Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kínverska löggan gengur í skrokk á gamalli nunnu

Las áðan frétt um að kínverskir gæðamenn hafi gengið í skrokk á gamalli nunnu í Tíbet fyrir það eitt að neita að hafna sínum trúarleiðtoga, Dalai Lama. Þá las ég það einnig að 1200 manns hafi verið teknir höndum fyrir mótmæli, 100 sé saknað og staðfest að 79 hafi verið drepnir. Þetta á aðeins við um í Lhasa. Ekki er vitað um hlutskipti Tíbeta annars staðar í landinu en mótmæli hafa verið stöðug undanfarnar tvær vikur. 

Enn er landið lokað og við Íslendingar hugsum frekar um viðskiptahagsmuni en mannréttindi ef marka má orð Utanríkisráðherra okkar. Hún segir eitt Kína, ég segi frjálst Tíbet.

Var að kíkja á veðurspánna og samkvæmt henni mun viðra vel til þess að koma saman fyrir utan kínverska sendiráðið. Ég er enn að springa úr gremju gagnvart þessu ófyrirleitna og viðbjóðslega áróðursmyndbandi sem kínverski sendiherrann sendi á fjölmiðla.

Á morgunn mun Poetrix rappa um réttlæti og óréttlæti, Jón Sæmundur mun frumsýna baráttuboli til stuðnings Tíbet. Ég hlakka mikið til að sjá þá. Held að hann hafi þá örugglega í gulu. Ég er að hugsa um að lesa nýtt ljóð sem ég samdi í vikunni á ensku. Og svo kemur vonandi Jón Valur og heldur aftur ræðustúf... hann er svo fróður um málefni Tíbet.

 


Fréttatilkynning: Mótmælum mannréttindabrotum í Tíbet

Tíbet hefur verið lokað af, fjölmiðlafólki og ferðamönnum hefur verið
vísað frá landinu. Símasamband og netsamband verið rofið.
Herlögum hefur verið komið á og fólk handtekið fyrir þá einu sök að
eiga mynd af trúarleiðtoga sínum, Dalai Lama í fórum sínum.

Undanfarið hafa mikil mótmæli brotist út í Tíbet, þau mestu í sögu
landsins. Í það minnsta 1000 manneskjur hafa verið handteknar í Lhasa.
Þeir sem þekkja til mannréttindabrota kínverskra yfirvalda vita að
þetta fólk mun sæta miklu ofbeldi í fangelsunum. Dæmi eru um það
að munkar hafa fremur skorið sig á púls en að þurfa að sitja undir
þeim pyntingum sem bíða þeirra í kínverskum fangelsum.
 
Á laugardaginn 29. mars klukkan 13, boðum við til mótmæla fyrir utan
kínverska sendiráðið. Tilgangur mótmælana er tvíþættur:
Að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa
alþjóðlegum mannréttindasamtökum inn í landið og sýna
Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi.

mbl.is Dalai Lama hvetur til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein blóðug rósin í hnappagat Kína

Við sem upplýst þjóð, hreinlega verðum að leggja okkar á vogaskálar réttlætis og gera eitthvað til að þrýsta á kínversk yfirvöld og láta þau vita að okkur er ekki sama um mannréttindi í heiminum. Þau kynda undir þetta stríð en hafa því sem næst komist upp með öll sín myrkraverk óáreitt vegna þess að, ég veit það ekki, Kína er svo langt í burtu!!???

Frábært framtak hjá hjálparstofn kirkjunnar að vekja athygli á Darfúr... það er vægast sagt skelfilegt ástandið þar. 


mbl.is „Vandinn í Darfúr kallar á ábyrgð okkar allra”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slóð í fréttina sem vitnað er í

Finnst þessi frétt frekar hrá og ekki nógu vel unnin, set því hér slóð í fréttina sem er þýtt upp úr, hún gefur manni raunsannari mynd en þetta litla skeyti:) Smellið hér til að lesa. Hvet alla sem vettlingi geta valdið að koma fyrir utan kínverska sendiráðið, Víðmel 29, á laugardaginn klukkan 13.

Eigum við að láta efnahagslega hvata stoppa okkur í að virða mannréttindi? Það vill Ingibjörg Sólrún í okkar nafni. Hvet fólk til að kynna sér aðbúnað verkafólks í Kína, en þar eru verkalýðsfélög bönnuð og fólk er í þrælabúðum svo við getum keypt ódýrt dót, sem er langt í frá að vera nauðsynjavara. Er ekki tími kominn á að fólk skoði aðeins hvað það er að taka þátt í. Allt sem við gerum hefur áhrif, líka það sem við verslum. 

tibet_learn

 


mbl.is Munkar trufla skoðunarferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kínverski sendiherrann siðblindur eða heilaþveginn?

Við ætlum að kíkja í heimsókn til sendiherrans trúverðuga á laugardaginn kemur klukkan 13. Erum að skella saman skemmtilegri dagskrá og svo mun viðra vel til meðmæla með friði, mannréttindum og þess háttar. Ég hef verið að lesa fréttir frá hinum og þessum fjölmiðlum og þetta áróðurmyndband er bara sorglegt og siðlaust, því það er svo fjarri sannleikanum.

Hér eru nokkur myndbönd af youtube frá fréttamönnum sem voru á staðnum og eru ekki þátttakendur í kínversku áróðursmaskínunni. Ásamt sögu Tíbet, viðtöl við munka, og fleira sem ætti að gefa aðra mynd af þessu öllu... Endilega ef þið hafið ekki séð kvikmyndina Kundum, þá mæli ég með henni, alveg mögnuð sem og æviminningar Dalai Lama, friðarhöfðinginn.

 

 

 

 

 


mbl.is Skrílslæti, ekki mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikhús fáránleikans heldur áfram í Kína

Þarf ekki einhver að útskýra fyrir Kínverjum hvað fjölmiðlafrelsi er? Ég veit ekki hvort skal hlægja eða gráta. Vona bara að fólk fatti að þetta er leiksýning frá kínverska áróðursleikhúsinu og þessir vesalings fréttamenn strengjabrúður leikrits sem gæti mögulega heitið "Ánauð er frelsi - stríð er friður". 
mbl.is Erlendir blaðamenn í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg vill eitt Kína

Hvað ætli þeim í Tíbet finnist um það sem hafa verið að berjast fyrir sjálfstæði Tíbet? Hvað ætli konunum í Tíbet sem hafa verið neyddar í fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerðir af hendi Kínverja finnist um það? Ég vona að Ingibjörg sjái sóma sinn í því að kynna sér hvað er raunverulega í gangi í Tíbet áður en hún ákveður fyrir hönd okkar Íslendinga að styðja nýlendustefnu Kína. 

Þessi frétt er afar villandi miðað við hvað hún lét út úr sér í tíufréttum sjónvarpsins. En við vitum þá alla vega hvar við höfum hana í þessu máli. Skora á aðra ráðamenn að leyfa okkur að vita þeirra afstöðu. Skora á blaðamenn að spyrja þá. 


Loksins

Nú fær Ingibjörg prik hjá mér:) Er að elda kvöldmat... meira seinna. Vildi bara hrósa henni strax fyrir að bregðast við á þennan máta.
mbl.is Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum vegna Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló halló auglýsi eftir íslensku ríkisstjórninni

Þögn ykkar er neyðarleg og jafnframt skammarleg. Á meðan sendir eru lögreglubílar á klukkutíma fresti fyrir utan kínverska sendiráðið svo dögum skiptir, til að vernda sendiráðið fyrir kertaljósum og gulum úlpum, geta íslensk stjórnvöld ekki séð sóma sinn í að segja eitthvað um ástandið sem skekur heiminn allan... Við höfum kallað eftir svörum. Ég krefst þess að fá að vita hvar okkar ríkisstjórn stendur varðandi mannréttindabrot í Kína, NÚNA.
mbl.is Sarkozy útilokar ekki hunsun Ólympíuleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir að þrýstingur skipti ekki máli

Ríki heims hafa þrýst all rækilega á kínversk yfirvöld að efna loforð sín um aðgang fjölmiðla að landinu sem og aðgang almennings að fjölmiðlum, sem voru forsenda þess að Ólympíuleikarnar verða haldnir í Kína. Það er aðeins út af þessum þrýsting sem þetta er að gerast og hið besta mál. En gleymum ekki mannréttindabrotunum sem eru í gangi þarna. Í gær maður hnepptur í 5 ára fangelsi fyrir það eitt að safna undirskriftum fyrir bættum mannréttindum í Kína... Skora á íslenska ráðamenn að gera eitthvað til að auka á þrýsting gagnvart hinni miskunnarlausu stefnu kínverskra ráðamanna varðandi mannréttindi og annan munað eins og til dæmis tjáningarfrelsi.



mbl.is Opnað fyrir vefsíðu BBC í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.