Leita í fréttum mbl.is

Mild núna - skæð síðar?

Samkvæmt því sem hefur komið fram varðandi þessa flensu er ótti um að hún verði sífellt hættulegri eftir því sem hún fer fleiri smithringi í kringum hnöttinn. Hún leggst á fólk sem hefur ekki fengið hana áður eða afbrigði af henni. Fjölmiðlar greina svo frá að eldra fólk sé ekki í eins mikilli hættu, því það hefur myndað sér náttúrlegt mótefni. Sennilega fengið afbrigði af henni þegar hún hét flóðhestaflensan eða eitthvað álíka framandi.  Kannski ættu sem flestir að gera sér far um að fá flensuna á meðan milda afbrigðið ef henni er í gangi til að mynda með náttúrulega mótstöðu og vera síður í hættu að fá hættulegri stökkbreytingu af flensunni síðar.

Óska eftir mótrökum og meðrökum hjá einhverjum sem er sérfróður um flensur. 

p.s. Ég er ekki að segja fólki að gera það bara að velta þessu upp eftir að hafa heyrt í dag í fréttum hve vond áhrif bóluefnið hefði á börn sem voru bólusett á Bretlandseyjum út af þessari flensu. Enn hafa mjög fáir látist út af henni miðað við aðrar flensur.

P.s. Ég afbirti þessa færslu í smá stund því ég var ekki alveg búin að fínpússa hana og þurfti að bregða mér út í krónu og þvo bílinn minn og viti menn einhverjir glöggir fjölmiðlamenn höfðu tekið eftir því að hún var ekki lengur birt... það er sérstaklega furðulegt að upplifa það að hvert einasta orð sem maður skrifar sé fylgt svona grannt eftir... svolítið mikil viðbrigði fyrir einhvern eins og mig sem gat skrifað og skrifað svo árum skipti og nánast enginn pældi í því sem frá mér kom... maður þarf víst að venja sig þetta nú um stundir.

 


mbl.is Svínaflensutilvik orðin 51
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Held að yfirvöld geti ekki mælt með því að smitast viljandi. Meðal annars vegna þess að mjög margir eru með undirliggjandi sjúkdóma t.d. astma, sykursýki, hjartasjúkdóma, krabbamein, veiklað ónæmiskerfi, fyrir utan ófrískar konur og kornabörn. Því fleiri ,,heilbrigðir'' sem smitast því erfiðara verður að fyrir þá sem eru viðkvæmir að forðast smit. Svo er annað, ekki er hægt að fullyrða að þessi veira verði mikið alvarlegri eða að hún breytist þá ekki bara svo mikið að það gagnist lítið að hafa fengið hana áður. Veit samt ekkert meir um veirur en hver annar.

Hansína Hafsteinsdóttir, 31.7.2009 kl. 14:51

2 identicon

fólk bara smitast ef það smitast og ég held að þessa flensu fái næstum allir hvort sem er, ef fólk myndar mótefni sem fær hana þá skil ég ekki alveg hvernig það ætti að gagnast nokkrum manni ef hún stökkbreytist og verður drepsótt eins og spænska veikin varð.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Pældi í þessu sama sjálfur, maður sækist svo sem ekki eftir því að fá flensu yfirhöfuð en ef maður fær hana núna í sumarhita þá er það vonandi skaplegra en í vetur í kulda og kannski stökkbreytta útgáfu.

Jóhannes Birgir Jensson, 31.7.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ef þú ætlar að næla þér í flensu þegar þér hentar, þá bið ég þig að halda þig ein heima frá því smittilraun þin fer fram og þar til ljóst er að þú smitaðist ekki, eða þá þar til þú ert risin upp úr flensunni þinni.

Það er nefnilega tóm sjálfselska að verða sér vísvitandi úti um smitsjúkdóm og smita með honum óaðvitandi fólk. Þú veist ekkert hverja þú smitar og þar með ekki hvaða heilsu þeir hafa til að verða fyrir smitinu.

Ég skil vel það viðhorf að illu sé best aflokið áður en það versnar. En, smitsjúkdómar snúast ekki bara um þig, eða mig, heldur um alla samborgara okkar. Á þeim ber hver og einn samfélagslega ábyrgð.

Fullfrísk manneskja á hvorki að heimta bóluefni fyrir sig, þegar magn þess er takmarkað, né stuðla að útbreiðslu sjúkdóma af því hún vilji sjálf ná í vægustu útgáfuna.

Þetta eru mín siðferðislegu mótrök og koma sérfræðiþekkingu á flesnu ekkert við.

Soffía Sigurðardóttir, 31.7.2009 kl. 19:00

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir þessi svör - ég vildi gjarnan að fólk myndi lesa færsluna til enda áður en það fer að tjá sig. Soffía mín ef þú lest færsluna til enda þá er þar eftirfarandi: p.s. Ég er ekki að segja fólki að gera það bara að velta þessu upp eftir að hafa heyrt í dag í fréttum hve vond áhrif bóluefnið hefði á börn sem voru bólusett á Bretlandseyjum út af þessari flensu. Enn hafa mjög fáir látist út af henni miðað við aðrar flensur.

Birgitta Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 19:12

6 Smámynd: Gunnar

Ekkert skrítið ef bóluefnið fer illa í einhverja, það er verið að gefa það óprófað!

Gunnar, 31.7.2009 kl. 20:09

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég pant fá svínaflensuna núna, svo ég fái ekki stökkbreytta útgáfu seinna.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.8.2009 kl. 01:26

8 identicon

Ég hef nú ekkert sérstakt að segja um færsluna útaf fyrir sig hafandi lesið marga verri vitleysuna í bloggheimum, það sem vakti athygli mína var ekki efnið heldur hvaðan það kom.

Í samfélögum þar sem fólk er ekki jafn uppgefið á vitleysunni í stjórnvöldum sínum væri það sennilega ekki liðið ef þingmenn færu að birta opinberlega greinar þar sem þeir ræddu vanhugsaðar hugmyndir sínar um vandamál á vettvangi sem þeir hafa enga sérþekkingu á.

Ég hef lesið aðrar færslur eftir þig og líkað ágætlega, ég held að fyrsta tilfinning þín um að taka færsluna út hafi verið rétt og þú hefðir líklega ekkert átt að setja hana aftur inn eftir þú komst heim úr krónunni á hreinum bílnum.

Sigurður Örn Aðalgeirsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 02:16

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er að vona að við sonur minn smitumst sem fyrst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.8.2009 kl. 04:00

10 identicon

Sæl vertu

Ég veit ekki til þess að nein börn hafi verið sprautuð fyrir pestinni hér í Bretlandi. Bóluefnið er ekki væntanlegt fyrr en í haust eða eftir um mánuð. Barnaskólum og gæsluvöllum var ýmist lokað eða strangar aðgerðir gerðar þegar pestin kom þar upp. Að öðru leiti var að koma sumarfrí í barnaskólum (þann 17 júlí) þegar fór að bera á pestinni hér í Bretlandi. 

Núna er hægt að fara á heimasíðu hér í UK og fá Tamiflu (1 einingu).

Annars finnst mér fólk gleyma því að á hverju ári deyr gamalt fólk af árstíðarbundnum umferðarpestum. Þessi pest tekur þó til sín skerf af ungu fólki. Lang flestir sem hafa dáið hér í Bretlandi hafa haft undirliggjandi vandamál (tengt öndunarfærum) og svo hefur komið upp röng greining sem leiddi til andláts barns. Annars er þetta eins og þú segir "mjög fáir látist". 

Tómas (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 08:40

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hér er grein sem birtist í íslenskum fréttamiðlum í gær...

"Meira en helmingur barna sem fá inflúensulyfið Tamiflu urðu fyrir hliðarverkunum á borð við ógleði og martraðir, samkvæmt rannsókn sem vefurinn Times Online greinir frá.

Áætlað er að um 150 þúsund manns með inflúensueinkenni hafi fengið lyfið í Bretlandi í síðustu viku. Rannsókn sem gerð var á börnum í þremur skólum í London og einum í suðvesturhluta Bretlands sýndi að 51-53 prósent þeirra höfðu orðið fyrir einni eða fleiri hliðarverkunum lyfsins. 

The Health Protection Agency gerði rannsóknina. Niðurstöður hennar voru birtar á sama tíma og Sir Liam Donaldson, landæknir í Englandi, sagði að tíðni nýrra tilfella af svínainflúensu sé hætt að aukast.

Sir Liam sagði að áætlað væri að læknar hafi greint um 110 þúsund ný tilfelli af H1N1 veirunni í síðustu viku.  Þar að auki eru þeir sem hafa nýtt sér sérstaka þjónustu fyrir smitaða til að verða sér úti um inflúensulyf, án þess að leita læknis.

Í síðustu viku voru staðfest 27 dauðsföll af völdum nýju inflúensunnar í Englandi."

Birgitta Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 08:53

12 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Nú skil ég misskilningin hjá þér. Tamiflu er bara hreint ekki bóluefni. Þetta er veirulyf allavega nokkra ára gamalt og er tekið fyrirbyggjandi (tímabundið, þegar viðkomandi er í hættu að smitast)eða sem fyrst eftir að einkenni koma fram og styttir og mildar veikindin. Bóluefni er ekki tilbúið enn og allt annar handleggur! Tamiflu getur að sjálfsögðu haft aukaverkanir en í sumum tilvikum geta veirusýkingar haft mjög alvarlegar aukaverkanir bæði tímabundnar og eins geta þróast langvinnir sjúkdómar upp úr þeim, að ég tali nú ekki um dauða. Það á að vera mat læknis hvort lyfjagjöf er æskileg eða ekki.

Hansína Hafsteinsdóttir, 1.8.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband