Leita í fréttum mbl.is

Formleg beiðni um að leynd verði aflétt

Þann 8. desember síðastliðin sendi ég formlega beiðni til fjármálaráðherra þess efnis að leynd verði aflétt af öllum gögnum í vörslu þingsins er varða Icesave - Í morgunn sendi ég ítrekun og mun jafnframt endurtaka boðsendingu til hans. Sum þessara skjala eru nú komin í umferð, eins og til dæmis það sem segja má sé viðkvæmast, þ.e.a.s. bréfasamskipti á milli Mark Flanagan og Indriða sérstaks ráðunautar SJS. Það er því engin ástæða til að halda leynihjúp um hin skjölin. 
 
Hér er bréfið:  
Þann 8. desember 2009 sendi undirrituð yður beiðni þess eðlis að leynd veðri aflétt af öllum gögnum í vörslu þingsins er varða Icesave málið. Þar sem engin svör hafa borist ítrekar undirrituð erindi sitt hér með, þess eðlis að neðangreind gögn, 23 að tölu, sem má finna í „leynimöppunni“ svokölluðu er varða Icesave, verði gerð opinber og aðgengileg almenningi nú þegar. 
 
Hér er listi yfir skjölin sem ég vil að almenningur fá nú þegar aðgengi að:
1. Settlement Agreement between TIF and FSCS (Financial Security Compensation 
Scheme). 
2. Minnisblað um fund íslenskra og breskra stjórnvalda um Icesave málið í London 2. 
september 2008. 
3. Tölvupóstssamskipti við formann samninganefndar Hollands í febrúar 2009 og sem viðhengi bréf Landsbanka Íslands til Fjármálaeftirlitsins dags. 23. september 2008
4. Frásögn af fundi með fulltrúum Hollands vegna Icesave reikninga Landsbankans 10. 
október 2008. 
5. Frásögn af fundi með fulltrúum Bretlands vegna krafna í þrotabú Landsbankans 1 1 . 
október 2008. 
6. Frásögn af fundi með fulltrúum Bretlands um fall íslenska bankakerfisins og stöðu innstæðueigenda í breska útibúi Landsbankans 23. og 24. október 2008. 
7. Frásögn af fundi sjö fastafulltrúa ESB með Íslandi í kjölfar ECOFIN 4. nóvember 2008. 
8. Fundur með sendiherrum sjö ESB ríkja vegna álits lögfræðihóps um innstæðutryggingar 1 2. nóvember 2008. 
g. Tölvupóstur með frásögn sendiherra Íslands í Brussel af fundi með fastafulltrúa Svíþjóðar og fastafulltrúa Danmerkur gagnvart ESB þar sem staða eftir ECOFIN fundinn í byrjun nóvember var metin, dags. 11. nóvember 2008. 
10. Tölvupóstur Martins Eyjólfssonar til Baldurs Guðlaugssonar um mat á stöðunni gagvart ESB, dags. 12. nóvember 2008. 
11. Tölvupóstur Stefáns Hauks Jóhannessonar til fjármálaráðherra o.fl. um óformlegan fund með yfirmanni lagaþjónustu Ráðherranaráðsins í kjölfar ECOFIN fundarins í byrjun nóvember, dags. 13. nóvember 2008. 
12. Frásögn af fundi samninganefnda Íslands, Bretlands, Hollands og Þýskalands í Haag 2.-3. desember 2008. 
13. Frásögn af fundi milli utanríkisráðherra Íslands og utanríkisráðherra Bretlands dags. 3. 
desember 2008. 
14. Álit ríkislögmanns, með aðstoð þriggja lagaprófessora, um lögfræðileg íätaefni er lúta að framkvæmd laga nr.12512008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði og fleira, dags. 19. nóvember 2008. 
15. Frásögn af fundi sendiherra Íslands í London í Downingstræti, dags. 8. október 2008. 
16. Frásögn af fundi sendiherra Íslands í London í breska utanríkisráðuneytinu, dags. 14. 
október 2008. 
17. Frásögn af fundi sendiherra Íslands í London í hollenska utanríkisráðuneytinu, dags. 
16. október 2009. 
18. Frásögn af fundi sendiherra Íslands í London í breska utanríkisráðuneytinu 27. október 2008. 
19. Frásögn af fundi sendiherra Íslands í London í breska utanríkisráðuneytinu 10. nóvember 2008. 
20. Samantekt Lovells um ástæður fjármálaráðuneytis Bretlands fyrir frystingu eigna Landsbankans, dags. 7 .-27 . október 2008.
21. Fundargerð af fundi lögmanna Lovells og Logos með lögmönnum Blackstone Chambers. Endurmat Blackstone Chambers á lögfræðilegri ráðgjöf vegna kyrrsetningar á eignum Landsbankans í Bretlandi, dags. 12. nóvember 2008.
22. Bréf utanríkisráðherra Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands til utanríkisráðherra Bretlands varðandi Icesave samningaviðræður dags. 16. janúar 2009.
 
Virðingarfyllst,
Birgitta Jónsdóttir
Þingflokksformaður Hreyfingarinnar

mbl.is Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Trúnaði létt af öllu sem óskað var eftir:
http://www.visir.is/article/20091208/FRETTIR01/380139045
,,Enginn þingmaður óskaði nokkurn tímann eftir því að trúnaði á tölvupóstsamskiptum Indriða H. Þorlákssonar og Marks Flanagan yrði aflétt. Þetta segir Guðbjartur Hannes­son, formaður fjárlaganefndar Alþingis."

Segjast ítrekað hafa beðið um að leynd yrði aflétt:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/08/segjast_itrekad_hafa_bedid_um_ad_leynd_yrdi_aflett/
,,Formaður fjárlaganefndar heldur því fram að aldrei hafi verið beðið um að leyndinni verði aflétt. Það er ekki allskostar rétt."

Þórður Björn Sigurðsson, 15.12.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.