Leita í fréttum mbl.is

Smá upprifjun

Icesave blekking á blekkingu ofan. Sjaldan hefur verið eins mikil leynihyggja og eins illilega logið að þjóð og þingi eins og í kringum þetta Icesave mál. Þingið er haft af háði og spotti af framkvæmdavaldinu. Fjármálaráðherra skipar að engu verði breytt þegar þetta var tekið inn á þing og hver er svo niðurstaða meirihluta þingsins. Breytum engu! Þrátt fyrir að upplýsingar hafi komið fram sem sýna að við getum engan veginn staðið undir þessum skuldbindingum án þess að samfélagið okkar beri verulegan skaða af. Þekki svo marga sem ætla að flytja burt ef þetta verður samþykkt á miðvikudaginn. Þetta sjö ára skjól SJS er líka blekking því vextirnir eru himinháir og þurfa að borgast strax.
 

mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlýtur að vera geðbilað fólk þarna inná þingi að ætla sér að samþykkja þessar drápsklifjar á þjóðinna. Af hverju er ekkert gert í þvi að finna út hvað varð um alla þessa peninga sem voru lagðir inn á þessa reikninga ?. Ég er búinn að missa trú á stjórnmálamönnum þessa lands sökum spillingar og eiginhagsmunapots, sjáðu Þráinn Bert, hugsar um sitt eigið rassgat en ekki þjóðinna. Svindlaði sér inn á þing með blekkingum. Ég er byrjaður að undibúa það að flytja af landinu fyrir fullt og allt. Það á greinilega engu að breyta hér, ekki að refsa neinum, bara halda áfram á spillingarbrautinni eins og ekkert hafi skeð. Eitt skal ég segja þér Birgitta að það fer að stittast í uppgör milli ríkra og fátækra og það verður ekki gott fyrir þá ríku. Þessi 10% verða að fara að passa sig. Annars vil ég segja að  ég er mjög ánægður með þig og störf þín. Eins og ég hef sagt áður þú ert ljósið í myrkrinu.

Kær kveðja   Árni Karl

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er bara að bíða eftir því hvort Æsseif verði samþykkt eða ekki.

Verði Æsseif ekki samþykkt þá mun ég vera hérna áfram og taka þátt í uppbyggingunni.

Verði Æsseif samþykkt er það kornið sem fyllir mælirinn og hefst þá undirbúningur að varanlegum flutningi frá landinu.

Steingrímur J sér sjálfan sig sem einhverskonar 911 slökkviliðshetju en gerir sér ekki grein fyrir því að hann er ekki að sprauta vatni á eldinn heldur sprautar hann bensíni af miklum móð og neitar að horfast í augu við blákaldan raunveruleikan, hann kýs að finna fáránlegar afsakanir og lygar fyrir því að bálið eykst bara.

Ég og langflestir Íslendingar erum ekki meðsek í glæpaverkum gerendana í hruninu og okkur ber engin siðferðileg skylda til að þrífa upp eftir þá og hvað þá að eiða síðustu 20-30árunum af lífi okkar í að borga reikninginn af auðrónabarnum.

Manni blöskrar stundum þegar siðfræðingar, sálfræðingar og jafnvel geðlæknar ryðjast fram á ritvöllinn og reyna að dáleiða lýðinn til að sætta sig við varanlega fáttækt næstu 20-40árin.

Það ætti hver heilvita maður að gera sér grein fyrir því að 100-150% launamunur milli Íslands og hinna norðurlandanamun gengur ekki nema í 1 til 3ár síðan mun fólk einfaldlega flytja sig um set þegar ástandið skánar ögn á hinum norðurlöndunum. 

Hvar ætlar SJS þá að ná í skattgreiðendur til að borga bömmerinn eða ætlar hann bara að selja auðlindir.

Eggert Sigurbergsson, 28.12.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru konur eins og þú sem ég styð, það er líkt með mér og mörgum öðrum íslendingum að vilji minn til að vera á landinu eftir að icesave verður samþykkt er harla lítill hef engan áhuga á því að borga sukk örfárra manna vitandi það að þeir lifa í vellystingum innanlands sem utan láttu þingheim heyra það berðu kveðju frá fólkinu í landinu og segðu hvað mun gerast ef þessi hroði verður samþykktur LANDFLÓTTI OG BLÓÐUG BYLTING! er í kortunum.

Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það má aldrei samþykkja IceSlave á meðan einhver ágreiningur, eitthvað vafaatriði eða einhvert lögfræðiálit, eða leynd skjöl eru ennþá í leyni.  Ef samþykkja á IceSlave verður allt að vera uppi á borði, og allir fái að  greiða atkvæði í þjóðaratkvæðisgreiðslu eftir að hafa fengið allar upplýsingar upp á borð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2009 kl. 01:17

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vona að þetta hafi eitthvað ruglast hér! Við borgum ekki vexti núna þó að ríkið þurfi að taka tillit til þess að þeir falla á upphæð lánsins.

Uppsafnaðir vextir á fyrstu sjö árunum bætast svo við það sem eftir stendur af höfuðstólnum að loknum þeim tíma. Þær eftirstöðvar greiðast svo ásamt áföllnum vöxtum á hverjum tíma með 32 jöfnum afborgunum yfir næstu 8 ár. Ríkisábyrgðin nær til þessara 32 afborgana, en rétt er að hafa í huga að andvirði lánsins getur þó haldið áfram að lækka á þessum tíma séu greiðslur enn að skila sér úr þrotabúi Landsbankans.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að það sem breytist frá fyrirvörunum er að þegar við byrjum að borga þá eru vextir óháðir greiðsuþakinu og greiðast því ávalt að fullu eftir að við byrjum að borga eftir 6 ár.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.12.2009 kl. 02:04

6 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Þakka þér Birgitta fyrir að vera nær eini þingmaðurinn með réttlætiskennd sannfæringu og hugrekki.

Verst þykir mér að Davíð og Halldór sleppa við alla rýni vegna fyrningar og 80 ára leyndina.

Árni Þór Björnsson, 29.12.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband