Leita í fréttum mbl.is

Var að horfa

á afar athyglisverða heimildarmynd á bbc world um ástandið í heimshöfunum í þætti sem heitir earth report. Þar bar hæst að þær skemmdir sem við mannfólkið höfum oft orðið valdandi af án mikillar hugsunar um framtíðina eru orðnar svo miklar að við hreinlega verðum að staldra við og fara að horfast í augu við hinn óþægilega sannleika. Viðhorf okkar gagnvart náttúrunni verður að taka stakkaskiptum. Ef við höldum áfram á þessari leið skammtímagróðahyggju mun lítið verða eftir fyrir komandi kynslóðir. Fiskeldi litu út fyrir að vera mjög arðvænn kostur til að bregðast við minnkandi stofni fisks. En flestir ættu nú að vera meðvitaðir um að fiskeldi krefst þess að veiddur sé fiskur ofan í fiskeldisfiskana. Og oft sleppa þessir genabreyttu fiskar út í náttúruna og þurrka út upprunalega stofna. Við erum svolítið eins og dr Frankenstein gagnvart náttúrunni. Gerum allskonar ófyrirsjáanlegar tilraunir með lífríki jarðar sem enda svo með ósköpum eins hlýnun jarðar ber vitni.

Nokkur ríki í heiminum okkar hafa tekið ábyrga stefnu varðandi sjávarríkið í kringum þau og það var ánægjulegt að sjá en það er því miður staðreynd að aðeins 2% verndaðra svæða heimsins eru hafsvæði. Betur má ef duga skal.

Ég var að lesa yfir merkilegt rit sem tengist þessu og snýr sér í lagi að okkur Íslendingum og það er um ástandið á sjávarbotni við strendur landsins. Ástandið er vægast sagt skelfilegt og botnvörpuveiðar eru þarna ábyrgar fyrir þvílíkri eyðileggingu að manni rann kalt vatn milli skins og hörunds. Kannski skiptum við umhverfissinnar okkur ekki svo mjög af þessu vegna þess að þetta er ekki sýnilegt og ekki er mikið rætt um þessi mál í samfélaginu. En ef við gerum ekkert þá mun jafnvægið í hafinu í kringum strendur Íslands minna á skrímslið sem dr Frankenstein skóp.

En hvernig getur maður svo sem breytt einu eða neinu? Getur maður sem einstaklingur gert eitthvað til að sporna við þessari vá sem við höfum sjálf skapað með því að láta okkur hana ekki varða?

Ég sem einstaklingur get talað við þá sem láta þessi mál sig varða. Beitt fyrirtæki og stjórnvöld þrýstingi með því að fara fram á svör um heildræna stefnu varðandi þessi mál. Ég get gert mitt í mínu nánasta umhverfi. Ég til dæmis borða ekki fisk eða annað kjöt. Ég er dugleg að flokka sorp. Hef komið því í þessa daglegu rútínu og finnst það núna lítið mál. Ég labba til og frá vinnu og keypti sparneytnasta smábílinn sem ég fann. Ég tala um þessi mál við börnin mín. Útskýri fyrir þeim af hverju við gerum svona hluti en ekki hinsegin. Ég kaupi ekki skyndimat. Reyni að kaupa aldrei vörur sem eru augljóslega fjandsamlegar umhverfinu. Reyni að versla ekki vörur sem eru unnar í þrælabúðum barna og svo framvegis. Þetta hljómar kannski ekki sem miklar breytingar en margt smátt gerir eitt stórt. Ef margir myndu gera hið sama og ná heimilissorpinu niður í næstum ekkert eins og mér hefur tekist þá myndi maður spara ótrúlega mikla urðun á endurnýtanlegum hlutum.

Áástandið er orðið verulega slæmt þegar kemur að ástandi jarðar. Og ég ætla að gera mitt og halda áfram að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að jörðin verði ekki einnota fyrir kynslóðina sem ég tilheyri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt og kveðja

Ólafur fannberg, 8.1.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 509213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband