn áheyrenda lykilspurningar:

    Ef greiðsluþrot verður ekki umflúið, er betra að horfast í augu við vandann strax eða eftir nokkur ár?

Svar Gunnars var:

    Strax.

Hæstvirt ríkisstjórn er ekki kominn tími til að athuga hvað 0 leiðin þýðir fyrir okkur – það er beinlínis vítavert gáleysi að athuga ekki opinberlega hvort að sú leið sé ekki skynsamlegasta leiðin til að fara núna áður en það verður of seint – of seint því að auðlindir okkar eru að veði. Landsvirkjun – krúnudjásn þjóðarinnar gæti auðveldlega fallið í hendurnar á erlendum stórfyrirtækjum, það er afar skuldsett og stendur enn verr út af sívaxandi skuldsetningu þjóðar sem á ekki neitt eftir til að borga með nema með nýjum skuldum – er það virkilega eina lausnin sem þessi stjórn hefur – að skuldsetja þjóðina enn frekar...

Það er enginn skömm að því að horfast í augu við vandmálið – við vanmáttinn til að leysa þetta vandamál áður en það verður of seint. Þetta er spurning um nokkur erfið ár eða erfið ár um aldir alda.

Að lokum vil ég lýsa þeirri einlægu skoðun minni að samninganefndin var vanhæf vegna þess að í henni var ekki nokkur maður til þess fær að semja við ævafornar samningaaðferðir Breta og Hollendinga sem eru jú sérfræðingar að semja við þriðja heims lönd um afarkosti, í þessa nefnd átti að skipa faglega en ekki pólitískt – þá vil ég lýsa því yfir að hæstvirtur umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir er algerlega vanhæf til að fjalla um þetta mál eða greiða því atkvæði, því faðir hennar Svavar Gestsson var skipaður formaður samninganefndarinnar. Ég skora því á hæstvirtan ráðherra að sitja hjá í yfirstandandi atkvæðagreiðslu.


mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

leyndo.is

Úr dagbók þingmanns sem ég skrifa og er birt í viku hverri í helgarblaði DV - ég tek það fram að ég þigg engar greiðslur fyrir þessa pistla aðrar en að fá blaðið í áskrift.

Afbrigðileg afbrigði

Þingið nær ekki að hafa stjórn starfáætlun sinni vegna þess að ríkisstjórnin sem lemur þingið áfram með því að ítrekað misnota svokölluð afbrigði á þingstörfum. Ég veit ekki hvort að almenningur sé meðvitaður um hvað þessi afbrigði eru eiginlega, í stuttu máli eru þau einfaldlega leið framkvæmdavaldsins að keyra mál í gegnum þingið á afbrigðilega stuttum tíma. Stundum er vissulega þörf á að afgreiða lagafrumvörp á stuttum tíma en oftast er það nú svo að þingmál verða að fá nauðsynlegan tíma í nefndum til að koma í veg fyrir mistök vegna of mikils hraða í úrvinnslu. Því hef ég tekið þá ákvörðun að greiða helst ekki atkvæði með þessum afbrigðum. Ég skil ekki af hverju þingmenn samþykkja alltaf þetta fyrirkomulag, þó svo að þeir segjast vera á móti flýtimeðferð af þessu tagi. Vandamálið við svona hraðmeðferð er að manni er gert það ómögulegt að kynna sér til þaula frumvarpið og kanna hvort að það sé með sanni til bóta fyrir þjóðina. Mér skilst á þeim sem hafa starfað lengi á þinginu að þetta sé einskonar herkænsku aðgerð hjá stjórnvöldum til að halda þingmönnum óupplýstum og fá sínu fram. Það getur varla verið skynsamlegt að haga málum þannig.

leyndo.is

Aðferðinni til að halda þingmönnum óupplýstum er einmitt beitt í einu stærsta máli íslandssögunnar: Icesave. Við fengum gögnin afhent um hálftíma eftir að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar átti að byrja – gegnsæisblaðamanafundur. En gögnin voru heldur rýr, það var að finna frumvarpið um ríkisábyrgðina, samninginn og lista yfir gögn sem við mættum sækja inn á nefndarsvið sem væru hugsanlega mögulega trúnaðargögn. Á þessum tíma stóð yfir þingfundur en á hann var gert stutt  stutt hlé á meðan Jóhanna spjallaði við blaðamenn um gögnin sem við vorum ekki enn farin að sjá. Síðan hélt þingfundur áfram og ég fór heim án þess að ná því að fá hugsanleg trúnaðargögn í hendurnar. Fann þau reyndar inni á island.is, öll með tölu og skyldi ekki af hverju við gátum ekki bara fengið senda slóðina í þetta í stað þess að standa í þessu ljósritunarveseni inni á nefndarsviði. Þegar ég svo mætti í vinnuna næsta dag beið mín þykk mappa sem á stóð Icesave-gögnin frá Utanríkisráðuneytinu með rauðum stimpli sem á stóð: TRÚNAÐARMÁL – ég opnaði möppuna góðu og sá þá að þarna voru engin trúnaðargögn heldur allt það sem ég hafði rekist á inni á island.is – m.a. fréttatilkynningar og annað sveipað miklum dularhjúp. Kannski var þetta leyndó dæmi einhver svona embættismannahúmor☺ Annars þá sat ég í dag í herbergi með einstaklega indælum starfsmanni nefndarsviðs sem mun víst vera mesti alþingisnörd landsins en hans hlutvert er að gæta þess að við þingmenn hlaupumst ekki á brott með aðra möppu sem er með “alvöru” trúnó upplýsingum. Mappan innihélt slatta af skjölum sem ég botna ekkert í að séu trúnaðarskjöl og að þjóðin megi ekki vita hvað innihaldi. Það var ekkert í þessari möppu sem kom mér á óvart – í raun og veru þá staðfesti innihald hennar bara það sem ég hef heyrt víðsvegar um samfélagið: við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð. Við erum undir landshöfðingja komin sem er einskonar hlutafélag og þetta hlutafélag heitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og stórir hluthafar í þessu hlutafélagið eru Bretland og Holland, það skyldi því ekki koma neinum á óvart ef samningurinn sé okkur ekki í hag ef þeir sem sátu í samninganefndinni nutu ráðgjafar AGS. Það má auðvitað aldrei gleymast að AGS er með sanni engin góðgerðasamtök og það kann ekki góðri lukku að stýra ef yfirvöld rugla þeim við ABC samtökin.

Ég ætla að róa ríkisstjórnina aðeins, því það er ekkert gaman að standa í þessu Icesave máli fyrir þau: ég mun aldrei gera atlögu að henni þó að ICESlave samningurinn verði felldur, né aðrir félagar mínir í þinghópi Borgarahreyfingarinnar.


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband