Leita í fréttum mbl.is

Ráðamenn: hlustið á Evu!

Mikið er ég þakklát fyrir að Eva Joly er hluti af endurreisninni - nú er mikilvægt að SJS og Jóhanna hlusti á Evu og bregðist við þessari réttmætu gagnrýni á AGS og ESB og taki undir þessi orð hennar. Ég var beðin um að taka þátt í skoðanakönnun fyrir AGS þar sem þeir fengu markaðsfyrirtæki í USAnu til að meta álit ráðamanna og embættismanna á frammistöðu þeirra. Ég sagði m.a. að mér þætti furðulegt að sjóðurinn hefði ekki meiri metnað en svo að eftir að hafa verið orðin nánast óþarfur hafi sjóðurinn aftur fengið hlutverk í núverandi kreppu, en í stað þess að læra af hörmulegum mistökum sem hann hefur staðið fyrir í t.d. Asíu og Latnesku Ameríku sem og í Jamaíka þá heldur hann áfram að gera sömu mistökin. AGS prógrammið er búið að rústa Lettlandi og nú á að nota sjóðinn til að kúga okkur til að skrifa upp á skuldabréf sem við munum ekki geta verið borgunarmenn fyrir og mun hneppa þjóðina í ánauð fátæktar um langa hríð.

Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi AGS prógrammsins enda er það byggt á hinum sömu gildum og urðu til þess að allt hrundi hér sem og víðsvegar um hinn vestræna heim.

Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum hingað fólk úr hollensku og bresku samninganefndunum og fáum á hreint hvernig þau túlka vafaatriðin. Ég hef í tvígang beðið um að fá þau fyrir utanríkisnefnd en því hefur verið synjað í bæði skiptin. Við Þór hittum konu úr Hollensku samninganefndinni áður en við fengum að sjá samninginn, að hennar frumkvæði, þannig að ég á ekki von á að það myndi sækjast illa að fá fólkið til okkar til að fá einhver af þessum vafaatriðum á hreint. Það er endalaust hægt að finna sérfræðinga sem eru sammála eða ósammála ríkisstjórninni, best væri bara að skera úr þessu án milliliði. Við spurðum þessa ágætu konu að því hvort að hún gæti hugsað sér að samþykkja jafn afdrifaríkan samning fyrir hönd Hollendinga ef hún sæti á þeirra alþingi án þess að hafa séð öll gögn og hún sagði einfaldlega nei. 

Mér finnst að SJS ætti í stað þess að berja þingmenn sína til hlýðni varðandi ICESAVE að fara til Hollands og Bretlands ásamt Jóhönnu og þau ættu að hitta kollega sína og útskýra málið. Þau hljóta að vita innst inni að við getum ekki borgað þetta og mér finnst við hreinlega ekki getað tekið þá áhættu að vonast til þess að við getum hugsanlega mögulega gert það eftir 7 ár. Það eru áhættuþættir í þessum skuldabréfi sem ekki er vert að láta á reyna. 

Kannski er kominn tími á að viðurkenna að við erum gjaldþrota, Bandaríkjamenn urðu gjaldþrota 1930 og eitthvað, upp úr þeirra hruni, þeir eru skuldugasta þjóð í heimi en komast upp með það vegna stærðar og valds. Hvernig væri að stjórnvöld skoðuðu á yfirvegaðan hátt hvað það þýðir að viðurkenna umfang vandans áður en við tökum á okkur enn fleiri byrðar. 

Hlustið á Evu, hún hefur lög að mæla. Hún hefur þá nauðsynlegu yfirsýn sem stjórnvöld virðast ekki hafa. 

P.S. Ég er ekki að segja að við eigum EKKI að borga. En samninginn verður að fella, því það má ekki breyta honum eða koma með fyrirvara. Verum heiðarleg og losum þingið úr gíslingunni svo við getum farið að huga að leiðum til að koma með lausnir fyrir fólkið í landinu en ekki bara útrásarvíkinga í vandræðum. 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þessu góða pistli þínum Birgitta.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, ég bíð ennþá eftir skjaldborginni um heimilin og gæsluvarðhaldi um glæpamennina.

Baldvin Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Það er morgunljóst í mínum huga að aðkoma Evu Joly að málefnum Íslands er hvalreki.  Gleymum ekki að það var ,,fólk úti í bæ" sem kvaddi hana til.

Þegar kemur að málefnum heimilanna bendi ég á Hagsmunasamtök þeirra:  www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eva er góð, en svo er hitt Birgitta að byrðarnar gerast ekki stærri og meiri en með því að lýsi yfir gjaldþroti okkar.

- Hefur þú Birgitta kafað í það hvað það þýðir fyrir lítið eyland sem er jafn háð milliríkjaviðskiptum til allra bjarga og við erum að sturta varanlega niður öllu krediti sínu og íbúa sinna, hvað það þýðir fyrir efnahag okkar og möguleikana á að brauðfæða þjóðina? - við framleiðum ekki einu sinni sjálf öngla til að veiða fisk eða snæri í net eða olíu á traktora og hvaðþá málma og íhluti í vélar til viðhalds og vinnu? - Eða hvað gjaldþrot þýðir fyrir sjálfstæði landsins og fullveldi - ertu tilbúin að taka persónulega ábyrgð á að Ísland gefist nú upp á að reyna komast hjá gjaldþroti sínu? - Hefurðu metið af alvöru byrðina af því?

Helgi Jóhann Hauksson, 1.8.2009 kl. 13:56

5 identicon

Heil og Sæl,
Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:

The Real Face of the European Union

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá
ekki best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að
hafa afsalað sér möguleikan á sjálfstæðum ákvörðunartökum? 

Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU
og önnur þróður efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða
efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér
stað í hinum þróaða heimi...

Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.

Kv.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Stundum líst mér sá veruleiki sem þjóðmálin eru í vera barátta milli heimskrar illsku og skynsamrar gæsku. Mér finnst alltof margir skipa sér í flokk með þeim sem eru tilbúnir til að stofna lífi þjóðarinnar og framtíð í algeran voða vegna þröngsýni og þvermóðsku heimskunnar og neita að hlusta á rökréttar málamiðlanir eins og þá sem þú bendir á hér að ofan í sambandi við Icesave-samninginn.

Eins og þú er ég svo, svo þakklát fyrir Evu Joly. Ég finn líka hvernig ég styrkist í hvert skipti sem hún talar. Orð hennar eru full af visku, réttsýni og því sem ég kýs að kalla, skymsamri gæsku. Þau orka á mig eins og líknandi lækningajurtir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.8.2009 kl. 14:39

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Má vera, að mikilvægasta staðreyndin um Evu Joly, þ.e. að hún er Evrópu sinni, eftir allt saman búin að taka sæti á Evrópuþinginu, sé einmitt það sem gefur orðum hennar aukið vægi.

Því einmitt það, ætti að gera það erfiðara en ella, fyrir Samfylkingarfólk í ríkisstjórninni og á Alþingi, að láta eins og ekkert sé.

Því, Eva er búinn að sýna, að allir þeir keisarar eru án klæða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2009 kl. 14:44

8 identicon

Daginn Ég bý í Noregi og setti link um grein Evu Joly á Aftenposten á Facebook hjá mér (http://www.aftenposten.no/meninger/kronikker/article3195636.ece) til að vekja athygli á málstaðnum. Ég fann hins vegar ekki greinina í Telegraph! Mæli með því að allir setji link á þessar greinar á Facebook :) Ástæðan fyrir því að setja linka á Facebook er til að vekja athygli á málstað Íslendinga! Norðmenn vita meira og minna ekkert um hvað er að gerast á Íslandi. Þeir hafa flest allir ekki einu sinni hugmynd um að við bretar beittu hryðjuverkalögum á okkur!! Það veit enginn neitt hérna svo ég tek grein Evu Joly fagnandi!

Hanna (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 08:57

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held einmitt að það sé ástæða til að fara undirbúa sig undir hvernig eigi að haga gjaldþroti íslenska hagkerfisins. Jafnvel þó enn sé talinn vera möguleiki á að  afstýra því er eins gott að vera undirbúin undir það ef það skildi gerast svo við verðum ekki tekin í bólinu og síðast þegar undirstöðurnar hrundu. Við verðum að eiga nokkuð almennt viðurkennda viðbragðsáætlun ef allt fer á versta veg svo stjórnkerfið og hagkerfið í heild viti hvernig það eigi að bregðast við ef svo fer.

Héðinn Björnsson, 4.8.2009 kl. 16:29

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg hárrétt hjá þér, Héðinn.

T.d má búast við, að allt þurfi að flytja inn, á grundvelli staðgreiðsluviðskipta.

Líklegt er, að þurfi að grípa til skömmtunar t.d. á olíu og bensíni.

Útflutningsfyrirtæki, þurfa að vera tilbúin einnig - vera t.d. með erlenda gjaldeyrisreikninga í erlendum viðskiptabönkum.

Semja þarf við helstu útflutningsaðila, um að innflutningur nauðsynjavara, verði tryggður með einhvers konar sameiginlegu framlagi þeirra - mætti t.d. stofna þ.s. kalla mætti, "innflutnings-samlag" sem tryggð væri tiltekin fjárhæð af þeirra gjaldeyrisreikningum á hverjum mánuði skipt niður á útflutningsfyrirtækin.

Þetta tekur allt tíma.

Það allra versta væri, að láta eins og allt reddist, en síðan vera gripinn með allt niður um sig. Ég raunverulega óttast það.

Við slíkar aðstæður, gætu t.d. bensínbyrgðir hreinlega klárast í landinu, og ef ekki er búið að semja við útflutningsaðila, gæti tekið tíma að redda nýjum byrgðum. Á meðan gæti öll umferð stöðvast.

Lyfjainnflutningur, gæti þá einnig lent í vandræðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 17:00

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég mun EKKI samþykkja Icesave nema með alvöru fyrirvörum sem ekki er hægt að breyta. En það verður að vera alveg ljóst að með því að setja alvöru fyrirvara er verið að hafna þessum samning á penan hátt...

Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 18:48

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Birgitta - eina örugga leiðin er "Nei".

En, Alþingi getur síðan látið fyrlgja með yfirlísingu um samningsvilja, sem innihaldi t.d. yfirlísingu um að Alþingi samþykki í prinsippinu að undirgangast slíkar ábyrgðir. 

Með slíkum gerningi, væri Alþingi ekki að hafna því að semja skv. því grunnprinsippi, einungis þessum tiltekna samingi.

Meðfylgjandi, getur einnig verið í yfirlísingunni, útlínur um hverslags samning, Alþingi telur sig geta sætt sig við, ásamt skilyrðum. 

Ég held að það sé alveg nægileg kurteisi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.8.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband