Færsluflokkur: Kjaramál
5.3.2010 | 06:23
Kjósum með fótunum í göngunni niður Laugaveg
Fréttatilkynning frá grasrótinni
Nú hafa nokkrir grasrótarhópar ákveðið að standa fyrir kröfugöngu frá Hlemmi laugardaginn 6. mars kl 14. Gengið verður niður Laugarveginn og að lokinni göngu verður haldinn útifundur á Austurvelli kl. 15.
Ræðumenn verða Andrés Magnússon læknir og Júlíus Valdimarsson húmanisti. Á fundinum verður Alþingi götunnar stofnað. Magnús Þór Sigmundsson mun syngja. Hljómsveitin Stjörnuryk mun flytja lag.
Helstu áhersluatriði Alþingis götunnar eru:
Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrningu lána við þrot, jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né endurreistir, AGS í úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til almennings, bættur neytendaréttur.
Trommusláttur og lúðrablástur mun fylgja með niður Laugaveginn. Mælst er til þess að göngumenn taki með sér potta, pönnur, flautur eða annað sem getur framkallað hóflegan hávaða. Takið með kröfuspjöld.
Gerum næsta laugardag að sögulegum degi. Fjölmennum við formlega stofnun Alþingis götunnar. Gefum skýr skilaboð til umheimsins, lýðræðið er númer eitt, valdið er fólksins.
Gerum Alþingi götunnar að stórviðburði. Ekki láta þig vanta. Tölum einum rómi með samtökunum okkar. Látum það ekki fara neitt á milli mála hver vilji okkar er. Kjósum með fótunum í göngunni niður Laugaveg.
Hagsmunasamtök heimilanna,
Nýtt Ísland,
Attac samtökin á íslandi,
Siðbót,
Húmanistafélagið,
Rauður vettvangur,
Vaktin,
Aðgerðahópur Háttvirtra Öryrkja.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2010 | 15:35
Einstök stund í sögu þjóðarinnar ! Mætum öll á morgun á Bessastaði og látum alla vita um atburðinn
Laugardaginn 2. janúar næstkomandi, kl. 11, mun Indefence hópurinn afhenda forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni undirskriftir fólks sem skorað hefur á hann að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar.
Enn eru Íslendingar að skrá sig í þessa áskorun á vefslóðinni: www.indefence.is sem verður opin fram að undirskrift Ólafs Ragnars Grímssonar.
Við í hópnum erum nú að leggja drög að skipulagningu þessa fundar og köllum eftir fólki sem er tilbúið til þess að taka þátt í afhendingu undirskriftanna.
Tekið skal fram að um er að ræða virðulega athöfn ekki mótmæli.
Þetta á að vera söguleg stund fyrir alla fjölskylduna sem seinna verður líklega fjallað um í sögubókum.
Byrjað verður á því að hlýða á kór " InDefence " undir stjórn Egils
Ólafssonar þar sem fundargestir taka undir.
Að því búnu mun almenningur á svæðinu tendra rauð neyðarblys sem ákall til alþjóðasamfélagsins um að Íslendingar séu að ganga að nauðarsamningum sem þjóðin vill fá að taka afstöðu til.
Lykilatriðið nú er að þeir sem við getum treyst að muni taka þátt í þessari athöfn láti skipuleggjendur vita í netfangið olaf@simnet.is.
Best væri ef hver og einn komi með bíl fullan af fólki og tveimur rauðum blysum á mann.
Ath, bara rauð blys og enga skotelda.
Búið er að kaupa 300 blys og hjáparsveitirnar segjast eiga nóg til að selja okkur í dag eða laugardagsmorgun. Við skulum leggja áherslu á að þetta séu ekki mótmæli heldur fjölskyldufundur sem krakkarnir hafi gaman af að vera á.
Frábær útivist fyrir fjölskylduna. (mörg hundruð blys , mjög áhrifamikið)
Einnig skulum við leggja áherslu á virðulega framkomu.
Afhendingin verður auglýst opinberlega og þjóðin hvött til þátttöku en við viljum þó geta tryggt að ákveðinn hópur fólks sé á staðnum til að tryggja ákveðið yfirbragð.
Bestu kveðjur,
f.h. Indefence,
Ólafur Elíasson, píanóleikari
Hvetjum alla til að mæta, mann á mann !
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2009 | 10:46
Bandormsræða 2
Hér eru rök mín fyrir að samþykkja EKKI bandorm meirihlutans:
Virðulegi forseti
Hvar er ríkisstjórnin væri ekki eðlilegt að hún væri hér að verja þennan skelfilega gjörning sem bandormurinn hennar er?
Hvar er vonin sem þjóðin þarf svo sárlega á að halda? Hana er ekki að finna í áherslum ríkisstjórnarinnar, því nú hefur hin svokallað skjaldborg umbreyst í gjaldborg.
Ég hef gefið mér tíma til að tala við þá hugrökku öryrkja sem hafa staðið vaktina fyrir utan þinghúsið. Mér finnst ljótt að bæta á áhyggjur fólks sem nú þegar berst í bökkum ofan á það að búa við heilsubrest. Mér finnst það algerlega óafsakanlegt. Þetta ágæta fólk býr við næga óvissu til að bæta þessu ekki ofan á.
Því er Hæstvirtur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ekki hér til að verja lagasetningu sem hrifsar það sem hún barðist fyrir með kjafti og klóm til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum? Getur það verið rétt, að hæstvirtur forsætisráðherra stjórni ekki landinu heldur séu öll okkar ríkisfjármál og jafnvel pólitískar áherslur runninn undan rifjum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Sagt var hér fyrr í dag að það væri þekkt aðferð hjá AGS að láta hýsilinn sinn skera niður í þá hópa sem síst mega við því það er gert til að öðlast trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu um að þetta sé allt gert af mikilli alvöru og engum verði eirt til að tryggja stöðugleika. Er þetta eitthvað sem við viljum taka þátt í? Er þetta eitthvað sem hægt er að verja?
Ríkisstjórnin virðist hafa villst frá vinstri vængnum og ástundar nú meiri nýfrjálshyggju með niðurskurði sínum en sá flokkur sem gjarnan er kenndur við nýfrjálshyggju.
Nú hef ég hlustað á áherslur og lausnir hjá öllum flokkunum sem sitja á þingi og ég held að ef ríkisstjórnin væri einhver alvara með samvinnu og samráð að hún ætti hreinlega að setja þennan bandorm í endurvinnsluna þiggja aðstoð frá minnihlutanum ég held nefnilega að það væri skynsamlegt að nýta sér þá margvísilegu styrkleika sem hér eru til innanhúss þá ólíku sýn sem hér fyrirfinnst ef hæstvirt ríkisstjórn væri alvara með að vinna sameiginlega að lausnum þá ætti hún að boða til alvöru samráðs ég held að þá gætum við náð utan um þetta risavandamál saman og fengið stærri sýn á orsök og afleiðingu þeirra gjörninga sem boðaðir eru hér. Þá getum við komist hjá því að gera alvarleg mistök því að það er ljóst að margt af því sem hér er kynnt er ekki alveg hugsað til enda.
Tökum bara niðurskurð sem tengist öldruðum og öryrkjum sem dæmi: þetta er aðeins um 1800 milljónir það er bara dropi í hafið af þeim niðurskurði sem á að framkvæma.
Ég sat í fjárlaganefnd í fjarveru Þórs Saari og hlustaði þar á velferðarráðuneytin okkar tala um að þau væru komin að þolmörkum og að niðurskurður næsta árs myndi þýða uppsagnir og lokanir á stofnunum. Það hlýtur að vera til önnur lausn en sú sem er boðuð með þessum aðgerðum. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki heildarlausn en það er aldrei bara til ein leið. Það væri ef til vill ekki vitlaust fyrir ríkisstjórnina að byrja á réttum enda og til dæmis skera niður ofurlaun skilanefndamanna sem hlaupa víst á milljónum í mánaðarlaun. Það kostar okkur 500 milljónir að taka þátt í bókaráðstefnu og 140 milljónir að taka þátt í heimssýningu í Kína þetta eru nú bara nokkur atriði sem detta inn í huga mér núna, ég er alveg viss um að það mætti með smá hugarflugi finna leiðir til að seilast í aðra vasa en hálftóma vasa heldri borgara og hæstvirtra öryrkja.
Ég hefði átt von á heildrænni aðgerðum en að setja frekari skatta á heimilin í landinu án þess að aftengja vísitöluna því jafnvel sykurskatturinn mun hækka húsnæðislánin hjá fólki sem berst í bökkum nú þegar og hjá þeim má lítið út af bera til að þau fari hreinlega í greiðsluþrot.
Ég skilaði ein séráliti í fjárlaganefnd þar sagi ég meðal annars:
Því er alveg ljóst að það myndi brjóta gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar að samþykkja þessa aðferð til að standast fjárlög. Við erum alfarið á móti þeim niðurskurði sem boðaður er í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Við teljum að með því að fylgja ráðgjöf og rammaáætlun AGS séum við að hefja vegferð sem mun enda á því að veikja svo mjög undirstöður velferðarkerfis okkar að það mun á endanum verða þjóðinni dýrkeyptara en svo að hægt sé að réttlæta það. Borgarahreyfingin skorar á hæstvirta ríkisstjórn að leita annarra leiða til að laga halla ríkissjóðs og styður almennt aðhald í ríkisfjármálum án þess þó að núverandi ríkisstjórn svíki kosningaloforð sitt um að standa vörð um velferðina. Ljóst er að bandormur þessi mun ekki standast ef marka má skýrslur úr ráðuneytunum. Því væri heillaráð að vinna betur að gerð hans og jafnvel horfast í augu við að halla ríkissjóðs verði ekki mætt með þeim aðferðum sem boðaðar eru í honum.
Frú forseti ég hef fullan skilning á því að þessi ríkisstjórn standi frammi fyrir því sem næst ókljúfanlegum vanda en Afsakið æruverðugi forseti, er þetta ekki ríkisstjórnin sem boðaði að staðið yrði vörð um velferðarkerfið FYRIR kosningar?
Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.4.2009 | 22:05
Kalla eftir þjóðarsátt um lægra orkuverð til bænda
Borgarahreyfingunni finnst eðlilegt að á tímum sem þessum séu auðlindir okkar nýttar til að tryggja að fleiri fyrirtæki fari ekki á hausinn. Það yrði þjóðhagslega hagkvæmt að lækka orkuverð til bænda og selja þeim orkuna á sambærilegu verði og Alcoa. Það er ekki hagkvæmt að bændur gefist upp vegna óþarfa byrða sem á þá eru lagðar. Það væri aftur á móti öllum til hagsbóta ef þeir halda áfram að framleiða innlendar afurðir - það mætti til stórauka útflutning á til dæmis lífrænu grænmeti ef skilyrði til slíkrar ræktunnar séu gerð þannig að það sé rekstrarlegt umhverfi til að stunda þannig starfsemi.
Þá munum við þjóðin njóta þess að fá ferskt grænmeti og aðrar landbúnaðarafurðir á lægra verði og innflutningur sem okkur er afar dýr núna væri ekki það eina sem við þurfum að treysta á. Á heildina litið hlýtur það að teljast hagkvæmt og það væri hægt að gera þetta strax. Kalla því eftir þjóðarsátt en fyrst og fremst pólitískri sátt um þessa lausn til að hjálpa bændum að komast yfir þennan erfiða hjalla.
Ef Landsvirkjun verður af einhverjum tekjum vegna þessa - þá verður bara að hafa það - orkan kostar okkur ekki nærri því eins mikið og það kostar að láta fyrirtækin rúlla.
Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson