Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.6.2009 | 10:51
Ekkert hefur breyst
Ráðherrar og stjórnarliðar hafa ekki séð ICESLAVE samninginn... hvað þá við í minnihlutanum... hvernig á fólk að geta tekið upplýstar og vandaðar ákvarðanir ef það fær ekki neinar upplýsingar?
Ég var að vonast til þess að vinstri stjórnin myndi efna loforð sín um gegnsæi og samvinnu - man hve kunningjar mínir í VG sem voru inni á þingi í desember og janúar voru í miklu uppnámi vegna þess að þau fengu engar upplýsingar - nú eru þau í stjórn og það sem vekur furðu mína að leyndin er meira að segja meiri en áður en hin stjórnin var felld... ég skora á ykkur sem eruð í stjórn að ráða bót á þessum leynimakki. Þjóðin á rétt á að fá allt upp á borðið...
InDefence boðar til blaðamannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 08:57
Ókeypis TíbetBíó í dag
Ég fór í gærkvöldi á ókeypis bíó sem skartaði hlaðborði af nýjustu myndum sem tengjast Tíbet. Þessar myndir eru hverri annarri betri og láta engan ósnortin. TíbetBíó er á vegum Vina Tíbets og liður í að kynna fyrir Íslendingum málefni Tíbets. Það voru sorglega fáir í gærkvöldi og því vil ég hvetja fólk til að mæta í dag því við munum ekki eiga kost á að sýna þessar myndir aftur í bráð án endurgjalds. TíbetBíó er haldið í kjallaranum á Kaffi Rót sem er staðsett að Hafnarstræti 17. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar um bíómyndirnar hér fyrir neðan á ensku. Sýningar eru ókeypis en frjáls fjárframlög til styrktar Tíbetsku flóttafólki eru vel þegin.... Hlökkum til að sjá ykkur!
sun.14.júní, kl 16 - 17.20: The Unwinking Gaze (2008)
sun.14.júní, kl 17.20 - 17.40: Leaving Fear Behind (2008)
sun.14.júní, kl 17.40 - 18.30: Breaking the Wall of Silence (2008)
sun.14.júní, kl 18.30 - 19.20: Tibet´s Cry for Freedom (2008)
The Unwinking Gaze (2008): www.unwinkinggaze.com
The Unwinking Gaze was filmed over a period of three years with exceptional access showing the daily agonies of the [Dalai Lama] as he tries to strike a balance between his Buddhist vows and the realpolitik needed to placate China.
Leaving Fear Behind (2008): www.leavingfearbehind.com
Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
Breaking the Wall of Silence (2008): www.mpowermedia.no
A small radio station in the Himalayas creates waves that rock Beijing: Voice of Tibet in Dharamsala in Northern India broadcasts free and independent news into Tibet daily. China is doing everything possible to stop it. Breaking the Wall of Silence is a documentary about a few that dare to challenge the monopoly of information in China...They are all speaking through Voice of Tibet, trying to break China's Great Wall of Censorship.
Tibet's Cry for Freedom (2008): www.tibetscryforfreedom.com
Through the eyes of the Dalai Lama and exiled Tibetans in 2007 and 2008, Tibet's Cry for Freedom explores both past and present in Tibet's long suffering non-violent freedom struggle. Discover the truth about Tibet's history and ponder the future of a nation whose time is fast running out.
11.6.2009 | 07:56
Að ganga í björg
Það er alveg furðulegt hvernig fólk umbreytist þegar það fær völd. Það er eins og það gangi inní björg og komi út sem umskiptingar.
Það er alveg ljóst að Eva Joly hefur ítrekað rætt við ráðamenn - þar á meðal Rögnu og gagnrýnt þá starfshætti sem við henni blasa varðandi rannsóknina. Sumir þingmenn Samfylkingarinnar koma af fjöllum eins og til dæmis Ólína og kvartar sáran undan því að Eva tjái sig um þessa hluti við fjölmiðla. Það sýnir ef til vill best hve illa upplýstir stjórnarliðar eru sem starfa á þinginu.
Eva hefur enn ekki fengið skrifstofuaðstöðu, né aðstoðarmaður hennar, honum hefur jafnframt ekki verið greidd laun hef ég frétt. Sértækur saksóknari hefur ekki farið að ráðum hennar og það er því miður alveg ljóst að hann er gjörsamlega vanhæfur og stendur þessari rannsókn verulega fyrir þrifum - ég skora á ríkisvaldið að hætta að draga lappirnar og gera samstundis það sem Eva biður um og hefur gert lengi fyrir daufum eyrum.
Gagnrýni tekin alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 19:14
Hver segir satt
Mikið er þetta alltsaman misvísandi - ráðamenn okkar halda því fram að vinir okkar á Norðurlöndum vilji ekkert fyrir okkur gera nema að við göngumst við skuld sem þjóðin efndi ekki til - ICESLAVE - kemur svo í ljós að það er enn ein lygin... Kannski ættu íslenskir ráðamenn að vera með túlk í öllum erlendum samskiptum - það virðist nefnilega vera sem það sé alltaf einhver misskilningur í gangi...
Lausn Icesave ekki forsenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 20:38
Ræðan mín um ICESAVE
Ég er glöð að vita til þess hver margir hafa öðlast meðvitund um að þrýstingur frá almenningi hefur áhrif á stjórnvöld - það var skringilegt að vera inni á þingi og horfa á mótmælin innanfrá - ég átti erfitt að einbeita mér að hanaslagnum inni á þingi. Langaði mest að drífa mig út... sem ég svo gerði eftir að umræðan um ICESAVE var búin inni á þingi. Hér er ræðan sem ég flutti um þetta mál í dag:
Frú forseti, hæstvirtu ráðherrar, háttvirtu þingmenn og kæru landsmenn
Það er verið að skuldbinda þjóðina til að greiða skuld sem hún efndi aldrei til. Það er ranglátt. Þjóðin spyr: af hverju vilja Bretarnir ekki þetta örugga eignasafn Landsbankans sem þeirra ágæta endurskoðendaskrifstofa metur að verði 95% heimtur af? Af hverju vilja þeir ekki taka áhættu með okkur? Hvað gerist ef við getum ekki borgað skuldina? Hvaða veð hafa Bretar til að tryggja að við borgum. Varla eru orð okkar sem þeir settu á lista meðal hryðjuverkamanna gild ein og sér.
Af hverju þessi asi? Stjórn Gordon Browns riðar til falls og því væri það sennilega skynsamlegast að geyma að rita samninga við fólk sem berst um á hæl og hnakka til að fá uppreisn æru á okkar kostnað.
Getur verið að ferlinu sé flýtt til að tryggja að við getum sótt um aðild að ESB á réttum tíma? Það á jú að þrýsta því máli með miklum hraða í gegnum þingið í sumar.
Almenningur vonaði að á sumarþingi yrði boðað til aðgerða sem beindust að því hvernig við ætluðum að vinna okkur saman úr þessum öldudal en mér sýnast lausnir þær sem hér hafa verið boðaðar eingöngu snúast um aðild að EBS.
Hann er að verða þjóðinni ansi dýr aðgöngumiðinn að viðræðum við ESB. Því hlýt ég að spyrja mig hvort að þetta sé rétti tíminn til að setja höfuðáherslu á það mál.
ICESAVE skuldbindingin mun lengja kreppuna um minnst sjö ár það þýðir einfaldlega að við verðum í kreppuástandi hérlendis til ársins 2024 það mun verða til þess að þeir sem flytja burt munu aldrei koma heim aftur. Á hverjum degi flytur ein fjölskylda frá Íslandi. Á hverjum degi verða færri til að sjá um gamla fólkið okkar og þá sem geta ekki farið út af heilsufarslegum aðstæðum eða fátækt. Hér munu inniviður velferðakerfisins molna og erfitt verður að endurreisa það eftir svo langvinna blóðtöku.
Ég vona að hæstvirtu ráðamenn okkar skilji hvað þeir eru að kalla yfir þjóðina með ICESAVE samningnum. Ég hef fullan skilning að þau tóku við vondu búi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn þó má ekki gleyma því að þrír ráðherrar eru enn við völd frá fyrri stjórn sem tók fullan þátt í að hylma yfir hve ástandið var orðið alvarlegt.
Það er óskynsamlegt að lofa því að borga lán sem við getum ekki borgað ég get ekki stutt gúmmítékkaábyrgð þessarar ríkistjórnar varðandi ICESAVE og AGS.
Nú þegar borgum við 5 milljónir á dag í vexti af AGS láninu. Ég óttast að við munum glata sjálfstæði okkar og auðlindum ef við ábyrgjumst skuldir sem við getum ekki greitt. Það er aldrei bara ein lausn á vandamálum það er hættulegt að hugsa þannig. Bjóðum Bretum lánasafnið trausta, bjóðum þeim allar eignir sem nást frá bankaræningjunum. Ef þær endurheimtur verða meiri en skuldin nemur þá mega Bretar eiga það sem tákn um góðan vilja okkar. Ef Evrópumenn útiloka okkur úr samfélagi sínu vegna þess að við komum fram af heiðarleika þá er það ef til vill ekki góður félagskapur til að binda trúss sitt við um aldur og ævi. Það eru til aðrar þjóðir í heiminum en Evrópuþjóðir hæstvirtu ráðamenn.
Borgarahreyfingin vonar að þingmenn kjósi eftir samvisku sinni fremur en flokkslínum þegar kemur að því að kjósa um ICESAVE. Við sórum drengskapareið gagnvart þjóðinni en ekki flokkunum sem við tilheyrum nú er tími kominn að við sýnum það í verki. Aldrei fyrr hefur það verið okkur eins mikilvægt að koma okkur úr skotgröfunum og finna leiðir til lausna óháð flokkslínum ef til vill er nauðsynlegt að mynda hér þjóðstjórn viðfangsefnin eru svo viðamikil að til að sátt náist þurfa allir að geta lagst saman á árarnar. Þá hygg ég að skynsamlegt væri að hlusta á þá erlendu sérfræðinga sem boðist hafa til að aðstoða okkur og viðurkenna að vandamálin sem við erum að glíma við eru okkur ofviða.
Þetta er mál sem þjóðin á að fá að kjósa um: Eina leiðin til að hér verði sátt um þetta mál er að bera þetta undir þjóðaratkvæði.
Skriflegt samkomulag í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 11:51
Nokkrar villur í fréttinni
Ég vaknaði upp við tertuskothríðina í nótt: í henni var kveikt á bílaplaninu við Þjóðarbókhlöðuna sem er beint á móti blokkinni sem ég bý við - ég hrökk upp og var of svifasein að ná ljósmynd af mönnunum tveimur sem þarna voru að verki - en þeir voru svartklæddir, á milli tvítugs og þrítugs og greinilega vel undir þetta búnir - yngri sonur minn vaknaði og gat ekki sofnað aftur - en þetta var klukkan hálf fimm í nótt.
Ég skil ekki hvað vakir fyrir fólki að gera svona lagað - hávaðinn var gríðarlega mikill út af því að bílaplanið var alveg autt - það glumdi enn hærra því heitt er í veðri og allir gluggar opnir. Ég segi nú bara skammist ykkar fyrir að vekja ugg í brjósti barna og dýra.
Flugeldum skotið á loft um miðja nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2009 | 23:35
Engin bréf til þinghóps xo
Eitthvað virðast þessi bréf hafa farið forgörðum sem við þingmenn áttum að hafa fengið. Kannast alla vega ekki við að hafa fengið slík né nokkur annar í okkar þinghóp, hvorki með tölvupósti né í pósthólf...
Kannski hafa eldveggir póstsíu þingpóstsins haldið þeim úti.
Skil ekki alveg af hverju það þyki merkilegt að ráðherrar hafi mætt á viðburðinn með honum í Hallgrímskirkju, það er ekki alveg það sama og að hitta hann á fundi sem honum er boðið á af ráðamönnum. Annars verður gaman að hitta hann með Ögmundi á morgunn. Hvað ætti ég að spyrja Dalai Lama að?
Ögmundur mun hitta Dalai Lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2009 | 16:15
Vonandi verða friðarstundirnar fleiri
Finnst þetta alveg dásamlega jákvæðar fréttir og ef það er eitthvað sem við ættum að styrkja þá er umburðarlyndi og mannúð. Vona að þetta verði að árlegum viðburði.
Dalai Lama er frumkvöðull á þessu sviði - að sameina fólk handan trúarbragða í umburðarlyndi gagnvart því sem fólk kýs að trúa á. Það sem mér þótti hve best að heyra hann segja í sjónvarpsþættinum frábæra sem var sýndur á RÚV í gær, var að hann væri ekki fyrir trúboð:) Það er algerlega eitthvað sem ég get kvittað undir...
Hér er slóð í heimildarmyndina sem Þóra Arnórsdóttir setti saman.
Fjölmenni á friðarstund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2009 | 15:31
1 ráðherra og 2 þingflokksformenn
munu hitta Dalai Lama á morgunn. Það eru Ögmundur Jónasson, Björgvin G. Sigurðsson og ég:) Ég er ákaflega ánægð að þessi fundur muni eiga sér stað. Það er nefnilega neyðarlegt að æðstu embættismenn þjóðarinnar komi sér hjá því að hitta friðarhöfðingjann.
Því er það svo að þau okkar í þingheimi sem höfum stutt málefni Tíbets ákváðum að eiga fund saman með honum, þar eiga Ögmundur og Björgvin mikinn heiður skilið.
Ég var farin að skammast mín allverulega fyrir það að vera Íslendingur. Þetta er þó allavega eitthvað í áttina. Það hefði verið mjög neyðarlegt að vera grátbiðja um hjálp um víða veröld og eiga svo enga mannúð sjálf.
Ég hitti Dalai Lama bæði sem friðarboðbera sem og talsmann þjóðar sem ég met mikils.
Fólk farið að streyma í Hallgrímskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509133
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson