Leita í fréttum mbl.is

Hér duga engin vettlingatök

Þið hafið ekki tíma kæra tilvonandi ríkisstjórn til að taka ykkur allan þann tíma sem til þarf. Fólk er búið að bíða með ótrúlega miklu langlundargeði eftir því að sjá til lands og margir við það að gefast upp. Það er ykkar að koma með alvöru aðgerðir til hjálpar en því miður eru þær aðgerðir sem þið hafið sett í forgang ekki nógu róttækar - hér var hrun - það er ekki hægt að byggja upp undirstöðurnar með legókubbum.

Það er ekki neitt réttlæti í því að fólk sem er orðið örmagna vegna óvissu og ótta um framtíð sína sé látið bíða enn lengur. Þið lofuðu gegnsæi en stjórnarmyndunarviðræðurnar ykkar sem nú eru búnar að taka viku hafa í engu létt á áhyggjum almennings. 

Það er ljóst að við getum ekki staðið við skuldbindingar þær sem þið hafið ákveðið að láta þjóðina bera. Engar áhættur verða teknar ef þið viljið ekki styggja ESB. Nú er ESB umræðan farin að minna á álver álver umræðuna - eina lausnin og ekkert plan B. Hvað er plan B hjá ykkur - hvað á að gera fyrir heimilin NÚNA?: fólk er reitt og það mun rísa upp að nýju ef óréttlætinu linnir ekki. 

Kæra tilvonandi ríkisstjórn - hér duga engin vettlingatök - hlustið á tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna og gerið að ykkar. Borgarahreyfingin leggur til að allir flokkar og hreyfingar sameinist um að koma þeim tillögum í framkvæmd strax eftir helgi. Hættið að gera hlutina svona flókna - það var hægt á sínum tíma að stroka út verðtryggingu launa með einu pennastriki. Það er líka hægt að setja í framkvæmd bráðaaðgerðir fyrir heimilin okkar með einu pennastriki ef þið hafið til þess nægilegt hugrekki og þor.

Hvet ykkur til að lesa bréf á blogginu hans Egils Helga frá Gunnari Tómassyni, en þar reifar hann hugmyndir að því hvernig má leysa bráðavanda heimilanna.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Halda VG og Samfylking að stjórnarmyndunarviðræður komi almenningi ekki við? Kemur það okkur ekki við hvernig skafið er af kosningaloforðum til að komast að málamiðlunum? Kemur það okkur ekki við hvernig embættum og nefndarstörfum er útdeilt á milli flokksgæðinga? Kemur það okkur ekki við hvernig leiðtogar síðustu ríkisstjórna D+B og D+S fóru með vald sitt? Hvar voru heilög Jóhanna og Steingrímur J. í Búsáhaldabyltingunni?

Sigurður Hrellir, 3.5.2009 kl. 09:18

3 identicon

 Það sem allir sjá, enda augljóst er sú staðreynd að slegið hefur verið skjaldborg utan um alla aðra en  fjárhagsvanda heimilanna.

Það eitt að varpa skuldum óreiðumannanna yfir á almenning eins og gert heftur verið, er ekki aðeins ósanngjart og með öllu óviðunnandi - heldur fáránleg ráðstöfun.

Miðað við þann fjölda sem er kominn í þrot og þá örvæntingu sem nú hefur gripið um sig, eru yfirgnæfandi líkur á því að það verði sjálfsprottin mótmæli að nýju - verði ekki fundin sanngjörn lausn á vanda heimilanna.

Og hvað þá ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 13:16

4 identicon

Já helga Vala held að fólk sé að verða búið að fá nó og ekki bætir Gylfi ástandið með skrifum sínum í mbl um ástandið

spurning hvar ráðamenn eru staddir allavega ekki í raunveruleikanum

Sigurður (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:55

5 identicon

Þessi ríkisstjórn er andvana fædd.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Leiðréttingin, sem lífsnauðsynlegt er að gera til þess að leysa að stórum hluta vanda heimilanna, er í raun afar einföld.

Ráðið er það, að afnema vísitölu-verðtryggingar af öllum lánum.

Og það besta við þetta er það, að þetta er hægt að gera á einum degi, - sem sagt strax í dag, - ef viljinn er fyrir hendi.

En íslenska stjórnmálamenn vantar viljann.

Til hvers voru kjósendur að velja nýja menn á þing, fyrir fáeinum dögum, - ég bara spyr ?

Tryggvi Helgason, 3.5.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Birgitta mín vona að allt gangi vel hjá þér  :)  Hlakka til að hlusta á þig í eldhúsdagsumræðum á þingi he he.   Ég er amk mjög fegin að sjálfst menn fengu frí núna þetta kjörtímabil, það mega fleiri spreyta sig, auðvitað veit maður að þetta er ekki auðveld staða hér á Íslandi og engin öfundsverður að taka við þessu hér í rjúkandi rúst :( en vona að allt geti gengið upp. Kveðja til þín baráttu kona :)

Erna Friðriksdóttir, 4.5.2009 kl. 08:46

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Rússneska byltingin var í tvemur áföngum þar sem fyrst var bylt einvaldinum og síðan vinstristjórninni sem ekki réð við að takast á við vanda landsins. Hér er allt að stefna í þá áttina.

Héðinn Björnsson, 4.5.2009 kl. 11:35

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það virðast sumir halda að fyrst kosningar eru afstaðnar sé allt fallið í ljúfa löð og allt í gúddí. þannig er það bara ekki. gremjan ólgar í samfélaginu. á sama tíma situr fólk út í bæ og etur vínarbrauð, í stað þess að kalla saman lýðræðissamkunduna.

góð Borgó-yfirlýsingin í dag.

Brjánn Guðjónsson, 5.5.2009 kl. 00:46

10 Smámynd: TARA

Ég held að greiðsluverkfall myndi ekki skila okkur neinu góðu, það kæmi bara í bakið á okkur og við stæðum enn verr en ella.

TARA, 8.5.2009 kl. 01:19

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Héðinn naskur og með góða ábendingu, sérð þetta soldið einsog ég, hér er eitt allsherjar "to be continued" og hægri og vinstri liggja vonandi bara í valnum þega upp er staðið.

Lifið fólkið

Einhver Ágúst, 11.5.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband