Leita í fréttum mbl.is

Engin bréf til þinghóps xo

Eitthvað virðast þessi bréf hafa farið forgörðum sem við þingmenn áttum að hafa fengið. Kannast alla vega ekki við að hafa fengið slík né nokkur annar í okkar þinghóp, hvorki með tölvupósti né í pósthólf...

Kannski hafa eldveggir póstsíu þingpóstsins haldið þeim úti. 

Skil ekki alveg af hverju það þyki merkilegt að ráðherrar hafi mætt á viðburðinn með honum í Hallgrímskirkju, það er ekki alveg það sama og að hitta hann á fundi sem honum er boðið á af ráðamönnum. Annars verður gaman að hitta hann með Ögmundi á morgunn. Hvað ætti ég að spyrja Dalai Lama að?


mbl.is Ögmundur mun hitta Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú þarft ekki að spyrja neins. Njóttu bara nærverunnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

Það er dapurleg staðreynd að ráðamenn ætla að hunsa heimsókn þessa merka manns. Og það var hlægilegt að sjá Svandísi Svavarsdóttir í Hallgrímskirkju í dag þegar athöfninni var lokið. Þar gekk hún fremst á undan Dalai Lama og sá til þess að allir sæju hana. Þar missti ég allt álit á annars góðri konu. Rangur vettvangur til að vekja athygli á sér. Árni Páll var öllu hógværari og tók fram að hann hefði komið sem almennur borgari. En Dalai lama hefur mikla nærveru og það að hafa tekið í hönd þessa mikla manns er eitthvað sem býr með mér lengi. þú kannski biður hann afsökunar á heigulshætti ráðamanna og spyrð hann hvaða leið við ættum að fara, til að komast út úr þeim ógöngum sem við erum í, sem eru samt svo litlar ef maður miðar við þjáningar fólks um allan heim.

með kveðju

Sveinbjörn Eysteinsson, 2.6.2009 kl. 00:02

3 identicon

Njóttu bara nærverunnar, það verður gott að hlusta.  Ef "þú átt" að leggja fram spurningu, þá fæðist hún á staðnum. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú stendur þig vel Birgitta.

góð kveðja. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.6.2009 kl. 01:25

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Æ..æ...Eru þeir þeir að reyna redda sér greyin? Það virðist vera svo. Svandís, Árni Páll, og nú Ögmundur, eru að reyna redda sér og ætla að "hitta" karlinn.

Þeir hafa ekki svarað bréfum frá hópnum sem stendur fyrir þessu. Jafnvel forsetinn hefur ekki svarað. Þetta bölvaða pakk er að reyna redda sér núna.

Held þeir ættu að sleppa því og halda áfram kommaleiknum með forsetanum grís og Kínaveldinu.

Sveinn Hjörtur , 2.6.2009 kl. 01:37

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Birgitta.

Mig hefur lengi langað að vita hvernig Tíbetar ætla að bera sig til við að finna næsta Tulku þegar Dalai Lama er allur. Kínverjar munu eflaust leggja sig fram við að koma í veg fyrir að  slíkt geti nokkru sinni gerst aftur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2009 kl. 02:02

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar

Svanur: Dalai Lama svaraði þessu í þættinum hennar Þóru - hann svarar því mjög vel, betur en ég get haft eftir honum í flýti:) Vonandi mun ekkert barn þurfa að lifa við hlutskipti Panchen Lama eða þess barns sem sett var fram sem kínverska útgáfan af honum. Las alveg magnaða bók sem rak sögu Panchen Lama frá upphafi en hún gefur góða innsýn í margar af hefðum Tíbeta ásamt þeim fjölmörgu mistökum sem Tíbetar gerðu varðandi innrás Kínverja - mæli með henni. Hún heitir the search for the Panchen Lama.

Ég er búin að bíða í 20 ár eftir að hitta Dalai Lama - magnað að fá að upplifa það eftir smá stund með góðum vinum sem hafa starfað að málefnum Tíbeta með mér og svo auðvitað Tíbetana sem búa á Íslandi sem eru yndislegt fólk.

Birgitta Jónsdóttir, 2.6.2009 kl. 06:44

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Birgitta. Ég er búin að finna bókina á Amazon og panta eintak. Gangi þér vel og njóttu samfundarins.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2009 kl. 11:04

9 identicon

Kjarkleysi og aumingjaskapur virðist einkenna þessa ríkisstjórn í einu og öllu. Hefðu getað sýnt gott fordæmi og hitt hann svona rétt til að sýna kínversku ofríkisseggjunum að sumsstaðar séu mannréttindi einhvers virt. Svo fór þó ekki og er enginn hissa.

Fer ekki að verða komin tími á það að taka upp búsáhöldin á nýjan leik?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 18:56

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/892231/

MÓTMÆLI Á MORGUN!!!

Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband