Leita í fréttum mbl.is

Að ganga í björg

Það er alveg furðulegt hvernig fólk umbreytist þegar það fær völd. Það er eins og það gangi inní björg og komi út sem umskiptingar.

Það er alveg ljóst að Eva Joly hefur ítrekað rætt við ráðamenn - þar á meðal Rögnu og gagnrýnt þá starfshætti sem við henni blasa varðandi rannsóknina. Sumir þingmenn Samfylkingarinnar koma af fjöllum eins og til dæmis Ólína og kvartar sáran undan því að Eva tjái sig um þessa hluti við fjölmiðla. Það sýnir ef til vill best hve illa upplýstir stjórnarliðar eru sem starfa á þinginu. 

Eva hefur enn ekki fengið skrifstofuaðstöðu, né aðstoðarmaður hennar, honum hefur jafnframt ekki verið greidd laun hef ég frétt. Sértækur saksóknari hefur ekki farið að ráðum hennar og það er því miður alveg ljóst að hann er gjörsamlega vanhæfur og stendur þessari rannsókn verulega fyrir þrifum - ég skora á ríkisvaldið að hætta að draga lappirnar og gera samstundis það sem Eva biður um og hefur gert lengi fyrir daufum eyrum.


mbl.is Gagnrýni tekin alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Áhugaleysi þessarar ríkisstjórnar á því að ná í sökudólgana er augljóst.

Þetta lítur einhvernvegin út eins og fjölskylda þar sem allir vita að einn úr henni er búinn að misnota alla en enginn segir neitt.

AUMINGJASKAPUR er orðið sem ég lærði að nota yfir svona þegar ég ólst upp.

RASSASLEIKJUR er orðið sem ég lærði að nota yfir fólk sem hagar sér eins og þingmenn núverandi ríkisstjórnar.

Ef Eva Joly fer héðan og gefst upp á spillingunni á íslandi þá fer restin af mannorði okkar með.

Baldvin Björgvinsson, 11.6.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Birgitta, það er skemmtilegt að sjá, hversu svona hæglát kona eins og Eva Joly, er föst fyrir. Hún hefur nóg af áhugaverðum verkefnum, en hún lætur Ísland sig varða. Hún lætur ekki sinnulausa embættismenn ýta sér til hliðar, heldur kemur fram fyrir alþjóð og hrellir möppudýrin.

Þær tillögur sem Eva hefur fram að færa, eru ljóslega réttar. Ef það er eitthvað, sem almenningur bindur vonir við að embættismennirnir hafi rænu á að gera, þá er það lögsókn á hendur þeim sem stolið hafa fjármunum þjóðarinnar. Ekkert má spara til að þessu marki verði náð. Öðrum málum, sem stjórnkerfið er að fást við, verður örugglega klúðrað.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.6.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála þér Birgitta. Ég myndi segja að taki ríkisstjórnin ekki "réttar" ákvarðanir í þessu máli geti hún gleymt því að stija áfram. Almenningur mun ekki láta bjóða sér meira bull.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.6.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Sigurjón

Það stefnir allt í nýja búsáhaldabyltingu...

Sigurjón, 11.6.2009 kl. 11:12

5 Smámynd: Sigurjón

Kannske að það verði garðáhaldabyltingin (fólk mæti með klippur, keðjusagir og sláttuvélar)?

Sigurjón, 11.6.2009 kl. 12:35

6 identicon

Þú ættir nú kannski að skoða bjálkan í eigin auga áður en þú ferð að tala um spillingu valds hjá öðrum, aldeilis breyting á met tíma á þér síðan þú komst inn á þing... Það er verið að fara senda sex flóttamenn út í opinn dauðann, og ég heyri ekki bofs í þér. Hvað í andskotanum? Eru peningar (þjóðarinnar þá) það eina sem kemst að. Hvað með mannréttindi?

malli (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:09

7 identicon

Hvað með þetta embættismannakerfi þar sem embættismenn eru æviráðnir ? Eru það ekki þeir sem eru að tefja málin? Er það ekki þannig að ráðherrar láta mál sem ákveðin eru í hendur embættismanna kerfisins sem síðan framkvæma þá hluti sem þarf að gera í ferlinu t.d. í þessu tilfelli að finna skrifstofuaðstöðu fyrir Evu og vera henni innanhandar og svo fl. Eru það þeir sem eru að EKKI að vinna samkvæmt skipunum ráðherra eða? Var að heyra að Valtýr ríkissaksóknari ákveður sjálfur sitt hæfi í málum? Ég á ekki til orð! Það er eitthvað mikið að í íslensku stjórnkerfi og komin tími til að leggja þessar æviráðningar niður. Það er allavega ljóst að mikil hreinsun þarf að verða innan stjórnsýslunnar svo hún virki, virðist ekki gera það í dag.Burt með æviráðningar embættismanna !

Ína (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:29

8 Smámynd: Jón Þór Helgason

Af hverju gengur svona illa hjá henni að fá greitt? af hverju haldið þið að hún fái ekki starfsaðstöðu?

 Málið er að Samfylkinginn sem heldur á stjórnartaumunum embættismenn og hluti af stjórnarandstöðunni hafa bara svo mikið að fela!

Baugur var kominn á hausinn í mars í fyrra og fjármálaeftirlitið gerði ekki neitt!  Hvað með Eimskip?,  Hvað með Teymi? Hvað með alla bankana?

Menn eru að fela eigin skít. Joly er bara fyrir. Þeir héldu að hún myndi vera til friðs. Hún veit alveg hvað hún er að gera, hún er að fara fram í stjónvarpi til að láta þjóðina fylgjast með!

Hvers vegna má ekki koma fram með allt sem er að gerast?  Minn grunur er sá að Aljóða Gjaldeyrissjóðurinn vilji hafa þetta svona þar sem þá er samnigsstaða Íslands verri.  Þeir eru vanir að fást við lönd sem eiga mikið að auðlyndum. Samanber Suður Ameríku.  Þessar auðlyndir eru nýttar af Bandarískum fyrirtækjum í dag.

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 11.6.2009 kl. 13:59

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Malli

Ég hef átt nokkra fundi með Rögnu sem og einn með Árna Pál út af málefnum hælisleitenda -það kom mér sem reiðislag í dag þegar ég heyrði af því að það ætti að senda hælisleitendur til Grikklands

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að tala um - ég hef því miður ekki mörg eintök af sjálfri mér og er kannski ekki alltaf að slá mér á brjóst hvað ég er að bralla ... ICESAVE er þannig mál sem og spillingarmálin að þau snúa beint að stefnuskrá XO - ég er inni á þingi til að fylgja þessari stefnuskrá fyrst og fremst - en ég mun með sanni gera mitt besta til að halda áfram að vinna að málefnum hælisleitenda sem og innflytjenda...

Birgitta Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 15:31

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var aldrei meiningin að Eva Joly gegndi öðru hlutverki en að gera "rannsóknina" trúverðuga.

Árni Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 17:22

11 identicon

Af hverju ætti Samfylkingin að vilja skoða þetta mál? Flokkur sem var fjármagnaður af Baugsfyrirtækjum.

Almenningur gerði góða hluti með því að mótmæla í búsáhaldabyltingunni en aðal áróðurinn snérist hinsvegar að Sjálfstæðisflokki og Davíð Oddssyni enda var fólk matað linnulaust í Baugsmiðlum um það hverju þau ættu að mótmæla. Ekki að það hafi verið slæmt að mótmæla starfsháttum þessara aðila, heldur slapp einn spilltasti flokkurinn, Samfylkingin, of vel.

Sigga (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:06

12 identicon

Það er auðvitað augljóst hvers vegna stjórnvöld bregðast við nú fyrst þegar Eva Joly hótar að hætta.

Því annars myndi hún einfaldlega opinbera þá frétt að við værum of spillt til að vera viðbjargandi. Og umheimurinn, þ.e evrópusambandið tekur mark á Evu Joly.

Einföld skilaboð hysjið upp um ykkur brækurnar og skúrið út eða þið dæmist ei húsum hæf.

sigurður jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:05

13 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ísland er "óborganlegt land...." - í víðasta skilningi þess orðs!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 11.6.2009 kl. 22:42

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fari Eva þá fer restin af mannorði okkar með - þá fer ég líka. Svo einfalt er það.

Arinbjörn Kúld, 11.6.2009 kl. 22:56

15 identicon

Eva er búin að gera ríkisstjórninni ljóst að hún leggi ekki nafn sitt við rannsóknina ef mafían fái áfram að stýra atburðarásinni. Spurningin er bara hvaða tímamörk hún setti ríkisstjórninni til að koma nauðsynlegum breytingum í framkvæmd. Vonandi eru það bara örfáar vikur. Ef mafían hefur betur í baráttunni um völdin mun Eva umsvifalaust segja sig frá rannsókninni. Þá stendur valið á milli þess að flýja land eða taka þátt í blóðugri byltingu.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:16

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fyrir það fyrsta er ég mjög ánægður með þig Birgitta fyrir að vera eins ópólitísk og þú ert, þrátt fyrir að vera á þingi.  Þetta Evu mál er nú bara lýsandi fyrir það í hverskona skötulíki öll stjórnsýsla á Íslandi er og pólitíkin lágkúruleg.

Eins og þú sérð á athugasemdunum hér er til fullt að fólki sem hefur sínar meiningar, jafnan mjög flokkspólitískar. Ég hvet þig hins vegar eindregið til að taka  orð þeirra með fyrirvara og fylgja samvisku þinni eins og þú hefur gert fram að þessu og halda áfram að fletta ofan þessu hyski sem meiri hluti þjóðarinnar kaus til að takast á við vandann.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.6.2009 kl. 23:51

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Birgitta.  Til að byrja með taldi ég það óráð að hafa ykkur ekki með í stjórn, nú eru að falla á mig tvær grímur varðandi það, með fullri virðingu. 

Tel mikilvægt að hafa "flugu á vegg" innan þessara þykku múra, þar sem allir virðast breytast í steintröll um leið og gengið er inn,  nema þið.

Þið megið verið stolt af ykkur ........ hingað til.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.6.2009 kl. 01:58

18 identicon

Sæl Birgitta!

Já, það er æmalaust með þessa umskiptingu : "Konfúsíus

Njóttu lífsins

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:36

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég furða mig helst á stefnubreytingum VG.  Þeir ætla að nota þöggun og feluleik, í stað allt upp á borðið og sýnileika. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:39

20 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Viðtalið við Evu var eins og rósrautt "flashback" frá Kvennalistatímanum. Mjög flott! 

Hennar hlutverk er að vera málpípa og farvegur fyrir samvisku þjóðarinnar og öll gagnrýni á hennar störf útfrá lagalegum sjónarhóli er byggð á röngum forsendum.

Viðbrögð Valtýs voru helst til testósterónstinn og ekki til þess fallin að vekja samúð með hans málstað.

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2009 kl. 15:50

21 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Vonandi nærðu að halda jarðsambandi við fólkið í landinu sem lengst Birgitta þó að þú sért komin á þing. Í Reykjavíkurbréfi Moggans í dag segir svo um Steingrím J. í tengslum við Icesave málið: ,,Sumir ráðherrar, ekki sízt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, hafa reyndar skipt um skoðun frá því að þeir voru í stjórnarandstöðu. En það er ekki í fyrsta sinn sem ábyrgðartilfinningin kemur yfir menn þegar þeir setjast í ábyrgðarstöðu". Segir þetta kannski mikið um þann vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag? Sjá einnig blogg mitt um Evu í gær: Eva Joly eltist við íslensku elítuna

Jón Baldur Lorange, 14.6.2009 kl. 14:00

22 identicon

Ég kaus þig og er ánægð með það. Þú og þið öll eruð augun okkar og eyrun og svo rödd okkar þegar til kastanna kemur, ef þið haldið áfram að halda sambandi eins og hingað til.
Takk fyrir pistlana og upplýsingarnar.

Solveig (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 02:00

23 identicon

Það er frábært að sjá að Eva Joly sé föst fyrir. Hún hefur mikla reynslu í þessum málum og veit þar af leiðandi að hún mun lenda í miklu mótlæti af hálfu stjórnvalda og annarra sem eiga hagsmuna að gæta í spillingunni sem hefur umturnað samfélaginu.

En ... hún veit líka að hún þarf á stuðningi íslensku þjóðarinnar að halda, enda sagði hún sjálf að hún væri ráðin af íslensku þjóðinni. Það er mjög mikilvægt að við, almúginn, sem þurfum að bera ábyrgð á ábyrgðarleysi annarra gerum okkur grein fyrir þessu!

Það skiptir höfðumáli að mótlætið sigri ekki. Hún verður að fá að vinna sína vinnu eins vel og kostur er og það er íslenska þjóðin sem þarf að hjálpa til.

JC (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.