11.7.2009 | 20:45
ESB hugarangist
Ég er í Utanríkismálanefnd og hef setið á fundum nærri dag hvern til að fjalla um EBS - hlusta á hagsmunaaðila en fyrst og fremst á fólk úr ráðuneytunum. Ég hef komist að því að með því að fara í inngönguferlið sem kallað er hér aðildarviðræður þá erum við með sanni að sækja um að ganga í ESB. Ég verð að viðurkenna að ég lét glepjast að því að þetta væri aðeins eins konar könnunarviðræður því það er ljóst að meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í þetta bandalag. Að þetta snérist um að komast að því hvað væri í boði en ekki að fara til Brussel með ósk um að verða hluti af ESB.
Ég studdi þetta ferli fyrir kosningar, verð að viðurkenna að ég lét hreinlega plata mig. Eftir að Össur átti fund með einum þingmanna okkar til að kanna hvaða skilyrði Borgarahreyfingin setti til að hægt væri að fara í þessar viðræður þá var ég enn með þessa röngu mynd í huga mér um að þetta væri ekki skuldbinding til að ganga í bandalagið, og því þótti mér það sjálfsagt mál að fara í þetta ferli.
Við settum nokkur skilyrði til að tryggja að ferlið gagnvart þjóðinni yrði sem lýðræðislegast og var brugðist við því á jákvæðan hátt hjá ríkisstjórninni. Eftir stíf fundarhöld í Utanríkismálanefnd var mér orðið ljóst að ég var höfð að háð og spotti og í raun og veru værum við að ganga í ESB. Það á ég erfitt með að styðja því eins og svo margir hérlendis er ég klofin innra með mér hvað gera skal.
Mér er illa við að svíkja loforð og hef ekki sagt neitt enn þá um það hvort að ég muni greiða með þessu afkvæði eða ekki. Ég komst aftur á móti á þá niðurstöðu að best væri til að tryggja að almenningur væri meðvitaður um hve stórt og kostnaðarsamt skref við erum að taka, að hafa atkvæðagreiðslu um það hvort að fólk vildi fara ESB, því þetta snýst um það og ekkert annað þó öðru hafi oft á tíðum verið haldið fram fyrir kosningar.
Það er ekkert í stefnu Borgarahreyfingarinnar um ESB og því lít ég ekki svo á að ég sé að brjóta nein kosningaloforð eða loforð um að styðja tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ég er annars í mikilli hugarangist og veit ekki hvort að ég eigi frekar að brjóta á minni eigin samvisku og greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar því sett voru inn öll okkar skilyrði -eða á trausti ríkisstjórnarinnar til okkar, vil ekki koma félögum mínum í þinghópnum í vandræði. En það er samt alveg ljóst að okkar stefna gagnvart málum sem eru ekki á stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar átti hver og einn þingmaður að eiga við útfrá sinni samvisku. Úff þetta er hið versta mál því ég hef hallast fjær ESB þessu betur sem ég hef kynnt mér þetta bákn og finnst skelfileg tilhugsun að taka þátt í að við missum hér fullveldi okkar. Hvað finnst ykkur að ég eigi að gera? Það væri afskaplega gott að fá lánaða dómgreind hjá ykkur félagar.
Annars vil ég þakka öllum sem kommenta á síðuna mína - les það allt en hef yfirleitt ekki tíma til að blanda mér í umræðuna...
Hér er annars ræðan mín frá því í dag, ég hef ekki haft tíma til að fínpússa hana en læt hana bara hingað inn eins og ég flutti hana:
Frú forseti
Enn á ný er forgangsröðun íslenskra ráðamanna á villigötum. Sumarþingið er á villigötum, við þingmenn á villigötum, þjóðin ráðvillt og á meðan hrynja fyrirtækin og inniviðir samfélags okkar eins og spilaborgir.
Forgangsröðun sumarþings ætti að vera eftirfarandi: Endurreisn fjármálakerfisins, lækka stýrivexti, lækka raforkuverð til landbúnaðar, tryggja að björgunarnetin sem sett voru út til að aðstoða fjölskyldur landsins í þeirri neyð sem þær eru að kljást við séu ekki full af götum, frysta eigur auðmanna, yfirheyrslur og gæsluvarðhald á þeim sem vitað er að stunduðu ólöglega fjármálastarfsemi og tóku virkan þátt í mesta hrunadansi sögunnar, rjúfa hagsmunatengsl á milli þingheims og viðskiptaheims, styrkja forvarnastarf og virkja þá sem nú þegar eru á atvinnuleysisskrá, búa til atvinnuskapandi umhverfi og tryggja að meirihluti íslenskra fyrirtækja fari ekki á hausinn.
Er hæstvirtri ríkisstjórn fyrirmunað að skilja að almenningur er að gefast upp, það skiptir ekki fólk neinu máli sem er að berjast við að eiga fyrir mat hvort að við förum í aðildarviðræður í dag eða eftir eitt ár, það mun ekki gera neitt til að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð núna. Það hafa komið fram góðar lausnir frá öllum flokkunum sem vel ætti að vera hægt nota til að vinna að sameiginlegan lausnapakka sem allir flokkarnir kæmu að og bæru sameiginlega ábyrgð á, það ætti að leggja eins þunga áherslu á það eins og lagt hefur verið um að finna samhljóm um þingsályktunartillögu til að ganga til aðildarviðræna við ESB.
Því miður var sá samhljómur innantómt hjóm, því það er einfaldlega þannig Frú forseti að ríkisstjórnin vill hreinlega ekki hlusta á áköll þjóðarinnar um aðgerðir sem gefa fólki tilefni til að leggja á sig erfiðleika til endurreisnar. Aðildarviðræður við ESB sem munu kosta þjóðarbúið gríðarlega mikla fjármuni á meðan niðurskurðar er krafist af slíkum þunga að fólk flýr landið í umvörpum og er skaðleg aðför að velferðarkerfinu er ekki rétt forgangsröðun.
Af hverju er farið af stað í þetta ferli með slíkum ofsa? Sumarþing var kallað saman til þess eins að vinna að ESB málinu og það er bara ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á slíkar áherslur. Það hefði verið afsakanlegt að leggja ofuráherslu á þetta mál ef við byggjum við eðlilegar kringumstæður en við vitum öll að þannig er það einfaldlega ekki. Hér er allt hrunið og fólk er ráðvillt og hrætt um hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er fullkomlega óábyrgt að tala um aðildarviðræður sem einhverja allsherjarlausn og í fullkominni mótsögn við það sem er sagt um eðli þessarar aðildarviðræðna.
Ég skildi þetta ferli á eftirfarandi hátt og veit um fjöldann allan af fólki sem skildi þetta á sama hátt fyrir kosningar: Við sækjum um aðild að ESB en þetta eru í raun og veru eins konar könnunarviðræður þar sem við fáum að sjá hvað er í boði en við erum samt eiginlega ekki að sækja um aðild að ESB, heldur kanna hvort að okkar kröfum verði mætt. Ef okkur líkar illa við þann samning sem okkur verður boðinn þá getum við alltaf afþakkað og haldið áfram þar sem frá var horfið. Við erum semsagt að fara í könnunarviðræður því það er ekki víðtækur meirihluta hvorki á alþingi né meðal þjóðarinnar um stuðning við að ganga í Evrópubandalagið. Mér þótti þetta ágæt rök en síðan hafa runnið á mig tvær grímur.
Því meira sem ég hef hugleitt þetta ferli, því sannfærðari er ég um að það er algerlega ábyrgðarlaust og sínir umheiminum enn og aftur að hér býr þjóð sem er ekki fær um að axla ábyrgð eða taka afdráttalausar ákvarðanir. Við erum semsagt að fara að ganga til aðildarviðræðna án þess að vilja ganga í ESB. Hvaða rugl er það? Annað hvort sækir maður um aðild og er á leiðinni í ESB eða maður sækir ekki um aðild. Þegar hæstvirtur forsætisráðherra fer á fund Evrópusambandsins með samþykki þingsins um að gagna til aðildarviðræðna þá er ég alveg sannfærð um að hún muni ekki segja við félaga sína í Evrópubandalaginu: við ætlum að sækja um aðild en bara til að athuga hvort að þið fallist á allar okkar kröfur og án þess að í raun og veru hafa fullt umboð frá þinginu um vilja til að ganga í ESB. En forsætisráðherra ætti einmitt að segja sannleikann, hæstvirtur forsætisráðherra ætti einmitt að segja að okkur sé engin alvara með þetta, við erum bara að sjá hvort að við fáum ekki sérmeðferð eins og við erum svo vön að fá, því við erum svo spes.
Mér finnst það fullkomlega óábyrgt að halda því fram að sækja um aðild muni hjálpa okkur ef við ætlum svo bara að hafna þessu, því það er alveg ljóst að við munum ekki fá neina sérmeðferð, það hefur aldrei verið gerður neinn sérdíll um sjávarútvegsmál hjá ESB og það yrði með sanni alveg stórmerkilegt ef svo yrði og alveg öruggt að eitthvað annað héngi á spýtunni. Því spyr ég hæstvirtan Forsætisráðherra hvort að það sé skynsamlegt að sækja um aðild núna ef það er næsta ljóst hvað við munum fá og ekki fá út úr því, það er ekkert flókið að finna út hvað það er sem við fáum út úr svona ferli og nánast eins nákvæmt og skoðanakannanir og því óafsakanlegt að eyða að minnsta kosti 1000 milljónum í slíkt og eyða dýrmætum tíma þingmanna í nefndarsetur svo ég tali nú ekki um starfsfólk stofnana á vegum ríkisins sem koma að umsóknarferlinu. Áætlað er að setja á laggirnar fjöldann allan af nefndum og ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvað þetta kostar allt saman í raun og veru. Ég hefði frekar haldið að skynsamlegt væri að kynna með sanni fyrir þjóðinni það sem við ætlum okkur að gera og segja má að sú vinna sem nú þegar hefur farið fram sé fullkomið verkfæri til að styðjast við ef kosið verði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort að þjóðin vilji leggja höfuðáherslu núna á að sækja um aðild og fræða almenning um það hvað slíkt inniber. Að sækja um aðild hlýtur að þýða að við viljum gagna í ESB. Þar eð ég hef ekki umboð frá mínum kjósendum til að taka slíka ákvörðun mun ég styðja tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem hægt væri að stefna saman eigi síðar en í kringum upphaf haustþings.
Rökin að við verðum að sækja um á meðan Svíar eru í forsæti eru ekki nægilega góð rök í mínum huga, þó ég sé meðvituð um að gott sé að hafa rétt fólk á réttum stað á réttum tíma sem okkur er vinveitt og skilur hinn séríslenska hugsunarhátt, ég ætla rétt að vona að Svíar séu ekki eina þjóðin sem okkur er vinveitt í ESB og gæti aðstoðað okkur við að ganga í ESB ef þjóðin myndi kjósa að gera það.
Frú forseti
Í Utanríkismálanefnd var setið á fundum nánast daglega undanfarnar vikur til að taka á móti umsögnum og tillögum um úrbætur á þeirri þingsályktunartillögu sem lögð var fram í fyrstu umræðu um þetta mál. Ég má til með að hrósa formanni nefndarinnar fyrir vönduð vinnubrögð við að viða upplýsingum að um það sem gestum fannst mikilvægt að væri tekið tillit til í vegvísinum sem samninganefndir eiga að fara eftir. Þá var ánægjulegt að tillögur Borgarahreyfingarinnar um lýðræðisumbætur séu hluti af álitinu, eins og til dæmis stofnun Lýðræðisstofu, sem mun hafa það hlutverk að miðla óhlutdrægum upplýsingum til almennings um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB samninginn lýðræðisstofa verður vonandi hornsteinn lýðræðislegs og hlutlauss upplýsingaflæðis fyrir almenning er varða mál sem tekin verða fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum framtíðarinnar. En það er margt að athuga við þær hefðir sem hér hafa verið viðhafðar um nefndarstörf og fannst mér það sérstaklega áberandi í þessu málefni því upplagið var að komast að niðurstöðu sem allir í nefndinni gætu sætt sig við. Það var því ömurlegt að upplifa það að við nefndarmenn fengum lítil tök á að ræða saman ólíka þætti álitsins og fara yfir það saman í eins og eina dagstund. Þess í stað var lokavinnsla álitsins unnin á hundavaði og rýrði alla þá góðu vinnu sem hafði þegar átt sér stað. Gleymum því ekki að þær ákvarðanir sem hér eru teknar varða alla þjóðina og þetta mál er ein stærsta ákvörðun sem þjóðin mun taka saman og hafa mikil áhrif á líf allra hvort heldur það sé til góðs eða ills, það er ekki mitt að meta enda nokkur ágreiningur um hvaða gagn eða ógang Evrópusambandsaðild mun hafa fyrir þjóðarhagsmuni.
Það er ótækt að ég hafi ekki fengið tíma til að skoða í þaula álitið áður en mér var gert að svara því hvort að ég vildi vera með á meirihlutaálitinu, því setti ég fyrirvara á minn stuðning við það.
Æruverðugi forseti
Nú hef ég lesið nefndarálitið til þaula og er ánægð með flesta þætti þess og sé að tekið hefur verið tillit til þeirra viðbóta sem við í Borgarahreyfingunni óskuðum eftir. Það sem ég er ekki ánægð með er ef til vill ekki endilega innihaldið heldur það sem vantar inn í álitið. Það er nefnilega svo að í álitinu er hvergi fjallað um hvað við höfum fram að bjóða sem viðbótarstjarna í Evrópubandalagsflaggið. Það er eingöngu fjallað um það sem við viljum en ekki hvað við höfum að gefa. Það finnst mér alröng skilaboð að senda út í alþjóðasamfélagið. Höfum við eitthvað að bjóða Evrópusambandinu sem þeir hafa ekki nú þegar, er það eitthvað sem við eigum sem aðrar þjóðir vildu hafa með í sínum sameignlega evrópska ranni?
Mér dettur nokkrir hlutir í hug þegar ég leiði hugann að þessu eins og til dæmis sú staðreynd að Við höfum aðgang að einstakri og ósnortinni náttúru og erum enn nokkuð laus við mengun þó við séum fjarri lagi eins ómenguð og ímyndarfræðingar þjóðarinnar vilja halda fram. Við eigum gott vatn og meira en nóg af því og enn er mikill fiskur í sjónum, við erum vel staðsett miðju vega á milli Evrópu og Bandaríkjanna og hér höfum við komið upp víðtækri þekkingu á hvernig má nýta orkuauðlindir okkar, sér í lagi það sem við köllum sjálfbæra orku. Þá höfum við þekkingu og reynslu af því að stýra viðamiklum sjávarútvegi. Til okkar hefur verið leitað varðandi rannsóknir á jarðvísindum og við höfum nokkra sérstöðu varðandi þá þekkingu, en okkar allra verðmætasta eign ef eign mætti kalla er hið óbeislaða hugarflug og sköpunarkraftur sem hefur með sanni sett þjóðina á hið alþjóðlega kort og nú þegar eru fjölmargir einstaklingar sem hafa skapað þjóðinni mikil verðmæti með því að virkja þessa þætti þjóðarsálarinnar.
Frú forseti
Það hefur verið um langa hríð hart barist um EBS hérlendis á meðal hagsmunaaðila á meðal megin þorri þjóðarinnar veit lítið sem ekkert um hvað það þýðir í eiginlegri merkingu að vera með eða ekki. Lítið hefur farið fyrir því að útskýra fyrir þjóðinni á hvaða forsendum við sækjum um aðild. Fyrir kosningar voru aðildarviðræður kynntar sem könnunarviðræður þar sem við gætum enn og aftur sýnt algert ábyrgðarleysi með því að vilja bæði halda og sleppa á sama tíma, bara svona til að skoða hvað er í boði sem þó allir vita hvað er. Þetta haltu mér slepptu mér viðhorf er ekki það sem þjóðin þarf að sýna umheiminum í dag. Við höfum verið gagnrýnd fyrir ábyrðarleysi á alþjóðavettvangi og ættum því ef við ætlum að sækja um aðild að ESB að vilja með sanni ganga í bandalagið. Það er skortur á skýrum vilja stjórnvalda, það er skortur á skýrum vilja þjóðarinnar, sem mun gera þessar aðildarviðræður að enn einum smánarbletti þjóðarinnar sem þarf á því meira en nokkru öðru að sýna að hún sé ekki samansafn tækifærisinna.
Ég get ekki stutt umsókn um aðildarviðræður án þess að kanna vilja þjóðarinnar til þess, sumum mun finnast ég vera að stuðla að sóun á fjármunum og vera hrædd við að styggja einhverja með því að fara fram á þessa leið, en ég get með sanni sagt að ég er aðeins að hugsa um hag þjóðarinnar, mitt hlutverk hér er að tryggja að stórar ákvarðanir fari ekki í gegnum þingið án þess að það sé alveg ljóst að á bak við þær sé einarður og skýr vilji þjóðarinnar til þess. Ég held að við séum enn á villigötum um þessi ESB mál, ég held að við þurfum fyrst að taka upplýsta ákvörðun um það hvort að við viljum fara í ESB eða ekki. Það vantar að skoða betur á hlutlausan hátt hvað það þýðir, kosti og galla þess án þeirrar heittrúarstefnu sem hefur einkennt þetta mál hjá bæði nei og já fólkinu.
Ég er enn nokkuð klofin innra með mér varðandi ESB en ég get sagt heilshugar að fenginni reynslu að við leysum ekki vandamál okkar með því að takast ekki á við þau sjálf, við verðum fyrst að takast á við þá víðtæku spillingu sem hér þrífst, við þurfum að horfast augu við í siðrofið og þá firringuna sem leiddi okkur inn í hrunið, við verðum að taka til í okkar garði áður en við viljum fá að sameina hann annarra manna görðum, því það er ekki sanngjarnt að vilja flytja með okkur illgresi og arfa og hafa ekkert annað að gefa en einmitt það.
Tökum okkur þann tíma sem til þarf, sinnum samfélaginu okkar sem hreinlega brennur af reiði og vonleysi, gefum þjóðinni von, vinnum saman að ásættanlegum lausnum hér heimafyrir og prófum að þiggja aðstoð frá erlendum sérfræðingum áður en við ætlum að setja fullveldi okkar undir þing margra þjóða og munum hafa lítið um okkar mál að segja þó við séum stórasta land í heimi. Ef við kunnum ekki að vinna saman hér heima, hvernig í ósköpunum eigum við að geta unnið með 27 þjóðum að jafn mikilvægum hlutum og þá er snerta fullveldi þjóðarinnar. Síðasti samningur sem ritaður var fyrir hönd þjóðarinnar í alþjóðasamhengi var ekki beint til að auka tiltrú mína á getu ráðamanna til að passa upp á þjóðarhagsmuni í návígi við gamla nýlenduherra.
Frú forseti
Ég virði þá vinnu sem lögð hefur verið í þá ályktun sem hér er fjallað um ég mun bera enn meiri virðingu fyrir þessu þingi ef hæstvirt ríkisstjórn gefi sínum þingmönnum hið sama frelsi til að kjósa eftir eigin samvisku og þau krefjast af okkur í minnihlutanum varðandi þetta mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Norðmenn hafa tvívegis sótt um inngöngu í ESB og gert um það samninga. Þeir samningar voru tvívegis felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu og Norðmenn eru því enn utan ESB þrátt fyrir tvennar aðildarviðræður.
Ómar Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 20:56
Þú átt einfaldlega að segja eitt stórt NEI við viðræðum um aðild Íslands að ESB, að maður tali ekki um inngöngu í þann görótta félagsskap ef svo illa fer að Alþingi samþykkir að ganga til viðræðna.
Það ríður á að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands. ,,Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér," eins og segir í ljóðinu hans Guðmunda Böðvarssonar.
Jóhannes Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 21:16
Mér sýnist á öllu að stjórnvöld ætli að redda innanlandsmálum með aðild að esb. Þeim hefur þó alveg mistekist að rökstyðja á hvaða hátt aðild að sambandinu tengist aðsteðjandi vandræðum. Það vita allir að það er engin evra í boði fyrir ríki í okkar stöðu mörg næstu árin, ekki heldur stuðningur frá evrópska seðlabankanum eða þvíumlíkt. Sé hugmyndin sú að við fáum einhverskonar "beilát" eða skuldaafslátt frá ESB þá vaknar spurningin, hvað á að láta í staðinn? Ég sé ekki betur en flestar hugmyndir í þessa veru séu bara spuni, eða draumórar.
Stjórnvöld viðurkenna líka sjálf - áminnt um sannsögli að þetta sé svona, aðild sé ekki skyndilausn heldur langtímalausn. Gott og vel - hvað liggur þá svona mikið á? Svíarnir verða farnir úr forsvari þegar umsóknin kemst á dagskrá ef hún fer af stað - þau rök halda engu vatni. Rökin um tiltrú og lánstraust ekki heldur. Þar glímum við við raunverulegan vanda greiðslugetu - ekki ímyndarvanda. Flumbrukennd aðildarumsókn klofinnar ríkisstjórnar án baklands eykur enga tiltrú eða traust.
Það er einstaklega vond hugmynd að hella þessu risamáli ofan í allt annað hér - fyrst að það er ekki hluti af lausn næstu ára. Það virðist meira að segja þvælast mjög fyrir því að stjórnvöld þori að halda á lofti hagsmunum þjóðarinnar í icesave málinu og að vandi esb ríkja sé þeim hugleiknari en eigin borgara - á köflum. Til að bæta gráu ofan á svart þvælist þessi "lausn" fyrir praktískum og nauðsynlegum aðgerðum hér heima - t.d gagnvart peningamálastefnu og raunar flestu.
Þú segir að það sé borðleggjandi að hér séu ekki könnunarviðræður á ferðinni, heldur hreinar og klárar aðildarviðræður. Ég er alveg hjartanlega sammála þér að ég kem ekki auga á þetta bakland sem nauðsynlegt er til farsællar esb aðildarumsóknar. Það sem ég sé er vantraust, vantraust og meira vantraust á stjórnvöld og þjóð sem er klofin í herðar niður yfir málinu.
Ef úr verður, hversu hamingjusamt eða farsælt verður þetta þvingaða hjónaband Íslands og ESB?
Ólafur Eiríksson, 11.7.2009 kl. 21:39
Kæra Birgitta,
það hefur alltaf legið fyrir að eina leiðin til að vita hvaða samningur okkur byðist væri að sækja um aðild og ganga til aðildarviðræðna. - Það hafa stuðningsmenn ESB-aðildar bent á árum og ártugum saman. Það hefur hvergi nokkur haldið því fram að öðruvísi væri hægt að komast að hver yrði niðurstaða mála nema þeir sem nú þegar telja sig vita allt. - Menn hafa hinsvegar árum saman sagt að ein leiðin til að vita væri að sækja um og semja.
- Það verður hins vegar ekki af ESB-aðild fyrr en bæði stjórnarskrá hefur verið breytt með samþykkt á tveimur þingum og þingkosningum í millitíðinni og samningurinn hefur verið lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu og loks eftir þetta allt að hann hefur verið staðfestur af þingmönnum á alþingi. - Ef eitthvað af þessu fellur gegn aðild verður ekki af henni.
Eftir að hafa stúderað fiskveiðistefnu ESB sérstaklega og stjórnkerfi ESB leyfi ég mér að staðhæfa að nær allur óróður gegn ESB-aðild okkar er tilefnislaus hræðsluáróður. Hann er hinsvegar sprottinn af mismundi rótum stundum oft af einlægum ótta en undir er kynnt af sjálfhverfum sérhagsmunaðilum sem lengi hafa barist hér gegn því að ákveðnar reglur ESB næðu til Íslands. Nær undantekningalaust er um að ræða hagsmuni íslensks auðvalds sem berst gegn aðild á kostnað íslenskrar alþýðu.
Það er mikið þjóðþrifamál að ganga til samninga við ESB og fá þannig samning á borðið til að taka afstöðu til. - Eftir að hafa stúderað ESB lengi get ég vel séð fyrir mér samning sem ég gæti ekki sætt mig við og myndi taka afstöðu gegn en miklu líklegra tel ég að við fengjum lausn okkar mála og mögulega mjög góðan samning. En þar á milli er himinn og haf og engin leið að vita hver lending yrði nema með aðildarviðræðum og samningi. ESB segði okkur aldrei fyrir fullt og fast hvar þeir myndu láta undan okkur og hvar ekki nema í hörðum aðildarviðræðum. - Stóru þjóðirnar í ESB vilja okkur ekkert inn, enn eina smáþjóðina með neitunarvald, en smáþjóðirnar svo sem Malta og Norðurlöndin vilja okkur endilega í hópinn.
Norðmenn hafa tvisvar fellt slíkan samning en aðrar þjóðir ekki. Þetta vita allir við samningaborðið þ.e. að samningur verður eftir að hann liggur fyrir að fá staðfestingu þjóðarinnar og ekki bara okkar heldur hvers um sig af þeim 27 ríkjum sem eru þar fyrir. - Það er því öllum ljóst frá upphafi að samningurinn þegar hann liggur fyrir gæti verið felldur - eða samþykktur.
Lýðræði, samráð og viðræður eru „dýr“ ferli en þegar upp er staðið þau ódýrustu til ákvarðanna. Þannig fæst hæst tíðni bestu ákvarðanna og sjaldnast alvarleg mistök. Öll form af „ódýrari“ ferlum og einráðum ákvörðunum með fámennisvaldi „snjall-kalla“ hafa alltaf reynst okkur að lokum alltof dýr. - Það blasir sjaldan við en ef við horfum í baksýnisspegilinn og skimum eftir því er það þó augljóst.
- Þessvegna verðum við að ganga til þessara viðræðna til að vita og til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framtíð okkar.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.7.2009 kl. 21:41
Sæl Birgitta.
Hvernig í ósköpunum færðu það út að við verðum skuldbundin til að ganga í bandalagið? Báðir aðilar munu á endanum skrifa undir með fyrirvara um samþykki þess sem þeir nefna (íslendingar líklegast Alþingis og þjóðar).
Hér hlýtur að liggja eitthvað allt annað að baki. Einsog Ómar Ragnarsson bendir á þá hafa Norðmenn tvisvar sinnum skrifað undir (að sjálfsögðu með fyrirvara) enda vitað mál að samþykkja þyrti heima fyrir.
Þú einfaldlega gefur þér að þjóðin sé á móti! Hvernig getur nokkur hugsandi manneskja gert það áður en hún veit í hvað aðildinni felst?
Varðandi áhyggjur þínar af kostnaðinum þá rekum við hér rándýrt landbúnaðarkerfi. Rukkum útgerðarmenn lítið fyrir auðinn sem þeir fá úr auðlindum okkar. Borgum hluta af launum útgerðarinnar í gegnum sjómannaafslátt og svo mætti lengi telja. Þarna eru margfalt hærri tölur heldur en kostnaðurinn við þessar viðræður því þær borgum við þó bara á meðan á þeim stendur en hitt gefum við á hverju ári. Ár eftir ár.
Í þessu máli mun þjóðin sveiflast til og frá hér eftir sem hingað til. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin vill í viðræður. Kanski hún hafi bara verið plötuð líka?
Séra Jón (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 21:42
Birgitta, það hefur alltaf legið fyrir að með því að sækja um aðild að ESB er verið að sækja um aðild að ESB, sem þýðir með öðrum orðum það að ef við ætlum inn í ESB þá er sótt um aðild, en ef meiningin er að fara ekki inn í ESB er ekki sótt um aðild.
Það eru öfl á Alþingi og í ríkisstjórninni sem endilega vilja þröngva okkur þarna inn í sambandið sama hvað það kostar og án tillits til vilja þjóðarinnar. Ég vona svo sannanlega að þú sért ekki í þeim hópi, heldur hafir manndót í þér til að standa í fæturna og leyfa þjóðinni að taka ákvörðun um hvort sótt verði um aðild eður ei.
Ég tel að við séum í meirihluta sem höfum ekki áhuga á því að láta erlend möppudýr ráðskast með okkur og segja okkur hvað má og hvað má ekki. Ísland er og á að vera fyrir íslendinga og fyrir þá sem búa á þessu landi. Möppudýrin í Brussel hafa enga þekkingu á sérstöðu Íslands og þeim er nákvæmlega sama, við erum bar eins og hvert annað lítið héra í Evrópu í þeirra augum.
Þið í Borgarahreyfingunni töluðuð um að þjóðin ætti að hafa meira að segja í hinum ýmsu málum, þetta er einmitt slíkt mál þar sem þjóðin verður að fá að segja sitt álit.
Takk fyrir og gangi þér vel í að berjast fyrir rétti og réttlæti.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.7.2009 kl. 22:02
Smá viðbót;
Hluti ykkar kjósenda kaus ykkur þrátt fyrir að þið væruð opin gagnvart aðild að sambandinu
Sumir kusu síðan VG eingöngu vegna staðfestu þeirra gegn því. Mér sýnist þeir lítið sáttir í dag.
Ólafur Eiríksson, 11.7.2009 kl. 22:04
Þegar ég les þetta aftur Birgitta er eins og þú sért að láta palat þig núna. - Menn séu að atast í þér um að ekki verði aftur snúið ef við sækjum nú um og göngum til aðildarviðræðna, a la Jón Bjarnason. - Eins og margir eru búnir að benda þér á hér hafa Norðmenn tvisvar fellt svona samning eftir langar og miklar aðildarviðræður við ESB. Auðvitað er reiknað með að þjóðinni sé alvara um að vilja ganga í ESB ef ásættanlegur samningur næðist - að mínu mati er ljóst að svo sé, en líka algerlega fullljóst að við gætum hafnað aðildarsamningi þegar hann liggur fyrir.
- Ég fyrir mína parta áskil mér t.d. að hafna samningi ef þar nást ekki fram ákveðin grundvallaratrði sem ég tel að eigi ekki að vera of stórt vandamál en menn gætu þó klúðrað.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.7.2009 kl. 22:08
Þetta er rökleysa Ægir, hvað sem Birgitta gerir í málinu núna breytir það engu um hvort þjóðin hafi lokaorðið. Til viðbótar má alveg halda því fram að við vitum nokkuð hvað er í boði. Evrópusambandið er ekki jafn óþekkt stærð og stundum er haldið fram.
Ólafur Eiríksson, 11.7.2009 kl. 22:09
Kjósendur Borgarahreyfingarinnar vilja frekar að þingmenn þeirra kjósi eftir samvisku sinni en að þeir séu eins og kollegar þeirra, niðurnjörvaðir í flokksræði. Meira hefur komið í ljós, eins og þú bendir á í bloggi þínu. Þessi ríkisstjórn ætlar Alþingi að kokgleyma Icesave. Getur þjóðin treyst þessari ríkisstjórn fyrir samningum við ESB? Ríkisstjórn sem hefur ekki tekist að taka til eftir hrunið? Ríkisstjórn sem leyfir skilanefndum bankanna að afhenda sömu auðmönnum eignir bankanna og skilja skuldirnar eftir fyrir þjóðina að greiða? Ríkisstjórn sem leyfir bönkunum að halda áfram að ryksuga lífeyri landsmanna með eignaupptöku fasteigna og sjóða? Allt til að bankarnir sýni betri eignastöðu.
Og þingmenn Borgarahreyfingarinnar mega skipta um skoðun því þeim er treyst til að meta aðstæður eftir að hafa fengið auknar upplýsingar um þessi stærstu mál samtímans á Íslandi.
Go Birgitta.
Margrét Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 22:12
Kæra Birgitta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki röksemdafærslu þína - Mér finnst sárt að sjá þig tapa fókus í þessu máli, sérstaklega ef það verður til þess að við þessar þúsundir Íslendinga sem líta svo á að aðeins aðildarviðræður geti leitt í ljós hvort við eigum heima innan ESB eða ekki fáum ekki tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tvöföld atkvæðagreiðsla er leið sem eindregnir andstæðingar ESB aðildar sjá sem leið í burtu frá aðildarviðræðum. Þeir vita sem er að áróðurinn fram að fyrri atkvæðagreiðslunni snýst ekki um neitt haldbært, heldur einungis huglæg og tilfinningaleg rök. Sú umræða mun fara niður í skotgrafir á fyrsta degi. Það er það síðasta sem þjóðin þarf á að halda núna. Ég hef ekki gert upp hug minn um það hvort ég vil vera innan ESB en ég sætti mig ekki við að fá ekki tækifæri til að sjá hvað ESB-aðildarsamningur þýðir fyrir Ísland. Það tækifæri mun ég ekki fá með tvöfaldri atkvæðagreiðslu vegna þess að eftir sálræna "meðhöndlun" atvinnumanna í Kaldastríðsáróðri sem virkjaðir verða í baráttunni gegn ESB aðild mun þjóðin jafnhrædd og brotin og hún er ekki þora fyrir sitt litla líf að segja já í fyrri atkvæðagreiðslunni. Ég vona að þú endurskoðir afstöðu þína.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:21
Á móti má segja Anna Ólafsdóttir að með því að búa til margrétta hlaðborð úr evrópusambandinu -þar sem hægt er að semja um hvaða réttir séu í boði - séu aðildarsinnar að knýja fram umsókn á þeirri forsendu; að ella fáum við aldrei að vita hvað sé í boði sem sé ólýðræðislegt.
Umsókn um aðild er lykillinn að öllu málinu og nauðsynlegt skref til að ýta því áfram. Enginn áróður hér á ferðinni, eða sálræn "meðhöndlun" atvinnumanna?
Ólafur Eiríksson, 11.7.2009 kl. 22:37
Hvað sem annað má segja áttu heiður skilinn fyrir hreinskilnina og einlægnina, Birgitta. Baráttukveðjur.
Keilir (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:38
"...Eftir stíf fundarhöld í Utanríkismálanefnd var mér orðið ljóst að ég var höfð að háð og spotti og í raun og veru værum við að ganga í ESB..."
Einkennilegt orðalag. Hvernig færðu það út að þú sért höfð að háði og spotti þótt þú hafir sjálf misskilið umsóknarferlið inn í ESB?
Ég hefði kosið að þú hefðir látið okkur kjósendur Borgarahreyfingarinnar vita af þessari "angist" þinni og efasemdum varðandi ESB FYRIR kosningar - en ekki fyrst núna á þessum tímapunkti þegar komið er að því að efna kosningaloforðin.
Kama Sutra, 11.7.2009 kl. 22:42
Hvað kostar AUKA þjóðaratkvæðagreiðsla?
Ef fólk hefur í alvöru áhyggjur af kostnaði hvað heldur það þá að auka þjóðaratkvæðagreiðsla kosti um hvort leita eigi samninga sem svo yrði kosið um aftur þegar hann liggur fyrir?
- Þeir sem velja tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu eru að sóa miklum peningum að óþörfu - hafa þeir upplýst hvað það kostar?
Allar skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar vill sækja um til að geta svo tekið endanlega afstöðu til fyrirliggjandi samnings þegar þar að kæmi, og það sagði líka Borgarahreyfingin að hún vildi gera bæði fyrir og eftir kosningar og bæði í ræðu og riti.
Enginn vafi er að afstað Borgarahreyfingarinnar til ESB hafði áhrif á að ýmsir sem hefðu getað hugsað sér að kjósa VG kusu Borgarahreyfinguna.
Helgi Jóhann Hauksson, 11.7.2009 kl. 22:43
Ólafur Eiríksson, ég held að Ómar Ragnarsson svari því ágætlega í sínu kommenti (komment nr. 1 hér að ofan) hvað umsókn getur þýtt og ekki þýtt. Þess vegna sé ég ekkert óeðlilegt við að lagt sé af stað í þessa vegferð. Þvert á móti finnst mér það hin lýðræðislega leið, að því gefnu að þjóðin hafi síðasta orðið um samninginn sem í boði verður.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:51
Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svika sættir,
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
Þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér. (Guðmundur Böðvarsson)
Það á að vera hverjum manni auðvelt að segja hinum illu vættum Samfylkingarinnar, sem brosa fleðulega framan í fólk innanúr myrkragáttum ómennskunnar, að fara til fjandans með allar sínar svikasættir og landsöluóra.
Jóhannes Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 22:55
Æi Jóhannes taktu nú pillurnar þínar!!
Séra Jón (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:13
Kæra Birgitta - gaman fannst mér að rekast inn á bloggið þitt enn á ný - en ég skil ekki áhyggjur þínar. Viðræðurnar hljóta að vera vísbending um það að þjóðin sem ræðir við Evrópusambandið hlýtur að vilja ganga í það - annars væri til lítils að ræða um aðild - EF viðunandi niðurstaða fæst úr viðræðunum. Um hana verður kosið hér heima og þjóðin fær svo sannarlega að segja sitt álit á því sem þá liggur fyrir - ekki hræðsluáróðri, upphrópunum sem tengjast lítt öðru en drömförum og iðrakveisu viðkomandi hrópara. Látum á þetta reyna - og satt að segja finnst mér fullveldið ef til vill of dýru verðu keypt ef sömu menn eiga að ráða hér og hafa ráðið hér síðustu 18 árin - já eða jafnvel meirihluta þeirra 65 sem liðin eru síðan við fengum sjálfstæðið. Ég sé heldur ekki að Evrópa búi við svo slæman kost - fullveldislaus löndin greinilega. Hvað er svona stórkostlegt við þetta fullveldi? Að við getum potað ættingjum okkar og vinum í öll embætti? Stolið og svikið, logið að og lítillækkað almúgann í þessu landi? Satt að segja held ég að við ættum að rifja upp afhverju við vildum breytingar - og hvernig er líklegast að ná þeim fram. Það er ekki með því að hafa allt eins og áður. Og það má teljast fullvíst að- ef kona sem setið hefur marga fundi um málið, kynnt sér það og skeggrætt er tvístígandi og skilur æ minna - þá finnst mér það nú vera sönnun þess að betra er að hafa eitthvað fastara í hendi en áður nefndar upphrópanir og hræðsluáróður andstæðinga aðildar - nefnilega samninginn sjálfan - til synjunar eða samþykktar. Hvað er að óttast? Missa tökin á ættarveldinu innan fjármála og stjórnkerfinu - missa kvótann sem búið er að margselja, leigja og erfa jafnvel - jú ætli það séu ekki gömlu góðu hagsmunasamtökin sem ráði hér enn ýmsu. Með vinsemd og virðingu Birgitta - valið er einfalt - fáum samninginn og ákveðum okkur svo.
Ingveldur Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 23:17
Hverju lofaði þessi vinstri stjórn í upphafi..... allt skal vera gegnsætt og uppi á borðinu. Við þetta loforð hafa þeir ekki staðið. Ég verð svona í framan þegar ég hugsa um öll svikin sem þessi stjórn hefur framið.
Það sem Ómar Ragnarsson segir i grein sinni er sjálfsagt allt saman rétt og satt.....en verður það sama upp á teningnum þegar að okkur Íslendingum kemur. Ég treysti ekki þessari stjórn.
Ætti ég í hlut þegar að þessu ESB máli kemur myndi ég segja þvert NEI.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.7.2009 kl. 23:24
Þú átt þó ekki við, frú Ingveldur, að innan ESB geti Íslendingar ekki potað vinum og ættingjum í embætti, stolið svikið og logið og lítillækkað almúgann?
Það er ekki öll vitleysan eins sem vellur viðstöðulaust uppúr landsölufólkinu og föðurlandssvikurunum þessa dagana.
Jóhannes Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 23:32
Það má færa einhver rök fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn sé ekki skynsamleg. En þau rök geta varla verið þau að það sé ólýðræðisleg leið.
Hún gæti verið ólýðræðisleg ef henni er beitt sem tæki til að tefja mál sem annars liggur fyrir að sé fullur þjóðarvilji fyrir. Helgi segir að skoðanakannanir bendi til þess. Gott og vel - þá er einungis fórnað smá tíma og fjármunum. Það er þá versta niðurstaðan ef svarið er JÁ og málið heldur áfram. Ef svarið er NEI þá hefur þjóðin afstýrt aðildarviðræðum sem hún hefur ekki áhuga á. Sé þetta sett á vogarskálar lýðræðis - hvort vegur þyngra?
Þeir sem óttast að þjóðin taki óupplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður hafa e.t.v eitthvað til síns máls. En er það ekki bara þannig sem lýðræðið virkar. Ef við sláum nú sömu mælistiku á sitjandi ríkisstjórn sem ætlar að sækja um aðild þvert á vilja meirihluta kjósenda VG - hvernig mælist það á þessum skala þegar ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni þingmeirihluta fyrir málinu? Tóku kjósendur upplýsta ákvörðun um aðildarviðræður með því að kjósa VG? Þeir gerðu það reyndar margir - gegn aðildarviðræðum. Þetta stenst hálf illa.
Borgarahreyfingin sagði að alltaf að þjóðin ætti að ráða þessu, það kom líka skýrt fram hjá þeim að þau kynnu að hafa mismunandi skoðanir á einstökum málum. Ég kem ekki auga á að Birgitta sé að svíkja einn eða neinn með afstöðu sinni á hvorn veginn sem hún verður. Hún er jú bara 1/4 þingmanna flokksins.
Ólafur Eiríksson, 12.7.2009 kl. 00:17
Mér finnst alveg fáranlegt að fólk skuli vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Ég sem skattborgari í þessu landi vil fá að hafa eitthvað um það að segja hvort skattpeningum okkar er varið í aðildarviðræður. Eitthvað kostar það á þessum síðustu og verstu tímum að senda heilu hópana af embættismönnum og samningamönnum til Brussel.
Ég vil segja það Birgitta að ég kaus Borgarahreyfinguna ekki út af ESB eða einstökum málum endilega heldur af því að ég treysti ekki gömlu flokkunum og vil fá ný vinnubrögð inn á Alþingi. Ég var að hugsa um að kjósa VG en hætti við og er fegin að ég skipti um skoðun í tæka tíð. VG stendur núna fyrir allt það sem ég hef verið á móti hjá öðrum flokkum eins og skoðanakúgun og foringjaræði.
Ég er virkilega ánægð með þig Birgitta mín og einnig Þór Saari líka. Gangi þér vel.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 00:43
Blessuð Birgitta.Ég fylgist með þingstörfunum - það er gott fyrir okkur sem fyrir utan erum að hafa þína rödd í Alþingi - ég vil þakka þér fyrir þitt framlag þar inni.
Varðandi ESB - Nú ert þú búin að kynna þér málin varðandi ESB og þú færð neikvæðari tilfinningu eftir því sem þú færð að vita meira - það ætti að vera fullkomlega nóg fyrir þig til að segja NEI við ESB....
Svo er það allt sem þú hefur ekki fengið að vita af því það er eins og leyniskjölin hans Össurar sem þið þingmennirnir fáið ekki að sjá af því þau eru of slæm til að vera birt.......
ESB tekur við af banka - ræningjunum þeir taka auðlindir landsins og arðræna þjóðina.........
Eitt hefur þú trúlega ekki heyrt - en það er í pípunum að ESB ætli að stofna sinn eigin her og þá eru öll lönd innan ESB með herskyldu......
Við eigum gott á Íslandi því við höfum ekki herskyldu - landið okkar gróskumikið og okkur gjöfult svo höfum við hvert annað og ekki síst skynsemina sem Guð hefur gefið okkur.....
Birgitta mín þegar þú verður búin að finna rétta svarið þá finnurðu friðinn innra með þér og þér finnst eins og þú hafir vængjastubba sem veiti þér frelsi ......og þá þýðir ekkert fyrir Össur að reyna að misbeita sínu valdi og hræra í þér.........
Birgitta gangi þér vel - þú ert ekki ein á ferð................
Benedikta E, 12.7.2009 kl. 01:05
Landbúnaðar- og Sjávarútvegsmenn eru eðlilega smeykir um að við semjum gegn hagsmunum þeirra. Að mínu viti er það þó fullkomlega óþarfur ótti. Reyndar held ég ekki að íslenska þjóðin muni ekki samþykkja samning sem fórnaði landbúnaðinum eða sjávarútveginum, þess vegna kæmi enginn heim með slíkan samning. Það er því ákveðin trygging að ljóst er að samninginn á að bera undir þjóðina eftir að hann liggur fyrir.
EN óvissan dugir hagsmunaaðilum sjávarútvegs og landbúnaðar til að berjast með öllum ráðum gegn ESB-aðild. Ekki vegna þess að þeir viti ekki að allt eins líklegt sé að þeir muni í engu tapa á aðild heldur bara vegna þess að það er mögulegt að þeir tapi einhverju þá berjast þeir gegn aðild. - Óvissan gerir þá óða.
Jón Bjarnason Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra er fulltrúi þessarar sérhagsmunabaráttu.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.7.2009 kl. 01:05
Til hamingju Birgitta!
Ég vissi að þú sæir ljósið á endanum í þessu máli.
Í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur þurfum við að leggja okkur fram við að heyra sannleikann fyrir öllum hávaðanum. Það er vissulega ekki auðvelt en lærist hægt og rólega. Fyrir ykkur þingmenn verðið þið að glíma við þetta í hverjum málinu á fætur öðru.
Það þing sem þjóðin kaus 25. apríl sl. er sennilega eitt af mikilvægustu þingum sem kosið hefur verið. Ábyrgð ykkar er því mikil.
Ég hef skynjað það í skrifum þínum og ræðum að þú leitar sannleikans í hverju máli. ESB málið snýst fyrst og fremst um það. Icesave málið snýst bæði um sannleikann og réttlætið en látum það bíða betri tíma þó vissulega sé það ómannlegt að leggja það á ykkur 63 þingmennina okkar að takast á við þessu tvö mál, sem skipta sjálfstæði þjóðarinnar öllu.
Auðvitað er það rétt, sem kom fram hér hjá ESB sinnanum Jóni Frímanni, að það er ekkert sem heitir ,,könnunarviðræður" um aðild að ESB. Af hverju? Jú, vegna þess að viðsemjendur okkur gera þá sjálfsögðu kröfu til okkar sem sjálfstæðrar og ábyrgrar þjóðar að við höfum kynnt okkur hvað felst í aðild að ESB - OG að með því að sækja um aðild - ÞÁ erum við að skrifa undir viljayfirlýsingu um aðild að sambandinu með kostum þess og göllum. Síðan er farið í þá vinnu, sem nú er áætlað að kosti 600.000.000 kr., sem felst í að gera aðildarsamning og semja um aðlögun að grunnregluverki ESB sem gerðist á einhverju árafjöldi. Þegar við sækjum um þá setjum við EKKI skilyrðifram í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB. Það er rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni heldur samningsmarkmið, sem við viljum ná fram í samningunum. Annað væri fráleitt og í raun móðgun við okkar viðsemjendur, sem gera ráð fyrir að við förum inn eins og öll hin 27 ríkin sem fóru inn áður, án skilyrða frá þeirra hendi. Hins vegar er það ESB sem setur skilyrðin um hvað Ísland þarf að uppfylla til að fá að gerast aðili! Síða kemur það í ljós hvort samninganefndin nær þessum samningsmarkmiðum eða ekki. Mjög ólíklegt er að okkur takist að fá nýjar sérlausnir við aðild en nú þegar eru viðurkenndar af ESB svo sem Norðurslóðaákvæðið og ákvæðið um LFA, sem tengist 142. gr. ef ég man rétt, fyrir landbúnað svo dæmi sé tekið. Danmörk og Malta hafa fengið inn sérlausnir um fasteignakaup, eða kaup á sumarhúsum, en allar slíkar sérlausnir mismuna öðrum ríkjum, og eru brot á jafnræðisreglu innan sambandsins, og eru þess vegna litin hornauga af framkvæmdarstjórn ESB.
Þess vegna, til að enda þetta, er mjög eðlilegur hlutur og lýðræðislegast að bera undir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort þjóðin vilji sækja um aðild að ESB miðað við gefnar forsendur sbr. hér að ofan og hvaða samningsskilyrði þjóðin setur (þetta er mikilvægt) áður en lengra er haldið. Hins vegar af einhverjum ástæðum þora aðildarsinnar að ESB ekki að láta þjóðina kjósa, frekar en þeir vilja að þingviljinn í þessu máli komi fram sbr. meðferðina á Ásmundi Einari. Sjá blogg mitt í kvöld um þetta.
Ég treysti þvi Birgitta að þú látir sannfæringu þína ráða atkvæði þínu í þessu máli sem öllum öðrum. Ég vona að Borgarahreyfingin standi með lýðræðinu.
Kv.
Jón Baldur Lorange, 12.7.2009 kl. 01:12
Helgi Jóhann: Það fer aldrei vel þegar stjórnmálamenn, eins og þú, fara að gera öðrum upp skoðanir, eins og þú gerir með samtök bænda og útgerðarbænda. Það er ekki óvissa sem gerir þessi ábyrgu samtök ,,óð" eins og þú orðar svo. Það er vissan og þekkingin á ESB sem eru stoðirnar í þessari niðurstöðu samtakanna og það er þeirra skylda að vara við ef þessar atvinnugreinar eru settar í uppnám og atvinnu þeirra þúsunda, sem stunda þessar atvinnugreinar, eru í settar í hættu.
Það er hins vegar einkennandi fyrir ykkur heitu aðildarsinna að ESB að vita allt betur en allir aðrir, og sérstaklega sérfræðingar í landbúnaði og sjávarútvegi. Og sannanlega lýsir það mikilli áhættufíkn í anda útrásarliðsins að gefa fólkinu í landinu falsvonir með tálsýninni um aðild Íslands að ESB. Er fólk ekki orðið þreytt á að eltast við glópagull?
Jón Baldur Lorange, 12.7.2009 kl. 01:25
Benedikta, Það eru alls engar forsendur fyrir vænisýkinni um að ESB ræni eða taki af okkur auðlindir, eða yfir höfuð að ESB ræni eða taki eitt eða neitt af okkur.
Við erum t.d. nú þegar undir orkureglum ESB og þær breytast ekkert við aðild að ESB.
Ef einhver ásældist landið væri miklu einfaldara bara að taka það og því frekar áður en við göngum í ESB en eftir. - Sameinuðu þjóðirnar sem við erum aðilar að hafa úthlutað ríkjum yfirráð yfir öðrum ríkjum og lendum - en slíkt hefur aldrei komið til athugunar í ESB. Það hefði t.d. miklu minni afleiðingar fyrir Breta að taka Ísland og auðlindir okkar með verandi utan ESB (ef þeir ásældust landið) en eftir að Ísland gengi í ESB.
Það er vegna ESB-regla að við höfum tekið upp allskyns umhverfisverndar-reglur og umhverfismat. ESB er frumkvöðlaafl heimsins um sjálfbæra nýtingu og náttúruvernd. Eina sem menn raunverulega finna til að kveinka sér undan er einmitt að ESB skikkar menn til að vernda auðlindir sínar og fara vel með náttúruna. Sumum finnst þeir ganga of langt í þeim efnum öðrum of skammt, eftir sem áður draga þeir þann vagn á heimsvísu, og við getum lagt þeim lið.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.7.2009 kl. 01:30
Þú verður að fyrirgefa Jón Baldur, ég er ekki í neinum skliningi stjórnmálamaður, gegni hvergi trúnaðarsstörfum af þeim toga og hef ekki sóst eftir þeim og lít á mig óbundinn flokkum. Ég kýs málefni en hvorki menn eða flokka, ef ég get reyni ég að fá flokka til liðs við málefni en ekki málefni til liðs við flokka.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.7.2009 kl. 01:34
Ef sannfæring þín er sú að við eigum rétt á að taka ákvörðun sem byggir á þekkingu á evrópusambandinu og uppbyggingu þess þá hef ég kosið rétt í síðustu kosningum hvað það varðar.
Annars kaus ég Borgarahreyfinguna vegna lýðræðislegra viðhorfa ykkar en ekki vegna þess að mig langar til að ganga í esb, annars hefði ég kosið Samfylkinguna. Að halda því fram að þú sért að svíkja hér loforð er fjarstæða.
Aðild að esb verður eitt umdeildasta og stærsta mál sem við þurfum að taka afstöðu til sem þjóð. Akkurat núna er versti tíminn til að vaða í málið.
Ég myndi halda að stjórnlagaþing þar sem þjóðin situr væri mun mikilvægara fyrir okkur í dag þar sem það gæfi okkur tækifæri til að skapa okkur nýja framtíðarsýn og byggja upp nýtt lýðveldi.
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að það gamla er hrunið, við erum særð og ráðvillt og liggjum of vel við höggi eins og sakir standa og þess vegna óráð að fara í "aðildarviðræður" núna.
Setjum stjórnlagaþing, stofnum nýtt lýðveldi sem er byggt á bræðralagi, frelsi, jafnrétti og valddreifingu.
Þegar því verki er lokið er ég sannfærður um að ákvörðun um aðild eða ekki aðild verði lítið mál fyrir okkur.
Baráttu kveðjur, Toni
Toni (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 01:35
Ég má til með að taka undir með Toni hér ofar. Hér sitjum við nefnilega enn ráðvillt í rústunum og gömlu valdabandalögin og ýmsir mis-óumbeðnir hagsmunaaðilar fara enn hátt í fjölmiðlaumræðunni og snúa hringekjunni. Og nú skal nýta tækifærið til að ryðja áfram gömlum draum um esb aðild með allt í upplausn og óljóst fylgi. Það er ekki laust við að þetta minni á sjokkmeðferðina sem rússar fengu eftir hrun kommúnismans.
Ólafur Eiríksson, 12.7.2009 kl. 01:47
Ég trúi því varla að þú sért í raun og veru að hugsa um að greiða atkvæði gegn aðildarviðræðum og þar með hugsanlega að neita okkur hinum, sem ekki sitjum á Alþingi, um tækifæri til að segja okkar skoðun millilliðalaust í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Guðl. Gauti Jónsson, 12.7.2009 kl. 01:51
Komdu sæl Birgitta.
Ég er afar ánægður með þig sem þingmann fyrir mína hönd.
Kveðja,
Billi bilaði, 12.7.2009 kl. 01:57
ESB umræðunni hérna á landi er alltaf snúið á haus. Alltaf er verið að fullyrða að íslendingar vilji ekki ganga í ESB og að við séum ESB skeptík þjóð. Þrátt fyrir þetta hafa skoðankannanir, til dæmis Gallups fyrir samtök iðnaðarins, sýnt ár eftir ár alveg þveröfuga stöðu í málinu á meðal þjóðarinnar. Oft hefur maður séð skoðanakannanir þar sem ekki aðeins er meirihluti þjóðarinnar sem vill hefja aðildarviðræður, heldur beinlínis taka upp evru og ganga í ESB án þess að hafa svo mikið séð aðildarsamninginn. Vandamálið við fréttaflutning hér á landi er það að stundum er niðurstöðunum úr slíkum skoðanakönnun lýst svona, 38% vilja inngöngu í ESB. Punktur, ekkert meira, ekki einu sinni hvað það eru margir sem tóku ekki afstöðu, eins og það væri bara sjálfgefið að þeir sem ekki taki afstöðu, kjósi nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég fór til dæmis á wikipedia um daginn og leitaði að "Iceland EU" og þá kom upp síða með fullt af skoðanakönnunum alveg aftur til 2005 og meirihluti þeirra sýndi að íslendingar væru miklu hlynntari ESB inngöngu heldur en ella. Samt er alltaf fullyrt að við séum ESB skeptík þjóð. Að sjálfssögðu ef þú spyrð þjóðina hvort hún vilji ganga í ESB án þess að hún sé búinn að sjá samninginn, þá verður hún skeptískari í afstöðu sinni.
Svo eru menn eitthvað farnir að bulla um hvað það kostar mikið að fara í aðildarviðræður, en leggja svo til að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort við eigum að fara í aðildarviðræður, eitthvað hlýtur sú þjóðaratkvæðagreiðsla nú að kosta líka, en er það kannski bara aukaatriði? Og til hvers, svo pólitíkusar geti fullreynt ræðukænsku sína í hræðsluáróðri á öðrum kantinum en óskhyggju á hinum.
Jón Gunnar Bjarkan, 12.7.2009 kl. 03:35
Það eina sem hélt mér frá því framanaf að kjósa Borgarahreyfinguna var að mér fannst ýmsir talsmenn hennar ansi hallir undir ESB, þó enginn þeirra virtist mjög sannfærður um ágæti þess, meira svona fallnir fyrir áróðri Samfó um að kíkja í pakkann.
Fjórflokkurinn freistaði ekkert, en ég hefði neytt mig til að kjósa illskásta kostinn þar innan.
Það var ekki fyrr en á síðustu dögum fyrir kosningar sem ég ákvað endanlega að kjósa Borgarahreyfinguna. Það var eftir að ég heyrði viðtal við Þór Saari þar sem hann tók af öll tvímæli með að Borgarahreyfingin hefði ekki eina ákveðna stefnu í Evrópumálum. Í framhaldinu fletti ég upp stefnu flokksins og sá að hún var einföld og skýr og kom hvergi inn á Evrópumál - einungis þau mál sem mestu máli skiptu. (http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/)
Álit mitt á ykkur hefur farið vaxandi og ég tel veru ykkar á Alþingi algerlega nauðsynlega. Þessi ræða sem þú fluttir finnst mér algerlega frábær.
Ég vona að sem flest ykkar kjósi gegn aðildarumsókn. Slík umsókn er alger tímaskekkja.
Það þarf hvorki einfalda né tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má finna einhver brínni og heilsteyptari mál til að fá "lýðræðislega útrás" fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu vilji menn það. Nóg er af málnunum sem "almenningur fær ekki að taka beina afstöðu til".
Gestur (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 03:55
Ég kaus Borgarahreyfinguna vegna þess að ég hélt að það væri alveg á hreinu að hún ætlaði að leyfa þjóðinni að kjósa um ESB samning. Ég fletti upp ummælum ykkar á heimasíðu ykkar til þess að það væri á hreinu áður en ég setti krossinn.
Halldór (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 04:19
Hvað kostar auka þjóðaratkvæðagreiðsla?
Nú þegar það sama fólk sem kveðst hafa áhyggjur af kostnaði af samningaviðræðum vegna ESB, krefst tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu þ.e. bæði þjóðaratkvæði áður og eftir að samningur liggur fyrir, er ástæða til að spyrja hvað kostar þjóðaratkvæðagreiðsla þjóðarbúið í heild?
Ljóst er að á fjárlögum 2008 var reiknað með að vegna forsetakosninga 2008 yrði bara útlagður kostnaður ríkissjóðs, eins og sér, um 175 milljónir, sami kostnaður ríkissjóðs yrði í dag ekki minni en 250 milljónir.
Við það bætist svo allur kostnaður vegna kosningabaráttunnar sjálfrar en hann verður vafalaust að hluta styrktur af ríkissjóði og bætist því við hans kostnað sem því nemur, en að mestu frá hagsmunaaðilum. Útgerða-auðvaldið og Hvalur hf mun t.d. ekki láta sitt eftir liggja auk annarra. Við það bætist margskonar framlag einstaklinga, akstur sjálfboðaliða, hringingar stuðningsmanna, dreifing fótgönguliða, og svo auglýsingar, prentun, húsnæði tæki og áhöld og allskyns önnur sjálfboðaliðavinnu. Þannig verður bæði falinn og sýnilegur kostnaður af kosningabaráttunni sjálfri um allt land ekki minni en 300 milljónir króna ( 2x 150 ).
Þá má ekki gleyma kostnaði almennings af þátttökunni í kosningunum sjálfum, akstur á kjörstað, akstur á kynningafundi og svo framlag fjölmiðla með umfjöllun um kosningarnar. Varlega áætlað alls ca 50 milljónir króna, þ.e. samanlagt varlega áætlað 600 milljónir króna, heildar kostnaður af þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldnar væru án tengsla við aðrar kosningar.
Allar skoðanakannanir hafa sýnt yfirgnæfandi vilja þjóðarinnar til að vilja ganga til aðildarviðræðna til að taka svo endanlega afstöðu þegar samningur liggur fyrir, einmitt svo ekki sé í eins miklum mæli hægt að rugla fólk með óræðum staðhæfingum um það sem ekki liggur fyrir.
Það væri því verið að tefja málið, stofna til átaka um óræða og óþekkta hluti þar sem samningur lægi ekki fyrir og kosta til þess hálfum til heilum milljarði króna, og það er sama fólk og kveðst hafa áhyggjur af kostnaði við samningafundina sjálfa sem leggur þessi auka útgjöld til, - því svo yrði kosið aftur.
- Er ekki betra að eiga þetta inni þar til samningur liggur fyrir?
Helgi Jóhann Hauksson, 12.7.2009 kl. 04:42
Er þetta ekki stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum?:
http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/24/thor-saari-esb-og-kjarkleysid/
Ég segi eins og Halldór: Ég kynnti mér þetta líka vel áður en ég kaus Borgarahreyfinguna.
Kama Sutra, 12.7.2009 kl. 04:45
Gestur, lestu betur og meira, hér [smella] er t.d. ávarp Þórs Saari 24. apríl - daginn fyrir kjördag á heimsíðu Borgarhreyfingarinnar [smella].
Helgi Jóhann Hauksson, 12.7.2009 kl. 04:50
Þannig að auka þjóðaratkvæðagreiðsla yrði 600 milljóna innspýting inn í hagkerfið og fæli í sér hverfandi kostnað í erlendum gjaldeyri. 600 milljóna tekjur fyrir fólk af ýmsu tagi sem skilaði síðan skattekjum og "skapaði" störf. Þetta smellpassar inn í kreppu-aðgerð a,la John Maynard Keynes
IMF eru þó varla sammála þessu.
Ólafur Eiríksson, 12.7.2009 kl. 04:55
Til Þín Birgitta,
Að öllu þessu slepptu,
eina lausn ég finn,
hamingjuna hrepptu,
hún varði veginn þinn.
Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2009 kl. 05:30
Ágæta Birgitta,
Ég vissi af þessum umræðum í gær og opnaði fyrir alþingisrásina þó ég hefði ætlað að nota góðviðrið til annars. Þú varst fyrst á mælendaskrá og fluttir afbragðs ræðu, sem mig langar að þakka þér fyrir. Ég var ekki síður ánægður með þig í andsvörunum. Össur reyndi að húkka þig á einhverjum ummælum Þórs og þú skautaðir létt frá því. Sjálfstæði felst m.a. í því að vera ekki bundin flokksræði heldur samvisku sinni og geta skipt um skoðun þegar þú telur brýna ástæðu til. Til þess ert þú kosin og til þess er þér treyst. Ánægjulegast þótti mér að heyra hvernig þú svaraðir Pétri H Blöndal varðandi afstöðu þína til aðildar, sem er afdráttarlaus.
Fólk í miklum vanda er ólíklegra til að taka rökréttar ákvarðanir og getur flúið í skjól hillinganna. Er Samfylkingin svo ábyrgðarlaus að hún sé, vonandi óviljandi, að koma þjóðinni í enn meiri vanda með Icesave þannig að einhverjir fari að sjá sýnir?
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 07:08
Sæl vertu Birgitta,
Ég sem Íslendingur vil fá að taka afstöðu til aðildarsamnings. Ég vil fá að kynna mér niðurstöður aðildarviðræðna því að það er besta leiðin til að taka rétta afstöðu í þessu máli.
Ég vona því að þú munir, ásamt öðrum þingmönnum, segja já við því að sækja um ESB. Því að í tvöfaldri þjóðaratkvæðisgreiðslu hef ég engar forsendur í þeirri fyrri til að meta í raun og veru hver hagur okkar og evrópu yrði við inngöngu Íslands í ESB, nema áróðursorð ESB sinna- og andstæðinga. Össur segir mér að allt muni blómstra, meðan Bjarni Harðar segir mér að allt fari til fjandans.
Ég vona að þú tryggir mér það lýðræði að fá að taka afstöðu út frá aðildarsamning, en ekki orðum þessara manna.
Það er engin hætta á að þú gangir gegn vilja þjóðarinnar, því að hún mun alltaf hafa lokaorðið. Ég er hinsvegar hræddur um að þessi krafa um tvær þjóðaratkvæðagreiðslur sé tilraun ESB andstæðinga til að drepa málið.
Kær kveðja.
Guðmundur Sigmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 08:32
Málið snýst alltaf um að greina aðalatriðin & aukaatriðin.
Ef áhöfnin á þjóðarskútunni treystir sér til að sigla áfram með sitt pínu-litla hagkerfi; að þá þurfum við ekkert að vera að banka uppá hjá ESB.
Ef ekki; þá eru ekkert margar leiðir í boði.
Grunnurinn að samfélaginu (Hagkerfið) þarf að vera í lagi svo að allt annað geti gengið upp.=Kostur að tengjast stærra hagkerfi til langs tíma. (Reynsla Finna?)
Sjálfur er ég ekki mjög fylgjandi eða mjög mótfallinn ESB
En textinn hér að ofan er bara kalt mat.
Málið snýst ekki endilega um tvær þjóðaratkvæðagreiðslur heldur hvers þjóðfélagið þarfnast. =Að stilla rökunum með & á móti upp hlið við hlið; til þess að að auðvelda fólki sýn á þessi mál.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 09:17
Mr. Jón Scout Commander,:
"Ef ekki; þá eru ekkert margar leiðir í boði."
Íslendingar eru með einhæft atvinnulíf og eiga gríðarlega möguleika í fríverslunarsamningum. Slíkir samningar myndu afnema tolla á okkar vörum og opna leiðir fyrir þriðja lands viðskipti. Þessi tækifæri hafa ekki verið nýtt nema að litlu leyti þar sem menn hafa verið með hugann við EB.
Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 10:01
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
http://www.althingi.is/lagas/136a/1944033.html
Þórður Björn Sigurðsson, 12.7.2009 kl. 11:44
Jón Frímann
Þú ert bara í því að fara með rangt mál hérna, því að Evrópuþingið sér ekki um ráðningar í Framkvæmdastjórn, þar sem menn ekki kosnir heldur skipaðir á bakvið tjöldin í ESB Framkvæmdastjórn
Það er reyndar lítið um lýðræði í þessu ESB -Social Dictatorship bákni, eða þar sem menn eru skipaðir (ath. ekki kosnir, heldur skipaðir á bak við tjöldin) í þessa Framkvæmdarstjórn ESB en þessi stjórn ræður svo að segja næstum því öllu, og undir öllum þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum og/eða þar sem ESB-þingmenn geta alls ekki komið með eða lagt fram lagafrumvörp?
Af hverju ættum við að óska eftir vera í þessu ESB -Social Dictatorship bákni þínu og undir þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum, eða þar sem Þingmenn ESB eru auk þess með takmarkaðan tíma og/eða nánast sagt engann tíma (1 til 2 min) til að veita andsvör á öllu því sem er þvíngað og kúað er ofan í þá, eða þar sem hver ESB -Þingmaður getur í mesta lagi náð að tala 12 mínútur á einu ári í þessu ESB-þingi.
Eins og áður segir þá er lítið sem ekkert lýðræði í ESB, en ef lýðræði kæmist á í ESB myndi þetta ESB- Social Dictatorship- bákn hrynja algjörlega
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 12:16
Ágæta Birgitta.
Það var mín upplifun af nýliðnum kosningunum að Borgarahreyfingin hefði komið 4 mönnum á þing aðallega vegna tveggja atriða;
* óánægju almennings (kjósenda Borgarahreyfingarinnar allavega) með alþingi og ríkisstjórnina
* verulegrar áherslu á aukið lýðræði og gegnsæi
Borgarahreyfingin lagði mikla áherslu á og hafði hátt um nauðsyn þess að auka lýðræði á Íslandi og finna leiðir til þess að fólkið í landinu gæti haft meira um sín mál að segja.
Hvernig í ósköpunum gæti þá Borgarahreyfingin stutt tillögu helmings ríkisstjórnarinnar um að legga inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu?
Tæki Borgarahreyfingin tal sitt um aukið lýðræði alvarlega þá væri eðlilegt að þjóðin tæki afstöðu til þess hvort rétt sé að leggja inn umsókn í stað þess að alþingið sem Borgarahreyfingin var svo óánægð með taki þessa ákvörðun.
Ef við tökum þetta aðeins lengra þá er aðild að Evrópusambandinu vísasta og fljótlegasta leiðin til þess að MINNKA lýðræði á Íslandi.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi lýðræði á Íslandi minnka verulega af eftirfarandi ástæðum:
* Valdið til lagasetningar færðist að mestu frá Íslandi til Brussel. Lög Evrópusambandsins yrðu æðri landslögum, jafn nýjum sem gömlum.
* Vægi íslenskra þingmanna við lagasetningu myndi því minnka og því myndi kosningaþátttaka á Íslandi minnka.
* Þátttaka kjósenda í Evrópusambandskosningum er talsvert minni en þátttaka í kosningum til þjóðþinga.
* Þjóðaratkvæðagreiðslur sem Borgarahreyfingin og aðrir hafa rekið áróður fyrir að yrðu fleiri yrðu nánast einungis um nýjar útgáfur af sáttmálum Evrópusambandsins ef þær yrðu einhverjar yfir höfuð.
Það er því þannig að með því að þingmenn Borgarahreyfingarinnar tækju afstöðu með tillögu hálfrar ríkisstjórnarinnar um að legga inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, væru þingmenn Borgarahreyfingarinnar að leggja sitt af mörkum við að minnka lýðræði á Íslandi, bæði í þessu máli sem og til frambúðar.
Borgarahreyfingin væri því þannig með stuðningi við nefnda tillögu að svíkja hinn raunverulega málstað sinn og alla sína kjósendur.
Borgarahreyfingin væri þá komin í hóp með Vinstri Grænum, hóp sem hefði þá svikið kjósendur sína varðandi megináherslur þær sem þessir flokkarnir settu fram fyrir kosningar.
Ég bara trúi því ekki upp á þingmenn Borgarahreyfingarinnar, né Vinstri Grænna, að þeir greiði atkvæði með tillögunni eða sitji hjá til þess að greiða fyrir samþykkt hennar á einn eða annan máta.
Jón Árni Bragason, 12.7.2009 kl. 13:20
Ég legg til að við leysum þetta með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. - Eða þannig.
Helgi Jóhann Hauksson, 12.7.2009 kl. 13:33
Takk fyrir þessa miklu vinnu sem þú leggur í þetta Birgitta.
Ég mæli með að þú metir stöðuna í ljósi þess að því upplýstari sem þú ert því neikvæðari verða viðhorf þín til aðildarumsóknar íslands að EU. Ég hef fundið fyrir því sama nú síðustu misseri. Nú hrannast upp óveðurský í sambandinu og það er ekkert sem bendir til þess að með enn meir vinnu muni afstaða okkar hallast til baka heldur þvert á móti mun andstaðan sennilega aukast.
Guðmundur Jónsson, 12.7.2009 kl. 14:15
"Evrópuþingið verður að staðfesta skipanir í Framkvæmdaráðið." Nei og aftur Nei
Því að þessi Framkvæmdastjórnin fer lítið eða ekkert eftir Evrópuþinginu sjálfu, þannig er það bara í framkvæmd, sama hvað ESB-Þingmenn mótmæla þessari skipaðri ESB -Framkvæmdastjórn eða þessari Social Dictatorship -stjórn. Nei þessi Framkvæmdarsjórn vísar öllum þingmönnum í burtu sem eru með mótmæli eða óska eftir þjóðarafgreiðslum, rétt eins og þessi Framkvæmdarstjón ESB Tyranny-ið gerði gagnvart ESB- þingmönnum er óskuðu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon sáttmálnn (eða gömlu ljótu copy /paste ESB stjórnaskránna)
Nú þann 12.12.2007 svaraði þessi Framkvæmdastjórn ESB eða ESB-Tyranny-ið öllum þessum ESB-þingmönnum er vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon sáttmálnn með því að henda þeim öllum út af sjálfu ESB-þinginu.
Sjá MEPs Protest (The Original Video)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 15:03
Allavega þá er þetta kolröng forgangsröð.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.7.2009 kl. 17:18
Það hefur legið fyrir allan tíman að við færum í viðræður við ESB og kosið yrði um samninginn. Það þarf að koma þessu máli í farveg og af stað. Hvað hefur breyst?
Sævar Finnbogason, 12.7.2009 kl. 18:06
Ég verð að viðurkenna að ég man ekki betur en að stefna okkar hafi verið fá niðurstöðu í ESB-málið með því að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki verður annað séð en það sé það sem til stendur að gera samkv. þingályktunartillögunni. Hinsvegar eru þingmenn ekki bundnir af öðru en samvisku sinni samkvæmt lögum og meiningin var jú að þingmenn XO gerðu sjálfir upp hug sinn í málum sem hreyfngin hefði ekki stefnu í. Ég vil meina að við höfum haft stefnu í þessu máli.
Þetta kom bæði fram á fundum og í dreyfiriti hreyfingarinnar, þannig að ég get ekki verið fyllilega sammála því að Hreyfingin hafi ekki haft stefnu í þessu máli. Mig minnir að orðalagið hafi verið "að þeirri [víðtæku] kynningu lokinni yrði samningurinn borinn undir þjóðaratkvæði.”
Persónulega finnst mér svosem í lagi að haf tvær atkvæðagreiðslur um þetta, en ég er á þeitti skoðun eins og kom fram í kosningabæklingi okkar, að "Ekki er hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum."
Satt að segja finnst mér hálf kjánalegt að greiða atkvæði um hvort við ættum að fara í viðræður til að fá samning til að kjósa um. Ef við færum í slíkar viðræður að undangenginni slíkri atkvæðagreiðslu yrði samningsstað okkar viðræunefndar enn verrien ell, þar sem það að ekki sé borðleggjandi að samningurinn verði samþykktur okkar sterkasta vopn.
Það er ljóst að þú villt ekki í ESB. Gott og vel.þá er bara að fella samninginn þegar hann kemur til atkvæða.
Sævar Finnbogason, 12.7.2009 kl. 18:54
Mikið finnzt mér gott að sjá að enn er til fólk einz & þú sem að kemur á óvart & ferð þarna vel framúr einhverjum væntíngum mínum.
Takk fyrir það, & þinn einarða málflutníng í ræðunni, & færzluritinu.
Steingrímur Helgason, 13.7.2009 kl. 00:18
Þoldir þú ekki mín orð í þinn garð, eða ertu fyrir löngu byrjuð að ritskoða?
Þú veist alveg eins og ég og allir aðrir Íslendingar að þessi tillaga um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu er tillaga um að fara ekki í aðildarviðræður, þannig að þetta er bara fyrirsláttur hjá þér. Þú hefur orðið uppvís að beita fyrir þig þeirri tækni óheiðarlegra þingmanna að segjast hafa misskilið eitthvað og þar með komstu út úr skápnum sem þingmaður sem er ekkert betri en hinir sem þið hafið einmitt verið að gagnrýna.
Valsól (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:18
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég komi hingað inn aftur, svo þú þarft ekki að hafa fyrir því að banna mig. Þú ert nú þegar búin að ritskoða mig einu sinni og það er nóg fyrir mig. Gangi þér allt í hagin engu að síður og bið ég þig vel að lifa með samvisku þinni.
Valsól (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:21
"Framkvæmdastjórn ESB getur tekið ákvarðanir uppá sitt einsdæmi."
Já Social Dictatorship ESB og/eða þessi Framkvæmdastjórn ESB eða þetta ESB-Tyranny-ið getur tekið upp ákvarðanir gegn öllu ESB-þinginu, þannig er þetta einnig hjá þessum skipuðum Dómstólum ESB (ath ekki kosnir, heldur skipaðir bakvið tjöldin) er geta auðveldlega dæmt í málum gegn ESB-Þinginu og einnig gegn ESB ríkjum. Nú og ofan á allt í þessu ESB-Tyranny-ykkar þá ná þessi ESB-lög og allt yfir öll landslög allra þessrar aðildrarríkja ESB.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:25
Þú átt að sjálfsögðu ágæta Birgitta, að fara eftir sannfæringu þinni, svo einfalt hljómar það nú og segir í STjórnarsk´ranni, eins og vísað er í hér að ofan og þú svarðst eið af í upphafi. Hins vegar vitum við allt um hvernig menn hafa farið kring um sína sannfæringu og gert þetta ávkæði satt best að segja marklítið. En ef þú ætlar að fara eftir sannfæringu þinni og nokkuð að því er virðist á skjön við það sem þinn flokkur fór í upphafi fram með varðandi málið, þá vona ég að þú sért mér og fleirum herna sammála um að hún sé byggð á traustum grunni og án misskilnings!?
Ef svo er, þá verður þú sýnist mér að einvherju leiti allavega, að endurskoða afstöðu þína aftur og það sýnir innlegg þess góða manns og fróma, Ómars Ragnarssonar, einfaldlega eitt og sér! það blasir bara himinhrópandi við!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 01:04
Það er gaman að þessu málefni.
Ef manneskja vill ekki gera pólitískt, efnahags og viðskiptabandalag við aðrar þjóðir. Alveg sama hvað er í boði. Er sú mannesskja heimsk ? Eða hefur hún mótað og tekið þessa afstöðu út frá sinni reynslu, og jafnvel tilfinningu eða andlegri afstöðu. Er sú manneskja vitgrönn eða vanvita af því að afstaða hennar byggir ekki á því að vita hvað er í boði með inngöngu í ESB.
Persónulega þarf ég ekki að vita hvað er í boði hjá ESB til þess að móta mína afstöðu. Og ég skil ekki ótta samfylkingunnar við þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað óttast samfylking ? Að fólkið í landinu sé svo vitlaust og sveitó að það geti ekki kosið um það hvort það vilji tengjast pólitískt, tengjast efnahagslega, (tengjast hernaðarlega í gegnum skatta) bandalagi þjóða.
Mig langar að leggja fyrir ykkur eitt atriði til að hugsa um.
Nú veit ég að margir á Íslandi eru ekki hrifnir af árásarher, stríðsrekstri, háþróuðum vopnum og gríðarlegum kostnaði við vopnauppbyggingu.
Margir jafnvel telja sig friðsama og margir telja að vopn komi ekki í veg fyrir stríð heldur viðhaldi hungri og ógnarstjórn víðsvegar um heim.
Er öllum þeim sem vilja skoða hvað er í boði sama um það að í ESB er gríðarleg vopnaframleiðsla. Innan ESB eru þjóðir sem smíða herþotur sem kosta marga tugi miljarða hver. Er það friðarbandalag.
Skiptir þetta okkur einhverju máli ? Andlega ? Siðferðilega ? Er þetta eitthvað sem við tökum með í hagsmunamatið ?
Ég vil ekki stuðla að stríði, fátækt og hungri. Og ég veit nógu mikið til að skilja samhengi þessara hluta. Stríð viðheldur hungri. Stríð er ekki til friðar. Vopn eru ekki til ástar. Það getur verið að einhver vilji telja þér trú um annað en það er ekki svo.
Ég vil ekki gera efnahagslegt og pólitískt bandalag við þjóðir sem viðhalda hungri og stríði á þessari plánetu með því að framleiða stöðugt dýrari vopn og selja þau hverjum sem hæst býður. Og selja þjóðum sem hafa ekki einu sinni efni á her.
Frekar vil ég vera kallaður sveitó og einangrunnarsinni.
Hagsmunamat fyrir mér er brandari.
Það er ekkert eins dýrmætt og hrein samviska.
Hver man ekki eftir ónotatilfinningunni þegar við vorum öll blekkt til þess að halda að Írak hefði efnavopn og Halldór og Davíð settu okkur á lista viljugra þjóða til að afla stuðningi við innrás.
Sú fullyrðing að ESB sé friðarbandalag er algjör brandari fyrir mér. Hvernig verður SAVE hernum innan ESB stjórnað ? Hver mun gefa leyfi til til innrásar eða notkunnar herja ESB til hjálpar við innrásir og yfirráðaplön fjármagnsaflanna, (olíu og hergagna)
Ég spyr mig. Er evran fyrir mig ? Ég segi nei við ESB um alla nánustu framtíð.
Ég gleðst yfir því Birgitta að þú sért allavegana að velta hlutum fyrir þér.
Ég held að ef þetta mál verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu muni almenningur í landinu kjósa það að standa utan sambandsinns. Ég held að þar liggi ótti samfylkingarinnar. Og þessvegna er málflutningur þeirra á þann veg að allir verði að fá að vita hvað er í boði.
Að mínu mati er þetta áróðursbrella, en það er bara mín skoðun.
Persónulega finnst mér sorglegt hvað margir hafa fallið fyrir þessari brellu. En ég vil virða það að aðrir séu á annari skoðun og vil virða lýðræðislegan vilja þeirra sem telja sig þurfa að vita hvað er í boði. Er hægt að finna sátt í þessu máli ?
Það var og er nauðsynlegt að við finnum sátt í því að virða lýðræðislegt vald fólksinns í landinu. Sama hversu erfitt það getur hugsast. Alþingi verður bara að forðast að taka völdin af fólkinu í þessu máli og ég veit þú ert fullmeðvituð um þetta mál.
Persónulega mundi ég ekki hafa áhyggjur af því þó að við skiptum um skoðun í fésinu á ESB eftir aðildarviðræður. (Höfum ekki áhyggjur af Alþjóðasamfélaginu.) Verum bara við sjálf. Og þroskumst áfram sem þjóð og lýðveldi. Það er það sem aðrir virða. Við erum yndisleg og elskuð. Alveg sama hvað aðrir halda eða segja. Ef lýðurinn er óákveðinn og vill fá að vita hvað er í boði og enginn getur sannfært hann með góðum og gildum rökum, þá á hann skilið að vera óákveðinn þangað til hann hefur fundið sannfæringu.
Vilhjálmur Árnason, 13.7.2009 kl. 01:25
Þetta var góð hugleiðing Vilhjálmur Árnason.
Ólafur Eiríksson, 13.7.2009 kl. 01:46
Valsól ég hef ekki eytt neinu út - veit ekki hvað þú ert að tala um. Mun skrifa færslu í dag þar sem ég útskýri betur afstöðu mína varðandi tímasetningar og ég bið fólk að athuga að það er ekki neitt pólitískt plott í gangi hjá mér - ég er búin að vera í heiðarleika prógrammi í mörg ár fyrir meðvirkt fólk og það er ekki mín lífsskoðun að blekkja fólk á einn eða neinn hátt, ég er ekki með því að setja þessa hluti fram á þennan hátt að viðhafa popúlisma enda nett sama hvað fólki finnst um mig, annað hvort líkar fólk við mig eins ég er eða ekki, það er ekki mitt vandamál. Annað hvort líkar fólk við verk mín eða ekki :) Ég verð að lifa með afleiðingunum...
Birgitta Jónsdóttir, 13.7.2009 kl. 08:24
p.s. takk öll fyrir að gefa ykkur tíma til að svara kalli mínu um lán á dómgreind:)
Birgitta Jónsdóttir, 13.7.2009 kl. 08:25
Sjálfur er ég ekki hlynntur ESB. Ég hef núna hlustað á ræðu flestra þingmanna upp að miðjum laugardegi(úff þið vinnið of hratt þegar ég get ekki haldið í ykkur) og þína sérstaklega.
Sjálfur skil ég ekki að ríkisstjórnin sé að eyða tíma þingmanna og nefndanna þó ekki sé talað um peninga, í þessar aðildarviðræður. Þú bentir mjög vel og réttilega á í ræðu þinni að það væri mun sniðugra að salta ESB-aðild í ár(jafnvel hálft) á meðan við reynum að reisa Ísland upp aftur í einhverri mynd. Aðildarumsókn breytir engu fyrir Ísland til skamms tíma litið og því eru mun mikilvægari hlutir sem þarf að afgreiða á þessu sumarþingi heldur en að senda umsókn á meðan Svíar eru til staðar.
Nú annað er, sjálfur er ég hálf pirraður út í ESB þessa dagana. Ef ég hefði verið með ESB áður efast ég um að ég hefði verið það eftir atlögu ESB gegn Íslandi og að fá það sem stjórnarliðar vilja kalla "samning" um Icesave í hendurnar. Því tel ég mikilvægara að kanna hvað þjóðin hefur um þetta mál að segja. Sjálfur myndi ég hálf skammast mín að skríða til ESB á öllum fjórum biðja um inngöngu eftir þær barsmíðar sem við höfum fengið. Já ESB stendur vel fyrir sameinaðri Evrópu eins og Sf er sannfært um.
Að lokum bið ég þig Birgitta og aðra úr Borgarahreyfingunni ekki að fara VG leiðina. Ég er sjálfur kjósandi VG og efast um að gera þau mistök aftur. Eins gott og fólk er innan þess flokks, þá gengur ekki að láta berja sig til hlýðni eins og Sf hefur gert og vonast ég innilega til að þú fallir ekki í sömu gryfju og VG hefur gert. Ég hef ekkert á móti ríkisstjórninni og er hún hugsanlega besta samstarf sem hægt er að vonast eftir eins og er, en með þeim vinnubrögðum sem hefur verið beitt í þessum tveim risamálum myndi ég ekki syrgja það að hún myndi falla.
Gunnar (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:27
Þeir sem óttast að þjóðin taki óupplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður hafa e.t.v eitthvað til síns máls. En er það ekki bara þannig sem lýðræðið virkar.
Ég vildi óska þess að það væri svo. En tókuð þið ekki eftir því að hinir ýmsu ESB sinnar voru að kosta rándýrar auglýsingar í blöðunum fyrir kosningarnar, ef þið munið eftir því þá getið þið ýmindað ykkur þrýstingin sem fer í gang þegar kjósa á um aðild. Vitandi hvernig fjölmiðlar virka hér eru allar líkur á því að öðru sjónarmiðinu verði gert mun hærra undir höfði en hinu og móti skoðanir hjá stórum hluta almennings. Er það virkt lýðræði?
Ég er farin að sjá það fyrir mér að þessu verði troðið niður um kokið á manni eins og öllu öðru hér. Úfffff
Hippastelpa, 13.7.2009 kl. 14:39
Birgitta mín, það var með miklum efa að ég kaus Borgarahreyfiguna en nú ert þú búin að gera það þess virði. Ég les það hér að þú ert í alvöru að kynna þér málin en ekki að láta hringla í þér. Ég var hlynt inngögnu í ESB ÞAR til ég fór að lesa mér sjálf til um þetta apparat, og guð hjálpi okkur ef við förum þar inn. Treystu ÞINNI sannfæringu, ekki láta neinn annan segja þér hvað er fyrir bestu og hvað ekki. Ég kaus ykkur í þeirri trú að ekki yrði um flokkadrætti að ræða og vona að það haldist. Bestu kveðjur til þín.
(IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:09
Mig langar líka til að þakka fyrir þessa heiðarlegu og einarðlegu lýsingu á því hvað ræður afstöðu þinni. Mig langar svo til að bæta því við að ég er sammála þér hvað forgangsröðunina varðar og líka þá fyrirvara sem þú setur í sambandi við ESB.
Það er ömurlegt að þjóðin sé blekkt með því að tala um könnunarviðræður þegar reyndin er sú að það er bein aðildarumsókn sem um ræðir! Bara það finnst mér fullkomlega eðlileg skýring á því að þú óskir þess að þjóðin fái að kjósa um það hvort út í þær verði farið.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.