Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur fundur

Ég sat á þessum fundi og vil upplýsa að plaggið er þrungið leynd vegna þess að það átti eftir að laga orðalag í því áður en það yrði sent á fjölmiðla. Annars var þessi fundur frekar furðulegur og fór stór hluti hans í orðræðu Sigurmundar Davíðs um Framsóknarherbergið. Finnst reyndar alveg furðulegt að einhver þingflokkur geti átt herbergi í þinghúsinu. Auðvitað eiga þingflokksherbergi að vera notuð útfrá stærð þingflokka ekki útfrá ímynduðu eignarhaldi á einhverju sem með sanni tilheyrir þeim sem þjóðin kýs inn á þing hverju sinni. Það er auðvitað alltaf breytilegt og ófyrirséð.

Eðlilegast væri að láta starfsfólk þingsins um að útdeila þessum herbergjum eftir stærð flokka, ekki útfrá tilfinningasemi. Sem þau reyndu í þessu tilfelli og hafa fengið bágt fyrir. Víðsvegar um heim er þingflokkaherbergjum útdeilt eftir stærð flokka en hér hefur það verið þannig að tveir flokkar hafa hér öllu ráðið og útdeilt ekki bara til sín öllu því besta er tengist störfum þingsins heldur líka í samfélaginu.

Það er að breytast núna enda kominn tími til. Þinghópur Borgarahreyfingarinnar mun fá aðstöðu í vesturvæng Arnarhreiðursins og deila með XD ritara og kaffiaðstöðu sem og fundarherbergi. Þetta mun vera besta húsið til að vera með skrifstofur þingmanna, því nefndarsviðið er í sama húsi. Það kom mér svo sem ekkert á óvart þegar það kom í ljós að þeir hefðu úthlutað sér bestu aðstöðunni. 

Annars þá má ég til með að gagnrýna þessa leynd sem hvílir yfir blessaðri ríkisstjórninni og vona að þar verði gerð bót á sem fyrst. Ég held að ef hægt verði að vinna útfrá málefnum á þessu þingi að við getum komið miklu meira í verk en ef unnið er eftir hefðbundnum argaþras leiðum. Auðvitað á stjórnarandstaða að veita þétt aðhald og sporna við fótum ef unnið er þvert á stefnu hvers og eins flokks. En það er ekki tími né ráð til að eyða miklum tíma í hefðbundið málþóf - skora á alla sem sitja inni á þingi að setja málefnin ofar flokkslínum og hugsa fyrst og hag almennings - síðan um hag flokksins sem viðkomandi tilheyrir.

Tímarnir sem framundan eru - verða mjög erfiðir fyrir marga í samfélaginu. Það verður að tryggja að þjóðin fórni sér ekki við uppbygginu án þess að verða tryggt fyrir því að slíkt vítavert gáleysi í stjórnsýslu geti átt sér stað að nýju. Gleymum því ekki að allar stofnanir sem almenningur treysti brugðust. Gleymum því ekki að það var hugmyndafræði XD og XB um sjálftöku og einkavinavæðingu  sem setti hér heilt samfélag á hausinn með undraverðum hraða.


mbl.is Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegt að frétta hérna um leyndarhyggju ríkisstjórnarinnar. Gott að þú stendur á verðinum, Birgitta. Áfram gagnsæi! Og ertu nokkuð bundin þagmælsku fram á næsta kjörtímabil?

Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 09:30

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Skora á ykkur að upplýsa þjóðina um innihaldið í þessu plaggi og ef þið treystið ykkur ekki til þess að neita að taka við plöggum sem ekki má gera opinber. Þið eigið að getað verið betri en hinir flokkarnir.

Héðinn Björnsson, 14.5.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veit ekki hvort að það er neitt óeðlilegt að það sé ekki sent í fjölmiðla skjal sem að er til umræðu og er opið til endurskoðunar eftir athugasemdir frá forystufólki annarra flokka. Er nokkuð verið að biðja um annað en nokkura daga vinnufrið.

Þú varst algjört sjarmatröll á þessum fundi eftir myndum að dæma Birgitta. Haltu áfram í þessum stíl, blátt áfram og brosmild  . Gangi þér vel. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.5.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ætli komi ekki á daginn að uppstillingin á ljósmyndinni sýni nákvæmlega hvernig í pottinn er búið.  "Borgararnir" verða sumsé alltaf hækja ríkisstjórnarinnar þegar hún vill það við hafa.  Enda hefur Birgitta, sem blaðafulltrúi stjórnarinnar, komið með skýringu á leyndinni!

Halldór Halldórsson, 14.5.2009 kl. 10:35

5 identicon

Sé ekki betur en að þú hafir eytt mest af þessari bloggfærslu í herbergið líka? Hverju sætir? Og mikið hrikalega er sorglegt að þú skulir vera svona auðkeypt af stjórninni. Leynd vegna orðalags? Er það eitthvað grín? Þú ert eins og deig í höndum skallagríms og jóhönnu eftir allt saman.

Kári (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:51

6 identicon

Birgitta var beðin um trúnað og reynir að halda hans að því marki sem hún nauðsynlega þarf. Birgitta hvar er annars vesturvængur arnarhreiðursins ?? Í Bæjaralandi eða Berlín ??

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:35

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birgitta:: mér finnst hughreystandi að hafa þig og félaga þíni þarna inni í víginu.

Sigmundur Davíð og hans herberjablæti er fáránleg og ég bloggaði um það í dag.

Einhvern veginn held ég að fólk sem lætur svona sé ekki í tengslum við okkur sem berjumst við að halda okkur á floti.

Baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 11:59

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Takk Birgitta - ekki láta auðvaldssinna eins og Halldór Halldórsson eða Kára hafa áhrif á þín góðu störf, þeir eru þrælar eigin heimsku en vantar farveg fyrir gremju sína út í að réttlætið skuli hafa eignast litla rödd.

Alveg dæmalaust hvað þú hittir naglann á höfuðið með herbergið og hvernig sú umræða endurspeglar afstöðuna sem litli auðvalds- og spillingarflokkurinn hefur til stöðu sinnar meðal þjóðarinnar (aldrei hefur eins fámennur hópur fólks haft eins mikil völd í þessu landi og þessi auma flokksómynd Framsóknar).

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 12:18

9 identicon

Margir hafa orð á því að Þór Jóhannesson er einn af þeim sem gefur moggablogginu lit, á sama hátt og Ástþór Magnússon gaf stjórnmálunum lit í nýafstöðnum kosningum. Það væri tilefni til atferlis rannsóknar að lesa yfir færslur og komment hans hér á blogginu. Þótt ótrúlegt sé þá koma þær allar - með tölu - á einn eða annann hátt á "spillingu" framsóknar og sjálfstæðisflokksins. Skora á fólk að athuga þetta. Skiptir litlu hvert umræðuefnið og oft er bráðskemmtilegt að sjá hversu langsótt leiðin hans að þráhyggjunni er. :-)

Kári (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:26

10 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég elska nafnlausar bleyður sem vega úr launsátri - þær eru svo dæmigerðar fyrir auðvaldsræflana.

En hitt er alveg rétt - við vöktum moggabloggið og köllum skrumskælingar mbl.is sínum réttu nöfnum - en því miður fyrir Kára og hans líka þá erum við þó nokkuð mörg sem það gerum. Látum ekki svona rugludalla trufla okkur í því. Enda sprikla öll svín þegar þau átta sig á því að þau eru komin í sláturhúsið - Kári gerir það (nafnlaus að sjálfsögðu) líka eins og önnur auðvaldssvín.

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 13:39

11 identicon

Reyndar áttu þér engan líka. Sem betur fer eru aðrir á moggablogginu sem nota frekar rökstuðning til síns mál en ekki aðdráttanir, níð og jafnvel morðhótanir, eins og nú síðast. Það er ekki fullorðnu fólki til framdráttar. Sem betur fer er þetta allt svo fyrirsjáanlegt og barnalegt að það er ekki hægt að taka neinu af þessu persónulega né alvarlega. Hér er augljóslega veikur maður á ferð.

- Auðvaldsræfill (hvað sem það á svosem að þýða :-)

Kári (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:46

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú ert greinilega sérstaklega illa innræt nafnlaus auðvaldsbleyða að beinlínis ljúga upp á fólk. En allir sem ekki sjá lífið með þeirri heimsku sem þú sýnir hér - sem eru jú flestir - sjá auðvitað á þessum skrifum þínum hverslags svarthol þú hefur í brjóstinu í þar sem aðrir hafa hjarta að ljúga svona upp á fólk sem stundar heiðarlega umræðu.

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 13:50

13 identicon

Hvernig væri þá að ræða þetta málefnislega, þ.e.a.s hvernig og hverju ég var þá að ljúga?

Tökum saman það sem ég meinti með níð:

Nú á 10 mínútum hefuru kallað mig:

 -Þræll
-Heimskur
-Gremjufullur
-Nafnlaus bleyða
-Auðvaldsræfill
-Skrumskælingur
-Rugludallur
-Svín
-Auðdvaldssvín
-Illa innrættur
-nafnlaus auðvaldbleyða
-Heimskur (2)
-Svarthol

Maður spyr sig hvorum megin gremjan og svartholið er. Er þetta sem þú kallar heiðarleg umræða? :-) Jahérna, ég er furðu lostinn.

Kári (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:56

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er auðvelt að vera undir gervinafni og koma með upptalningu um það sem þú kallar sjálfur yfir þig.

Þú ert bara hrotti - sem vegur úr launsátri eins og auðvaldsbleyðum er von og vísa.

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 14:07

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú byrjar umræðuna um það sem Birgitta er að skrifa um hérna á því að drulla yfir mig í bak og fyrir og býst svo við því að fá einhverja meðhöndlun eins og saklaust fórnalamb - hvílík hræsni í þessar klappstýru auðvalds- og spillingarflokksins.

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 14:09

16 identicon

Það má deila um það hversu mikið ég kalla yfir mig. Ég er hvorki nafnlaus né undir gervinafni. En þó svo væri er þá virkilega tilefni til að demba yfir mig fúkyrðum eins og þú gerðir? Er það málefnaleg umræða þroskaðra manna?

 Ég lærði alltaf að maður ætti að ræða málefnin frekar en manninn. Ef ekki þá væri ég að berskjalda mig fyrir þeirri staðreynd að ég hefði sennilega ekkert mér til máls. Fyrir utan að vera þekkt rökvilla (ad hominem) heldur er það ótrúlegur dónaskapur. Dæmi hver fyrir sig eftir upptalninguna hérna áðan, sem reyndar mætti bæta strax við eftir síðasta comment.

En hafðu samt sem áður góðar stundir Þór Jóhannesson.

Kári (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 14:13

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þór, þú hefur toppað þetta margfaldlega nú þegar.

Ætlarðu að halda áfram í sama dúr? Bara alltaf í háa drifinu?

Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 14:14

18 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ert þetta þú Jón Valur undir dulnefni? Kæmi ekki á óvart - sama orðræðan.

Birgitta má ég biðja þig að senda mér ip-töluna hjá þessum Kára og e-mail addressuna hjá honum, ég sætti mig ekki við svona persónuárásir frá nafnleysingjum.

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 14:16

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld var ég ekki þessi Kári. Það eru ekki mín vinnubrögð.

En ég fæ ekki betur séð en að einum hér á síðunni væri bezt að fela nafn sitt í stað þess að birta það, og sá heitir Þór Jóhannesson.

Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 14:23

20 identicon

Sæll Þór Jóhannesson. Ég verð að fá að leiðrétta það sem þú ert að bera upp á mig:

"Þú byrjar umræðuna um það sem Birgitta er að skrifa um hérna á því að drulla yfir mig í bak og fyrir"

Hér ferðu einfaldlega ekki með rétt mál. Mitt upphaflega comment kom þér ekki við á neinn hátt. Það varst þú sem að fyrra bragði sagðir orðrétt:

"ekki láta auðvaldssinna eins og Halldór Halldórsson eða Kára hafa áhrif á þín góðu störf, þeir eru þrælar eigin heimsku en vantar farveg fyrir gremju sína út í að réttlætið skuli hafa eignast litla rödd."

Þarna kallaðiru mig og Halldór Halldórsson þræl, heimskan og graman að fyrra bragði. Og svo kemuru seinna í sama þræði og ásakar mig að hafa byrjað fúkyrði? Þetta þykir mér hreint með ólíkindum og dæmi hver fyrir sig hvorum megin hræsnin liggur.

Góðar stundir Birgitta og sömuleiðis Þór Jóhannesson.

Kári (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 14:26

21 Smámynd: Þór Jóhannesson

Eru þetta ekki þín vinnubrögð??????????

og þetta segirðu í sömu setningu og þú drullar yfir mig (með fínu orðalagi) - hvílíkur hræsnari, Jón Valur Jensson!

Þór Jóhannesson, 14.5.2009 kl. 14:26

22 Smámynd: Halldór Halldórsson

Kári!  Fyrir margt löngu rakst ég á eftirfarandi gullkorn "pólitískum geðsjúklingum verður umsvifalaust kastað á haugana".  Þetta er að finna á kynningarsíðu einhvers Þórs Jóhannessonar sem óneitanlega líkist þessum geðsjúklingi sem hér er búinn að smyrja pólitískum niðurgangi sínum yfir bloggsíðu alþingismannsins nýkjörna.  Þannig fór ég með þennan Þór og "kastaði honum á haugana".  Ég hvet þig til þess sama.

Halldór Halldórsson, 14.5.2009 kl. 14:34

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var óþarft innlegg, Þór, kl. 14.26 – það vissu allir gestir síðunnar nú þegar um djúpa og einlæga þörf þína fyrir að tala eins og götustrákur.

Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 15:02

24 identicon

Oj, það er viðbjóður að lesa þessar umræður og þetta loðir við einelti sem þið eruð að skrifa hér. Ég er dyggur lesandi bloggsins hans Þórs og hann er vissulega mjög hvass en hann er dyggur framvörður réttlætis og lætur í sér heyra þegar ranglæti er annars vegar. Mér finnst þessi aðför að honum frá ykkur ógeðslega ljót og þið ættuð að skammast ykkar. En það er kannski bara rétt sem hann segir um innræti Sjálfstæðismanna og hér kemur það bersínilega í ljós.

Þór ég skora á þig að láta þetta pakk ekki hafa áhrif á þig og haltu áfram ötulli baráttu þinni fyrir réttlæti.

kv. Valdís

Valdís Gifford Na (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:08

25 identicon

Við þurfum ekki að vera hissa þór fór í einkatíma hjá Steingrími J VG lærði þar gífuryrðin. 

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:21

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og Valdís er lærisveinka hans.

(Takk fyrir að kalla mig 'pakk', Valdís.)

Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 16:42

27 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þér er greinilega fyrirmunað að sjá aðfarir hvítliðanna hér í garð hins réttláta og góða drengs, frú Sigurbjörg. Einelti og kúgun það eina sem þessir auðvaldsblesar kunna í garð okkar smælingjana. Nógu lengi hefur það verið stundað. Nú nýlega var sagt stopp, sigurinn er okkar að lokum.

"Þú getur einungis orðið kommúnisti þegar þú hefur auðgað huga þinn með öllum þeim fjársjóðum sem mannkynið hefur skapað." - félagi Lenín.

Ég bið til drottins almáttugar að þið finnið ykkar mannlega eðli einhvern daginn og mótmælið óréttlætinu þegar það blasir við fyrir framan ykkur.

Sigurður Sigurðsson, 14.5.2009 kl. 16:45

28 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið eru þetta málefnalegar umræður (kaldhæðni) - ég skora á fólk sem vegur að öðru fólki án nafns að sýna smá hugrekki og koma undir fullu nafni. 

Mér þætti líka vænt um ef fólk gæti sýnt skárri hliðina á sér þó því sé mikið niðri fyrir - það er enginn ástæða að fara í leðjuslag þó fólk sé ekki sammála.

Þakka annars hlý orð sem finna má inni á milli óhroðans :)

Birgitta Jónsdóttir, 14.5.2009 kl. 16:58

29 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Drottinn almáttugur hefur aldrei mismunað fólki eftir 'isma'. Það skiljið þið Framsóknarmenn vitanlega ekki, frekar en nokkuð annað þegar kemur að jafnrétti og jafnræði lýðsins.

Fussum svei.

Sigurður Sigurðsson, 14.5.2009 kl. 17:09

30 identicon

Þakka þér fyrir þína "gegnsæi", sem að ég er viss um að kemur okkur  almenningi mjög vel í framtíðinni.  Ef þú heldur áfram á þessari braut, þá verður þú lengi á þingi hvort sem þú vilt eða ekki, því vonandi fáum við fljótlega persónukjör.

J.þ.A (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:39

31 identicon

Valdís ertu að gera grín? Þór er landsþekktur fyrir að vera orðljótasti og ómálefnalegasti maðurinn á blogginu. Ég reyndar skil ekki fólk sem nennir að svara þessum krakka. Það er nóg að lesa info dálkinn á síðunni hans til að sjá hvaða mann hann hefur að geyma. Ekki skrýtið að hann hafi verið rekinn frá DV.

En já ég tek undir J.þ.A hér að ofan, frábært gegnsæi hjá borgarahreyfingunni! Hvern hefði grunað að þið væruð ekkert nema hræsnarar?

Kristján Óli (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:43

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þór.

Hvernig væri að spá aðeins í að börn og unglingar lesa bloggið ?  Orðbragðið hjá þér er bloggurum til skammar. 

Anna Einarsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:00

33 identicon

Ég er alveg ósammála þér með Sigmund Davíð.

Það kom mér ekki á óvart að hann væri fyrst og fremst að hugsa um hag flokksgæðinganna.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:30

34 Smámynd: Sævar Finnbogason

Blessuð börnin að rífast um hver á að vera í efstukojunni í sumarbústaðnum ;)

Sævar Finnbogason, 15.5.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband