Leita í fréttum mbl.is

Hlakka til að hitta hann

Ég er svo lánsöm að fá að hitta Dalai Lama við tvö tækifæri á þriðjudaginn. Fyrst eldsnemma um morguninn með félögum mínum úr Vinum Tíbets, síðan með Utanríkisnefnd í þinghúsinu um tvöleitið. Hlakka til að hitta hann og vona að einhverjir ráðherrar sjái sóma sinn í að bjóðast til að hitta friðarhöfðingjann. Það er ekki á okkar löskuðu ímynd erlendis bætandi að sýna ekki þessum merka manni tilhlýðilegan sóma. Verð samt að hrósa forseta alþingis og formanni utanríkisnefndar fyrir að hafa frumkvæði að því að bjóða hann velkominn til okkar.

Hér eru smá upplýsingar um félagið sem ég er hluti af og mun halda mini film fest með myndum sem tengjast Tíbet á kaffi Rót eftir rúmlega viku.

IMG_8602Vinir Tíbets er félag sem var stofnað í apríl 2008

Tilgangur okkar er:

•    að stuðla að vinasambandi íslensku og tíbetsku þjóðanna og auka þekkingu hér á landi á menningu og sögu Tíbets.

•    að vekja athygli hérlendis á ástandi mála í Tíbet.

•    að standa fyrir fjársöfnun til að hjálpa flóttafólki frá Tíbet.

•    að fá fræðimenn, listamenn, stjórnmálamenn og aðra þá sem tengjast málefnum félagsins til að halda erindi, fyrirlestra, tónleika og þess háttar hér á landi.

Til þess að skrá þig í félagið:

•    Endilega skrifaðu upplýsingar þínar á blaðið á borðinu hérna.

•    Eða sendu tölvupóst með nafni, netfangi, GSM og heimilisfangi þínu til info@tibet.is

Við erum á Facebook!             

2009 Stjórnendur:

•    Formaður: Birgitta Jónsdóttir
•    Ritari: Halldóra Þorláksdóttir
•    Gjaldkeri: Deepa Iyengar
•    Meðstjórnendur: Tsewang Namgyal, Tenzin Dakten, Katrín Björk Kristinsdóttir, Harpa Rut Harðardóttir, Hannes Högni Vilhjálmsson


mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Saari

Til hamingju Birgitta. Flott hjá þér. Lifi Tíbet.

Þór Saari, 31.5.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er gott að vita að hann hittir a.m.k. einhverja góða Íslendinga í heimsókn sinni hingað. Ég skil ekki hvað íslenskir ráðamenn sýna heimsókn hans mikið tómlæti eða hvað býr tómlætinu að baki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.6.2009 kl. 00:56

3 Smámynd: Andrés.si

Til hamingju Birgitta. Við erum held ég í mörgu sammála, ekki bara um Dalai Lama. Þetta um ráðamenn skil ég ekki heldur Rakel. Mér finnst beint móðgun gagnvart Dalai Lama að taka ekki á móti honum almennilega. 

Ef Obama hefði komið ígær, væru allir til staða akkúrat hér í Reykjavík. 

Andrés.si, 1.6.2009 kl. 01:05

4 identicon

gott hjá þér mér er brugðið þegar vinstri ráðherrar fara í felur vegna þess að reiði kínverja vofir yfir og duldar hótanir

hvesskonar aumingjaskapur er þetta

bubi (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 08:55

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þið eruð eina fólkið með einhverju viti.

Arinbjörn Kúld, 1.6.2009 kl. 09:09

6 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl Birgitta. Þú, og þið afsakið orðbragð mitt sem hér fer eftir. Dagsdaglega er ég prúður maður, en þegar ræflar ráða ríkjum er reiðin svo stutt.

Ríkisstjórn Íslands með forseta Íslands í fararbroddi og höfund þessarar ríkisstjórnar, eru helvítis heiglar. Þora ekki að taka á móti Lama vegna ótta um áhrfi kommunistanna í Kína.

En takið eftir þessu. Hér var ekkert mál að taka á móti friðarhafa nóbels http://www.forseti.is/Forsida/Frettir/Ollfrettin/2582

Bílafyrirtæki á auðveldara með að fá aðgang og fund með forseta Íslands. Ekki hefur þjóðin það... http://www.forseti.is/Forsida/Frettir/Ollfrettin/2753

Þetta sýnir vel þessa hræsni í forsetanum og núverandi ríkisstjórn. Dalai Lama er leiðtogi kærleiks og trúar. Guð okkar, hvort sem hann er lítill feitur búddi, skeggjaður karl í skýjunum, eða kona í lífi okkar, eða bara kærleikurinn sjálfur, er það sem sameinar marga. Hér er tækifæri fyrir Ísland en stjórnvöld henda því frá sér.

Einmitt þegar þjóðin þarf styrk, þá situr þessi helv... ríkisstjórn í sínum fílabeinsturni. Af þessu er skömm sem sárt er að sjá. En við hin, vitum þá vel og sjáum augljóslega hvernig þessi stjórn hugsar og hvað hún ætlar sér að gera - semsé ekkert!

Ekki hræðist ég Kína. Hvernig er það, get ég ekki mótmælt?

Sveinn Hjörtur , 1.6.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.