Leita í fréttum mbl.is

Ekki allskostar réttur fréttafluttningur

Ég sat á þessum fundi og vil að því sé haldið til haga að Guðfríður Lilja bar upp breytingatillögur að álitinu - enda vorum við að vinna í drögum þess - það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem báðu um fundarhlé út af þeim tillögum sem Guðfríður Lilja bar upp.

Auðvitað eigum við að gefa okkur þann tíma sem þörf er á til að meta hvort að það sé eitthvað sem betur má fara í álitinu áður en það er tekið úr nefnd og inná þing.


mbl.is Fundi utanríkismálanefndar um ESB-mál frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og endalokin nálgast

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 05:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað er í gangi? Er Samfylkingin að fara hefðbundna þrýstingsleið: Einbjörn togar í Tvíbjörn sem togar í Þríbjörn til að láta hann toga í Fjórbjörn? (Einbjörn er nefndarmenn Samfylkingar í utanríkismálanefnd, Tvíbjörn forysta Samfylkingar, Þríbjörn forysta Vinstri grænna og Fjórbjörn er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir).

En ég skrifa um þetta neðst í blogggrein minni sem var að birtast (og fjallar þó meira um tímamóta-umskipti í leiðaraskrifum Mbl. um Icesave-málið).

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 06:01

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara, úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu  eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innlánaranna í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;

Farðu fram á ófalsaðar þýðingar.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Birgitta fyrir vinna þína vinnu af samviskusemi.

Ég vona að fyrir bönum mínum eigi fyrir að liggja að verða Ísþrælar í Evrópusambandinu

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tvírætt innlegg hjá Sigurði! – eða misritun. Annars á hann mjög athyglisvert blogg, nýbirt í kvöld, HÉR ER ÞAÐ, með afar íhugunarverðum orðum, sem enda þannig: "Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónum í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband, starfa ekki í mínu umboði. Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn."

Myndskreytingin með vefpistlinum mun reyndar vekja enn meiri athygli!

En ömurlegt er ásigkomulag þess Alþingis, sem tekur á þessari umsókn um innlimun Íslands í Evrópubandalagið með þeim hætti, sem raun ber vitni. Menn hafi í huga, að hið háa Alþingi væri að svipta sjálft sig öllum teljandi löggjafarvöldum með innlimun landsins í Evrópubandalagið, eins og ég rek í umsögn minni til Alþingis um þær tvær þingsályktunartillögur sem hér var um að ræða.

En til marks um orð mín í málsliðnum hér á undan má hafa það sem fram kom í hádegisfréttum Rúv í dag í fréttum af afgreiðslu utanríkismálanefndar (og endurtekið var í Sjónvarpi í 19-fréttum kvöldsins), þ.e. afhjúpanir Bjarna Benediktssonar og annarra á vinnubrögðunum þar á bæ.

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 23:51

6 identicon

Heyr Heyr,  Jón Frímann !

Heiður (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:46

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hvet alla, til að lesa, nýjustu hagspá Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

http://ec.europa.eu/economy_finance/publications/publication15487_en.pdf

Spá Framkvæmdastjórnarinnar, er að:

  • kreppan, skapi varanlegt efnahagslegt tjón fyrir hagkerfi Evrópu. Það tjón, vinnist aldrei til baka. Þegar ég las þetta, úr þeirra eigin skýrlsu, takið eftir. 
  • tjónið, er einnig mjög alvarlegt, vegna fólksfjölda-þróunar, innan aðildarlandanna, þ.s. fækkun vinnandi handa, er við það að fara af stað. Áhrif þeirrar þróunar, draga einnig úr langtíma-hagvexti.
  • vek athygli á bls. 47, þ.s. borið er saman 'rebound', 'lost decate' og 'permanent shock'. Ég bendi á, að miðspáin, er 'lost decate'.
  • ef þetta er ekki nóg, mun kreppan auka, 'structural unemployment'. Spáin, er að það muni taka 'ár' að vinna úr því, tjóni, einu sér.
  • til viðbóta við allt, þett: mjög alvarleg skuldaaukning, ríkissjóða landanna.

Ég þarf ekki, að segja meira. Lesið þetta sjálf.

Hvað þýðir þetta fyrir Íslands? Augljóslega, gerir þetta það minna 'attractive' að ganga í ESB. Einnig, þ.s. ESB kaupir mest af því sem við flytjum út, þarf að reikna niður væntingar, um efnahagsþróun hérlendis.

Núgildandi spár, eru greinilega allt og bjartsýnar; sem gera ráð fyrir að hagvöxtur fari af stað af krafti, þegar á næsta ári. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.7.2009 kl. 14:24

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara,

úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa

sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar

og

sem tryggja skaðbæturnar eða vernd innlánaranna

í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;     

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 15:48

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

því enginn veit hvað í boði er fyrr en samningur liggur á borðinu.

Flestir vita hvað er ekki í boði.

Forréttindi umfram önnur meðlimaríki EU. Við fáum ekki meir en önnur ríki hafa fengið. 

Núna þarf að spara pening.

Lækka verð innflutnings

a) kaupa vörur inn frá hagstæðari framleiðslu svæðum eða frá hagstæðari markaðsvæðum: Kanada, Kína, Indland, ... Endurskoðun á Senghen og Aðildarsamningi EFTA að EU regluverki sem eyðileggur möguleika okkar í viðskiptum við 92% heimsins. Kostar líka heil ósköp.

b) Stefna á hátátækni og fullframleiðslu allra afurða með áherslum inná markaði tekjuhærri neytenda heimsins. Virðisaukinn allt 1000 sinnum meiri. Núverandi veikleikar einhæfur hráefnisútflutningur. Fyrir utan málmiðjuna eru lávörumarkaðir EU vegna regluverksins næstum eini áfangastaðurinn. Hrávarinn skilur minnstum hluta heildar virðisaukans.

 Við vitum hvað er í boði.

a) Regluverkið sem við höfum haft síðan 1994: einkavæðing fjármálstofnanna og nánast allra ríkisrekinna þjónustufyrirtækja að hætti EU ný-frjálshyggju sem er grunnur Miðstýringarinnar í Brussel.

b) Hvernig er að semja við meðlimaríki EU án formlegrar aðildar: Icelave t.d. 

c) Aðildarnauðungarsamningar kosta minnst 1000 milljónir að sögn þeirra sem ætla eyða skattinum.

Fylgifiskar hráefnisframleiðsluútflutnings eru veikt velferðakerfi, almenn lálaun og lávörubúðir með lélegri gæði og þjónustu.

Hvað varðar utanríkisstefnu.

a) kemur til með leggjast af eftir að við einöngrumst með EU 8 % heimsins.

b) Sjálfbært ríki er eins og bátur sem siglir á miðin: það þarf hæfan skipstjóra sökum veðráttu.   

M.ö.o. stjórnmálaflokkar geta ekki lofað öllu í sambandi utanríkismála að sjálfsögðu.

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.