Leita í fréttum mbl.is

AGS einir um að sjá eignasafnið

Í gær áttum við Þór Saari fund með fulltrúa frá Hollandi sem var í samninganefndinni. Þar kom margt áhugavert í ljós. Það sem mér fannst ef til vill áhugaverðast að komast að var að enginn í samninganefndinni hefur séð eignasafnið. Þeir sem hafa séð hverjar raunverulegu eignirnar sem eiga að ganga upp í skuldina risastóru eru endurskoðendaskrifstofan breska sem mat að hægt væri að endurheimta 95% af eignunum og landsstjórar landsins: AGS. Landsstjórinn tjáði samningsfólkinu að þetta væri traust eignasafn og sennilega borið þau traustu tíðindi til okkar ástkæru landshjúa Jóhönnu og Steingríms. Steingrímur þessi étur nú úr hendi AGS sem þægur ...... og hinn dæmalausi viðsnúningur hans verður seint útskýrður. Skora á hann að segja okkur hvað veldur.

Við sögðum þessari ágætu manneskju að það væri ekki hægt að bjóða þingmönnum né þjóðinni upp á það að samþykkja sem enginn hefur séð. Við sögðum henni að við myndum fella þennan gjörning með öllum tiltækum ráðum ef við fengjum ekki allt upp á borðið - hvert einasta pappírsbleðil svo hægt væri að taka upplýsta ákvörðun. Við sögðum henni að við hefðum engra hagsmuna að gæta nema þjóðarinnar og að við gætum aldrei samþykkt að þjóðin yrði hneppt í kreppuástand til 2024 eða lengur. 

Þessi ágæti fundargestur spurði hvort að við ætluðum virkilega að leggja til að einangra þjóðina (aftur) með því að skila AGS láninu, AGS teldi að við getum auðveldlega borgað allar okkar skuldir. Við þessi orð fékk Þór hláturskast enda verið hans vinna um nokkurt skeið að aðstoða lönd í Afríku sem AGS hefur rústað með sínum einstaklega skynsamlegu aðferðum. Hann taldi upp nokkur lönd sem AGS sagði nákvæmlega sama um og okkur og spurði fundargestinn um afdrif þeirra. 

Síðan sagði hann sem fundargesturinn gat ekki hrakið: ef við skilum láninu þá munum við einangrast í mesta lagi í tvö ár en við erum nú þegar einangruð og það mun ekkert breytast - það eina sem mun breytast er að þjóðin mun ekki þurfa að taka á sig skuldir umfram greiðslugetu og vera í mörgum sinnum lengri kreppu en aðrar þjóðir. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að yfirmenn okkar og við mörg hver neitum að horfast í augu við veruleikann: við okkar vanmátt. Veruleikinn er þessi: við erum nánast gjaldþrota, við getum ekki greitt skuldirnar sem okkar ráðalausu ráðamenn eru að samþykkja og undirrita að þjóðinni forspurðri. Skynsamlegast væri að fara fram á afskriftir og leggja allt kapp á að endurbyggja það sem hrundi hér á öðrum forsendum en við höfum gefið okkur. 

Við spurðum fundargestinn af hverju Bretland og Holland vildu ekki taka áhættuna með okkur og taka við eignasafninu í stað þess að láta okkur taka alla áhættuna. Gestinum varð fátt um svör. Við lögðum til að við myndum gera allt til að hjálpa þeim af hafa upp á þeim aðilum sem eru hinir eiginlegu glæpamenn í þessu öllu saman - fólk sem núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir leyfir að valsa um og halda áfram að blóðmjólka þjóðina. Mér verður alltaf betur og betur ljóst að okkar litla samfélag höndlar ekki að vinna úr þessari samspillingu.

Þór spurði þessa ágætu nefndarmanneskju hvort að ef dæminu væri snúið við og ef hún væri í okkar sporum á hollenska þinginu, hvort að hún gæti hugsað sér að samþykkja slíkan samning: svarið var auðvitað eins og okkar: NEI.

Ég spurði hvort að það væri rétt að hollendingar stæðu í vegi fyrir að þjóðin fengi að sjá samninginn og fékk svarið nei, og ekki nóg með það heldur féllu líka eftirfarandi orð: okkur er kennt um allt...

Við komum því skýrt til skila að auðvitað hefðum við fulla samúð með því fólki sem hafði verið rænt - en útskýrðum að það væri óréttlátt að þjóðin sem aldrei skrifaði upp á þessar skuldir hérlendis yrðu rænd. Við viljum að sjálfsögðu axla ábyrgð en það eru til aðrar leiðir en að arðræna þjóðina. Við erum í erfiðri stöðu og þurfum að sýna iðrun og ábyrgð - það gerum við með því að sýna hugrekki við að uppræta spillinguna - hér þarf að hugsa stórtækt og ekki þess virði að setja veð í vinnu komandi kynslóða til að taka til eftir slóðaskap og klíkusamfélag sem virðist hafa leyft hér spillingu að þvílíkum stærðargráðum að grassera að hún mældist ekki einu sinni í alþjóða könnunum... Það þurfa að fara fram hreinsanir og fyrsta skrefið væri að frysta eigur þeirra sem hafa með sanni sýnt sviksamlega hegðun. Hver dagur sem ekkert er gert - er þjóðinni dýr. 

Niðurstaða mín af þessum fundi er einfaldlega þessi: Íslendingar stjórna ekki ríkisfjármálum sínum heldur eru þau alfarið í höndunum á alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Margir vissu það en ég held að fæstir viti hvað það þýðir til lengri tíma og hve víðtæk þeirra afskipti eru. Ég mun eftir að hafa lesið tillögur AGS sem ég fékk í hendurnar í gær, um hvernig ríkið á að fara eftir þeirra kröfum, skrifa um það á þann hátt að ég sjálf skilji það og þá vonandi aðrir:) Það er afar mikilvægt að almenningur skilji hvað framundan er og geti þá tekið upplýsta ákvörðun um það hvort að það vilji taka þátt í því eða einfaldlega fara. Ef almenningur veit ekki hvert er verið að stefna þá mun hann ekki geta veitt sínum fulltrúum á þingi nægilegt aðhald eða komið með lausnir. Hef fengið fullt af gagnlegum tillögum í tölvupósti og samtölum frá almenningi og mun gera mitt besta til að koma þeim að í þessu völdunarhúsi valdsins sem ég starfa í og er sagt að ég geti engum treyst þar innan búðar... það er dálítið skringilegt að vinna á þannig vinnustað.


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er varla hægt að segja að nokkur valkostur sé góður en illskárst er þó að hafna þessum samningi og leita eftir aðstoð við að góma góssið sem siðlaust glæpagengið stakk undan. Takk fyrir þennan upplýsandi pistil.

Sigurður Hrellir, 17.6.2009 kl. 13:39

2 identicon

Þakka þér fyrir gott rapport af þessum fundi. Þetta er einmitt það sem ég vil sjá frá fulltrúum þjóðarinnar; full upplýsinga og greinargerð af þeim málum sem okkur varðar svo mikið--"inside scoop"--svo framarlega sem trúnaður leyfir. Ég var alvarlega farinn að missa traust á ykkur í hreyfingunni en þú endurlífgar það núna. Ég mun fylgjast vel með þínum skrifum í framtíðinni.

Eins og tjallinn segir, "Very well, good luck, carry on!

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Bestu þakkir fyrir þetta Birgitta. Þetta er mjög athyglisverður pistill.  Svei mér þá ef það er ekki það besta sem ég hef gert síðasta árið eða svo þegar ég kaus ykkur á þing.

Ólafur Eiríksson, 17.6.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Birgitta.

Dálítið merkilegt að þið Þór farið í rökræður við einhvern sendisvein frá landi kapitalismans. En gott og vel.

  • Það er enginn íslendingur hrifinn af því að þurfa að taka á sig hlutdeild í þessu stóra láni sem þjóðin virðist vera gerð ábyrg fyrir að greitt verði upp.
  • Af því að þú ert alþingismaður, finnst mér ekki óeðlilegt að þú komir með aðrar og eðlilegar tillögur um lausn í þessu máli. Þá án þess að við sem þjóð þurfum að leggjast á hnén fyrir þessa fjárglæframenn.
  • Nú er ég að tala um alvöru lausn sem kemur frá kjörnum alþingismanni en ekki einhverja útúrsnúninga.   

Það er auðvelt hlutskipti að vera bara á móti. Ég er einn þeirra sem mætti á flesta mótmælafundi á Austurvelli í vetur sem leið.  Þið teljið ykkur vera fulltrúa þess hóps sem voru þarna mótmæælendur. Þannig að ég hlýt að eiga eins og aðrir rétt á að heyra frá ykku tillögur að raunverulegri lausn í þessu máli.

Ég hef tekið þátt í mörgum mótmæla aðgerðum í gegnum tíðina og í virku pólitísku starfi á vinstrivæng stjórnmálanna. Það kemur oft að þeirri ögurstund í pólitísku starfi að menn verða að gera fleira en skemmtilegt að gera. Oft verður að sýna ábyrgð.

Það er engin spurning um það í þessu máli verður Alþingi að taka erfiða ákvörðun og í mínum huga gildir ekkert hugleysi í þessu máli

Þjóðin var fest á öngulinn fyrir löngu síðan, Landsbankinn stóð í glæpsamlegum peningaránum á saklausi fólki og tókst að ná í 1200 milljarða. Jafnvel hægristjórnin samþykkti það að ríkið bæri ábyrgð á íslenskum bönkum. 

Það gerði einnig seðlabankastjórinn.

Hverjar eru þínar tillögur Birgitta? 

Án þess að þjóðin lýsi yfir gjaldþroti og við fengjum hér erlenda skiptaráðendur sem sópuðu upp öllum verðmætum hér til að greiðA ÞESSU FÓLKI PENINGANNA SÍNA?

Kristbjörn Árnason, 17.6.2009 kl. 13:46

5 identicon

Takk Birgitta! Áfram svona og meira af þessu!  Þú ert virkilega að vinna í þágu þjóðarinnar!

Takk!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 14:10

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir upplýsingarnar Birgitta og gott að vita af fólki sem er á þingi af heilindum en ekki til að skara að sér gæðum, maður trúir því að þú verðir seint keypt og haldir áfram að upplýsa þjóðina um allskyns skrípalæti og tvöfeldni á Alþingi voru.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.6.2009 kl. 14:26

7 Smámynd: Gunnar

Þú ert án efa heiðarlegasti þingmaður þjóðarinnar, ég er stoltur af þér!

Gunnar, 17.6.2009 kl. 14:28

8 identicon

Kaerar thakkir fyrir thetta Birgitta,

Thu stendur thig mjog vel i thessari barattu.

Bestu kvedjur

Islendingur (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar. Það er gott að einhver gætir hagsmuna almennings

Helga Þórðardóttir, 17.6.2009 kl. 15:08

10 identicon

Orð að sönnu hjá Kristbirni, sem ég geri að mínu.

Douglas Brotchie (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:14

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér fyrir þennan einlæga og upplýsandi pistil! Þrátt fyrir að þar sé margt ískyggilegt þá er fátt það nýtt í honum fyrir mér að yfir mig hellist eitthvert myrkur. Þvert á móti orkar heiðarleikinn og eindrægni ykkar Þórs, sem þessi pistill lýsir ekki síður, á mig á þann veg að ég leyfi mér að vona áfram.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.6.2009 kl. 15:19

12 identicon

Það er greinilegt að ég kaus vitlaust! Ég kaus ekki þig.

Takk fyrir upplýsingarnar.

HA. (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:25

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Birgitta.  Svona eiga Alþingismenn að vera.

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 15:37

14 identicon

Góður og fróðlegur pistill........takk fyrir hann.

Elías Pétursson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:38

15 identicon

Frábært ! Svo glaður að hafa kosið Borgarahreyfinguna !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:42

16 identicon

Sæl Birgitta,

Þetta er gagnleg umræða.

Það er margt við þessa samninga að athuga. Landsbankinn tók við innlánum í þessum löndum og lánaði áfram til þarlendra aðila að miklu leiti væntanlega, sem þó hefur ekki verið upplýst.

Þess vegna átti að vera skilyrði að þessar þjóðir tækju að lágmarki hluta áhættunnar af þessum eignum. Að sjálfsögðu alla áhættuna vegna þess að við höfum ekki efni á þessu. Síðan eru það vextirnir. Það er hugsanlega rétt að semja um slíka vexti í frjálsum samningum, en ekki í nauðungarsamningum. Við náum aldrei að afla gjaldeyristekna til að greiða þessa vexti.

Svo er það innheimta þessa eignasafns. Á það að vera einhver skilanefnd? Hvernig verður að ná inn eignum eins og hjá Actavis 35 milljarðar, sem ekki eru á 1. veðrétti ? Verður sama kæruleysið í þeim málum og hefur verið í öllum þessum málum fram að þessu ?

Svo er það annað mál að það er verið að eyðileggja alla greiðslugetu í þjóðfélaginu. Það er verið að blóðmjólka þjóðfélagið með alls lags okurvöxtum og öðru okri, en lítið lánað út aftur. 

Páll R. Steinarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 15:49

17 Smámynd: DanTh

Kristinn, ég sé ekki betur en Birgitta leggi upp ákveðna lausn sem hún vill fara út í og ég er henni fullkomlega sammála. Það er óþarfi að tíunda það hér, færðu þig bara ofar og lestu pistil hennar upp á nýtt. Ef þér hugnast ekki það sem hún skrifar, þá er náttúrulega sjálfgefið að þú og Douglas farið í þann hóp manna sem af þrælsótta vill kvitta upp á það að verða gerðir eignalausir skuldaþrælar um ókomin ár fyrir annara manna gjörðir.

DanTh, 17.6.2009 kl. 15:56

18 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar Birgitta.

Þú stendur þig með sóma eins og við var að búast :))

Tek undir það að svona eigi þingmenn að vera.

Ingibjörg G Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 16:01

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir þetta Birgitta

Sigrún Óskars, 17.6.2009 kl. 16:09

20 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Góður pistill - Allt upp á borðið!

Hver var þessi fulltrúi?

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 16:12

21 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta.  Þið hafið sýnt að þið eruð raunsæir og ábyrgir stjórnmálamenn..  Gangi ykkur vel.. Og þá gengur þjóðinni vel..

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 16:13

22 identicon

þá er það á hreinu hvé glæpsamlegt þetta allt er og nú skora ég á dómsmálaráherra að ógilda öll þau vega bréf sem þessir glæpamenn hafa og líka eiginkvenna þeirra STRAX SÍÐAN SKULUM VIÐ FARA UPP Í ÞJÓÐMINJASAFN OG SÆKJA ÖXINA FRÆGU SEM VAR NOTUÐ Á  AGNESI OG FRIÐRIK HÉRNA UM ÁRIÐ ÞAÐ SPARAR ÞJÓÐINNI MIKIN PENING það verður kanski til að aðrir hugsi sig um tvisvar  eru ráðherrar þessarar ríkistjórnar úr takt við raunveruleikan Gleimið lögum og drullist btil að gera eitthvað að viti (glæpamennirnir landráðamennirnir pældu ekkert í lögunum þegar þeir settu okkur hin í fangelsi ) auga fyrir auga og tönn fyrir tönn þannig er það bara

Björn Karl Þórðarson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 16:22

23 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk öll fyrir innlitið - kannski þýðir það að koma með svona upplýsingar að maður fái minna að vita eða meira... það kemur í ljós:) finnst gott að vita að maður sé ef til vill að gera eitthvað gagn... ég mun alla vega spyrna við fótum sem mest ég má en gleymum aldrei því að hið raunverulega vald er ÞIÐ... það er nefnilega svo rosalega margt og mikið sem fólk getur áorkað í sameiningu... 

Birgitta Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 16:35

24 identicon

1) - er hægt að skrifa EKKI undir?

farið að tala af alvöru: hvernig er hægt að komast hjá því að borga, - hvað á þá að gera??

2) - er hægt að endurgreiða lán IMF og slíta samstarfinu við sjóðinn?... Read more

3) er ESB ekki bara tímaspursmál núna -

er etv. vísvitandi búið að koma okkur í svo slæma stöðu að ekki er aftur snúið?
________________________________________


RAUNSÆ SVÖR - og tillögur - ÓSKAST SEM FYRST - helst fyrir mánudag, þegar IceSLave verður tekið fyrir á Alþingi

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 16:36

25 identicon

Þið standið ykkur vel, Birgitta og Þór, en betur má ef duga skal og það vitið þið best!

Þið eruð fremst í þeirri sveit sem vill réttlæti og heilbrigt samfélag á Íslandi.

Ekki bregðast trausti okkar!

TH (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 16:53

26 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hver var fulltrúinn? Leyndó?

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 17:02

27 identicon

Takk Birgitta.

Anna María (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:27

28 identicon

Þakka þér fyrir þessa frásögn Birgitta. Þið Þór eruð ljósið í myrkrinu þarna í þessu béfaða þingi!

Við skulum ekki gleyma því að samkvæmt lögum eigum við ekki að standa skil á þessu fé. Síðan eru vextirnir óheyrilegir svo og öll umgjörð málsins. 

Kristbjörn Árnason,

Ég sé að þér finnst að hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir, á samkvæmt þínum óskum að veita þér einkatíma í stefnu Borgarahreyfingarinnar í þessu máli. Stefnan er skýr og liggur frammi fyrir alla þá sem hafa áhuga. Kynntu þér skrif Þórs Saarí um skuldastýringu og samningaleiðir í Icesave málum.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:40

29 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þjóðarbúið ræður ekki við að greiða af lánum sínum, hefur neikvæða eiginfjárstöðu og er því í öllum venjulegum skilningi gjaldþrota hvort sem við tökum á okkur ICESAVE eður ei. Við verðum að fara að búa okkur til plön yfir það hvernig eigi að fara inn í það gjaldþrot og að hversu miklu leiti eigi að gera það með baráttu og að hversu miklu leiti eigi að gera þeð með samningum við lánadrottna. Hversu mikið ef eigum þjóðarinnar á að fara upp í þær skuldir sem búið er að skrifa hjá okkur, hvað getum við tekið mikið með okkur áfram og hvað verður að fella niður. Allt þetta þarf að gerast fyrir opnum tjöldum svo fólkið í landinu geti farið að undirbúa sig undir það sem er að fara að gerast. Skilanefnd íslenska ríkisins má ekki pukra jafn mikið með sitt verkefni og skilanefnd bananna komst upp með.

Héðinn Björnsson, 17.6.2009 kl. 17:41

30 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar Birgitta, þú ert sannarlega að vinna fyrir fólkið í landinu ásamt Þór sem býr yfir þekkingu í alþjóðamálum. Lengi hefur legið fyrir að AGS er verkfæri alþjóða auðvaldsmafíunnar með höfuðstöðvar í USA. Ögmundur hefur talað skýrt um þessa aðila.

Stjórnvöld eiga ekki að semja við mafíur heldur berjast gegn þeim. Lykilspurningin nú er hvort Íslensku mafíuhóparnir hafa betur í baráttunni gegn Evu Joly og þar með almenningi í landinu, það skýrist væntanlega mjög fljótlega. Fréttablaðið hefur tekið einarða afstöðu gegn almenningi og RÚV virðast vera búið að gefa uppá bátin hagsmunabaráttuna fyrir almenning í landinu.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:45

31 identicon

Ég tek bara undir þetta hjá Héðni, stundum er ágætt að þurfa ekki að endurtaka sig mjög mikið.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:46

32 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir fræðandi grein. Það er gott að vita að maður hafi kosið alvöru fólk á þing ekki flokksmeðreiðarsveina.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 18:10

33 identicon

Þakkir fyrir upplýsingarnar !

Þið standið ykkur vel !

Ef alþingismenn fella með atkvæðagreiðslu ICESAVE samningin, hvert verður þá næsta skref hjá þeim sömu ?

Verður næsta skref að senda AGS heim ?

Ætlið þið ekki líka að funda með fulltrúum norðurlanda þjóða til að fá einhverja sýn á þeirra þátt í aðgerðaráætlun AGS ?

JR (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:27

34 identicon

Ef Icesavemálið er á dagsskrá á mánudag þá er of seint að fara að setja saman nýjar tillögur um lausn málsins núna. Sennilega var aldrei falast eftir þeim frá stjórninni hvort eð er. Það er engin kvöð á alþingismönnum að setja slíkt fram.

Nú er aðeins spurning um að vega og meta þann samning sem lagður verður fram af stjórninni. Í annarri umferð, sem vonandi verður, er hægt að koma fram með tillögur.

Í guðanna bænum styðjið ekki þennan samning nema það séu sterk rök fyrir honum. Lúðalegar ástæður eins og "Allir kostir eru slæmir," eða "Það eru engir aðrir kostir," eru engin haldbær ástæða til að styðja samninginn.

Icesavesamningurinn verður að standa eða falla á sínu eigin ágæti. Og án þess að hafa séð fína letrið, eða letrið yfirleitt, má ALLS EKKI samþykkja samninginn.

Ég efa ekki að Jóhanna og Steini verða svekkt ef samningurinn fellur. En þau hefðu mátt vita betur. En Hollendingar og Bretar munu virða að Íslendingar eru tilbúnir að sýna manndóm. Sem og alþjóð.

Gott gengi.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:33

35 Smámynd: Gísli Már Marinósson

AGS  hefur örugglega tekið eignasafn gamla Landsbankans sem tryggingu fyrir láninu sem þröngvað var uppá okkur. Takk fyrir þennann pistil Birgitta mjög fróðlegur.

Gísli Már Marinósson, 17.6.2009 kl. 21:17

36 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gott að vita af þér í húsinu við Austurvöllinn, Birgitta.

Villi Asgeirsson, 17.6.2009 kl. 21:19

37 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

"fund með fulltrúa frá Hollandi"

"Við sögðum þessari ágætu manneskju"

"Þessi ágæti fundargestur"

Hvaða fundur var þetta eiginlega og hver er þessi svakalega dularfulla mannsekja og fulltrúi og fundargestur? Mættum við fá að vita það?

Heldur þú virkilega að þú yrðir einhverju nær ef þú sæir eignasafnið? Eru þetta ekki þúsundir skjala? Verður þú ekki eins og við mörg að treysta á mat sérfræðinga á þessum eignum? Ég bara spyr í fávísi.

Guðl. Gauti Jónsson, 17.6.2009 kl. 21:25

38 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er ekkert að biðja um fréttir í þessum skrifum mínum, ég hef þær og hef lengi haft þær að mestu. Smáatriðin skipta þarna engu máli

  • Ég er heldur ekkert sérstaklega glaður yfir því að þurfa að leggja á mig meiri vinnu eða verulega skerðingu á lífskjörum vegna þessa máls frekar en aðrir hér.
  • Það eru því miður margir mánuðir síðan að við íslenska þjóðin var hengd upp vegna þessa máls. 
  • Ég er aðeins að biðja um að vita: Hverjar eru tillögur þínar í þessu máli Birgitta Jónsdóttir og hverjar verða afleiðingar af slíkri tillögu fyrir þjóðina verði þær samþykktar?
  • Eða ertu kanski ekki með neinar tillögur, bara upphróp? 

Kristbjörn Árnason, 17.6.2009 kl. 21:51

39 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk Birgitta, í ykkur felst von - ekki gleyma því.

Arinbjörn Kúld, 17.6.2009 kl. 22:27

40 identicon

Sæl Birgitta.

Hér er svar mitt við tölvupósti sem ég fékk um efnið fyrir stuttu:

Ég get fullyrt eitt: 

IMF hefur enga sérfræðiþekkingu á traustverðuleika eignasafns Landsbankans.

Ég get fullyrt annað: 

Brezkir samningamenn geta ekki sett fram nein skrifleg ummæli af því tagi frá IMF.

Kv.

Gunnar Tómasson

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:00

41 Smámynd: Gunnar

Ef þessi manneskja bað um að nafn hennar yrði ekki gefið upp þá finnst mér það í góðu lagi. Ég er manna harðastur á gegnsæi og heiðarleika en ég er nógu raunsær til að átta mig á því að ef fólk ekki getur gefið upp viðkvæmar upplýsingar undir nafnleynd þá þrífst spillingin miklu betur.

Aðalmálið er að upplýsingarnar passa 100% við upplýsingar RÚV um innihald IceSlave samningsins. Upplysingarnar sjálfar skipta miklu meira máli heldur en hvert nafn viðkomandi er.

Ég skil hinsvegar vel að kjósendur VG séu sjokkeraðir yfir landráðahugmyndum síns flokks, ég veit að ég væri í rusli ef ég hefði kosið VG síðast (sem kom til greina).

Birgitta og Þór Saari eru einu þingmennirnir sem hafa sýnt þjóðinni tryggð og leyft okkur að fylgjast með því hvernig kaupin gerast á eyrinni.

Hvernig væri að þið sem kusuð VG hreinlega viðurkennið (allavega innra með ykkur) mistök ykkar og hættuð að níðast á fólkinu sem er að reyna að bjarga Íslandi frá þessum Afsalasamningum?

Gunnar, 17.6.2009 kl. 23:13

42 identicon

Þið eruð að gera frábæra hluti og mér finnst mjög gott að hafa kosið ykkur. Það virðist vera að þið séuð þau einu sem virkilega meinið það að þið viljið ekki gefa landið okkar.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:25

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Birgitta. Takk fyrir þessar upplýsingar.  Ég tek undir með Helgu systur minni . Ég þakka fyrir að einhver lítur eftir hagsmunum Íslendinga þarna við Austurvöllinn. Guð minn góður ef þið væruð ekki þarna til að standa vaktina.

Það er eins og að Samfylkingin sé fullkomlega ábyrgðarlaus og sé tilbúin til að fórna öllu til að koma landinu í ESB. Ég skil þetta ekki því það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ráða tollamálum okkar sjálf og fá þannig tollalækkanir á fisk í Asíu Þessu töpum við ef við förum í ESB ásamt yfirráðum yfir sjávarauðlindinni.  Hvað er þetta fólk að hugsa?

Sigurður Þórðarson, 18.6.2009 kl. 01:01

44 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Birgitta þú og Þór eruð að standa ykkur ótrúlega vel.  Ég er stolt af því að vera í Borgarahreyfingunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.6.2009 kl. 03:00

45 Smámynd: Gunnar

Sendu bréf á þingmenn um IceSave: http://kjosa.is/

Gunnar, 18.6.2009 kl. 03:18

46 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég vil helst spyrja manneskjuna áður en ég fer að setja nafnið hennar í íslenska fjölmiðla hvort það sé í lagi, þetta er háttsett manneskja og kannski kem ég henni í vandræði með því að setja nafn hennar við þetta blogg... hún var ekkert að koma með neinar leyniupplýsingar - þetta vita allir í nefndinni - bæði þeir íslensku og bresku og því alveg sjálfsagt að við vitum það - ss þjóðin.

til Guðl. Gauta... ég veit alveg að ég mun ekki skilja nákvæmlega virði eignasafnið en ég get fullyrt að við höfum aðgang að fólki sem hefur til þess betri skilning en ég... það er fullt af fólki bæði hérlendis og erlendis sem hefur boðist til að hjálpa þjóðinni - mér finnst kominn tími á að þiggja eitthvað af þessari hjálp - því við þurfum fleira fólk á sama level og Eva Joly til að geta höndlað þetta mál - vanhæfnin í kringum hrunið má ekki endurtaka sig í þessu máli.

Birgitta Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 05:25

47 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kristbjörn ég vil endilega benda þér á að lesa stefnu Borgarahreyfingarinnar en þar erum við með lausnir varðandi ICESAVE sem við kynntum fyrir fundargestinum...

Stefna Borgarahreyfingarinnar

Birgitta Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 05:31

48 Smámynd: Einhver Ágúst

Stundum hugsa ég , vá hvað hún Birgitta er dugleg og han Þór, hvernig fara þau að þessu?

Þið eruð yndisleg og takk fyrir að berjast fyrir börnin okkar.

En vissulega veljum bardagana vel og fáum sem besta niðurstöðu fyrir þjóðina.

Takk fyrir að vera með mér í Borgarahreyfingunni og að hafa verið með okkur á Austurvelli.

Icesave stendur þvi miður og fellur með VG og Sjálfstæðisflokki, væri það ekki skondið að þeir flokkar myndu sameinast (klofnir þó) um að hafna þessum tillögum?

Samylkingin hvetur sína þingmenn til að kjósa eftir flokkslínunni og það gera þeir næstum án undantekninga, þá er gott að vera með gamla fjölmiðlamenn og annað framapotarapakk í sínum röðum.

Skilum við hins vegar lanununm og höfnum þessum samning þarf eitthvað að fara að gerast í fæðuöflun þjóðarinnar, svo beisikk verður samskiptarofið hér við viðskiptalöndin, það tel ég nú samt ekki verða langt ástand.

Ég er með í burðarliðnum hópavinnu sem snýr að þessum m´laaflokki, nýsköpun og sjálfbærni í matvælaframleiðslu, endilega hafið samband þeir sem áhuga hafa.

Er ekki löngu kominn tími á að við séum sjálfbær í matvælaframleiðslu?

Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 06:52

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Birgitta.  Það er svo sem auðvitað að fólk reynir að gera þetta allt saman tortryggilegt, nafnleynd eða ekki.  Það skiptir nákvæmlega engu máli, það eru upplýsingarnar sem skipta máli en ekki hvað uppljóstrarinn heitir.  Þarna er verið að fara fram á feluleik, sem íslenska þjóðin er búin að fá upp í kok af. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 09:06

50 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Takk fyrir þín svör Birgitta.

Svo þetta var þá óformlegur fundur þar sem menn segja hugsanlega aðra hluti en þeir sögðu í samninganefndinni og vilja hugsanlega ekki segja undir nafni. Þetta eru, að mínu mati, vinnubrögð sem ekki er hægt að viðhafa í alþjólegum samskiptum um verulega alvarleg mál. Þetta er ekki sú snnleiksást og það gegnsæi sem ég sækist eftir þessa dagana.

Satt að segja þykir mér líklegt að samninganefndin hafi alls ekki viljað sjá eignasafn gamla Landsbankans. Það að meta svona pappíra hlítur að vera mjög mikið starf og krefjast langrar reynslu og mikillar sérhæfingar. Allt annarrar sérhæfingar en samningaferlið sjálft. Enda snýr matið á eignasfninu í raun aðeins að þeim mönnum sem semja fyrir okkar hönd. Hinn hluti nefndarinnar getur látið sér í léttu rúmi liggja hvers virði safnið er því þeir ætla ekki að taka það að sér. Þetta gæti t.d. átt við "þessa manneskju" sem þið Þór töluðuð við.

Guðl. Gauti Jónsson, 18.6.2009 kl. 09:17

51 identicon

Fréttatilkynning

Ekkert skjól í ICESAVE samningnum

Þjóðréttarleg staða Íslands í hættu

 

Í gærkvöldi greindi RÚV frá hluta af innihaldi samnings hollenska ríkisins annars vegar og Tryggingasjóðs innistæðueigenda, fjárfesta og íslenska ríkisins hins vegar um lausn Icesave deilunnar.  InDefence hópurinn hefur þennan samning undir höndum. Í samningnum er ekki að finna ákvæði um trúnað samningsaðila. Fulltrúar InDefence hópsins hafa kynnt sér efni samningsins og geta ekki látið hjá líða að eftirfarandi komi fram:

1)      Það er álit lögmanna InDefence hópsins að eignir íslenska ríkisins hvar sem er í heiminum geti verið til tryggingar skilvísri greiðslu lánasamningsins. Þetta þýðir með öðrum orðum að allar eignir íslenska ríkisins eru lagðar að veði.  Samningurinn tryggir að Íslendingar geta ekki borið fyrir sig friðhelgi fullveldis kjósi Hollendingar að ganga að eignum ríkisins til fullnustu samningnum.  Samningurinn kemur þannig í veg fyrir að íslenska ríkið geti varið eigur sínar í krafti fullveldis.

2)      Indefence hefur alvarlegar áhyggjur af ýmsum öðrum ákvæðum samningsins, m.a. rúmum vanefndarúrræðum hollenska ríkisins. Þetta þýðir m.a. að hollenska ríkið getur gjaldfellt samninginn í heilu lagi, jafnvel á fyrstu sjö árum samningstímans. Takmarkað hald er því í hinu sjö ára skjóli.

3)      Innihald samningsins felur í sér að þjóðréttarleg staða Íslands skerðist með mjög alvarlegum hætti. Í ljósi þessa hefur Indefence í hyggju að leita eftir áliti erlendra lögmanna.

4)      Ljóst er að samningurinn brýtur í bága við þau viðmið sem samninganefndir landanna þriggja voru bundnar af og fram koma í viðauka við þingsályktun Alþingis frá 5. desember 2008.

5)       InDefence hvetur ríkisstjórn Íslands til að sinna skyldum sínum við borgara þessa lands og  birta samninginn þingi og þjóð án tafar.

Jóhannes Þ. (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:42

52 identicon

Hæ hæ Birgitta mín, takk fyrir kvittið ! Mikið er gaman að fylgjast með þér í pólitíkinni, þú ert svö frábær! Vona að allt gangi vel, farðu vel með þig... knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 11:11

53 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Góður vinur minn lagði til að ef þetta icesave samkomulag yrði að raunveruleika að þá ættum við að fara fram á að formleg undirskrift færi fram í Versölum bara til þess undirstrika samhengið sem almenningur virðist skoða þessa samninga í.

Einnig get ég ekki treyst AGS sem er stofnun sem snýr uppá hendur heilu þjóðanna og pínir í einkavæðingu og það helst í formi fjárfestinga erlendra aðila á alþjóðasviðinu en eru sjálfir stofnun sem lýtur ekki markaðslögmálum, hvernig væri að þeir færu að eigin ráðum og lokuðu bara búllunni og hættu að þjóna hagsmunum alþjóðasamsteypa?

Ég er ekki sérfræðingur í þessu en ég man ekki eftir því að AGS hafi beitt sér fyrir innlendum lausnum í þeim ríkjum sem þurft hafa aðstoð sjóðsins, hvort sem er í formi fjármagns eða ráðgjafar ... það er etv. vegna þess að slæmu fréttirnar hafa hæst og berast víðar en þær góðu, en það er samt þannig að ég get ekki treyst stofnun þar sem slíku ægivaldi er þjappað saman.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 18.6.2009 kl. 11:23

54 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er óendanlega stolt af því að þú tilheyrir "mínu" fólki :)

Heiða B. Heiðars, 18.6.2009 kl. 11:47

55 Smámynd: Alfreð Símonarson

Takk kærlega fyrir það að upplýsa okkur um þetta mál, þetta eru upplýsingar sem hver og einn sjálfstæur Íslendingur þarf að sjá. Þetta er sorglegt hve AGS er búinn að ná að krækja klónnum sínum í fjallkonuna en við vissum þetta mörg fyrirfram. Hérna er svo smá upprifjun frá fyrirlestri hans Johns Perkins í HÍ:
http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/847929/

Alfreð Símonarson, 18.6.2009 kl. 11:47

56 identicon

Guðl. Gauti segir;

"Svo þetta var þá óformlegur fundur þar sem menn segja hugsanlega aðra hluti en þeir sögðu í samninganefndinni og vilja hugsanlega ekki segja undir nafni.

Ég veit ekki til þess að Birgitta hafi sagt neitt annað en að þetta hafi verið fundur sem haldin var með óformlegum hætti

"Þetta eru, að mínu mati, vinnubrögð sem ekki er hægt að viðhafa í alþjólegum samskiptum um verulega alvarleg mál.

Það vill nú svo til að milliríkjamál eru unnin og könnuð að stórum hluta eftir óformlegum leiðum. Ef að svo væri ekki, þá væri ekki um neinn Diplómatískan vettvang að ræða.

Vísar þú kannski til einhverrar reynslu af milliríkjasamskiptum eða utanríkisviðskiptum? 

"Þetta er ekki sú snnleiksást og það gegnsæi sem ég sækist eftir þessa dagana."

Ó,

Restin af málflutningi þínum Guðl. er ágætis hugleiðing fyrir þig sjálfan geri ég ráð fyrir, eins og hverjir meti ólíka þætti málsins og hverjir lesi úr slíku mati, hverjir vilji eða vilji ekki hafa upplýsingar um þá samninga sem til stendur að skrifa undir?

Eru þetta ekki bara ágætis privat pælingar?

Sjálfur hef ég ágætis vitneskju um hvernig slík flokkun og aðgreining verkefna fer fram, nógu mikla til þess að ég myndi aldrei setja fram aðra eins fáránlega aðdróttun og þessa;

"Enda snýr matið á eignasfninu í raun aðeins að þeim mönnum sem semja fyrir okkar hönd. Hinn hluti nefndarinnar getur látið sér í léttu rúmi liggja hvers virði safnið er því þeir ætla ekki að taka það að sér. Þetta gæti t.d. átt við "þessa manneskju" sem þið Þór töluðuð við."

Ég tek fram að feita letrið  er mín leturbreyting.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 13:41

57 Smámynd: Aron Ingi Ólason

þakka þér kærlega fyrir góðan og vel upplýsandi pistil. ég tek undir með þeim sem segjast vera feignir að vita af þér á alþingi og mér er persónulega létt af vita að atkvæði mitt og þeirra sem ég sannfærði um að kjósa borgarahreyfinguna var greinilega vel varið. ég vildi að auki vekja athigli ykkar á lögbroti Gordons Jarps (Brown) er hann af illa ígrunduðu máli viðurkenndi í fyrirspurnar tíma á breska þinginu að hafa beitt AGS til þess að þvinga fram betri samninga fyrir breta en þetta kemur fram á síðu , Jóhannes Björns höfundar bókarinnar falið vald vald.org. það væri athyglisvert er þetta reinist rétt og þér gætuð komið fram meðfrumheimildirnar fyrir þing heim og með þeim veitt athygli að því klára lögbroti sem jarpur hefur framið og spurt hversvegna stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessu.

Aron Ingi Ólason, 18.6.2009 kl. 16:36

58 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Auðvitað eru þetta mínar "privat pælingar" Gunnar Waage eins og ég tek fram í textanum mínum ("að mínu mati"). Og vonandi held ég ekki fram að Birgitta hafi sagt eitthvað annað en hún sagði í pistli sínum og ég er ekki viljandi að snúa útúr fyrir hanni. Það var alls ekki ætlun mín og ég fyrirlít reyndar þannig málflutnign. Nei ég er bara sumpart ósammála henni og sumpart etv að setja fram fleiri vinkla á málið.

Guðl. Gauti Jónsson, 18.6.2009 kl. 22:04

59 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kristbjörn, þú tala eins og ekki hafi verið bent á neina aðra lausn.

Allir helstu sérfræðingar í Evrópurétti telja að Ísland myndi vinna mál um Icesafe fyrir dómi lestu

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 05:58

60 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Til heyrir "mínu" fólki?

Er þetta ekki það sem við viljum losna við. Við og þeir, Sjálfstæðis og Samfylkingin. Rugl

kv

Kjosandi Borgarahreyfingarinnar!!!

Sleggjan og Hvellurinn, 23.6.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband