8.6.2009 | 20:38
Ræðan mín um ICESAVE
Ég er glöð að vita til þess hver margir hafa öðlast meðvitund um að þrýstingur frá almenningi hefur áhrif á stjórnvöld - það var skringilegt að vera inni á þingi og horfa á mótmælin innanfrá - ég átti erfitt að einbeita mér að hanaslagnum inni á þingi. Langaði mest að drífa mig út... sem ég svo gerði eftir að umræðan um ICESAVE var búin inni á þingi. Hér er ræðan sem ég flutti um þetta mál í dag:
Frú forseti, hæstvirtu ráðherrar, háttvirtu þingmenn og kæru landsmenn
Það er verið að skuldbinda þjóðina til að greiða skuld sem hún efndi aldrei til. Það er ranglátt. Þjóðin spyr: af hverju vilja Bretarnir ekki þetta örugga eignasafn Landsbankans sem þeirra ágæta endurskoðendaskrifstofa metur að verði 95% heimtur af? Af hverju vilja þeir ekki taka áhættu með okkur? Hvað gerist ef við getum ekki borgað skuldina? Hvaða veð hafa Bretar til að tryggja að við borgum. Varla eru orð okkar sem þeir settu á lista meðal hryðjuverkamanna gild ein og sér.
Af hverju þessi asi? Stjórn Gordon Browns riðar til falls og því væri það sennilega skynsamlegast að geyma að rita samninga við fólk sem berst um á hæl og hnakka til að fá uppreisn æru á okkar kostnað.
Getur verið að ferlinu sé flýtt til að tryggja að við getum sótt um aðild að ESB á réttum tíma? Það á jú að þrýsta því máli með miklum hraða í gegnum þingið í sumar.
Almenningur vonaði að á sumarþingi yrði boðað til aðgerða sem beindust að því hvernig við ætluðum að vinna okkur saman úr þessum öldudal en mér sýnast lausnir þær sem hér hafa verið boðaðar eingöngu snúast um aðild að EBS.
Hann er að verða þjóðinni ansi dýr aðgöngumiðinn að viðræðum við ESB. Því hlýt ég að spyrja mig hvort að þetta sé rétti tíminn til að setja höfuðáherslu á það mál.
ICESAVE skuldbindingin mun lengja kreppuna um minnst sjö ár það þýðir einfaldlega að við verðum í kreppuástandi hérlendis til ársins 2024 það mun verða til þess að þeir sem flytja burt munu aldrei koma heim aftur. Á hverjum degi flytur ein fjölskylda frá Íslandi. Á hverjum degi verða færri til að sjá um gamla fólkið okkar og þá sem geta ekki farið út af heilsufarslegum aðstæðum eða fátækt. Hér munu inniviður velferðakerfisins molna og erfitt verður að endurreisa það eftir svo langvinna blóðtöku.
Ég vona að hæstvirtu ráðamenn okkar skilji hvað þeir eru að kalla yfir þjóðina með ICESAVE samningnum. Ég hef fullan skilning að þau tóku við vondu búi frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn þó má ekki gleyma því að þrír ráðherrar eru enn við völd frá fyrri stjórn sem tók fullan þátt í að hylma yfir hve ástandið var orðið alvarlegt.
Það er óskynsamlegt að lofa því að borga lán sem við getum ekki borgað ég get ekki stutt gúmmítékkaábyrgð þessarar ríkistjórnar varðandi ICESAVE og AGS.
Nú þegar borgum við 5 milljónir á dag í vexti af AGS láninu. Ég óttast að við munum glata sjálfstæði okkar og auðlindum ef við ábyrgjumst skuldir sem við getum ekki greitt. Það er aldrei bara ein lausn á vandamálum það er hættulegt að hugsa þannig. Bjóðum Bretum lánasafnið trausta, bjóðum þeim allar eignir sem nást frá bankaræningjunum. Ef þær endurheimtur verða meiri en skuldin nemur þá mega Bretar eiga það sem tákn um góðan vilja okkar. Ef Evrópumenn útiloka okkur úr samfélagi sínu vegna þess að við komum fram af heiðarleika þá er það ef til vill ekki góður félagskapur til að binda trúss sitt við um aldur og ævi. Það eru til aðrar þjóðir í heiminum en Evrópuþjóðir hæstvirtu ráðamenn.
Borgarahreyfingin vonar að þingmenn kjósi eftir samvisku sinni fremur en flokkslínum þegar kemur að því að kjósa um ICESAVE. Við sórum drengskapareið gagnvart þjóðinni en ekki flokkunum sem við tilheyrum nú er tími kominn að við sýnum það í verki. Aldrei fyrr hefur það verið okkur eins mikilvægt að koma okkur úr skotgröfunum og finna leiðir til lausna óháð flokkslínum ef til vill er nauðsynlegt að mynda hér þjóðstjórn viðfangsefnin eru svo viðamikil að til að sátt náist þurfa allir að geta lagst saman á árarnar. Þá hygg ég að skynsamlegt væri að hlusta á þá erlendu sérfræðinga sem boðist hafa til að aðstoða okkur og viðurkenna að vandamálin sem við erum að glíma við eru okkur ofviða.
Þetta er mál sem þjóðin á að fá að kjósa um: Eina leiðin til að hér verði sátt um þetta mál er að bera þetta undir þjóðaratkvæði.
Skriflegt samkomulag í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 509214
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Þegar "neyðarlögin" voru sett í október 2008 af þáverandi stjórnvöldum var bókfest að !innistæður" íslendinga" væru tryggðar...umfram innistæður Hollendinga og innistæður Breta!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 21:32
Árni skrifaði bara á eitthvað minnisblað, það er óþarfi að gera ill verra með því að skrifa undir formlega.
Sigurður Þórðarson, 8.6.2009 kl. 23:42
Mikið erum við rík að geta greitt allt þetta og mikill er heiðurinn að njóta þess traust erlendis.
Arinbjörn Kúld, 9.6.2009 kl. 00:10
Birgitta, ríkisábyrgð á IceSave er ekki bara ósanngjörn, heldur ólögleg og brýtur beinlínis við stjórnarskrá Lýðveldisins. Getur þú sem sitjandi þingmaður ekki beitt þér fyrir því að gripið verði inn í þessi fyrirhuguðu landráð með einhverjum hætti eða vakið athygli á þessu sjónarhorni svo áberandi sé?
Til að setja þetta í samhengi þá voru fimm manns handteknir fyrir utan Alþingi í dag þó svo að raunverulegu glæpirnir hafi farið fram innan veggja hússins eða á vettvangi þess, að þér viðstaddri Birgitta! Lögreglan var svo ekki lengi að mæta í partíið sem slegið var upp í tómu húsi á Fríkirkjuvegi 11 í kvöld sem var þó varla annað en réttmæt eignaupptaka almennings úr höndum þeirra glæpamanna sem bera einna mesta ábyrgð á stöðunni sem uppi er. En svo þegar á að hneppa þjóðina í skuldafangelsi á okkar eigin heimilum, hvað á þá til bragðs að taka?
Úr VII. kafla stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands:
Þannig getur það aldrei orðið lögum samkvæmt að borga IceSave af sköttunum okkar! Ég skora á þig að beita þér af fullri hörku fyrir því að svo verði ekki.
P.S. í X. kafla almennra hegningarlaga er kveðið á um allt að 16 ára fangelsisdóm eða hámarksrefsingu í íslensku lögum, vegna landráða af því tagi sem fyrirhuguð eru, en 3 ár ef um gáleysi er að ræða og sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Guð blessi Ísland.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 00:13
"brýtur beinlínis við stjórnarskrá Lýðveldisins"
átti auðvitað að vera: "brýtur í bága við stjórnarskrá Lýðveldisins"
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 00:17
Það var gaman að sjá þig sitja við gluggann, þegar við mótmæltum í gær. Ræðan þín var frábær, líka ræða Þórs Saari.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2009 kl. 02:53
Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að þessi samningur verði felldur á þingi... ég vil að þetta fari fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu...
Mikið var gott að sjá allt fólkið þarna í gær ... ég vona að það verði jafn margir eða fleiri í dag.
Birgitta Jónsdóttir, 9.6.2009 kl. 07:22
Það er leið út úr þessu máli.
Ég tel vera ýmis rök fyrir því að við göngumst undir IceSlave samkomulagið.
Vextirnir verða hins vegar þá að lækka fimmfalt og AGS gert ljóst af bæði okkur sem öðrum þjóðum að hann getur ekki ráðskast svona með efnahagslíf okkar.
Þingmenn mega ekki samþykkja samninginn í núverandi mynd. Þingmenn verða að hafna honum og síðan semjum við upp á nýtt.
500 % eða fimmföld lækkun vaxta af samkomulaginu verður síðan óhvikanleg krafa okkar.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 9.6.2009 kl. 07:28
Þetta var að mínu mati ekki góð ræða Birgitta.
"Það er verið að skuldbinda þjóðina til að greiða skuld sem hún efndi aldrei til" segir þú í upphafi.
Á meðan þú áttar þig ekki á að það var stofnað til þessara skulbindinga af íslenskum banka sem starfaði á ábyrgð íslenska ríkisins, - sem er íslenska þjóðin, þá er varla von á góðri ræðu frá þér um þetta mál. Ég skil tilfinningar þína vel því ég ber sömu tilfinningar í mínu hjarta. En ég get ekki lagt staðreyndirna alveg til hliðar.
Gangi þér vel.
Guðl. Gauti Jónsson, 9.6.2009 kl. 11:24
Vinnaþjóðir okkar á Norðurlöndum benda réttilega á að það gengur ekki upp að íslenska ríkið hlaupi undan ábyrgðum á t.d. 20.363 evrum eins og illa samin lög & reglur Evrópubandsins vildu gera ráð fyrirr - eflaust geta 80% þjóðarinnar verið sammála þeirri skoðun, enda voru þetta okkar "útrásar skúrkar sem STÁLU fé erlendra aðila með fullu leyfi íslenskra stjórnvalda sem ÁVALT lýstu yfir að stjórnvöld myndu axla ábyrgð...!" Það voru íslensk stjórnvöld og eftirlitstofnanir eins og FME sem gáfu grænt ljós á að Landsbankinn fengi að stofna þessa "IceSLAVE reikninga" - ótrúlegt að leyfa slíkt - sérstaklega er kom að Hollandi.
Því miður eru íslenskir fjölmiðlar vægast sagt MJÖG hliðholir núverandi ríkisstjórn FORÐAST að ræða er hvort þetta séu eðlileg vaxtakjör 5,5%? Ég er í hópi þess fólks sem tel þessa vexti algjöra BILUN og minni á að Seðlabanki Englands hefur verið að ávaxta yfir 50 milljarða ísl. króna á reiknum sínum VAXTARLAUST og lánar svo sínum eigin bönkum á 0,5-0,7% vöxtum - þannig að góðir samningarmenn hefðu náð að lenda álíka samning og nú er með síðan aðeins 0,75% vöxtum - það er kjarni málsins. Ég treysti á að Borgarhreyfingin, Sigmundur Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn standi vaktina og nái að sannfæra nógu marga stjórnarþingmenn um að þessi samningur sé ekki nógu góður - hann sé í raun STÓR HÆTTULEGUR, landi & þjóð..!
Hefur einhver trú á að hægt sé að skera íslensk ríkisútgjöld niður um 137 milljarða á 3 árum? Er okkar stjórnmálamenn eitthvað klikk? Svarið liggur því miður í augum upp, þ.e.a.s. "flestir þerra eru arfalélegir & spiltir" - EF Alþingi íslendinga gerir þau mistök að samþykkja þennan samning þá upplifir maður það eins og verið sé að slökkva ljósin hjá þjóðinni. IMF mun svo sjá um að við verðum skattpínd áfram næstu 1-5 árin og gjaldmiðil okkar mun aldrei ná sér meðan þetta lið segist vera að rétta okkur hjálparhönd. Mér lýst rosalega illa á þetta allt saman. Í viðtali í gær gagnrýndi ég í sjónvarpinu að t.d. "fjölmiðlar hérlendis hefðu algjörlega brugðist sem 4 valdið - sú athugasemd var auðvitað klippt út eins og gagnrýni mín á þessa 5,5% vexti. Enn og aftur eru íslenskir fjölmiðlar að ganga erinda stjórnvalda og BLEKKJA þjóð sýna. Ömurleg upplifun, vægast sagt.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 9.6.2009 kl. 12:58
Íslendingar eru meistarar í þrætubókarlist. Meira að segja er stjórnarskráin dregin inn í málið. Sennilega úreltasta plagg sem notað hefur verið eftir 1990.
Horft er framhjá að það voru stjórnvöld OKKAR sem vörðuðu leiðina að þessu hruni og afleiðingar þess eru OKKAR að gera upp. Það er lúalegt að vera í stjórnarandstöðu bara til að mótmæla.
Við verðum að gera okkur grein fyrir samfellu hlutanna, ekki taka atburðarrásina úr samhengi sínu. Þjóðaratkvæðagreiðsla kemur því aðeins til greina að um tvennskonar kosti sé að velja amk. Kost a eða b. Valkosturinn hefur ekki komið fram nema sem 'við borgum ekki'. Það er því miður ekki fær leið og óþarfi að ræða slíkt mikið lengur. Vaxtaprútt á ekkert erindi í þjóðaratkvæði.
Við þurfum stjórnmálamenn sem einbeita sér að því að byggja upp samfélagið til að lágmarka áhættuna á því að svona geti gerst aftur. Það er aðal vandinn í dag. Þar finnst mér Borgarahreifngin eiga erindi. Íslenskt efnahagslíf er í dag 'að láni' frá útlöndum og við fáum ekki sjálfdæmi í þeim málum einsog að fornum sið.
Einkunnarorð hrunsins 'Guð Blessi Ísland' voru sennilega mælt af heilum hug þess sem sá fyrir sér hvílíkt ginnungargap blasti við.
Orð sama leiðtoga ' maybe I should have' hljóta að verða grafskrift gamla íslenska lýðveldisins. Tær snilld.
Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 13:47
Undra menn sig ekkert yfir því að við erum að semja um þessar skuldir með hryðjuverkalög yfir sér. þá þurfa menn að vera 100 % vissir um að neyðarlögin haldi því ef þau halda ekki þá verður landið örugglega gjaldþrota sjá hér.
Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 14:53
Tveimur dögum (nenni ekki að fletta upp en nálægt lagi) eftir að hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga mættu allir stærstu leiðtogar heims á ráðstefnu til að ræða viðbrögð við fjármálakreppunni. Niðurstöður ráðstefnunnar ollu reyndar viðsnúningi í kreppunni. Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar var að ekkert ríki mætti gera neitt sem ylli því að kreppan myndi dýpka í öðru landi og kepptust allir þessir miklu menn við að segja það þ.á.m. að ég held sá brúnaþungi frá bretlandi. Beiting hryðjuverkalaganna olli svo um munar dýpkun á kreppunni hér á landi. Menn meina jafnvel að Kaupþing hefði ekki átt að falla, en hann var stærsti banki Íslands.
Mér finnst það með einsdæmum að stjórnmálamenn og þeir sem stjórna þessu landi, hafi ekki lagt meiri áheyrslu á að fá þessum lögum aflétt. Ekki hefur verið leitað eftir stuðningi frá frændþjóðum eða á annan hátt reynt að kynna þessa misbeitingu valds enda er raunin sú að fæstir í heiminum vita um þessa beitingu valdsins. Þetta hefur ekkert að gera með Icesave eða ekki. Við verðum einfaldlega að koma á framfæri því að svona leysum við ekki málin á meðal siðmenntaðra þjóða. Þá hef ég ekki vitað til þess að Íslendingar hafi hlaupið frá skuldbindingum sínum á liðnum árum. Ekkert getur því réttlætt þessa misbeitingu valds "vina okkar".
Undirlægjuhátturinn er með einsdæmum. Það var verið að íhuga andrýmisflug breta fram á seinasta dag, á sama tíma og undirlægjurnar bukka sig á meðal "vina sinna". Þá hafa menn beygt höfuðið í sandinn fyrir "vinum" okkar í nato og ekki hefur verið íhugað að slíta sambandinu við breta, en íslenskur fiskur veitir mörgum vinnu í bretlandi. Ég verð að viðurkenna að þegar ég telst vera hryðjuverkamaður af alþjóðasamfélaginu get ég alveg eins gengið úr því, þar sem ég get ekki átt neitt sameiginlegt með því.
Það sem verra er, er að með því að fara í þessar viðræður um Icesave án þess að fá þessum lögum aflétt, eru Íslenskir ráðamenn að viðurkenna að við séum hryðjuverkamenn sem eigum að standa fyrir utan alþjóðasamfélagið samanber fyrsta hluta þessara greinar. Enda Íslendingar vanir að hlaupa frá sínum skuldbindingum.
Mér er einungis sorg í huga þegar ég hugsa um þessar undirlægjur, og að ég hafi verið seldur fyrir þau réttindi að fá aðgang að alþjóðasamfélaginu og ekki vera skilgreindur hryðjuverkamaður. Þessir menn eru í raun og veru verri en útrásarvíkingarnir. Útrásarvíkingarnir seldu efnisleg gæði þessir aumingjar seldu okkur.
Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 14:58
Flott ræða hjá þér Birgitta !!!
Björg F (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:28
Svei mér hvað sumir geta farið með fleipur...
"það var stofnað til þessara skulbindinga af íslenskum banka sem starfaði á ábyrgð íslenska ríkisins"
Ööööö... nei Guðl. Gauti! Bankarnir voru einkarekin fyrirtæki og þar af leiðandi ekki með ríkisábyrgð frekar en Bakarameistarinn í Suðurveri.
"Sennilega úreltasta plagg sem notað hefur verið eftir 1990."
Gísli, nú verð ég að benda þér á að elstu núgildandi lög á Íslandi eru Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 hvorki meira né minna, og enn þann dag í dag falla reglulega dómar með tilvísun í Jónsbók frá 1281 þar sem hún á við. Stjórnarskráin frá 1944 er grundvallarplagg lýðræðis á Íslandi, vissulega er sumt í henni gamaldags en mér þykir vanvirðing þín fyrir henni samt sorgleg!
Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 01:06
Guðlaugur Guti og Gísli langar að benda ykkur á að lesa 11 firrur um Icesave. Þá vil ég benda ykkur á að Lárus L. Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa sent áskorun til þingmanna varðandi Icesave sem má finna hér. Báðar þessar greinar sína svo ekki verði um villst að það finnst ekkert lagaákvæði sem skyldar okkur til að borga þetta. Ef menn ætla að borga þetta vegna pólitískra sjónamiða eða þvingana vil ég að það komi skírt fram. Að lokum vil ég taka undir með Guðmundi Ásgeirssyni að vanvirðing þín Gísli, fyrir stjórnarskránni, er sorgleg.
Hörður Valdimarsson, 13.6.2009 kl. 12:26
Alister Darling þvertók fyrir það að Bretar væru skuldbundnir til að ábyrgjast innistæður fyrir eigendur bankainnstæðna á eyjunni Mön þar sem þeir greiddu ekki skatta til Bretlands, því spyr ég: greiddu innistæðueigendur Iceslave skatt til Íslands ? og ef svo er ekki, hver er þá munurinn á Íslandi og Mön ?
Sævar Einarsson, 15.6.2009 kl. 12:18
Það er mjög sérkennilegt að hér koma menn hver á eftir öðrum sem ekki hafa neitt tengst málunum nema sem áhorfendur með yfirlýsingar sem eiga að hrekja margra mánaða vinnu samningamanna. Enn er 'dómstólaleiðin' nefnd. Hún var vissulega það fyrsta sem var borið upp af ríkisstjórn GH. Fyrir utan það að Íslendingar eru ekki aðilar að dómstólum ESB og því ekki löglegir aðilar að málaferlum þar þá er enginn annar 'dómstóll' en það sem EES getur staðið að en aðildarríki EES voru greinilega ekki tilbúin til að fara þá leið. Auk þess er 'dómstólaleiðin' langur prósess og niðurstaðan alls ekki líkleg til að vera okkur í vil. Gæti tekið mörg ár og á meðan er allt í uppnámi og engin leið til að gera upp málin hér heima eða erlendis á meðan. Samningaleiðin er einasta færa leiðin sem bauðst. Þetta er ekki viðskiptasamningur, frekar pólitískur gerningur. Endurskoðun pólitískra gerninga er auðveldari en beinna viðskiptakaupmála. Þetta er minn skilningur á stöðunni og því greiði ég þessum samningi atkvæði með fyrirvara um endurupptöku samningaumleitana ef þörf krefur. Þorgerður Katrín á ekki eftir að stofna til ævintýra útaf þessum samningi og mun fyrir sitt leyti hugsa líkt og ég ef ég hef skilið pistilinn hennar rétt.
Gísli Ingvarsson, 15.6.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.