Leita í fréttum mbl.is

Smá upprifjun um Buiter skýrsluna og LÍ

Landsbankinn óskaði eftir að sérfræðingarnir Buiter og Sibert frá London School of Econimics myndu greina stöðu íslenska bankakerfisins, skýrslunni var svo stungið undir stól, ekki hugnaðist Landsbankamönnum niðurstöður skýrslunnar.

Hér er greinin sem höfundur birti í Financial Times:
http://blogs.ft.com/maverecon/2008/10/icelands-bank-defaults-lessons-of-a-death-foretold/ og hér er skýrslan:http://www.nber.org/~wbuiter/iceland.pdf

Í skýrslunni má finna eftirfarandi yfirlýsingu frá Buiter:
"Early in 2008, Anne Sibert and I were asked by the Icelandic bank Landsbanki (now in receivership) to write a paper on the causes of the financial problems faced by Iceland and its banks, and on the available policy options. We sent the paper to the bank towards the end of April 2008.
 
On July 11, 2008, we presented a slightly updated version of the paper in Reykjavik in front of an audience of economists from the central bank, the ministry of finance the private sector the academic community.  A link to that paper can be found here.
 
Because our Icelandic interlocutors considered the paper to be too market sensitive, we agreed not to put it in the public domain. Our main point was that Iceland’s banking sector, and indeed Iceland, had an unsustainable business model."

Gott væri að fá svör við eftirfarandi:
Er það rétt að Baldur ráðuneytisstjóri hafi ekki haft vitneskju um skýrsluna og niðurstöður hennar? Var hann svo gjörsamlega meðvitundarlaus í starfi sínu um að íslenska bankakerfið væri dauðadæmt  Baldur selur svo eins og svo margir innanbúðarmenn hlutabréfin sín korteri fyrir hrun.

Hver er ábyrgð eigenda LAIS þegar stjórnin - sem í sitja fulltrúar hluthafa - taka ákvörðun að opna Icesave í maí 2008, EFTIR að þessi skýrsla var birt?
 
Væri ekki rétt að eigur þessara manna gengu upp í ICESLAVE kröfurnar? Er ekki kominn tími til að höfða mál gegn eigendum LAIS fyrir vítavert gáleysi og ásetningsbrot?


mbl.is Sögðu ríkið ábyrgjast Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórn Landsbanka á þessum tíma skipuðu Björgólfur Guðmundsson, Andri Sveinsson, Kjartan Gunnarsson, Svafa Grönfeldt og Þorgeir Baldursson.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:31

2 identicon

Buieter nefnir það líka í skýrslunni að hann hafi hitt þröngan hóp manna í Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands sem hafi lesið yfir skýrsluna, Landbankinn ákvað síðan að kaupa skýrsluna og stinga henni undir stól. Buiter var gersamlega misboðið og ég hef spurt þeirrar spurningar sl. 10 mánuði, hver var þessi "þröngi hópur manna" sem Buieter hitti í LÍ og SÍ?

Sigurlaug (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:28

3 identicon

Það sama á auðvitað að eiga við um þá meðlimi Ríkisstjórnarinnar á þessum tíma en ákváðu að þegja og stinga skýrslunni undir teppið. Það eru þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og kanski 2 eða 3 aðrir ráðherrar sem vissu af þessu.

Þau eru öll líka samsek og meðsek um landráð.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Uss! við skulum ekki hafa hátt!

Arinbjörn Kúld, 23.6.2009 kl. 09:45

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eva Joly sagði að stórlaxarnir slyppu oftast.

Nú þarf íslenska þjóðin að standa saman og krefjast réttlætis.

Það er alltaf að koma meira upp á yfirborðið því dýpra sem grafið er.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 23.6.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er borðleggjandi hvers vegna áhugi stjórnmálamanna og hátt settra embættismanna er svo takmarkaður. Hvort þetta var vítavert gáleysi, ásetningur, samtrygging eða heimska breytir því ekki að sannleikurinn verður að fá að koma í ljós. Allur sannleikurinn, hversu sársaukafullt sem það kann að verða.

Það verður engin sátt í þessu litla samfélagi okkar fyrr en réttlætið hefur sigrað.

Sigurður Hrellir, 23.6.2009 kl. 16:22

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er orðinn vonlítill um að það fólk sem olli hruninu með svikum eða gáleysi muni nokkurn tíma þurfa að svara fyrir sig.

Takk fyrir að breytast ekki í möppudýr, Birgitta.

Villi Asgeirsson, 23.6.2009 kl. 19:21

8 identicon

Birgitta þú ert kjörkuð að ögra mafíunni, fáir voga sér það, allra síst fólk í störfum hjá hinu opinbera. Aðilar í valdastólum einkageirans hafa alltaf verið tryggðir í bak og fyrir. Hafa ekki þurft að bera ábyrgð á tjóni sem þeir valda samfélaginu. Verra er að opinberir embættismenn eru algjörlega ábyrgðarlausir gagnvart vanrækslu í starfi og misnotkun á embættum. Réttlæting á ofurlaunum þessara aðila var hin mikla ábyrgð sem nú fynnst hvorki tangur tetur af.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 19:46

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var glæpur þegar þeir stungu skýrslunni undir stól, svo seldi Baldur hlutabréfin sín og græddi á því.  Allt þetta mál er ógeð.  Það er vegna svona mála að Ísland er í svona djúpum skít. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.6.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband