Leita í fréttum mbl.is

Skrauteldar

Íslendingar eru markaðssettir sem fíflin sem skjóta upp milljónum króna, dansa dauðadrukknir í kringum gullkálfinn og þeim er ekkert heilagt þegar nýju ári er fagnað. Fólk kemur hér til að upplifa þessi ósköp og er yfirleitt frekar kjaftstopp yfir geðveikinni sem við þeim blasir. En það er nú alltaf gaman fyrir litla þjóð að útlendingar sýni siðvenjum þeirra athygli: eins og til dæmis sýniþörfin á sviðakjömmum og hlandlyktinni af hákarlinum, brennivínið og bjórleysið. Ég skil eiginlega ekki þessa tegund af sýndarþörf.

En nóg um það, ég er hér að fara að tala um helvítis flugeldana sem ég fæ sífellt meiri óbeit á. Í fyrsta lagi þá væri þetta svosem allt í lagi ef fólk gæti hugsanlega mögulega tamið sér að skjóta þeim upp á réttum tíma: þ.e.a.s. klukkan tólf og svo þyrfti maður ekkert að heyra eða sjá þennan andskota í heilt ár. Þó bannað sé með lögum að skjóta þessu upp í ótíma þá gerir fólk það viðstöðulaust. Í gærmorgunn vöknuðum við upp fyrir allar aldir út af því að einhverjum datt í hug að fara að skjóta einhverjum hávaðakökum. Í nótt fór eitthvert flugeldafíflið að skjóta upp annarri hávaða Njálsbrennu eða hvað þetta nú heitir allt saman. Á gamlárskvöld byrjaði fólk að skjóta upp klukkan sjö og ekkert lát var á þessu fyrr en klukkan var um eitt. Þetta bara hættir að vera skemmtilegt þegar það er svona mikið af þessu. Mengunin var slík að allir mengunarmælar hreinlega sprungu og fólki með astma og aðra lungnasjúkdóma var ráðlagt að halda sig inni.

En það er í ljósi hinnar fullkomnu íróníu sem mér blöskrar þetta enn meir. Við Íslendingar köllum gjarnan skrautelda kínverja. Þ.e.a.s. við erum að sprengja kínverja. Nú hefur það semsagt komið í ljós að við Íslendingar meðkaupum á fugeldum frá þrælabúðum Kínverja erum í orðsins fyllstu merkingu að sprengja Kínverja. Um 10.000 Kínverjar hafa látist við að framleiða flugeldana sem við í Vesturlöndum skjótum svo ákaft upp. Fólkið í skrauteldaverksmiðjunum vinnur í sautján tíma á dag á lúsarlaunum og deyr svo við þann feril skrauteldagerðarinnar sem hve hættulegastur er.

Og gleymum ekki að mengunin sem af þessu kemur gufar ekki bara upp í ekkert. Hún fer út í andrúmsloftið og lendir einhversstaðar. Með því að fara hamförum við þetta erum við að auka við gróðurhúsaáhrifin og í ljósi þess hve alvarleg sú vá er, þá finnst mér kominn tími til að fólk styrki björgunarsveitirnar á annan hátt og borgir og sveitafélög sjái bara um skrauteldasýningarnar á miðnætti eins og gert er víðast hvar annars staðar í hinum svokallaða siðmenntaða heimi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband