Færsluflokkur: Fjármál
3.7.2009 | 07:09
Nýjar forsendur vegna ICESAVE
Gunnar Tómasson hagfræðingur ritar eftirfarandi bréf:
Þann 7. febrúar sl. flutti ég fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni um kollsteypu íslenzka efnahagskerfisins í byrjun október 2008 og lýsti m.a. þeirri skoðun minni að framundan væri greiðsluþrot þjóðarbúsins. Í þessu sambandi spurði einn áheyrenda lykilspurningar:
Ef greiðsluþrot verður ekki umflúið, er betra að horfast í augu við vandann strax eða eftir nokkur ár?
Svar mitt var:
Strax.
Eins og fréttastofa sagði frá í gærkvöldi, segir í frétt á netinu í dag, eru erlendar skuldir Íslands mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum.
Frank Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi.
Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þetta kemur mér ekki á óvart - aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október 2008 var samin á grundvelli mikillar óvissu um lykilstærðir, þar á meðal erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð. (Ég benti sérstaklega á hið síðarnefnda í tölvupósti til aðila heima á sínum tíma.)
Í greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánaumsókn Íslands sl. nóvember segir m.a. um horfur varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð:
The external debt ratio is estimated at 160 percent of GDP in 2009 as the public sector takes on loans to finance reimbursement of foreign deposit insurance, and new loans to fill the financing gap. Thereafter some net debt repayments are made and external debt falls back as a percent of GDP.
While the external debt ratio falls back significantly over the forecast horizon, it remains very high at 101 percent of GDP by 2013.
Within the total, public sector external debt declines to 49 percent of GDP by 2013 from 100 percent in 2008, as a result of debt repayments and a resumption in GDP growth over the medium term.
External debt remains extremely vulnerable to shocks-most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.Með öðrum orðum, aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggði á því að hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins væri um 160% af landsframleiðslu við árslok 2009. Eins var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutfall af stærðargráðunni 240% væri augljóslega óviðráðanlegt.
Í ICESAVE samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga er sérstaklega vísað til umsagnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. nóvember um skuldastöðu þjóðarbúsins næstu árin og kveðið á um frekari viðræður ef hún reynist lakari en ráð var fyrir gert.
Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því að skuldastaðan sé af ofangreindri stærðargráðu myndi gera frekari viðræður við Breta og Hollendinga nauðsynlegar nú þegar þar sem forsendur fyrirliggjandi ICESAVE samnings eiga ekki við lengur.
Skoða Icesave-gögn í lokuðu herbergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.6.2009 | 07:33
Samantekt á IceSave farsanum (í löngu máli)
Ástæða þess að ég fór út í að reyna að meta skuldbindinguna vegna IceSave er að eftir 12 ára starf í banka tel ég mig vera farinn að skilja áhrif vaxta á skuldir. Þetta virtist eitthvað vefjast fyrir stjórnvöldum þar sem þau kynntu væntanlega skuld okkar vegna IceSave alltaf sem X ma.kr auk vaxta. Vitandi það að "auk vaxta" væri líklega hærri upphæð en skuldin reiknaði ég þetta út, og má sjá nýjustu niðurstöðu í næsta Note frá mér.
Eftir að hafa reiknað út skuldbindinguna, fór ég að velta fyrir mér þessum góðu eignum í Bretlandi sem ættu að koma á móti skuldinni. Alltaf var talað um eignasöfn í Bretlandi, en eftir smá grams á netinu fann ég kynningu á efnahagsreikningi Landsbankans sem birt var í febrúar en miðaðist við 14. nóvember 2008. Þá kom tvennt í ljós
1) Eignirnar eru að stærstum hluta útlán og þá til innlendra aðila (en í gjaldeyri)
2) Eignirnar eru metnar um 1.195 ma.kr.
Mér létti mjög við þetta þar sem þetta leit ekki illa út á þessum tímapunkti. Eignir upp á 1.195 ma.kr. en skuldbinding upp á tæpa 700 ma.kr. Það þyrfti að verða gríðarlegur eignabruni hjá Landsbankanum til að við fengjum ekki allt upp í skuldbindinguna.
Eina sem truflaði mig var að Jóhanna forsætisráðherra var alltaf að tala um að samninganefndin gerði ráð fyrir að 75% næðist upp í skuldbindinguna með eignum Landsbankans, og að virt ensk endurskoðunarskrifstofa hefði eftir skoðun á lánasafninu komist að þeirri niðurstöðu að það næðust jafnvel 95%.
Hvernig gátu 1.195 ma.kr. eignir lækkað í 525 ma.kr (75%) til 665 ma.kr. (95%) á ekki lengri tíma?
Þegar hér var komið í sögu var ljóst að það þyrfti að birta samninginn, ekki seinna en strax. Það var eitthvað sem ekki stemmdi.
Það fóru á þessum tímapunkti að leka valdar fréttir um samninginn (t.d. að það væri ákvæði um endurskoðun og nýtt mat á eignasafninu)
Þann 11. júní síðastliðinn birtist síðan í vefriti fjármálaráðuneytisins smá frétt um samninginn þar sem aðallega var verið að réttlæta 5,55% vextina á lánið. Það sem var skondið nið þessa umfjöllun var að þar voru lánin allt í einu orðin hærri í erlendum myntum (GBP og EUR) en þegar samningurinn var kynntur. Hvað var eiginlega í gangi. Vissu menn ekki hvað þeir voru að skrifa undir?
Þann 15. júní fóru ýmsir að hafa samband við mig sem eru mun lögfróðari en ég og benda mér á tvennt. Annars vegar að vegna laga um slitastjórnir væri varla hægt að borga inn á IceSave lánið með eigum Landsbankans fyrr en í fyrsta lagi eftir kröfulýsingarfrest (sem er í nóvember 2009) Hins vegar er það óvissa um hvort hægt væri að nota eigur Landsbankans til að greiða vextina af láninu, þar sem þeir falla ekki undir forgangskröfur.
Reyndar er það svo að nýlegar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki heimila að greiða fyrr út forgangskröfur en þá þarf að vera vissa fyrir því að greiða út allar jafnar forgangskröfur að fullu eða að jöfnu. Því er ennþá möguleiki á að skilanefnd Landsbankans geti byrjað að greiða inn á samninginn áður en kröfulýsingarfrestur rennur út, þ.e. ef IceSave samningurinn verður samþykktur.
Á þessum tímapunkti (16. júní) brást mér þolinmæði og sendi öllum alþingismönnum Íslands tölvubréf þar sem ég setti fram nokkrar spurningar og staðreyndir varðandi IceSave samninginn. Viðbrögð voru þokkaleg, sérstaklega frá VG.
Þann 18. júní var síðan rætt um samninginn á Alþingi. Í þeim umræðum kom meðal annars fram að forsætisráðherra teldi að samningurinn ætti að bæta lánshæfismat landsins, sérstaklega þar sem fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hefðu sagt það. Það hafði reyndar láðst að spyrja lánshæfismatsfyrirtækin sjálf.
Þetta er gríðarlega mikilvægt atriði, þar sem erlendar skuldir, bæði ríkis og ekki síst opinberra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og Orkuveitunnar, eru verulegar og lánshæfismat ríkisins er einu skrefi fyrir ofan ruslbréf (e. junk bond). Fari lánshæfismat ríkisins niður í rusl, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðinga, svo sem að margir fjárfestar megi hreinlega ekki eiga skuldabréf/skuldir þessara fyrirtækja.
Þennan dag var síðan tilkynnt að birta ætti samninginn. Eftir að hann var síðan birtur upphófst heljarmikill sirkus varðandi lögfræðina bak við þennan samning, en þar sem ég er bara vesæll verkfræðingur og bankamaður reyndi ég að sneiða framhjá þeim umræðum. Forsendur útreikninga minna stóðust ágætlega, en sumt var nokkuð óljóst í samningnum (eða ég svona lélegur í ensku lagamáli)
Ég var ennþá að klóra mér í hausnum yfir því af hverju 1.195 ma.kr. eignir dygðu ekki fyrir 700 ma.kr. skuld. Eftir að hafa verið í viðtali í Speglinum á Rúv vegna þessa máls fórust mér að berast hinar ýmsu upplýsingar úr stjórnkerfinu og fjármálakerfinu um samninginn og hvernig raunverulega hann virkaði.
Til dæmis fékk ég loksins skýringu (sjá neðst í forsendum) á því af hverju 1.195 ma.kr. eignir duga ekki fyrir 700 ma.kr. skuld. Það er af því að Bretar og Hollendingar eiga líka forgangskröfu á eignirnar fyrir því sem þeir tryggðu umfram innistæðutryggingu samkvæmt tilskipun ESB. og því fengju þeir í raun ca. 630 ma.kr. forgangskröfu í eignirnar á móti 700 ma.kr. kröfu okkar, en þessar kröfur væru jafnréttháar.
Það þýðir á mannamáli að það er ekki krækiber í helvíti að það náist að borga upp alla skuldbindinguna og hvað þá vexti.(afsakið orðalagið)
Fram að þessum tímapunkti var ég á því að við þyrftum að taka þessa skuldbindingu á okkur þar sem kostnaðurinn við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með samningum væri of há vs. að samþykkja samninginn. Þarna snérist ég alveg. Þessi samningur gerir ekkert annað en að lengja í hengingarólinni, eða eins og einhver kallaði samninginn "stærsta kúlulán sögunnar".
Ég fékk líka upplýsingar fyrir helgi um að eitthvað væri bogið við túlkun stjórnvalda á skýrslu "virtu ensku endurskoðunarskrifstofuna
Eitt mega stjórnvöld eiga. Þann 21. júní voru loksins komnar mjög ýtarlegar upplýsingar inn á island.is um samninginn, skýringar, fylgiskjöl og Q&A. Þar á meðal var hin margrædda skýrsla "virtrar enskrar endurskoðunarskrifstofu" og viti menn. Þetta er skýrsla um hvernig sveitarfélög eigi að fara með kröfur sínar á hendur íslensku bönkunum og dótturfélögum þeirra. Á einni blaðsíðu af 15 kemur fram að þeir hafa notað sömu kynningu og ég fann á netinu um eignir Landsbankans og reiknað sig fyrst í 90% heimtur upp í skuldir (1.330/1.195=90%) en vegna óvissu um verðmat á eignum milli gamla og nýja Landsbankans gáfu þeir sér að þetta gæti hækkað í 100%, en tóku síðan meðaltalið og fengu 95%. Ég hefði geta metið þetta á 5 mínútum.
Þannig var nú það, upplýsingarnar frá virtu ensku endurskoðendunum voru í raun unnar upp úr glærukynningu Landsbankans en ekki eftir skoðun á þessum blessuðu eignum sem eiga að standa bak við þetta. Erum við þá komin í hring?
Stjórnvöld virðast líka hafa gleymt að lesa alla skýrsluna. Á blaðsíðu 13 er farið yfir áhættuþætti varðandi mat á hvað fáist upp í skuldbindinguna. Þar kemur fram að það sé líklegt að aðrir kröfuhafar fari í mál til að reyna að fella neyðarlögin (þar sem innlán voru sett í hóp forgangskrafna) og ef þau falli er líklegt að það fáist eingöngu 33% upp í kröfuna !!!
Þann 22. júní var haldinn fundur í efnahags- og skattanefnd þar sem umræðuefnið var IceSave samningurinn. Var skilanefnd Landsbankans boðið. Þar var síðan staðfest það sem ég hafði verið að velta fyrir mér, þ.e. vextir af láninu eru ekki forgangskröfur og falla að fullu á íslenska ríkið og að við deilum aðgangi að eignum Landsbankans með hinum forgangskröfuhöfunum (Bretum og Hollendingum).
Þetta er sem sagt samantektin á IceSave farsanum séð frá mínum bæjardyrum. Einhvern veginn hefur sú tilfinning mín vaxið að kostnaðurinn og áhættan við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með fella þennan samning hafi minnkað í hlutfalli við kostnað og áhættu við að samþykkja samninginn. Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að þessi samningur geri ekkert annað en að lengja í hengingarólinni. Það verður reyndar spennandi að sjá lagafrumvarpið sem lagt verður fram á Alþingi varðandi ríkisábyrgðina, en þá hljóta stjórnvöld að koma með útreikninga á getu þjóðarbúsins til að standa við samningana. Eitt sem þarf að varast við slíka kynningu er að það er rangt að bera greiðslugetuna saman við landsframleiðslu, heldur þarf að bera hana saman við afgang af erlendum viðskiptum okkar, því við verðum að greiða þetta í gjaldeyri, ekki íslenskum krónum.
Svona er málið fram á þennan dag séð frá mínum bæjardyrum. Ég mun halda ótrauður áfram að djöflast í þessu máli. Nú voru að berast upplýsingar um að ríkisábyrgðin yrði lögð fyrir Alþingi á föstudaginn. Spurning um að mæta á pallana?
Hagstæð ákvæði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
23.6.2009 | 07:47
Smá upprifjun um Buiter skýrsluna og LÍ
Landsbankinn óskaði eftir að sérfræðingarnir Buiter og Sibert frá London School of Econimics myndu greina stöðu íslenska bankakerfisins, skýrslunni var svo stungið undir stól, ekki hugnaðist Landsbankamönnum niðurstöður skýrslunnar.
Hér er greinin sem höfundur birti í Financial Times:
http://blogs.ft.com/maverecon/2008/10/icelands-bank-defaults-lessons-of-a-death-foretold/ og hér er skýrslan:http://www.nber.org/~wbuiter/iceland.pdf
Í skýrslunni má finna eftirfarandi yfirlýsingu frá Buiter:
"Early in 2008, Anne Sibert and I were asked by the Icelandic bank Landsbanki (now in receivership) to write a paper on the causes of the financial problems faced by Iceland and its banks, and on the available policy options. We sent the paper to the bank towards the end of April 2008.
On July 11, 2008, we presented a slightly updated version of the paper in Reykjavik in front of an audience of economists from the central bank, the ministry of finance the private sector the academic community. A link to that paper can be found here.
Because our Icelandic interlocutors considered the paper to be too market sensitive, we agreed not to put it in the public domain. Our main point was that Icelands banking sector, and indeed Iceland, had an unsustainable business model."
Gott væri að fá svör við eftirfarandi:
Er það rétt að Baldur ráðuneytisstjóri hafi ekki haft vitneskju um skýrsluna og niðurstöður hennar? Var hann svo gjörsamlega meðvitundarlaus í starfi sínu um að íslenska bankakerfið væri dauðadæmt Baldur selur svo eins og svo margir innanbúðarmenn hlutabréfin sín korteri fyrir hrun.
Hver er ábyrgð eigenda LAIS þegar stjórnin - sem í sitja fulltrúar hluthafa - taka ákvörðun að opna Icesave í maí 2008, EFTIR að þessi skýrsla var birt?
Væri ekki rétt að eigur þessara manna gengu upp í ICESLAVE kröfurnar? Er ekki kominn tími til að höfða mál gegn eigendum LAIS fyrir vítavert gáleysi og ásetningsbrot?
Sögðu ríkið ábyrgjast Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.6.2009 | 12:53
Bandormsræðan mín frá því í gær
Frú forseti
Undanfarna tvo áratugi hafa nánast allir sameiginlegar eignir þjóðarinnar verið seldar á útsölu í einkavinavæðingarklúbbnum sem á rætur sínar að rekja hingað í hina háu sali ráðamanna ríkisins. Enn sitja margir þeirra sem tilheyra þessum klúbbi á þinginu og því efast maður um að hér muni fara fram alvöru uppgjör og siðabót á þeirri miklu spillingu sem hefur fengið að grassera hérlendis. Spillingin og samtryggingin svo mikil að hún mælist ekki einu sinni á alþjóðastöðlum, samtygging sem skilgreina má sem mafíu.
Nú eru flestar stofnanir sem einkavæddar voru að komast í eigu þjóðarinnar að nýju með meiri blóðtöku en nokkurn hefði getað órað fyrir. En ekki má gleyma ábyrgð þeirra sem áður sátu hér við völd og því ósanngjarnt að velta allri gremjunni yfir á VG sem þarf að finna lausnir á þeim vanda sem ríkisstjórnir síðustu 18 ára hafa tekið þátt í að skapa. En Frú Forseti það er samt sem áður ósanngjarnt að taka á þessum erfiðleikum á þann hátt að þjóðin þurfi að taka enn meira á sig en hún þarf nú þegar að bera.
Það sem þjóðin þarf að finna fyrir í dag er réttlæti, trú á því að hún hafi ástæðu til að fórna enn meiru. Til að geta tekist á við langan dimman vetur samdráttar og lakari lífsgæða til lengri tíma. Sú staðreynd að enginn hefur verið dreginn til saka fyrir þá svikamyllu sem hér var stunduð fyrir opnum tjöldum í einkavinavæddu bönkunum er ekki til þess fallið að almenningur sé tilbúinn til frekari fórna. Það er ekki réttátt að þjóðin eigi að taka á sig skerðingu á sínum kjörum, þurfi að vinna lengur dag hvern fyrir brot af þeim lífsgæðum sem hún áður bjó við á meðan þetta fólk gengur laust. Kæra frú forseti það er verið að byrja á röngum enda. Fyrst þarf að taka á samtryggingunni og spillingunni. Fyrst hefði átt að kynna niðurskurð á spikinu en ekki mergsjúga þjóðina. Fyrst ætti að elta fjármagnið til huldueyjanna og gera eignir þeirra sem allir vita að eru sekir upptækar.
Norræna velferðarstjórnin er ekki öfundsverð og reyndar alveg stórmerkilegt að hæstvirt ríkisstjórn vilji spyrða velferð við þann niðurskurð sem framundan er.
Til þess að það náist sátt um niðurskurð er nauðsynlegt að einhenda sér í það að láta Evu Joly allt það í té sem hún óskar eftir svo að rannsóknin verði ekki fyrir frekari töfum. Það er nauðsynlegt að þeir sem bera ábyrgð á þessum alherjahruni axli ábyrgð nú þegar, áður frekari fórna er óskað af þjóðinni með aukinni skattheimtu og niðurskurði á velferðarkerfinu. Það eru ekki bara hinir svokölluðu útrásarvíkingar sem verða að sæta ábyrgð, það eru þeir yfirmenn stofnanna sem sváfu á verðinum sem þurfa að sæta ábyrgð, það er gjörvalt embættismannakerfið sem þarf nákvæmrar endurskoðunar við og þar verður að fara fram alvöru uppgjör, annars mun hér aldrei verða friður. Slíkar aðgerðir eru það eina sem mun verða til þess að fólk sé tilbúið að taka þátt í endurreisn samfélagsins. Til hvers að endurreisa samfélag sem getur allt eins hrunið á nákvæmlega sama hátt og það sem áður hrundi. Það er alveg ljóst að það mun gerast ef hér verða ekki róttækar stjórnsýslulegar breytingar. Það þýðir ekkert að setja plástra á innri mein, það verður að hreinsa meinið, taka bandorminn út úr görnunum. Því ættum við að styðja slíkt sníkjudýr sem mun éta inniviði samfélags okkar að forskrift alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég skora á hæstvirtan fjármálaráðherra að benda mér á þjóðir sem hafa komið vel útúr AGS prógrammi. Ég get talið upp fjöldann allan af þjóðum sem hefur farið mjög illa út úr samskiptum við þennan sjóð. Það er sorglegra en tárum taki að horfa upp á hæstvirtan fjármálaráðherra hlýða AGS án þess að blikna og neita að horfast í augu við að aðrar leiðir séu færar út úr þessu vandamáli.
Ég ætla ekki að eyða dýrmætum tíma þingsins í að týna til hvaða þættir þessa frumvarps eru góðir eða slæmir. Þetta snýst um róttækt hugarfar og aðrar lausnir. Þetta snýst um réttlæti og óréttlæti. Þetta snýst um að fara eftir baneitruðum aðferðum alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða ekki. Þetta frumvarp er fyrsta skrefið sem hæstvirt velferðarríkisstjórnin tekur til að þóknast lénsherrum landsins. Ef við höldum áfram á þessari vegferð þá er alveg ljóst að við munum eyðileggja velferðarkerfið, hrekja fjöldann allan af fólki burt frá eyjunni okkar og glata auðlindum okkar frá okkur.
Flestir ráðamenn afskrifuðu slíkar varnaðarræður sem vænisjúka orðræðu og eitthvað sem myndi aldrei geta átt sér stað hér á landi, en því miður varð ég vitni að því að okkar hæstvirti fjármálaráðherra gaf umboð til undirskrifta á samning, þar sem vafaatriði eru um hvort að hann feli í sér framsal á auðlindum og eignum þjóðarinnar ef ekki er staðið í skilum á samning sem næsta ljóst er að við munum ekki geta efnt, sama hve viljinn er góður til slíks.
Við verðum að vera á varðbergi og ekki leyfa okkur að taka slíkar áhættur. Hvað með einhliða upptöku annars gjaldmiðils, eða er bara til ein mynt í þessum heimi sem kennd er við Evrópu? Er kannski bara til ein lausn hjá hæstvirtri ríkisstjórn? Sú leið að gagna í ESB. Hvað gerist ef þjóðin hafnar því? Er eitthvað plan B ef svo verður?
Ég óska eftir plani B ef þjóðin hafnar aðild að ESB. Ég óska eftir hugrekki í því að taka erfiðar ákvarðanir eins og til dæmis að hafna Icesave samningunum því það er alveg ljóst að þessi samningur er ekki það sem hann sýnist.
Nú erum við beitt miklum óttaáróðri og grýlur einangrunar við hvert fótmál. Ég held reyndar að þessar grýlur séu nú þegar til staðar. Hér er allt frosið hvort er eð. Hvort sýnum við umheimum fram á ábyrga hegðum með því að steypa þjóðinni í slíkar fjárhagslegar skuldbindingar að við munum aldrei geta komið okkur úrvaxtagreiðslunum eða með því að taka raunsætt á málunum án hroka með aðstoð einhverra þeirra fjöldamörgu snillinga sem hafa áratugalanga reynslu af heiminum í kringum okkur og hafa boðist til að hjálpa okkur.
Ég er sannfærð um ef að við byrjum á réttum enda, ef við tökum fyrst á spillingunni, og færum þá til dómstóla sem arðrændu okkur og svívirtu okkar mannorð. Þá séu forsendur til að leggja upp með nýjar áherslur í samfélagi okkar, þar sem áherslur verða lagðar á að neyslumenning víki manneskjulegra og fjölskylduvænna samfélagi Ég er alveg viss um að þjóðin sé til í að leggjast á árarnar með hvaða ríkisstjórn sem er ef hún upplifir réttlæti og rétta forgangsröðun. Ég er viss um, ef þjóðin sjái fram á bjarta framtíð með raunverulegum breytingum og sanngirni eftir þessa dimmu nótt að hún sé til í að taka þátt í endurreisninni. Ég er viss um að ef þeim sem þjást núna vegna ónógs skilnings á erfiðleikum sem þeir standa frammi fyrir í ómanneskjulegu kerfi, ef þeim verður rétt hjálparhönd, að þeir hinir sömu séu til í að horfa handan þess taps sem það hefur orðið fyrir, en það verður réttlætið að hafa sinn gang. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á þær áherslur sem hæstvirt ríkisstjórn er með í þessu frumvarpi.
Fara framhjá gjaldeyrishöftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
17.6.2009 | 11:25
AGS einir um að sjá eignasafnið
Í gær áttum við Þór Saari fund með fulltrúa frá Hollandi sem var í samninganefndinni. Þar kom margt áhugavert í ljós. Það sem mér fannst ef til vill áhugaverðast að komast að var að enginn í samninganefndinni hefur séð eignasafnið. Þeir sem hafa séð hverjar raunverulegu eignirnar sem eiga að ganga upp í skuldina risastóru eru endurskoðendaskrifstofan breska sem mat að hægt væri að endurheimta 95% af eignunum og landsstjórar landsins: AGS. Landsstjórinn tjáði samningsfólkinu að þetta væri traust eignasafn og sennilega borið þau traustu tíðindi til okkar ástkæru landshjúa Jóhönnu og Steingríms. Steingrímur þessi étur nú úr hendi AGS sem þægur ...... og hinn dæmalausi viðsnúningur hans verður seint útskýrður. Skora á hann að segja okkur hvað veldur.
Við sögðum þessari ágætu manneskju að það væri ekki hægt að bjóða þingmönnum né þjóðinni upp á það að samþykkja sem enginn hefur séð. Við sögðum henni að við myndum fella þennan gjörning með öllum tiltækum ráðum ef við fengjum ekki allt upp á borðið - hvert einasta pappírsbleðil svo hægt væri að taka upplýsta ákvörðun. Við sögðum henni að við hefðum engra hagsmuna að gæta nema þjóðarinnar og að við gætum aldrei samþykkt að þjóðin yrði hneppt í kreppuástand til 2024 eða lengur.
Þessi ágæti fundargestur spurði hvort að við ætluðum virkilega að leggja til að einangra þjóðina (aftur) með því að skila AGS láninu, AGS teldi að við getum auðveldlega borgað allar okkar skuldir. Við þessi orð fékk Þór hláturskast enda verið hans vinna um nokkurt skeið að aðstoða lönd í Afríku sem AGS hefur rústað með sínum einstaklega skynsamlegu aðferðum. Hann taldi upp nokkur lönd sem AGS sagði nákvæmlega sama um og okkur og spurði fundargestinn um afdrif þeirra.
Síðan sagði hann sem fundargesturinn gat ekki hrakið: ef við skilum láninu þá munum við einangrast í mesta lagi í tvö ár en við erum nú þegar einangruð og það mun ekkert breytast - það eina sem mun breytast er að þjóðin mun ekki þurfa að taka á sig skuldir umfram greiðslugetu og vera í mörgum sinnum lengri kreppu en aðrar þjóðir. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að yfirmenn okkar og við mörg hver neitum að horfast í augu við veruleikann: við okkar vanmátt. Veruleikinn er þessi: við erum nánast gjaldþrota, við getum ekki greitt skuldirnar sem okkar ráðalausu ráðamenn eru að samþykkja og undirrita að þjóðinni forspurðri. Skynsamlegast væri að fara fram á afskriftir og leggja allt kapp á að endurbyggja það sem hrundi hér á öðrum forsendum en við höfum gefið okkur.
Við spurðum fundargestinn af hverju Bretland og Holland vildu ekki taka áhættuna með okkur og taka við eignasafninu í stað þess að láta okkur taka alla áhættuna. Gestinum varð fátt um svör. Við lögðum til að við myndum gera allt til að hjálpa þeim af hafa upp á þeim aðilum sem eru hinir eiginlegu glæpamenn í þessu öllu saman - fólk sem núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir leyfir að valsa um og halda áfram að blóðmjólka þjóðina. Mér verður alltaf betur og betur ljóst að okkar litla samfélag höndlar ekki að vinna úr þessari samspillingu.
Þór spurði þessa ágætu nefndarmanneskju hvort að ef dæminu væri snúið við og ef hún væri í okkar sporum á hollenska þinginu, hvort að hún gæti hugsað sér að samþykkja slíkan samning: svarið var auðvitað eins og okkar: NEI.
Ég spurði hvort að það væri rétt að hollendingar stæðu í vegi fyrir að þjóðin fengi að sjá samninginn og fékk svarið nei, og ekki nóg með það heldur féllu líka eftirfarandi orð: okkur er kennt um allt...
Við komum því skýrt til skila að auðvitað hefðum við fulla samúð með því fólki sem hafði verið rænt - en útskýrðum að það væri óréttlátt að þjóðin sem aldrei skrifaði upp á þessar skuldir hérlendis yrðu rænd. Við viljum að sjálfsögðu axla ábyrgð en það eru til aðrar leiðir en að arðræna þjóðina. Við erum í erfiðri stöðu og þurfum að sýna iðrun og ábyrgð - það gerum við með því að sýna hugrekki við að uppræta spillinguna - hér þarf að hugsa stórtækt og ekki þess virði að setja veð í vinnu komandi kynslóða til að taka til eftir slóðaskap og klíkusamfélag sem virðist hafa leyft hér spillingu að þvílíkum stærðargráðum að grassera að hún mældist ekki einu sinni í alþjóða könnunum... Það þurfa að fara fram hreinsanir og fyrsta skrefið væri að frysta eigur þeirra sem hafa með sanni sýnt sviksamlega hegðun. Hver dagur sem ekkert er gert - er þjóðinni dýr.
Niðurstaða mín af þessum fundi er einfaldlega þessi: Íslendingar stjórna ekki ríkisfjármálum sínum heldur eru þau alfarið í höndunum á alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Margir vissu það en ég held að fæstir viti hvað það þýðir til lengri tíma og hve víðtæk þeirra afskipti eru. Ég mun eftir að hafa lesið tillögur AGS sem ég fékk í hendurnar í gær, um hvernig ríkið á að fara eftir þeirra kröfum, skrifa um það á þann hátt að ég sjálf skilji það og þá vonandi aðrir:) Það er afar mikilvægt að almenningur skilji hvað framundan er og geti þá tekið upplýsta ákvörðun um það hvort að það vilji taka þátt í því eða einfaldlega fara. Ef almenningur veit ekki hvert er verið að stefna þá mun hann ekki geta veitt sínum fulltrúum á þingi nægilegt aðhald eða komið með lausnir. Hef fengið fullt af gagnlegum tillögum í tölvupósti og samtölum frá almenningi og mun gera mitt besta til að koma þeim að í þessu völdunarhúsi valdsins sem ég starfa í og er sagt að ég geti engum treyst þar innan búðar... það er dálítið skringilegt að vinna á þannig vinnustað.
Gátu ekki stöðvað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
24.5.2009 | 09:52
Brask í boði ríkisins
Árið 2004 var Karen Millen seld til Oasis Group, sem var í meirihlutaeigu Baugs Group. Voru viðskiptin metin á 15,8 milljarða króna og greitt fyrir Karen Millen með peningum og hlutabréfum og eignuðust hluthafar Karen Millen 25% hlut í hinu sameinaða fyrirtæki.
Síðar fór Karen Millen undir keðjuna Mosaic Fashions sem nú er gjaldþrota, en Baugur átti helmingshlut í keðjunni sem var fjármagnaður af Kaupþingi. Nýtt félag, Aurora Fashions sem er í eigu Nýja Kaupþings og lykilstjórnenda Mosaic, tók í mars yfir helstu eignir félagsins, það er Karen Millen, Warehouse, Oasis, Coast og Anoushka G.
Karen Millen og Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
16.5.2009 | 10:05
AGS stjórnar Íslandi
Þessi frétt og yfirlýsing Franek ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart. Það sem kemur mér á óvart er þögn Steingríms varðandi til dæmis þetta tiltekna atriði samningsins. Það að samið hafi verið um einhvern ramma varðandi hámark stýrivaxtalækkun er hrein og klár aðför að þjóðarhagsmunum.
Þeir aðilar sem rituðu undir samninginn við AGS ruddu brautina að einhverju sem jafnvel sérfræðingar AGS klóruðu sér í hausnum yfir. Okkar samningsmenn hreinlega sömdu ekki neitt - heldur skrifuðu bljúgir undir án þess þó að einhver keyrði byssu í bakið á þeim. Ég hef horft á heilmargar heimildarmyndir um AGS og lesið um þessa stofnun sem alla jafna skilur eftir sig sviðna jörð í þeim löndum sem hún hefur afskipti af. Það vakti athygli mína að einn af samningsmönnum Jamaíka ræddi um hvernig hann hefði barist á hæl og hnakka fyrir því að fá betri samning - hvert prósentustig samningsins - tímalína og annað var rætt um og reynt að fá betri skilyrði. (AGS fór samt sem áður alveg hræðilega illa með Jamaíka samt sem áður og á tveimur árum var landbúnaði landsins rústað).
Ég krefst þess að það verði gerður nýr samningur við AGS ellegar að skila þessu láni án tafar. Hér er ný ríkisstjórn og eðlilegt að þetta verði endurskoðað enda ljóst að við munum ekki geta greitt þetta lán á tíma án þess að rústa hér allri grunnþjónustu.
Hlustum á þann fjölda fólks sem hefur varað okkur við undanfarna mánuði. Skellum ekki skollaeyrum við eins og gert var fyrir bankahrundið.
Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.5.2009 | 06:19
Hér duga engin vettlingatök
Þið hafið ekki tíma kæra tilvonandi ríkisstjórn til að taka ykkur allan þann tíma sem til þarf. Fólk er búið að bíða með ótrúlega miklu langlundargeði eftir því að sjá til lands og margir við það að gefast upp. Það er ykkar að koma með alvöru aðgerðir til hjálpar en því miður eru þær aðgerðir sem þið hafið sett í forgang ekki nógu róttækar - hér var hrun - það er ekki hægt að byggja upp undirstöðurnar með legókubbum.
Það er ekki neitt réttlæti í því að fólk sem er orðið örmagna vegna óvissu og ótta um framtíð sína sé látið bíða enn lengur. Þið lofuðu gegnsæi en stjórnarmyndunarviðræðurnar ykkar sem nú eru búnar að taka viku hafa í engu létt á áhyggjum almennings.
Það er ljóst að við getum ekki staðið við skuldbindingar þær sem þið hafið ákveðið að láta þjóðina bera. Engar áhættur verða teknar ef þið viljið ekki styggja ESB. Nú er ESB umræðan farin að minna á álver álver umræðuna - eina lausnin og ekkert plan B. Hvað er plan B hjá ykkur - hvað á að gera fyrir heimilin NÚNA?: fólk er reitt og það mun rísa upp að nýju ef óréttlætinu linnir ekki.
Kæra tilvonandi ríkisstjórn - hér duga engin vettlingatök - hlustið á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna og gerið að ykkar. Borgarahreyfingin leggur til að allir flokkar og hreyfingar sameinist um að koma þeim tillögum í framkvæmd strax eftir helgi. Hættið að gera hlutina svona flókna - það var hægt á sínum tíma að stroka út verðtryggingu launa með einu pennastriki. Það er líka hægt að setja í framkvæmd bráðaaðgerðir fyrir heimilin okkar með einu pennastriki ef þið hafið til þess nægilegt hugrekki og þor.
Hvet ykkur til að lesa bréf á blogginu hans Egils Helga frá Gunnari Tómassyni, en þar reifar hann hugmyndir að því hvernig má leysa bráðavanda heimilanna.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.4.2009 | 22:05
Kalla eftir þjóðarsátt um lægra orkuverð til bænda
Borgarahreyfingunni finnst eðlilegt að á tímum sem þessum séu auðlindir okkar nýttar til að tryggja að fleiri fyrirtæki fari ekki á hausinn. Það yrði þjóðhagslega hagkvæmt að lækka orkuverð til bænda og selja þeim orkuna á sambærilegu verði og Alcoa. Það er ekki hagkvæmt að bændur gefist upp vegna óþarfa byrða sem á þá eru lagðar. Það væri aftur á móti öllum til hagsbóta ef þeir halda áfram að framleiða innlendar afurðir - það mætti til stórauka útflutning á til dæmis lífrænu grænmeti ef skilyrði til slíkrar ræktunnar séu gerð þannig að það sé rekstrarlegt umhverfi til að stunda þannig starfsemi.
Þá munum við þjóðin njóta þess að fá ferskt grænmeti og aðrar landbúnaðarafurðir á lægra verði og innflutningur sem okkur er afar dýr núna væri ekki það eina sem við þurfum að treysta á. Á heildina litið hlýtur það að teljast hagkvæmt og það væri hægt að gera þetta strax. Kalla því eftir þjóðarsátt en fyrst og fremst pólitískri sátt um þessa lausn til að hjálpa bændum að komast yfir þennan erfiða hjalla.
Ef Landsvirkjun verður af einhverjum tekjum vegna þessa - þá verður bara að hafa það - orkan kostar okkur ekki nærri því eins mikið og það kostar að láta fyrirtækin rúlla.
Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2009 | 10:09
Leyndarmálamenning=lágmenning
Ég skora á almenning að krefjast þess af flokkum þeim sem þau ætla sér að kjósa að flokkarnir afnemi allri leynd. Ég skora á almenning að krefjast þess að bankaleynd verði afnumin ellegar neita að kjósa, ég skora á almenning að krefjast þess að leynd á orkuverði til fyrirtækja verði afnumin ellegar neita að kjósa, ég skora á almenning að krefjast þess að leynd á skilmálum IMF/AGS verði aflétt, ellegar neita að kjósa.
Við höfum valdið, við eigum þetta kerfi kæru landsmenn. Í leyndarmálamenningu þrífst spilling og óvissa. Leyndarmálamenning er lágmenning sem við eigum að hafna að taka þátt í. Við viljum allt upp á borðið hjá öllum flokkum. Hverjir styrkja flokka og menn í prófkjörum frá t.d. 2000. Aðeins með því að koma öllu upp á borðið er hægt að byrja að taka á spillingu og siðrofi sem einkennir allt hérlendis.
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson