29.5.2009 | 00:05
Vanhæfni
Þetta frumvarp var illa ígrundað og skammarlegt að það fyrsta sem þessi ríkisstjórn gerir til að fylla upp í gapið ógurlega sé að samþykkja eitthvað sem var útskýrt fyrir þeim þannig að þau samþykktu öll sem eitt með fullri meðvitund að hækka skuldabyrði heimilanna um 8 milljarða á meðan ríkissjóður fær aðeins í sinn hlut 2.5 milljarð. Ég skil ekki svona vinnubrögð og mér finnst þau bera vott um einstaka vanhæfni. Það er engum manni til vansa að viðurkenna mistök og draga svona umdeilda og vafasama aðgerð til baka og fá frumvarpið lagfært eða í það minnsta sundurliðað með tölum er sýna heildaráhrif á hið alltum flókna kerfi okkar.
Ég er kannski alltof mikil bjartsýnismanneskja að ætla fólki það að bregða út af sínu harðeðli. En ríkisstjórn sem hvetur þingið til að kjósa samkvæmt samvisku sinni varðandi aðildarviðræður um EU ætti kannski að sýna betra fordæmi en hún sýndi í kvöld.
Áfengi og eldsneyti hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
var einmitt að tjá mig um þetta á mínu bloggi.
sorglegt.
Brjánn Guðjónsson, 29.5.2009 kl. 00:06
Samfylking.Vinstri grænir sjálfstæðis flokkursama rassgatið á þessu öllu
jonkaldi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:10
Það sem hafa ber í huga er að þetta mun engu skila í ríkissjóð, þetta mun bara draga úr neyslu. það er svo sem finnt mál að drekka minna, hætta að reykja og lifa í minni mengun af bílaflotanum, en engu mun þetta skila í ríkissjóð. Bara hækka skuldir okkar.
Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2009 kl. 00:15
Jóhann - síðast þegar bensínlítrinn kostaði hátt í 200 kall minnkuðu bensínkaup mjög lítið. Það virðist þurfa einhvers konar ofurskatta (miklu meira en þetta) til að fólk virkilega breyti neyslumynstri sínu.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:19
Það var alltaf vitað að þeir væru vanhæfir líka, höfðu bara ekki komist að
kjötkötlunum lengi.
Einar Guðjónsson, 29.5.2009 kl. 00:27
Þessir 8 milljarðar, er það eitthvað sem lánastofnanir geta nú þegar farið að bókfæra hjá sér?
Eignuðust lánastofnanir 8 milljarða í kvöld?Björn I (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:31
Vanhæf rikisstjórn, búmm, búmm, búmm!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2009 kl. 00:31
nú verð ég að hætta að borga af lánunum og safna fyrir farseðli til ESB lands
Tryggvi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:36
Kanski ráð að spjalla við guð. Ekki neinn jarðneskur guð getur tekið til eftir framsókn og sjálfstæðisflokk svo vel líki og það í einum hvelli.
Hvernig á annars að gera þetta? Kanski bara að hleypa syndasauðunum að aftur svo þeir geti klárað að selja okkur með húð og hári inn í evrópskt stríðsveldi?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2009 kl. 00:37
Það er í gangi svikamylla, gríðarleg svikamylla sem felst í snarbeyglaðri samsetningu vísitölu, vísitölu þar sem blandað er saman verðbólgu (e.price index inflation) og krónubólgu (e,monetary inflation) og síðast en ekki síst reikniaðferðum bankanna. Reikniaðferðum sem tryggja bönkunum ofur okurvexti og algert frelsi frá ábyrgri útlánastefnu. Þetta er pólitískt vernduð glæpastarfsemi eins og best sést á framgöngu ríkistjórnarinnar, bæði sitjandi og fyrirvera hennar. Það sést á þeirri skjaldborg sem slegin var um spilavítið og þeirri ofuráherslu sem lögð er á að “endurreisa” bankana.
Hefur almenningur nokkurn áhuga á endurreisn bankakerfisins í óbreyttri mynd? Almenningur í landinu á skilið að fá nýtt bankakerfi þar sem samfélagsleg ábyrgð er hornsteinn kerfisins.
Hólmsteinn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:10
Það hefði að sjálfsögðu átt að leggja á sama tíma fram frumvarp til laga um afnám verðtryggingar, í það minnsta á öllum framtíðar fjármálagjörningum. Eldri lánasamningum verður víst hvort eð er ekki bjargað úr þessu.
Er einhver vinna í gangi í þinginu til þess að koma að afnámi verðtryggingar? Það er ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut að bíða og í raun glæpur að nota ekki tækifærið sem við höfum til að gera þetta í dag!
Karl Ólafsson, 29.5.2009 kl. 01:15
Vanhæfni? Það verður að skera niður og minnka neyslu? Það er það sem er verið að gera? Frekar hæfni
Hann verður að laga fjárlagahallann með e-jum ráðum. Þetta er eitt af því minnst sársaukfyllsta. Fólk kemst af með smá hækkunum á þessum vörum, það er góð hugmynd að nota þær aðeins minna líka þegar maður getur.
Stjórnarandstaðan er hræsnari og lýðskrumari. Hvernig myndi hún semsagt skera niður? Auðvelt að vera í andstöðu og gagnrýna allt bara af því að þú ert í hinu liðinu og þarft ekki að taka ákvarðanir um að skera niðu/spara/borga skuldir.
Hver er hinn kosturinn. Gera ekki neitt , spara ekki neitt og greiða ekki niður skuldir og láta Ísland verða að Kúpu norðursins?
Birgitta. Þú ert vanhæf. Hættu þessum Pollýönnuleik. ;)
Ari (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:22
Þegar ég sagði hann, ætlaði ég að skrifa Steingrímur Joð. ;)
Annars vona ég að Borgarahreyfingunni gangi vel. Verðiði bara niðrá jörðinni og takið ekki stjórnarandstöðuhlutverkinu of bókstaflega, maður á ekki að vera alltaf á móti af því að maður er í stjórnarandstöðu ;)
Hvernig myndi Borgarahreyfingin annars borga skuldir okkar, skera niður eða hækka skatta? Eða hafiði ekki hugmynd um það? Viljiði kannski bara að Ísland haldi áfram sama líferni og útlönd loki á okkur af því að við borgum ekki okkar skuldir? Kúpa norðursins? Stefna Borgó?
Ari (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:48
Þarna er ríkisstjórnin, að nýðast á þeim, er hlífa skyldi, rónum og ræflum, sem ekki hafa ofan í sig og á og hafa einhverra hluta vegna ekki þann viljastyrk, sem þarf til að hætta að reykja og hætta að fá sér annað slagið í tána. Þetta fólk kvartar aldrei, og á sér fáa málssvara. þessi hópur er ekki fastagestur í fríhöfnum eða getur orðið sér út um ódýran neysluvarning af þessu tagi, nema þá að betla af betur hafandi. Að betla verður vafalítið hlutskipti æ fleirri í nánustu framtíð. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar er lákúrulegt og ber vott um málefnafátækt og raunverulegt úrræðaleysi. þarna er, enn einu sinni og enn og aftur verið að nota sér eymd annarra í sinni ömurlegustu mynd. Var skjaldborgin um heimilin og fólkið í landinu, kanski bara skýjaborg?
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 02:14
Með ólíkindum að þetta skuli vera það eina sem þeim dettur í hug.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 04:19
Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.
Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.
Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..
Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:32
Það er engin "góð" leið út.
Nei fyrirgefið - það er góð leið út - henda IMF í burtu og semja við lánadrottna eins og Hudson lagði til - láta þá koma með tillögur um greiðsluáætlun. Þá kemur fljótt í ljós að afskrifa verður heiftarlega til að einhver von sé um einhverjar greiðslur.
Þessi aðferð sem ríkisstjórnin (núverandi og fyrrverandi) vill nota gerir ekkert nema tryggja algera upprætingu millistéttar á íslandi, eftir standa örbirgjar og svo lénsherrar, nútíma sovét.
Georg O. Well (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:24
sammála áttundu plánetunni og eftir að hafa hitt AGS fulltrúana er ég enn staðfastari í því að losa okkur undan þeirri óværu sem fyrst.
það verður að taka hér róttækar ákvarðanir og framkvæma þér - það er alveg ljóst að við getum ekki borgað það sem við skuldum og það eina rétta í stöðunni er að semja um afskriftir. auðvitað getum við sýnt að við erum ábyrg þjóð með aðhaldi og sparnaði og gert okkar besta til að brúa þetta stóra fjárlagagat. En það er alveg hreint ótrúlega heimskulegt að setja á álögur sem innibera enn meiri álög á fjölskyldur landsins sem síst mega við því - margir eru á tæpasta vaði þegar kemur að greiðslubyrði á húsnæðislánum - er þá rétt að setja á skatta sem verða til þess að greiðslubyrði þessa fólks verði til þess að keyra þau nær þroti?
Skora á fólk að kynna sér fjárlög 2009 og meta hvar væri skynsamlegast að skera niður - þetta eru okkar sameiginlegu sjóðir - við hljótum að hafa eitthvað með það að segja hvernig við viljum verja þeim.
Birgitta Jónsdóttir, 29.5.2009 kl. 08:32
Hvernig stendur á því að fólk er farið skrifa ,,níðast" og ,,auðlindir" með ufsiloni í jafn miklum mæli og raun ber vitni?: ,,Nýðast" - ,,auðlyndir."
Jóhannes Ragnarsson, 29.5.2009 kl. 08:44
Næst á dagskrá hjá VG og félögum er svo líklega að fara að nýðast á auðlyndum menntakerfisins svo að allir fari nú örugglega að skrifa íslensku einsog Bubi Mortenns vinur vorrr.
Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 09:08
Mér finnst eins og stjórnin hafi gleymt stéttargleraugunum. Þessir skattar leggjast hlutfallslega harðast á ódýrt áfengi og barnmargar fjölskyldur. Ef hækkunin hefði í staðin verið hækkaður virðisaukaskattur á áfengi og hækkunin undanskilin verðtryggingu hefði verið auðveldara að sætta sig við hana.
Héðinn Björnsson, 29.5.2009 kl. 10:05
Það hefði að sjálfsögðu átt að leggja á sama tíma fram frumvarp til laga um afnám verðtryggingar,
Jóhanna myndi aldrei fara afnema "barnið" sitt, sem hún hannaði á sínum tíma.
Nei fyrirgefið - það er góð leið út - henda IMF í burtu og semja við lánadrottna eins og Hudson lagði til - láta þá koma með tillögur um greiðsluáætlun. Þá kemur fljótt í ljós að afskrifa verður heiftarlega til að einhver von sé um einhverjar greiðslur.
Ég myndi segja að það sé löngu orðið ljóst að samfylkingin er staðráðin í að sjá til þess að allar skuldir verða greiddar á endanum, þau ætla ekki að gefa undan með afskriftum og þessum hlutum enda ætti hver einasta persóna sem fylgist með að taka eftir því að öll þeirra úrræði eru seinkun og frestun á afborgunum en ekkert í því að afskrifa til lántakenda þrátt fyrir að lánveitendur hafi afskrifað mjög stóra prósentu.
Þetta er hið sanna eðli samfylkingarinnar, þetta eru hinir sönnu verjendur útrásarvíkingana.
Jóhanna hannaði verðtrygginguna sem var sett á á sínum tíma, tilgangurinn var að styrkja krónuna vegna lélegs gengis, verðtryggingin hefði átt að vera löngu farin í góðærinu.
Jóhanna er einnig höfundur þeirra samninga sem allir skrifa undir er þeir taka húsnæðislán og ef mér skildist rétt þá eru þessir samningar órjúfanlegir með öllu nema lánveitandi gefi grænt ljós, þetta þýðir að þú getur ekki einu sinni borgað hann upp ef betra lán gæfist nema með samþykki lánveitanda.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.5.2009 kl. 11:22
Að afnema vísitölubindingu lána er lífsnauðsyn og væri hægt að gera með einni línu í neyðarlögum.
Þessi samþykkt á þingi hleypir einungis fleiri verðlausum krónum útí verðlagið og stækkar vandamálapakkann til muna. Það er verið að ýta fleiri fjölskyldum nær bjargbrúninni og margar munu endanlega fara fram af brúninni. Fjölskyldur flytja af landi brott í auknu mæli og jafnvel karlmenn og konur á mínum aldri (yfir 50 ára) eru farin að íhuga það í fullri alvöru. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar segja mér að þeir sem þar stjórna gera sér enga grein fyrir þeirri keðjuverkun sem þetta mun hafa. Það er verið að auka vandamál næstu mánaða og ára, það er verið að starta stórfelldu hruni heimila og þar með bankakerfisins alls. Ég er gjörsamlega "gáttaður" á aðgerðir ríkisstjórnarinnar þegar þær virðast loks vera að hefjast. Hverjar verða næstu aðgerðir, það er að hellast yfir mig ótti vegna heimsku og vankunnáttu ráðandi ríkisstjórnar. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur stígið uppí hraðlestina til endanlegs hruns sem þá fyrst færir "sjálfstæði" okkar í hendur AGS og í spennitreyju erlendra lánardrottna.
Að lokum; Hvar voru þingmenn Borgarahreyfingar þegar merki "fátækafólksins" voru seld. Aðeins 3 af 63 þingmönnum mættu til að kaupa merki, hversu margir voru þeir frá Borgarahreyfingunni.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:48
Hættum að borga af verðtryggðu lánunum, punktur!
Það er eina raunverulega byltingin sem getur átt sér stað.
Guð blessi okkar GEGN Ríkisstjórn Íslands og AGS
Björg F (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:09
Sæl Birgitta. Haltu áfram að segja okkur hvað er að gerast á bak við tjöldin í þinginu - það er það sem við þurfum á að halda. Góð lýsing á "skjálfandi" meðlimum Viðskiptanefndar, kemur ekki á óvart en þetta eru upplýsingar sem skipta máli. Takk fyrir það.
Hörður (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:42
Ég hefði betur gefið Borgarahreyfingunni mitt atkvæði?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:11
Gerum okkur grein fyrir því að þetta hafa allar ríkisstjórnir gert frá upphafi vega og gefist vel. Það er þess vegna sem ríkisstjórnin okkar gerir það sem gera þarf. Eigum við ekki einfaldlega að fagna því?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.5.2009 kl. 17:32
Tek undir þetta með þér heilshugar Birgitta, algert og skýrt vanhæfi.
Leita þessir hrokabelgir aldrei utanaðkomandi ráðgjafar? Hefði ekki m.a.s. grunnskólabarn getað sagt þeim þetta?
Verðtryggingin verður einfaldlega að hverfa, við skulum leggjast saman í þá vinna að semja um það frumvarp.
Baldvin Jónsson, 29.5.2009 kl. 17:33
Það er augljóst að lífsskilyrði okkar versna með hverri ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Það er ekki nóg að greiðslubyrði heimilanna hækkar mikið við þessar bensínhækkanir, heldur hækkar þetta verðtryggðu húsnæðislánin að auki ... umtalsvert.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðast með þessum hætti á heimilin og fjölskyldurnar í landinu sem eiga virkilega erfitt fyrir, er þessum tveimur flokkum til skammar.
Það er ekki langt í að fólk fái nóg ... ég þekki nokkra sem ætla að pakka öllu sínu dóti og flytja erlendis... fólk er bara búið að fá nóg að það sé látið borga fyrir allt ... bankahrunið... þótt það sé öðrum aðilum að kenna. Ætli auðmennirnir sem mjólkuðu fyrirtækin þurr með arðgreiðslum og ofurlaunum sem sett var inn á leynireikninga og skattaskjól, þurfi að borga ? tala nú ekki um þá sem tóku þátt í að leggja hér allt í rúst.. sýna þann hroka að færa lögheimili sitt erlendis... þannig að viðkomandi borgar ekki einusinni skatt hér á landi... skiljandi eftir sig sviðna jörð.
Hvernig væri að skoða bankareikninga þessara manna?? eða er það bankaleynd?
Maður er búinn að fá sig fullsaddan á þessu! það lagaðist ekkert við að setja VG inn í staðin fyrir Sjálfstæðisflokk... það eina góða sem kom út úr þessum kosningum var að Borgarahreifingin komst á þing.
ThoR-E, 29.5.2009 kl. 19:33
Barasta sammála Birgittu.
Vilborg Eggertsdóttir, 29.5.2009 kl. 20:40
Í kvöldfréttum var sagt að Baugur og tengd félög hefðu stutt SF landráðaflokinn með rúmlega 40 millum,er kannski tenging á milli 40 milljóna og þessa einharða áhuga á inngöngu í ESB ég spyr bara???Baugur og tengdar verslanir hér á landi eru sennilega um 60-80% af öllum verslunum hér á landi og þeirra mesti gróði væri að komast í ESB geta flutt inn vörur ódýrt og ekki versla við innlendan iðnað og framleiðslu og þar með setja það á hausinn.Þetta er manni farið að gruna án þess að vita,kannski vita einhverjir eitthvað meira hérna á blogginu??Mér finnst nú helvíti hart af þessari aumu ríkisstjórn að ætla að láta okkur borga fyrir fjárglæframennsku þessara manna og líka að koma okkur í ESB galeiðuna.Er ekki nóg komið nú held ég að þjóðin þurfi að taka völdin og koma landinu í lag aftur,það erum við sem getum það en ekki ESB einsog kvislingarnir halda eða reyna að segja þjóðinni það með hvítum lygum.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.5.2009 kl. 22:38
Hækkun lána fjölskyldna og fyrirtækja er sona óvart - úpps! Sona æææ. En bót í máli að aðgerðin belgir út eignahlið fjármagseigenda. Gerir þá betur setta í augum AGS sem var kannski markmiðið eða hvað?
Arinbjörn Kúld, 30.5.2009 kl. 10:36
Baldvin sammála... ef þú hefur tíma væri gott að hittast og fara yfir þetta asap með restinni af þinghópnum - þú gætir kannski lagt drög að þessu með Þór um helgina:)
Takk allir sem hafa lagt orð í belg - við verðum að beita öllum tiltækum ráðum til að koma með hugmyndir að því hvernig við eigum að takast á við þetta stórtæka vandamál sem við stöndum frammi fyrir - við verðum að þrýsta á að hér komi saman neyðarstjórn sérfræðinga og kalla saman teymi erlendra sérfræðinga til að smíða með okkur neyðaráætlun - augljóst er að flokkarnir eru ekki færir um að gera þetta - of miklir hagsmunir í húfi.
Birgitta Jónsdóttir, 30.5.2009 kl. 13:29
Takk fyrri að skrifa um þingstörfin Birgitta
Mér finnst að ýmislegt fleira en neysluvísitöluhækkunin gangi illa upp í þessu. Það er einfaldlega ekki hægt að auka tekjur ríkisjóðs með skattahækkunum á skattgreiðendur sem eiga ekki afgang. það sem gerist við þetta er að neysla áfengis úr ÁTVR minkar en neysla á heimagerðu víni eykst og fólk keyri bara minna ef það á ekki afgang fyrir sunnudagsbílturnum. Auk þess sem skattahækkanir á samdráttarskeiðum skila alment séðmjög takmörkuðum tekjum.
Eina leiðin sem skilar örugglega árangri í að stoppa í fjárlagagatið til skamms tíma er að skera niður útgjöld ríkisins. Ef litið er til lengri tíma þá getur niðurskurður á útgjöldum ríkisins hinsvegar stækkað gatið því ef niðurskurðurinn eykur til dæmis atvinuleysi og þá möguleika til að stoppa í gatið seinna. Stundum er því til bóta að hafa bara gat í fjárlögum. jafvel þó það kosti óstöðuga krónu. Við eigum ekki og þurfum ekki að láta IMF segja okkur hvað gatið má vera lítið eða stórt. Ef þeir eru ekki sáttir við það þá verður bara að hafa það, við erum jú með höft á krónunni og þá þarf ekki nein forða til að styðja hana.
Guðmundur Jónsson, 31.5.2009 kl. 00:35
Góð lausn er lausn sem virkar, til dæmis niðurskurður á ríkisútgjöldum, vond lausn er lausn sem virkar kannski eða ekki og hefur jafnvel öfug áhrif eins og hækkun neysluskatta nú þar sem það hækka skuldir heimilanna og gæti jafnvel lækkað tekjur ríkisjóðs við þessar aðstæður.
Guðmundur Jónsson, 31.5.2009 kl. 10:20
Það verður allavega að setja eitthvert hámark á verðtrygginguna áður en farið er í svona framvkæmdir ... sem eru rétt að byrja.
Ég nenni ekki að borga hækkanirnar tvöfalt.. fyrst ef ég tek dæmi í hækkunina á bensíninu sem mun muna miklu fyrir mig sem nota bifreið mikið. Og síðan hækkun á verðyryggðu húsnæðisláni mínu....
og hvað með verðtryggðar skuldbindingar ríkissins ???
Held að verði að skoða betur þak á verðtrygginguna áður en farið verður út í meiri skatthækkanir ofl aðgerðir sem hafa áhrif á vísitölu.
ThoR-E, 31.5.2009 kl. 15:07
lausnin er að flytja í burtu?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.6.2009 kl. 01:46
nei ekki flytja burt Anna - við sem viljum alvöru breytingar verðum að standa vaktina.
ég fékk engan tölvupóst um merkjasölu fjölskylduhjálparinnar
ástandið hér er afar sérstakt og kallar eftir öðruvísi aðgerðum... við verðum að hugsa stærra en nokkru sinni fyrr...
Birgitta Jónsdóttir, 1.6.2009 kl. 09:49
70 milljarða á hvað mörgum árum?
Það er talað um að þetta skili á heilu ári um 4.4 milljarða í ríkiskassann. Það sem dregst af því er það sem verðtryggðar skuldbindingar ríkissins hækka sem mun verða c.a 2, eitthvað milljarðar.. þannig að eftir standa um 2 milljarðar .. fyrir árið.
Og þessar tölur um þetta 20 milljóna verðtryggða lán sem þú telur upp eru því miður rangar.
Ég er ánægður að heyra að þú hefur góða vinnu sem borgar vel... en það eru ekki allir svo heppnir.
ThoR-E, 1.6.2009 kl. 18:14
Steingrímur!!
ég sagði hér ofar.
"Það er einfaldlega ekki hægt að auka tekjur ríkisjóðs með skattahækkunum á skattgreiðendur sem eiga ekki afgang. það sem gerist við þetta er að neysla áfengis úr ÁTVR minkar en neysla á heimagerðu víni eykst og fólk keyri bara minna ef það á ekki afgang fyrir sunnudagsbíltúrnum. Auk þess sem skattahækkanir á samdráttarskeiðum skila almennt séð mjög takmörkuðum tekjum. "
Nú ef þetta er rétt þá fær ríkisjóður engar tekjur en þú þarft að borga 260 kr meira að láninu þínu mánaðalega og staða ríkisfjármála hefur versnað því þú átt minni afgang til að eyða í bensín og vín ekki satt.
Mér finnst Þú verðir fyrst að færa gild rök fyrir að þessi hækkun neysluskatta nú skili raunverulega tekjum til ríkisins, þá meina ég rök sem ekki hægt að hrekja með almennri skinsemi. Svo er hægt að fara að reikna út hve mikið neysluvísitalan má hækka á móti tekjunum ríkisjóðs.
Guðmundur Jónsson, 2.6.2009 kl. 10:41
Steingrímur... til 30 ára... það má vera, eflaust ekki fjarri lagi.
Þetta eru vissulega mikið reikningsdæmi ... í þessum hækkunum eru eflaust eitthvað gott sem og slæmt.
Málið er bara að fólk er svo skattpínt fyrir... það er varla á þetta bætandi... þegar tugþúsundir hafa misst vinnuna... tugþúsundir aðrir tekið á sig launalækkanir... öll lán hækkað... nauðsynjavörur hækkað um tugi prósenta...
Við megum varla við miklu meiru..
ThoR-E, 2.6.2009 kl. 13:24
Birgitta, ég vil standa vaktina, en ég sætti mig ekki við að sonur minn og þarnæsta kynslóð borgi skuldir örfárra manna, sem flestir búa í London og Sviss (ásamt sínum sonum og dætrum)!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.6.2009 kl. 16:03
Steingrímur.
Það skiptir bara ekki máli þó þú eða aðrir geti borið meiri byrðar. Þið eyðið hvort sem er öllum peningunum ykkar í hagkerfinu og á allri eyðslunni eru neysluskattar mis háir en það eru neysluskattar á henni allri. Og þeir sem eru í betri stöðu en þú eru ef til vill að eyða sínum afgang í mótorhjól og vélsleða sem bera ofurskatta? Þetta þýðir í raun að á meðan það er samdráttur í hagkerfinu er útilokað að ná tekjum til ríkisins með hækkun neysluskatta.þegar við þetta bætist hækkun afborgunna á lánum vegna vísítöluáhrifa er liklegt að tekjur ríkisjóðs muni lækka en ekki hækka. Það má vel vera að þetta sé sniðugt til að stýra neyslu og slíkt en það var ekki það sem lagt var út af þegar farið var í þetta. Ef Þú hrekur ekki það sem ég segi hér með rökum þá hef ég bara rétt fyrir mér og þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila engum tekjum til ríkissjóðs. Og þá hlýtur þetta bara að vera illa ígrundað og dæmi um vanhæfi eins og Birgitta segir.
Guðmundur Jónsson, 4.6.2009 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.