Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

NEYÐAR-BLYSFÖR Á GAMLÁRSDAG

Ég ætla að taka þátt í þessu og verandi atvinnumótmælandi mun ég að taka undir slagorð göngunnar og ætla hér með að mótmæla ÖLLU. Af nógu er að taka:)

NEYÐAR-BLYSFÖR Á GAMLÁRSDAG - MÆTING KL. 13.30
VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Í LÆKJARGÖTU - allir með blys á lofti!


Á gamlársdegi anno horribilis MMVIII söfnumst við saman við Stjórnarráðið kl. 13.30,
kveikjum á neyðarblysum og lýsum þannig yfir andúð okkar á andvaralausum stjórnmála- og embættismönnum sem með aðstoð ábyrgðarlausra bankastjórnenda og siðlausra auðmanna komu á því nöturlega ástandi sem nú brennir upp heimili okkar, sviptir okkur atvinnutækifærum og framtíð. Síðan höldum við á Austurvöll, að Alþingi og Hótel Borg þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni, í Kryddsíld Stöðvar tvö.
Þar tendrum við fleiri blys og viðrum lýðræðið.

Við mótmælum öllu!

 

n537583831_1792125_7946.jpg


ÓGÖNGUR 2008 - NEYÐARBLYSFÖR - Gamlársdag kl. 13.30 - Látum það ganga!

Senn líður að Neyðarblysför Ógöngu 2008. Öllum sem á blysi geta haldið er stefnt að gamla tukthúsinu við Lækjartorg, öðru nafni Stjórnarráð Íslands kl. 13.30 á Gamlársdag.

Tendruð verða blys og síðan gengið að Alþingi við Austurvöll. Að lokum förum við að Hótel Borg (sem enn hýsir góðærisveitingastaðinn Silfur), þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni útsendingu í Kryddsíld Stöðvar 2, sem hefst kl. 14.00. Þar eru göngumenn hvattir til að tendra enn fleiri neyðarblys og hávaðasama kínverja. Eins er tilvalið að banka á glugga, skekja spjöld og fána, sleikja rúður eða eins og hver hefur geð til.

Áhugaverur um kröfugöngur, sem hafa mótmælt öllu síðan 1999, skora á landsmenn að sýna hug sinn í verki og minna valdhafa, sem hafa komið okkur á enn kaldari klaka, að við erum þjóðin og þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.

Þjóð gengur þá þrír ganga! - Lifi hugarfarsbyltingin!

Vakin er athygli á því að flugeldasalan Gullborg, Bíldshöfða 18 gefur þátttakendum í Ógöngum 25% afslátt á neyðarblysum. 2-3 blys væru gott veganesti.

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Upphaflegt markmið hinnar galopnu kröfugöngu var að skapa vettvang til að viðra lýðræðið og tjáningarfrelsið. Fyrst með Meðgöngu 1999, svo Afturgöngu 2000, síðan var það Afganga 2001 og Lausaganga 2002 (með afbrigðunum Svalaganga, Sniðganga og Útganga) og síðast fór fram Leynigánga 2003 (eða ekki).

Nú er svo komið í lýðveldi okkar ef lýðveldi skyldi kalla að nauðsynlegt er að bera í bakkafullan lækinn. Það gerum við hér á Fésbókinni - með því að fylla hér síður af kröfum okkar (með veggjakroti eða með ljósmyndum o.fl - sjá neðar hér á síðunni) hverjar sem þær nú eru og endum svo með blysför að stjórnarráðinu á gamlársdag með viðkomu í Kryddsíldinni.

Slagorð Áhugamanna um kröfugöngur:
Vér mótmælum öllu!
Látum það ganga!
Þjóð gengur þá þrír ganga!
Byltingin bloggar sig sjálf!


Sjá nánar sögu Galopnu kröfugöngunnar á vefslóðinni: http://this.is/gangan

 


mbl.is Níu brennur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg og mótmæla frí

Kæru vinir í raun- og bloggheimum, ég ætla að taka mér hlé frá bloggi og mótmælum og hlaða batteríin. Takk Eva fyrir að setja þetta í samhengi. Ég er þeirri skynvillu haldin að mér finnst ég aldrei gera nóg:)

Ætla að einbeita mér að skrásetningu ævisögu mömmu og gefa mér meiri tíma með ömmu og krökkunum mínum:) Kem svo endurhlaðin eftir áramót.

Það eru margir bloggvinir mínir sem mér þykir óhemju vænt um og segja má að viðvera manns á netinu  geti stundum verið einskonar viti sem laðar til sín fólk sem er svipað þenkjandi og jafnvel finnast þar  tvíburasálir...

Með birtu og hlýju -Birgitta

dscf2098.jpg

 

 


Sýnum samstöðu

Hvet alla sem ofbjóða þá valdníðslu og spillingu sem við höfum búið við og þurft að horfa upp á síðan þessi neyð brast á að mæta.

Ánægð að sjá að ræðumenn og konur eru úr röðum "þessa" almennings sem alltaf er verið að tala um en lítið hefur fengið tækifæri til að tjá sig. Ég ætla að reyna að komast á undirbúningsfund klukkan 12, fyrir næstu borgarafundi, sem mér fannst alveg stórkostlegt framtak og vil gjarnan leggja lið. Ég mun sennilega stökkva í gönguna um miðbik hennar, hef ekki haft tíma til að búa til fána eða skilti, nema í tölvunni minni á milli verkefna:) 

Ég er ánægð að sjá að allir eru að fylkja liði - þjóðin þarf að standa saman, við höfum sýnt í fortíðinni að við getum það. Sýnum í verki að við erum búin að fá nóg. Við höfum engu að tapa. Mótmælin byrja í dag klukkan 14 við Hlemm, gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Á Austurvelli hefjast mótmælin klukkan 15 með stuttum og snörpum ræðum frá almenningi. 

Það eru nokkrir hópar í samfélaginu okkar sem hafa EKKI fengið mikla athygli og mig langar að minna á: atvinnuöryggi verktaka og réttur til bóta, öryrkjar sem búsettir eru erlendis, innflytjendur og ellilífeyrisþegar. 

Sá þessa fréttatilkynningu áðan frá Herði:

Frá 11. október kl. hefur hópur fólks staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli vegna ástandsins sem skapast hefur í þjóðfélaginu undir yfirskriftinni "Breiðfylking gegn ástandinu". Hópurinn, sem hefur það markmið að sameina þjóðina og stappa stáli í fólk, hefur fengið til liðs við sig ræðumenn sem víðast að úr þjóðfélaginu og hvatt félagssamtök til að standa saman og mæta á fundina.

Víða eru að myndast hópar sem heimsækja fundina og fulltrúar þeirra ávarpa fundargesti. Einn öflugasti og áhrifaríkasti hópurinn fram til þessa dags kallar sig “Nýja tíma” og hefur sýnt óvenju aðsópsmikla djörfung við að beina almenningi á fundinn á Austurvelli. Nýir tímar munu að þessu sinni safna fólki saman á Hlemmi klukkan 14.00 laugardaginn 1. nóvember og leiða göngu niður Laugaveginn og á fundinn á Austurvelli. Við fögnum því framtaki og styðjum þennan hóp heilshugar.

Á undan fundinum, meðan fólk safnast saman, leikur hljómsveitin KURR

Ræðumenn:
Pétur Tyrfingsson
Lárus Páll Birgisson

Ávörp flytja:
Óskar Ástþórsson, leikskólakennari
Díana Ósk, frá Foreldrahúsi
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, eldri borgari og formaður Mæðrastyrksnefndar

Fundarastjóri: Hörður Torfason
 


mbl.is Efna til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru þjóðskáld

Vinkona mín gaf mér eitt sinn safn ljóða eftir þetta magnaða skáld. Bókin heitir, "Unfortunately, it was Paradise" og ljóðin hans náðu að taka sér bólfestu í hjarta mínu og leyfa mér að skyggnast inn í þjóðarsál sem aðeins þjóðskáld eru fær um.

Hér er eitt af ljóðum hans sem ég hreyfst af.


I Come From There
 
 
 I come from there and I have memories 
Born as mortals are, I have a mother 
And a house with many windows, 
I have brothers, friends, 
And a prison cell with a cold window. 
Mine is the wave, snatched by sea-gulls, 
I have my own view, 
And an extra blade of grass. 
Mine is the moon at the far edge of the words, 
And the bounty of birds, 
And the immortal olive tree. 
I walked this land before the swords 
Turned its living body into a laden table. 

I come from there. I render the sky unto her mother 
When the sky weeps for her mother. 
And I weep to make myself known 
To a returning cloud. 
I learnt all the words worthy of the court of blood 
So that I could break the rule. 
I learnt all the words and broke them up 
To make a single word: Homeland..... 


mbl.is Þúsundir við jarðarför ljóðskálds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnarfjörður og arnarunginn

Friðgeir að mynda þvottaplan

Ég fór í örferðalag í vikunni og er enn að melta allt það sem ég fékk að upplifa. Hápunktarnir voru án efa Arnarfjörður og arnarunginn sem ég hitti á Snæfellsnesi.

Ég og einn besti vinur minn hann Friðgeir ásamt Neptúnusi og Delphin fórum á jazzbílnum Vernharði á vesturland til að byrja með. Tókum stefnuna á bóndabæ á Snæfellsnesi. Þar á stjúpi minn hlut í gömlum bóndabæ rétt við hafið. Við lögðum í hann á þriðjudag og vorum komin með góðum hléum um eftirmiðdaginn. Það var alveg yndisleg blíða og stillur. Fórum með Valda í smá ferð um spegilslétt hafið á gúmmíbát. Ætlunin var að fara í litla eyju og kíkja á arnarunga og athuga hvort að við myndum sjá selina sem synda þarna um. Og viti menn þrír selir kíktu á furðulega fólkið sem var á ferð. Lyftu sér hátt upp af forvitni og létu sig hverfa bara til að koma aðeins nær.

Arnarunginn

Það var að fjara svo við þurftum að drífa okkur út í eyju, yfir henni hringsólaði magnaðasti fuglinn í ríki fugla; örninn. Við fórum á eyjuoddann og sáum þar ófleygan arnarunga. Hann var þó engin smásmíði og vænghafið ótrúlega umfangsmikið. Greinilega vel nærður, stór kjötstykki í hreiðri og rándýrsblik í augum. Ég var hjá honum ein í smástund, fékk að ræna hann einni fjöður sem hann hafði misst og hugsaði um indíánablóðið í æðum mínum á meðan ég horfði í augu hans um stund. Það var á einhvern hátt eins og helgistund. Hljómar kannski furðulega en ég er auðvitað náttúrudýrkandi og fannst mikil forréttindi að fá að horfast í augu við örn um stund:)

Marglyttur við Flatey

Við skoðuðum lundana sem voru svo þungir af öllu æti dagsins að þeir ætluðu varla að geta hafið sig til flugs. Tókum svo stefnuna heim á bæ að fá okkur sjálf eitthvað í gogginn. Kíktum svo aðeins við á Stykkishólm í blíðunni og keyptum ís til að snæða með grilluðum banönum og suðusúkkulaði. Ég var orðin eitthvað veik en góður nætursvefn hressti mig við. Vaknaði klukkan 6 og náði að skrifa eitt ljóð í dagbókina mína, drakk í mig fegurðina allt um kring og vakti svo mannskapinn. Ég hafði sem betur fer keypt miða í ferjuna Baldur áður en ég fór á netinu - nokkrir þurftu greinilega frá að snúa. En strax klukkan hálf 9 var löng biðröð í ferjuna. Merkilegt hvað er hægt að troða mörgum bílum í þessa litlu ferju. Það er reyndar skömm frá því að segja að ég hafi aldrei farið í ferjuna áður á þann stað á landinu sem ég ber svo miklar og stórar tilfinningar til, þ.e.a.s. vestfjarða. 

Delphin inní styttunni

Mér finnst ferjan snilld og ætla að notfæra mér þessa þjónustu oft og mörgu sinnum. Það var gjóla og frekar kalt um morguninn en þegar við náðum landi á Brjánslæk var orðið vel heitt og kom síðar í ljós að slegin voru hitamet þennan dag líka fyrir vestan.  

Stefnan var tekin á Arnarfjörð en mér lék forvitni að sjá þann stað sem búið er að taka frá fyrir olíuhreinsunarstöð. Við fórum fyrst yfir Dynjandisheiði og sáum þar líka þessa merkilega flottu styttu. Kom í ljós að hún var gerð af vegavinnumönnunum sem unnu við gerð brúarinnar yfir Pennu árið 1958. Mér finnst þetta flottasta stytta sem ég hef séð á vegum úti hérlendis. 

Við stöldruðum aðeins við í botni Þernudals og hámuðum í okkur allskonar spikfeit ber. Delphin ofurhugi vildi endilega leggjast til sunds í kaldri ánni. Hann var á sundskýlunni mest allan daginn, alsæll í þessari vatnaveröld. Sá bregða fyrir stórum löxum í ljósgrænum hyl. Skemmtum okkur vel þarna í gróðurreit á hjara veraldar. Ofurhuginn varð reyndar svo yfir sig hræddur við geitung að það þurfti að bera hann að hellisbúa sið upp úr litla gilinu. 

Við komum við í Bíldudal eftir að hafa heillast af glæsilegum flugvelli við bæjarmörkin. Ég reyndar heillaðist enn frekar af Bíldudal. Yndislegur bær og mér þótti furðu sæta að þar var enga ferðamenn að finna á þessum fallega degi. Ég mun með sanni koma aftur til 

Við upphaf ferðalagsins

Bíldudals og vonandi hafa tök á að dvelja um einhvern tíma þar. Við rákumst á athafnamanninn Jón Þórðarson sem rekur skemmtilegt gallerí og vefsíðu bæjarins, hvet alla til að kíkja á vefinn, bildudalur.is. Ég ætla að skrifa meira um ferðalagið mitt. Þetta er bara að verða svo mikil ritgerð. Setti inn slatta af myndum frá ferðalaginu en á eftir að setja inn myndirnar frá Selárdal.

Verð að hætta núna en tek upp þráðinn á morgunn. Er að fara að hitta fyrsta internet vin minn sem ég kynntist árið 1995 og hef ekki enn hitt. Hlakka til að sjá hann í þrívídd:) Hann er skemmtilegur persónuleika af netnördakyni sem ferðast um heiminn með brúðleikhús í sérkennilegri kantinum.  


Ég ætla að dansa indíánadans um verslunarmannahelgina

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að fara út úr bænum um verslunarmannahelgina en ætla að bregða út af vananum í ár og taka þátt í þessu. 

 

Hjörtu okkar og hjarta jarðarinnar eru eitt.

 

Sunray námskeið  haldið að Búlandi A Landeyjum

Verslunarmannahelgina 1-3  ágúst.

 

INDÍÁNA ÆFINGAR,  dans HÖFUÐÁTTANNA,

OG HUGLEIÐSLA

 

Á tímamótum mikilla umbreytinga á jörðinni og hjá mannkyninu fáum við nú tækifæri til að marka spor friðar og jafnvægis  í sérvöldum huldum náttúruperlum  í næsta nágrenni við Búland.

 

Ven Dhyany Ywahoo hefur tjáð okkur að Ísland sé að kalla eftir hjálp hún hefur beðið okkur að hlusta á landið okkar.

 

Við hjónin á Búlandi  ákváðum að bregðumst við því með  því að bjóða  þátttakendum Sunray  aðstöðu  á Búlandi.

 

Angelika  Salberg   Sunray kennari leiðir námskeiðið.

Ven Dhyany Ywahoo Indíánahöfðingja Cherokee ættbálksins

var  barn  að aldri valin af þeim eldri innan ættbálksins, til að kenna áfram heilög fræði forfeðra þeirra um samspil mannsins við himininn,  jörðina og mannkynið.

 

Þetta nám hæfir öllum  aldurshópum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í að  styrkja, styðja  og hreinsa okkar yndislega land af áhrifum sem hafa orðið af manna eða náttúruvöld þá er þetta.

Einstakt tækifæri til gera eitthvað algerlega öðruvísi, komast í snertingu við sjálfan sig  án vímuefna í faðmi  fjölskyldunnar og náttúrunnar.

Verð:  21.000 fyrir hjón

Einstaklingar 11.000

Ókeypis fyrir 18 ára og yngri.

 

Skráning.

Guðný Halla / Guðmundur  4878527 - 8936698   -8684500

buland@emax.is

 

Mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð  eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.

Síðastliðinn desember tók Paul þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí, en flokkur hans náði ekki kosningu. Eftir kosningarnar urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í janúar og sótti um pólitískt hæli. Honum barst aldrei svar við beiðni sinni, jafnvel þó Katrín Theodórsdóttir héraðsdómslögmaður hafií mars ítrekað beiðni um að mál Pauls væri tekið upp. 

Í gær komu lögregluþjónar fyrirvaralaust á heimi Pauls og handtóku hann fyrir framan konu hans og þriggja vikna sonar þeirra. Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann eyddi nóttinni. Í morgun var hann svo sendur til Ítalíu og mál hans sett í hendur stjórnvalda þar í landi, en samkvæmt Dyflinnarsamningnum hafa íslensk stjórnvöld leyfi til þess að senda hann til Ítalíu, 
vegna þess að Paul millilenti þar á leið sinni til Íslands.

Það er engin ástæða til þess að efast um trúverðugleika Pauls og auðveldlega hefði verið hægt að veita honum pólitískt hæli hér á landi. En Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið ákváðu samt að hunsa mál hans, einungis vegna þess að þau geta það. 

Hér á landi er sífellt hamrað á því að íslensk samfélag sé samfélag friðar, frelsis og jafnréttis, en brottvísun Pauls sannar að svo er ekki. Margfalt fleiri sækja um pólitískt hæli á Ítalíu en á Íslandi og því miklar líkur á því að hann verði einfaldlega sendur aftur til Kenía, þar sem bíða hans ofsóknir og hætta á því að hann verði drepinn. Fjölskylda hefur verið slitin í sundur og lífi manns stefnt í hættu; allt í boði íslenskra stjórnvalda.

Aðspurð sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að Utanríkisráðuneytið hafi ekkert með málið að gera en sagðist krefjast þess að Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið rökstyðji ákvörðun sína. Það er ekki nóg! Það þarf ekki að rökstyðja þess ákvörðun, heldur draga hana til baka og hleypa Paul aftur inn í landið og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Hittumst öll fyrir utan Dómsmálaráðuneytið á morgun, milli kl. 12:00 og 13:00 og krefjumst þess að Paul verði snúið aftur til Íslands. Sýnum íslenskum stjórnvöldum reiði okkar og andstöðu gegn þessari óafsakanlegri hegðun! 

Komið með trommur, hljóðfæri eða annað til þess að skapa hávaða, ef þið hafið áhuga á því. Það verður dagskrá og er verið að finna snjalla ræðumenn. Síðan má búast við örleikriti og ýmsu öðru.

Við verðum að sýna Birni í verki að okkur finnst þessi vinnubrögð forkastanleg og hvetjum hann til að sýna mannúð í verki. Hvet ykkur til að lesa mjög fræðandi og góða grein um mál Paul Ramses sem ég fann inn á blogginu hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Smellið hér til að lesa hana.

Ég er að undirbúa undirskrifarlista fyrir þá sem komast ekki á mótmælin en það er lang sterkast að gera eitthvað eins og skrifa eða hringja í dómsmálaráðuneytið og útlendingastofnum. Sendið þeim bréf, föx, biðjið um viðtal við kappana. Sýnið að við sem þjóð samþykkjum ekki svona mannvonsku, mætum á mótmælin á morgunn, öll sem eitt. 

 


Allt er þegar þrennt er:)

Ég vona svo sannarlega að þetta takist í þetta sinn hjá honum Benedikt. Falleg hugsun á bak við þetta hjá honum. Ef veðurguðirnir setja sig ekki á móti honum eins og í hin skiptin, þá held ég að hann nái að framkvæma þetta afrek léttilega.

Benedikt er einn af þessum sérkennilegu kvistum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, einstaklega hlý manneskja með drauma sem stundum er nokkrum númerum of stórir. En hann má eiga það að hann leggur allt sitt í að hrinda sínum draumum í framkvæmd. Mikið held ég að heimurinn okkar væri fátæklegri ef ekki væri til svona fólk eins og Benedikt. 


mbl.is Benedikt lagður af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munkurinn síkáti og skáldahátíð í Venezúela

Gærkveldið var í alla staði afar sérstakt og eftirminnilegt. Vinir Tíbets stóðu fyrir kvöldstund með Lama Tenzin á Kaffi Hljómalind. Það var ágæt mæting - hefði viljað sjá fleiri ný andlit en það var afar góðmennt. Lama Tenzin er með betri sögumönnum sem ég hef eytt kvöldstund með. Hann sagði frá aðdraganda þess að hann ásamt fjölskyldu sinni komu á fót skóla á Indlandi fyrir fátæk og munaðarlaus börn. Hann ferðast um í 19 daga gönguferð upp í einhver hættulegustu landsvæði í heimi til að bjarga börnun, sér í lagi stúlkum frá því að lifa við þrældóm um aldur og ævi. 

Eftir fundinn sem hófst á dásamlegri kyrjun og endaði með stórkostlegum fréttum sem ég get því miður ekki sagt frá strax, keyrði ég Lama Tenzin á dvalarstað hans. Hann bauð mér í mat og við áttum gott spjall. Fann mikinn vinarhug og fékk að heyra meira af skólanum hans sem og fann fyrir miklum stuðning við það starf sem ég er að inna af hendi varðandi Tíbet. Það er svo skemmtilegt að fá að kynnast svona fólki sem á einhvern hátt lifir stóru lífi. Á sér draum og lifir draum sinn með ráðum og dáðum. Hvet fólk til að kíkja á þessar YouTube myndir af hinu 19 daga ferðalagi til bjargar börnunum... 

Ég er svo að fara af landi brott á morgunn og mun sennilega ekki blogga mikið á meðan ég er á hinni alþjóðlegu skáldahátíð í Venezúela. Frétti að það kostaði morðfjár að fara á netið á hótelinu sem ég verð á. Læt hér fylgja með ljóð sem ég ætla að flytja á hátíðinni og er að sjálfsögðu um Tíbet:) 
 
Læt ykkur svo vita hvernig þessi ævintýraferð fór fram ... með björtum kveðjum og vinarþeli
Birgitta
 
 
 
Paradise lost 

 

At the roof of the world

frozen bodies

sterilized wombs

scars of torture

dying language

rumbling monasteries

empty sockets on temple walls

 

But Paradise lives on

in sand mandalas

made from foreign soil

the ancient sounds of chanting

in other worlds

in other words

 

In Dharamsala

in the sound of the Tibetan culture

determant to survive the genocide

 

In every corner of the world

Tibetan prayers sound

Tibetan thinking takes root

 

Om Om Om

Thick deep voices

Colorful prayer flags

and the longing for Phayul

Your spell is peace

and peace and peace again

While we learn the

meaning of compassion

through tolerance of divine nature

Such is the way of your teachings

 

 

Your forced exodus from Phayul

a great blessing for humanity

Your voices silenced

by the faceless Chinese regime 

Yet you speak through me

not only through my voice

but through my heart

 

Oh blessed are you who have suffered so much

Yet humanity has failed to

recognize your greatest gift:

Your monks walking among us

planting ancient seeds within the modern mind

our collective salvation

was materialsed

 

Without it we would have fallen

down down down

into the abyss of self destruction

 

Oh blessed are you

for you have awakened

the sleeper within

 

Today your flag flies higher and higher

The Snow Lion rises

not only in Tibet

but in the collective human heart

and I pledge to rise with you

 

As you return

into the heart of Phayul

we will again have a dome of peace in our world

at its rightful place at the roof of the world

 

Drifting in a steady stream

blessings towards

your heart - your soul

 

Om Tibet 

free Tibet 

Om Tibet 

Free Tibet

Om OM om OM 

Free Tibet NOW

 


Þar sem ljóðið lifir enn

Skrauteldar

Ég er svo lánsöm að fá boð í það minnsta ár hvert á einhverjar skringilegar og skemmtilegar skáldahátíðir víðsvegar um heim. Eftir að hafa mætt á nokkrar miður skemmtilegar í Austur-Evrópu ákvað ég að fara aldrei aftur á slíkar samkomur. En þegar mér var boðið til Níkaragva í fyrra stóðst ég ekki freistinguna, því Suður- og Mið- Ameríka eiga enn í afar sérstæðu sambandi við ljóðið og telst það enn vera eitthvað sem almenningur þráir og virðir sem hluta af sínu daglega lífi, ekki ósvipað og við upplifum tónlist. 

Sú upplifun er mjög spennandi fyrir skáld eins og mig - því ég álít mig miklu fremur alþýðuskáld en háskólaskáld. Það er svo merkilegt að sjá hve hispurslaust fólkið þarna er gagnvart ljóðinu, en jafnframt fullt virðingar gagnvart því. Fyrir þeim er það enn helgidómur sem eftirsóknarvert er að eiga hlutdeild í.  

Þar eru ljóðin ekki krufin sem dauð þau væru, heldur lærð utan að og lifa á vörum og í hjörtum almennings. Mér fannst líka svo dásamlegt að upplifa menningu eins og Kólumbíu og Níkaragva þar sem fólk er enn saklaust og frjálst frá þessari síbylju sjálfhverfunnar sem við búum við í hinum vestræna heimi. Okkar heimur er laus við bráðavanda og því erum við í sífellu að skilgreina lúxusvandamálin okkar. Við erum orðin þrælar sjálfhyggjunnar og okkar fix felst helst í því að vera stöðugt að greina vandamálin okkar með óendanlegu miklu magni af huglægum skyndilausnum. 

Ég frábið mér því að þurfa að kryfja ljóð, ég vil fá þau beint í æð - heillast og tengjast. Ljóð eru görótt galdratæki til að leiða hug og hjarta saman meðal manna um heimbyggð alla, rétt eins og tónlist.

Ég hlakka til að hitta fólk að nýju sem elskar ljóð, ég hlakka til að vera með öruppreisn í Venesúela, þar sem ég mun lauma Tíbetljóðum í dagskránna og hitta skáld frá öllum heimshornum, en mest, allra mest hlakka ég til að lesa ljóðin mín fyrir fólk sem enn elskar ljóð án allrar tilgerðar.

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband