Leita í fréttum mbl.is

Brask í boði ríkisins

Það er margt gruggugt sem enn á sér stað hjá ríkisbönkunum. Þar er enn við völd fólk sem handstýrði hruninu á betri launum hjá ríkinu en sjálfur forsætisráðherra landsins. Svo heldur braskið áfram í boði ríkisins, samanber þessi frétt: "Karen Millen stofnaði samnefnt fyrirtæki ásamt fyrrum eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981. Árið 2001 keyptu íslenskir aðilar og félög á þeirra vegum 40% hlut í fyrirtækinu Karen Millen. Stærsti íslenski eigandinn var Kaupþing en meðal annarra fjárfesta voru þeir Sigurður Bollason og Magnús Ármann, einn stærsti hluthafinn í Byr.

Árið 2004 var Karen Millen seld til Oasis Group, sem var í meirihlutaeigu Baugs Group. Voru viðskiptin metin á 15,8 milljarða króna og greitt fyrir Karen Millen með peningum og hlutabréfum og eignuðust hluthafar Karen Millen 25% hlut í hinu sameinaða fyrirtæki.

Síðar fór Karen Millen undir keðjuna Mosaic Fashions sem nú er gjaldþrota, en Baugur átti helmingshlut í keðjunni sem var fjármagnaður af Kaupþingi. Nýtt félag, Aurora Fashions sem er í eigu Nýja Kaupþings og lykilstjórnenda Mosaic, tók í mars yfir helstu eignir félagsins, það er Karen Millen, Warehouse, Oasis, Coast og Anoushka G.


mbl.is Karen Millen og Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulega alltaf þessi umræða að þetta og hitt sé í boði ríkisins. Hélt að vel meinandi fólk vissi betur. 

Þjóðin á þessar eignir því hún tók þær upp í skuld og reynt er að hámarka virði þeirra fyrir sölu sem er betri kostur en hætta rekstrinum.

Allt sem gert er orkar tvímælis en menn missa sjónar á aðalatriðum því þeir hengja sig í smáatriðin. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

það orkar tvímælis að ríkisreknir bankar séu enn að skipta við fyrirtæki sem eru í rannsókn vegna vafasamra viðskiptahátta.

Birgitta Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 10:25

3 identicon

Ágætis þumalputtaregla, ekki síst fyrir þingmenn, að kynna sér mál áður en hneykslast er á þeim. Sleppa kannski bara málaflokkum sem maður hefur ekkert vit á.

Pétur (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 10:26

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Verslar þú ekki sjálf hjá þessum fyrirtækjum Birgitta undrast þó mest suma sem enn versla í Bónus og Hagkaup ?

Jón Snæbjörnsson, 24.5.2009 kl. 10:32

5 identicon

Hverjir eru þeir lykilstjórnendur Mosaic sem eiga í Aurora Fashions með Kaupþingi?

Jóhann (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 10:38

6 identicon

Gott að sjá að þú ert "lifandi" þrátt fyrir þingmanninn.  Það virðist "grafarþögn" hjá flestum öðrum nýliðum á þingi.  Sennilega er það "flokkurinn sem stjórnar" þeim og gætir þess að þeir tali nú ekki frá sér allt vit. 

Það kæmi mér ekki á óvart að "braskið" næði á einhvern hátt til ráðamanna þjóðarinnar mér finnst vinnubrögð ríkisstjórnarinnar ákaflega lítið trúverðug á ýmsan hátt.  Fyrir nokkrum vikum kom fram í fréttum að ýmsir "ráðamenn" hefðu fengið "óvenjulega" þjónustu hjá  bankastofnunum.  Það mál virðist dautt í dag eða er það eitthvað sem ekki þolir "dagsins ljós".  Varla hafa fréttamenn kastað því yfir landsmenn án þess að hafa eitthvað fyrir sér í þeim málum. 

Farnist þér vel á þingi og mundu að þú er þjónn þjóðarinnar. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 10:42

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég reyni að forða mér frá því að versla í bónus og hagkaup þó það komi fyrir endrum og eins - versla helst við fjarðarkaup og melabúðina.

Pétur minn - það sem ég hneykslast á er eitthvað sem maður þarf nú ekki að hafa mikið vit á: í nýju bönkunum var ráðið fólk innan um bakdyr sem var hátt sett í gömlu bönkunum.

Það mun án efa margt koma upp á yfirborðið varðandi vafasama viðskiptahætti þeirra sem áttu hin og þessi fyrirtæki sem eru svo krosstengd við banka og fyrirmenn í þessum microheimi viðskiptaheims og þingheims, að reyna að ná utan um þetta allt saman er eins og að reyna að faðma tröll. 

En það er kannski rétt - þeir sem eru ekki sérfræðingar ættu helst að halda sér saman:)

Birgitta Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 10:46

8 identicon

Birgitta.  Hvaða fyrirtæki skipta bankarnir við sem eru í rannsókn vegna vafasamra viðskiptahátta ? 

Voru ekki Baugsfyrirtækin komin í þrot og eru ekki þrotabúin rekin til að hámarka virði þeirra og selja síðan þegar rétt verð fæst.  Það er aðgerð fyrir heimilin í landinu því þá fellur minna af útrásarskuldinni á þau.

Ef þú ert að meina meðferð meints hlutar Karen Millen í Byr þá finnst mér það andskoti langt sótt að bera það upp á ríkisstjórnina að hún hafi  verið með puttana í því máli. Viss um að ráðherrar lásu um þetta í fjölmiðlum um leið og ég og þú.

Það er auðvelt að slá upp með billegum fyrirsögnum.  Þessi er ein af þeim sem er í tísku.  "Í boði ríkisins." 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 10:51

9 identicon

Haltu þínu striki Birgitta. Þú er frábær. Ég hef haft áhyggjur af því að þú myndir breytast um leið og þú settist inn á þing og sætir í bólstruðu stólunum en þær áhyggjur virðast óþarfar.

Anna María (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 10:54

10 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

"Haltu þínu striki Birgitta. Þú er frábær."

Þetta afritaði ég úr færslunni hérna  á undan. Og ég er 100% sammála.....Önnu Maríu.

Eg sá þig  ásamt Samfylkingarkonu í Kastljósi núna nýverið og sú er búin að læra pólitíska talið,segir allt mögulegt um ekkert. Stattu þig áfram, þú ert fín og stendur þig vel.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.5.2009 kl. 12:45

11 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég óska þér til hamingju Birgitta með að hafa fjárhagslegt bolmagn til að versla í Melabúðinni og Fjarðarkaup.  Þorri almennings hefur það ekki, og neyðist til að versla í lágvöruverðsverslunum.

Sigríður Jósefsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:04

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fólk verður að skilja að aðferðir við byltingar taka breytingum en mesta hættan sem sem byltingarsinnar verða að varast er eigið fólk í röðum byltingarsinna.Það er ljóst að auðvaldsinnar eru á fullu við stjórn ríkisins.Þeir hafa hreiðrað um sig í röðum ríkisstjórnarflokkanna og jafnvel í byltingarflokknum sjálfum sem er nýkominn á þing .Að sjálfsögðu þarf að hreinsa til þar.Að smygla sér í raðir ríkisauðvaldsins og auðvaldsins getur verið klókt ef fólk missir ekki sjónir á því takmarki að hreinsa auðvaldið úr þjóðfélaginu.Hefja verður mótmæli strax gegn leppum ríkisauðvaldsins, hvalveiðum og spjöllum á óspilltri náttúru landsins.Lifi forystumaður byltingarinnar, lifi byltingin.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2009 kl. 13:08

13 identicon

Birgitta þú skrirar: "Það er margt gruggugt sem enn á sér stað hjá ríkisbönkunum. Þar er enn við völd fólk sem handstýrði hruninu á betri launum hjá ríkinu en sjálfur forsætisráðherra landsins. Svo heldur braskið áfram í boði ríkisins," Þetta er kjarni málsins. Því fyrr sem við knýjum þetta sjúka kerfi í þrot því betra.

RÚV segir frá grein um Jón Ásgeir Jóhannesson í Sunday Thelegraph í dag:

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item267942/

Hvers vegna er ekki búið að hneppa þennan mann í gæsluvarðhald?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:12

14 Smámynd: ThoR-E

Voðalega er þessi Jón Óskarsson neikvæður.

Það  mætti halda að hann hefði einhverja hagsmuna að gæta í þessu máli.

Mjög sérstakt með suma að ef þeir eru ósammála að þá reyna þeir að gefa í skyn að viðkomandi viti ekkert um þessi mál og ætti bara að sleppa því að tjá sig um þau.

Ótrúlegar svona fígúrur.

-

Keep up the good work Birgitta.

ThoR-E, 24.5.2009 kl. 13:15

15 identicon

AceR

Mínir hagsmunir eru þessir:  Launamaður sem enn hefur vinnu, félagsmaður í VR með laun á við meðal kennara. Íbúð með láni frá Íbúðalánasjóði og Lífeyrissjóði, 10 ára gamall bíll.  

Allt í skilum þó vísitalan hafi sett strik í afborgunarreikninginn.

Mér finnst bara hvimleitt þegar fólk notar orðalagið "í boði ríkisins" eins og það sé af hinu vonda að þjóðin hafi tekið eignir upp í skuldir útrásarinnar.

Fulltrúar okkar eru að streða við að halda þessum fyrirtækjum gangandi svo fólk hafi vinnu og geti borgað af lánum sínum og keypt ofan í sig að borða þó það hafi ekki efni á að versla í Melabúðinni. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:58

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona bara til að fyrirbyggja hvort ég er að misskilja málið! Erum við ekki að tala um að Karen Miller sjálf (persónan) tók hluta af kaupverði keðjunar sinnar sem hlutabréf í einhverju af þessum fyrirtækjum. Hún á nú í gegnum þetta hlut í Byr. Er Birgitta að segja að hún þ.e. Karen hafi gert eitthvað af sér?

Og höfðu bankarnir ekki keypt hlut í þessu áður en banka bólan fór af stað þ.e.

" Árið 2001 keyptu íslenskir aðilar og félög á þeirra vegum 40% hlut í fyrirtækinu Karen Millen. Stærsti íslenski eigandinn var Kaupþing en meðal annarra fjárfesta voru þeir Sigurður Bollason og Magnús Ármann, einn stærsti hluthafinn í Byr."

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2009 kl. 13:59

17 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Því miður er það svo að það er ennþá sama þjófapakkið að stjórna bönkunum. Það voru bara nokkrir efstu stjórnendurnir fjarlægðir.

Það eru enn einstaklingar að vinna í ríkisbönknum á launum sem hvergi nærri því er að finna á launatöxtum ríkisstarfsmanna, ekki einu sinni forstætisráðherra er með viðlíka laun.

Þetta er sama fólkið og tók þátt í því að setja bankana og þjóðina á hausinn, þetta er sama fólkið og heldur áfram að ræna fólk með ofsaofurvöxtum og eignaupptöku.

Þetta er sama fólkið og átti að reka fyrst af öllum en var ráðið fyrst af öllum í "nýju" bankana í kennitöluflakki ríkisins.

Siðferði íslensks viðskiptalífs hefur náð áður óþekktum lægðum...

Siðferði Birgittu hefur hins vegar staðist enn sem komið er og gerir vonandi áfram. Hún þekkir ennþá muninn á réttu og röngu.

Baldvin Björgvinsson, 24.5.2009 kl. 15:00

18 identicon

mikið skelfilega er ég þreyttur á þessu röfli um peninga orðið, það er einsog fólk haldi að allt í kringum þetta hrun helgist af einhverjum náttúruöflum sem ekkert er hægt að ráða við enda hefur ráðafólk verið ötult við að nóta stór lýsingarorð eins og fjárhagslegar "náttúruhamfarir,brotsjór,fárviðri" en það eru öfl sem við ráðum ekkert við og með því að hamast á þessum lýsingarorðum í tengslum við peningarhrunið fær fólk það á tilfinninguna að það sé máttlaust gagnvart þessu því þetta eru jú "náttúruhamfarir".

þetta hrun varð vegna peningakerfis sem MANNSKEPNAN BJÓ TIL og eru ekki náttúrulögmál á neinn hátt, það er vel hægt að færa hluti til fyrri vegar ef vilji er til en þeir sem halda um vaxtastjórnunarsprotan eru ekki tilleiðanlegir í slíkt því þá tapa þeir sem búið er að búa til í peningakerfum heimsins. Peningar eru í eðli sínu eingöngu vöruskiptamiðlunar form en það er búið að smíða risavaxið batterí í kringum þetta tæki sem gerir ekkert annað en að búa til kostnað í kringum sjálft sig og dreifir honum útfrá sér einsog eitri.

í hagkerfum heimsins geta peningar eingöngu orðið til sem skuld vegna lántöku sem síðan er hleypt inní kerfin af seðlabönkum heimsins, þúsundkallinn sem þú heldur á varð til í kerfinu afþví að einhver tók lán..öðruvísi kemst hann ekki í umferð.

Góðar stundir.

Skríll Lýdsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:01

19 Smámynd: ThoR-E

Allt í góðu Jón.

Miðað við það sem gengið hefur á hjá nýju bönkunum að undanförnu .. að þá finnst mér alveg í lagi að gagnrýna þau vinnubrögð.

Allt átti að vera uppi á borðinu.. en við almenningur sem eigum bankana.. fáum ekkert að vita hvað gengur á í skilanefndunum.

Ef við tökum BYR "mistökin" sem dæmi ...   ... er ekki í lagi að gagnrýna svona vafasöm vinnubörgð ??? 

ThoR-E, 24.5.2009 kl. 16:54

20 identicon

@baldvin

Þær einföldu staðreyndir sem þú nefnir og eru öllum ljósar staðfesta að forréttindahóparnir hafa enn betur í baráttunni um völdin á Íslandi. Birna sjónhverfinganorn í Glitni er talandi dæmi í þessu samhengi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 16:58

21 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta hugarfar kvendisins segir ef til vill allt sem segja þarf: "Styður Millen þann hóp sem vill að áfram hvíli leynd yfir lánabókum sjóðsins og hvaða reglur gildi um útlán sjóðsins, segir breska blaðið ennfremur."

Annars þakka ég líflegar umræður en segi eins og skrílið varðandi hugmyndir fólks um peninga:)

Sigríður ég var og er enn á launum sem svara um 125.000 á mánuði eftir skatta, fæ ekki þingfarakaup fyrr en um þessi mánaðarmót - en ég er snillingur að láta peningana mína duga með því að sleppa því að borða ruslfæði og panta pizzur heim, með því að láta hverja krónu renna um fingur mér áður en ég eyði henni og vera skrambi þakklát fyrir að búa ekki á Gaza eða í Írak.

Birgitta Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 17:04

22 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Því miður er þetta rétt hjá þér Viðar... forréttindahópar og hagsmunahópar virðast ráða öllu hér.

Birgitta Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 17:05

23 identicon

Svo heldur braskið áfram í boði ríkisins.

Er það ekki þetta sama ríkisvald sem hinn nýji þingflokkur var að nudda sér utan í um daginn til þess að hljóta fleirri nefndarsæti.

'i daglegu máli kallast það pólitísk hrossakaup.

Hlutirnir eru greinilega fljótlærðir á þingi.

hey (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 17:12

24 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Er það þetta sem forstjórar og þessir guttar fá borgað fyrir... flytja fyrirtæki fram og til baka og út um allt?

Ég kom upp með smávegis dæmi fyrir nokkrum árum þegar ég vann í þjónustudeild hugbúnaðarfyrirtækis. Þjónustudeildin viðhélt gæðum og verðmætum með því að sjá til þess að hugbúnaðurinn gerði það sem honum var ætlað að gera ... sparaði tíma og fyrirhöfn.

Forritunardeildin bjó til verðmæti með því að finna upp nýjar leiðir til þess að spara tíma og fyrirhöfn.

Markaðsdeildin bjó ekki til neitt... sá bara um að passa að peningar færu hingað en ekki þangað. Eru í raun bara afætur á viðskipti.

Björn Leví Gunnarsson, 24.5.2009 kl. 17:56

25 identicon

Er tími til að sækja um aðild að ESB og fara í samningaviðræður meðan ekki er búið að gera upp bankana, svindlið og hrunið?

Þurfum við ekki niðurstöðurnar áður en við getum sameinast um umsókn?

Er nægt traust í samfélaginu til að treysta nokkrum manni fyrir samningsumboði?

Á Össur að leiða samninga áður en búiið er að sanna sakleysi hans í sambandi við kaupin a 5% í Kaupþingi?

Á Fréttablaðð að vera aðalupplýsingagjafi okkar í ESB málinu áður en við vitum hvar Jón Ásgeir fékk peningana til að kaupa það?

Er hægt að ræða ESB áður en samfylkingin gerir hreint fyrir sínum dyrum og skiptir um fólk?

Guðni Stefansson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:41

26 identicon

 Sæl Birgitta.

 Gæti verid ad draumaríkisstjórn Samfylkingar, Sjalfstædisfloks og Framsóknar eftirfarnadi út.

Óska ríkisstjórn

1. Jón Àsgeir J, Forsætisrádherra hann er svo snöggur ad taka ákvardanir.

2. Björgólfur Thor, Fjámálarádherra á i engum vanda med ad selja einhverrja thúfu upp á heidi, og skaffa gjaldeyri.

3. Bjarni Ármann, Félagsmálarádherra hann er svo gódur i ad skila peningum til baka, eins og er ætlast af minnihlutahópum í dag.

4. Magnús Ármann, Heilbrigisrádherra hann thekkir dópid svo vel, af eigin raun og einkaklúbbana/nektarstadina.

5. Pálmi Haraldsson sem samöngumálarádherra, eini adilinn i hópnum sem kann ad leggja samann minus + minus verda margar milljónir í plus (samanber Sterling og Meersk)

6. Thorstein Vilhelmsson sem sjávarútvegsrádherra.

7. Óla í Samskipum sem Dómsmálarádherra

 Nei mér dettur thetta bara svona i hug.

Kvedja og takk fyrir i dag. 

Baldur Gudnason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 23:41

27 identicon

 Eftir fáeinar vikur mun Jóhanna og Steingrímur med hjálp Kristjans Möllers syngja thennan söng med bænaraugum til XD og XB sjá myndband. 

http://www.youtube.com/watch?v=5GZlJr1c48k

Baldur Gudnason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 00:23

28 identicon

Sæl Birgitta. Þó að það tengist ekki þessari færslu langar mig til að spyrjast fyrir um afstöðu Borgarahreyfingarinnar til þeirra tveggja þingsályktunartillagna sem lagðar hafa verið fram varðandi ESB-málið. Stjórnartillagan gerir ráð fyrir ótakmörkuðu umboði (fyrir utan þokukenndan áskilnað um samningsmarkmið) utanríkisráðherra til þess að leggja inn umsókn og byrja að semja. Hin tillagan frá Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkum gerir ráð fyrir að utanríkisnefnd Alþingis verði falið að undirbúa mögulega aðildarumsókn og ferlið í kringum hana. Nú er spurningin hvort að Borgarahreyfingin er hrifnari af ráðherraræði eða þingræði.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband