Leita í fréttum mbl.is

Frábær grein um hlutverk Attac

eftir Árna Daníel Júlíusson
 
Eitt af grundvallaratriðum í umfjöllun alþjóðasamtaka eins og Attac um skuldavanda þriðja heimsins er hugtakið „odious debts.
Yfirlýsingar bandaríska lögfræðingsins Lee Buchheit um samninga Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave-málið hafa ekki opnað augu þess hluta ríkisstjórnarinnar sem vill láta Alþingi skrifa upp á samninginn. Þar fer fremstur í flokki fjármálaráðherrann sem virðist algerlega ákveðinn í að eyðileggja pólitískan feril sinn. Vera má að hann eigi eftir einhver ár í ráðherrastól, en þar mun hann sitja í skugga þessa máls, hvernig sem það fer. Steingrímur J. Sigfússon hefur í 20 ár eða svo sagst vera sósíalisti eða vinstri maður, og vel má vera að það finnist honum sjálfur hann vera, en framganga hans í Icesave málinu er eins langt frá því að vera vinstrimennska og nokkur möguleiki er. Steingrímur gengur í því máli erinda auðvaldsins og hagar sér eins og samviskulaus innheimtulögfræðingur sem er staðráðinn í að bera fátæku ekkjuna út úr húsi hennar.

imf-trapping-countries-in-debt.jpgEitt af grundvallaratriðum í umfjöllun alþjóðasamtaka eins og Attac um skuldavanda þriðja heimsins er hugtakið „odious debts.“ Átt er við að fara verði sérstaklega með skuldir sem hafa orðið til undir óstjórn eða einræðisstjórn. Oft hafa þessar skuldir orðið til vegna lána sem valdamenn hafa tekið í þeim tilgangi að mylja undir sig eða bandamenn sína. Valdamenn þessir missa síðan völdin, lýðræði kemst á í landi eða eitthvað annað gerist sem leiðir til að óstjórn í landi afhjúpast. Lánin standa eftir og eftirlitsstofnanir alþjóðakerfis fjármálaheimsins ætlast yfirleitt til þess að saklaus almenningur í viðkomandi landi borgi ósómann. Þetta gagnrýnir Attac og telur að almenningur í þriðja heiminum eigi ekki að súpa seyðið af óstjórn valdamanna sem oft gengu erinda nýfrjálshyggju, alþjóðavæðingar og fjármagnseigenda í ríku löndunum.

Skyldu þessar hugmyndir eiga við núverandi ástand á Íslandi? Ég veit ekki hvernig bandaríski lögfræðingurinn hugsar málið, en mér sýnist augljóst að svo sé. Til hafa orðið gríðarlegar skuldir vegna óstjórnar og skefjalausrar einkavæðingar. Yfirgangur nýfrjálshyggju og alþjóðavæðingar hefur leitt til þjóðargjaldþrots á Íslandi og nú á almenningur að borga reikninginn. Auðvitað sjá flestir Íslendingar að hér er maðkur í mysunni og fáir ljá máls á því að skrifa undir Icesave-samninginn nema hörðustu stuðningsmenn Samfylkingarinnar. En Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson hafa slegist í þennan hóp og gert út leiðangur til Bretlands og Hollands. Svavar kom heim úr þeim leiðangri með hinn alræmda Icesave-samning og nú hafa þessir gömlu Alþýðubandalagsmenn reynt í tvo mánuði ásamt Samfylkingunni að koma samningnum í gegn um Alþingi, án árangurs. Ekkert útlit er fyrir að það takist.

Hér er um gríðarlegt réttlætismál að ræða. Það var gerð uppreisn í landinu til að steypa þeim stjórnvöldum sem stóðu að nýfrjálshyggjuruglinu. Það hlýtur að mega ætlast til að þau stjórnvöld sem við tóku sinni starfi sínu af alvöru. Í stað þess ákveða þau að taka við hlutverki innheimtulögfræðingsins, ganga erinda alþjóðafjármagnskerfisins og heimta að Alþingi samþykki samning sem er algerlega ótækur. Auðvitað gengur þetta ekki. Stjórnvöld sem standa að slíkum gjörningi geta ekki ætlast til neins stuðnings eða tryggðar við sig. Almenningur, jafnt sem Alþingi, neitar að samþykkja slíka afarkosti. Takist ríkisstjórninni með einhverjum hætti að þræla skuldbindinum í þessum anda gegnum þingið hlýtur næsta skrefið að verða skattaverkfall.

Grundvallaratriði í umfjöllun um núverandi kreppu íslenska hagkerfisins (sem allir keppast við að lýsa yfir að eigi sér engin fordæmi, sem hún á kannski ekki hér á landi en fordæmin eru mörg annars staðar í heiminum) hlýtur að vera að hafna því að ríkisvaldið beri ábyrgð á þeim skuldum sem til var stofnað í nafni Icesave.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar nú „endurreisn“ íslensks efnahagslífs, en hann var einmitt meðal þeirra aðila sem hvað ákafast hvatti til einkavæðingar og alþjóðavæðingar á sínum tíma. AGS er þess vegna vanhæf stofnun á þessu sviði. AGS ætti alls ekki að koma að neinum þætti þessa máls og alls ekki að því að stýra nokkrum þætti í íslensku efnahagslífi vegna þess að sjóðurinn á stóran þátt í þeim hugsmíðum sem urðu til á vegum nýfrjálshyggjunnar til að réttlæta ránsherferð auðmagnsins um heiminn. Það verður að krefjast þess og fara fram á að óháð stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna verði sett á fót til að sinna vandamálum af þessu tagi. Sameinuðu þjóðirnar og hvorki AGS né ESB eiga að fjalla um mál eins og Icesave-samninginn. Núverandi aðstæður eru með öllu óþolandi, aðilar eins og AGS hafa sjálfdæmi í eigin sök, er leyft að koma nálægt því hvernig farið er með mál sem rísa vegna kreppu sem þeir eiga sjálfir mesta sök á.

Og „vinstri“ stjórn með Steingrím J. Sigfússon innanborðs getur eftir þetta ekki orðið annað en brandari.

Við borgum ekki!

Árni Daníel Júlíusson

www.attac.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er hjartanlega sammála flest öllu sem í þessari grein er sagt.

Steingrímur J Sigfússon er eins og Ragnar Reykás sem hefur snúist eins og umskiptingu yfir í andstöðu þes sem hann gaf sig út fyrir að vera.

Hann heitir hjá mér hér með Steini kjaftur !! 

Ragnar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.