Leita í fréttum mbl.is

Ný vinnubrögð inni á þingi

Borgarahreyfingin ætlar að opna gluggana inn á þing. Við ætlum að deila með þjóðinni hvað fer fram á þinghóps/flokks/hreyfingar fundum okkar, strax eftir fundina. Þá getur fólk séð milliliðalaust hvað við erum að gera þarna inni. Fundargerðir okkar munu þá birtast á vefnum okkar.

Við viljum leggja til að nefndum verði sett betri vinnuskilyrði með því að hafa tímaramma á þeim málum sem þar daga oft uppi. Þá er mikilvægt að þeir sem í nefndum sitja og fjalla um tiltekna hópa að fulltrúi þeirra sem nefndin fjallar um hafi fast sæti í nefndinni. 

Ég hlakka til að finna fleti á samstarfi um hugmyndir okkar að lýðræðisumbótum meðal flokkanna - trúi ekki öðru en að það hugnist öllum sem starfa í umboði þjóðarinnar að lagfæra þá risastóru kerfishnökra sem við búum við.

Og takk aftur allir sem tóku þátt í að gera Borgarahreyfinguna að því sem hún er í dag:)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með starfið - sammála þér með heiðurslaun Þráins.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta líst mér vel á hjá ykkur og gangi ykkur vel í þessu sem öðru.

Smá athugasemd: Mál daga uppi, ekki inni.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir ábendinguna Ómar - búin að laga málvilluna:) og takk fyrir góðu kveðjurnar félagar.

Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 17:02

4 identicon

Make Them suffer

http://www.youtube.com/watch?v=D5Hv0tsvpyU

En svona grínlaust, þá lít ég á þig og þína félaga sem ákveðinn prófstein.  Ef þið komið til með að spillast, þá verður einfaldlega að breyta um stjórnskipulag á þessu landi.

Hvað heiðurslaun Þráins varðar, þá einkennist sú umræða af fáfræði, en sú umræða lætur mér þó í það minnsta líða betur með mitt eigið litla gáfnafar .

Björn I (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þið eruð frábær Birgitta.  Þið eigið eftir að breyti íslenskri pólitík til frambúðar.

Jón Kristófer Arnarson, 28.4.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Breski eðlisfræðingurinn sir Isaac Newton sat um tíma á Breska Þinginu.  Hann þótti ekki atkvæðamikill og tók aðeins einu sinni til máls.  Þá kvartaði hann einmitt undan þungu lofti og lagði til að það yrði opnaður gluggi í þinghúsinu.  Sagan endurtekur sig.

Þorsteinn Sverrisson, 28.4.2009 kl. 18:20

7 identicon

Kæra þingkona, ég óska þér innilega til hamingju með starfið. Ekki veitir af að fegra mannlífið í þinginu:).

Ég veit að þú verður okkur til sóma, fylgdu hjartanu.

bestu hamingjuóskir!

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:21

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég óska þér og félögum þínum til hamingju elsku Birgitta.  Ábyrgðin er stór, ég held að þú rísir undir henni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 22:11

9 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þráinn er búinn að leggja yjkkur  línurnar með því að halda  heiðurslanunum, Þið  byrjið mjög  vel. Glæsiilegt !!

Eiður Svanberg Guðnason, 28.4.2009 kl. 22:47

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka traustið og kveðjurnar:)

Varðandi þetta Þráins mál þá er ég ekki sammála þér Eiður - Þráinn hefur ekki lagt neinar línur með þessu. Það eru ekki við sem tókum þessa ákvörðun heldur hann. 

Hér er lausn sem ég kom með á bloggþræði í dag: Þráinn þarf ekkert að afsala sér heiðrinum - hann getur einfaldlega beðið um að greiðslur sem heiðurslaunum tengjast verði stoppaðar á meðan hann starfar sem þingmaður fyrir XO. Mér finnst að það sé ekki hægt að afsaka tvöföld ríkislaun, hvorki í kreppu né góðæri. Þetta er mín persónulega skoðun.

Ég er búin að eyða öllum deginum í dag út af símtölum út af þessu máli, blogga og hugsa um lausn. Það hryggir mig að þessi ágæti samstarfsmaður okkar hlusti ekki á tillögur mínar eða annarra um lausn á þessu leiðindamáli. Þetta er ekkert flókið. Mér finnst þetta ekki stórmál en prinsip mál er það. Við getum ekki talað um afnám spillingar á meðan einhver okkar vísar í önnur verri spillingarmál til að réttlæta sig. Það gengur bara ekki upp. Ég ætla ekki að þegja ef mér ofbýður eitthvað og satt best að segja ofbýður mér... 

Stjórnin ályktaði um að hún styðji ekki tvöföld þinglaun en því miður þá hlustar blessaður karlinn ekkert á okkar ráð. Finnst þetta skemma smá fyrir okkur, því þó sumum þyki 150.000 ekki há upphæð þá eru þingfarslaunin góð og 150.000 er það sama og atvinnulaust fólk og öryrkjar þurfa að lifa á og það er ekki auðvelt að ná endum saman á slíkri upphæð - ég þekki það að eigin raun. 

Nú langar mig ekki að ræða þetta meira - hef efalaust móðgað einhvern - en það er búið í meira en viku að koma með hugmyndir að lausnum sem viðkomandi vill ekki taka með opnum hug og því er nákvæmlega ekki neitt meira sem ég get gert nema að tjá hvað mér finnst að væri hægt að gera.

Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 23:20

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæl..

Birgitta og hjartanlega til hamingju með árangurinn.  Á einhverju bloggi eftir bankahrun spurði ég Jón F Magnússon hvort að þingmenn stjórnarandstöðu byggju yfir einhverri meiri vitneskju um staðan mála í samfélaginu en almenningur og svaraði hann mér að svo væri ekki. 

Getur verið að það verði frekar skorin skammtur af upplýsingum sem þið getið deilt með fólki, sem þegar er vitað ? Nema jú... upplýsingum sem eru gefnar út sem algjör trúnaður eins og var núna nýverið varðandi icesave ? 

Brynjar Jóhannsson, 28.4.2009 kl. 23:39

12 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Birgitta, til hamingju með kosninguna.  Þú ert sammála held ég flestum um að það sé ekki heppilegt að Þráinn þiggi þessi heiðurslaun með þingfararkaupinu.  Ég tel tillögu þína mjög skynsamlega um að greiðslur heiðurslaunanna verði stöðvaðar á meðan hann situr á Þingi.  Það ætti ekki að verða mjög lengi hvort eð er ef framhaldið verður eitthvað á við þessi fyrstu skref hans.

Því miður verður þú að sætta þig við að fólk ræðir málin og nú ert þú komin á þing og það kann að virðast hrokafull afstaða við okkur almenna skattborgara landsins sem höfum áhyggjur af þessu tiltekna máli að segja:

Nú langar mig ekki að ræða þetta meira

Ekki ætlar þú að svara t.d. fréttamönnum svona þegar einhver mál koma upp sem varða flokkinn eða eru óþægileg á einhvern annan hátt?  Ætli gagnrýnin á flokkinn þinn og vinnan sem þú hefur þurft að leggja á þig núna eftir að þetta mál lak til fjölmiðlamannanna komist í hálfkvist við það sem t.d. þeir þurftu að standa undir sem sátu á þingi í haust?

Nóg um það við erum sammála um margt, m.a. hvernig Þráinn ætti að bregðast við þessum heiðurslaunavanda og einnig tel ég vera þörf á því að ræða af hverju rikissjóður þurfi að standa straum af kostnaði stjórnamálaflokkanna.  Gangi þér allt í haginn á komandi þingi.  Bestu kveðjur að Vestan!

Annars

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.4.2009 kl. 00:57

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég segi bara - sammála þér Birgitta - þú ert hin sanna rödd Byltingarinnar á þingi og aldrei breytast með það.

Ætla ekki út í hversu mikil svik við PRINSIP-ið þessi málstaður hans er. Því miður er þetta farið að kosta ykkur trúverðugleika líka.

Menn geta snúið út úr mínum orðum og stundum er ég orðljótur en ég sætti mig aldrei við lýðskrumarann og berst fyrir réttlætinu fram í rauðan dauðann þó margir sparki í mig í þeirri baráttu. Þessi maður átti aldrei að fara fram í nafni þessarar frábæru hreyfingar eins og komið er í ljós.

Lifðu heil.

Lifi Byltingin!

Þór Jóhannesson, 29.4.2009 kl. 02:46

14 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til hamingju Birgitta. Mér finnst þinn málflutningur skynsamlegur og öfgalaus en stundum verðum við að viðurkenna okkur sigruð af kerfinu. Það á við um tillögu þína að lausn Þráinsmálsins. Um Heiðurslaun gilda sérstök lög og ekki er heimild til að fresta viðtöku greiðslu.  Eins er óvíst  að hann verði í þeim hópi sem fá næstu úthlutun.  Málið er að honum er rétt þessi sposla og annaðhvort þiggur hann eða þiggur ekki.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 06:53

15 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er hið sorglegasta mál fyrir hreyfinguna - Þú hefur nokkuð til þíns máls Helgi - finnst bara þetta mál vera eitthvað sem Þráinn á að svara fyrir - en ef fólk vill tala um þetta við mig þá verður bara að hafa það:)

Við lögðum líka til að hann myndi gefa þessa aura til innlendra góðgerðamála eins og til dæmis mæðrastryrksnefndar. Viðbrögð hans við þessum beiðnum hafa valdið mér miklum vonbrigðum.

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 07:00

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er rétt til getið hjá þér Brynjar. Mér skilst að meira segja sumir ráðherrar fái ekki nauðsynlegar upplýsingar er varða til dæmis IMF - þessu þarf að breyta - en gleymum því ekki að okkar þrýstingur til að afhjúpa leyndina mun verða enn áhrifameiri ef grasrótin heldur áfram að þrýsta á.

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 07:16

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Þór minn - við erum sammála um margt.

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 07:17

18 identicon

Mikið er ég fegin að sjá að þú tekur rétta afstöðu til mála Þráins.  Þið eruð þarna til að reyna að koma einhverri siðbót á.  En þið eruð einstaklingar, þú passar bara þig og vonandi náið þið að lofta eitthvað út.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:17

19 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ekki sá ég betur en sum  úr ykkar gerðu sitt  besta með því að brjóta  rúðurnar í gluggum þinghússin. Ef ekki hefði verið  öryggisgler  í gluggunum hefðuð þið  kveikt í þesssari  sögufrægu  bygginu þ þjóðarinnar.  Þið eigið ekkert erindi á  á þing.

Eiður Svanberg Guðnason, 29.4.2009 kl. 11:19

20 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sum okkar hver Eiður? Svona aðdróttanir eru auðvitað algerlega óþolandi svo ég vísi nú í færslu frá þér sjálfum á þínu eigin bloggi um annað mál.

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 11:42

21 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sum okkar komu einnig í veg fyrir að eldar næðu að festa sig í hurðum og slóum skjaldborg utan um lögreglu sem varð fyrir steinkasti frá kúguðum almúganum - Held þú ættir að þakka fyrir fólk eins og Birgittu frekar en reyna að gera hana tortryggilega. Hún á fullt erindi inn á þing - og sérstaklega til þess að moka undan flokksræðisrassgötum eins og þér, Eiður Guðnason, sem hafið allt fengið upp í hendurnar í gegnum flokksmafíur.

Lifi Byltingin!

Þór Jóhannesson, 29.4.2009 kl. 14:32

22 Smámynd: ThoR-E

Ég er mjög sáttur að sjá afstöðu Birgittu í þessu heiðurslaunamáli. Hef fengið trú á Borgarahreifingunni á ný.

Ég er orðlaus yfir því að Þráinn hlusti ekki á neinn í þessu máli. Ef reynt er að útskýra fyrir honum afhverju fólki finnist þetta rangt, sérstaklega við þessar aðstæður í þjóðfélaginu, að þá bregst hann við með offorsi og kallar fólk nöfnum og ég veit ekki hvað.

Öryrkjar og atvinnulausir fá 150.000kr á mánuði, þetta er ekki stór upphæð það er rétt en þetta er það sem þessir aðilar þurfa að lifa á. Og síðan þurfa þeir, eftir að hafa kosið Borgarahreifinguna, að horfa upp á Þráinn haga sér svona.

Hræðileg mistök að fá þennan mann í hreifinguna, það er staðreynd. Maðurinn rauk út í fýlu úr Framsókn afþví að hann þurfti að taka þátt í prófkjöri ... fékk ekki bara 1.sætið gefins .. og fór í Borgarahreifinguna og er strax farinn að skemma fyrir henni.

Mér finnst ótrúlegt að Þráinn hlusti ekki einusinni á samstarfsfólk sitt .. hrokinn og yfirlætið er algjört. Þessi maður á ekkert erindi í hreifingu sem líkir sig við fólkið í landinu.

Þannig er það bara. Ég vona að þetta mál leysist .. en hvernig verður það þegar fjárlög verða samþykkt á þingi, mun hann samþykkja greiðslur til sjálfs síns eða mun hann fara heim í kaffi á meðan?

Maðurinn skilur ekki hversu rangt þetta er og tekur síðan ekki sönsum þegar reynt er að útskýra alvarleika málsins fyrir honum.

Maður er orðlaus!

ThoR-E, 29.4.2009 kl. 18:26

23 identicon

Eiður - athugasemdir þínar eru ekki svara verðar.

íslenskur almenningur og vilji hans hafði verið hunsaður í marga mánuði eftir alvarlegustu bankakreppu í landinu - og beinlíns eftir skipulagðar blekkingar og rán á eigum fólks.

mér liggur við að tala um landráð.   

en, nei - ríkisstjórnin taldi ekki henta að hlusta á íslenskan almenning, - Geir Haarde taldi ekki að það myndi bæta neitt ef hann og stjórn hans tæki ábyrgð á gerðum sínum.

núll komma núll í siðviti 101.

alveg eins og í BNA 1776, alveg eins og Bastilludagurinn 1789 - verður 20. og 21. janúar 2009 minnst í sögunni sem dagurinn þegar ísl. almenningur þorði loks að krefjast breytinga - það sem er og mun verða áhrifmest við þessa tvo daga þegar fram líða stundir er, að nú veit almenningur að hann hefur meira þor - og þar með meira vald - en flestir héldu.

íslensk yfirvöld og íslensk lögregla veit það líka í dag.

þökk sé búsáhaldabyltingunni, sem þú reynir að fordæma með barnaskap um einhverjar örfáar brotnar rúður.

ertu hræddu, Eiður? kannski er það bara gott. en líklega túlkum við orð Ara Fróða ekki á sama hátt: 

„- með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða."

það verður þá svo að vera.  

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:37

24 identicon

en með Þráin, já - það var þetta sem ég átti við, Birgitta - menn með Framsóknarheilkenni, þeim er eiginlega aldrei við bjargandi.

grey maðurinn - fattar hann ekki hvað hann er að gera hreyfingunni?

alveg óháð þessum launum hans, - sem hann átti eflaust rétt á áður en hann varð þingmaður - er þessi ósveigjanleiki farinn að vinna gegn ykkur.

Hc (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:43

25 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju með glæsilegan áranhgur og ég er furðu lostin yfir því að Samfykling og VG hafi ekki boðið Borgarahreyfingunni að koma með í Ríkisstjórn!

Þau halda greinilega að ÞAU hafi gert búsáhaldabylktinguna....þetta er umhugsunarefni í lýðræðisþjóðfélagi.

Vilborg Traustadóttir, 29.4.2009 kl. 22:53

26 identicon

Eykur trúverðugleika að menn gagnrýni opinskátt ´klúbbfélaga´ sína - hvaða nafni sem þeim klúbbi er gefinn. Gott mál.

Sérlega gáfulegt að ætla að opna upplýsingagáttir - ég hefði ekki getað gert betur sjálfur. Mætti opna fleiri samt. Allt sé galopið. Ég sé nákvæmlega ENGA haldbæra ástæðu til að ALLT starf sem unnið er í þágu almennings sé ekki honum opið til skoðunar.
Mætti jafnvel gera þetta eins og veruleikaþættina - hafa beina útsendingu á öllu, allar stundir. Vídeókamera í hverju herbergi. Hægt að velja hvert þeirra maður horfir á. Spóla til baka. Þá þarf ekki að eyða löngum stundum í að rífast um hver sagði hvað.
Svo dæma áhorfendur vikulega hver sé að standa sig og hver ekki. Veruleikastjórnmál.
Taka gegnsæið alla leið.

Þráinn á þessi verðlaun sín.
Ólán að orðið ´laun´ sé í þessari umræðu notað jöfnum höndum um vinnulaun og listamannalaun og um, það sem málið snýst raunverulega, heiðurslaun. Sem eru víst ´verðlaun´ til að flækja málið enn frekar.
Allt eru þetta laun fyrir eitthvað, en mikill eðlismunur á, ef menn hugsa sig aðeins um.

Annað mál er, að menn eru oft hræddir um að þeir sem eru í valdastöðu og koma að ákvarðanatöku almennings beri hag almennings ekki sér fyrir brjósti, heldur séu að mata krókinn sjálfir. Menn eru raunverulega paranojaðir yfir slíku.
Að því skoðuðu, væri líklega best að Þráinn notaði ekki þessa peninga í sjálfan sig - þótt hann hafi til þess fullan rétt.

Þetta snýst víst ekki um að hafa rétt, heldur að gera það sem er rétt.

azor (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:16

27 identicon

Ekkert ólíklegt að þetta sé hugsað sem aðstoð fyrir listamenn, svo þeir geti stundað list sína .. án þess að þurfa að vera í annari vinnu líka. Allavega eru listamannalaunin í þeim dúr.

Nú er Þráinn búinn að gefa það út endanlega að hann ætlar að halda þessum peningum.

Hann hefur sett blett á Borgarahreifinguna með athæfi sínu.

En sem betur fer er fólk eins og Birgitta og Þór í hreifingunni sem bæta þetta upp. Annars mundu eflaust margir segja sig úr hreifingunni, það hef ég allavega heyrt og lesið á mörgum síðum sem þetta mál hefur verið í umræðu.

Ég hef heyrt í mörgum sem sagt hafa að þeir sjái eftir atkvæði sínu .. eftir að hafa séð hrokann og yfirlætið í Þránni .. fólk sem kannski hefur 130 eða 140 þúsund krónur til að lifa af út mánuðinn .. og horfir upp á Þráinn Bertelson ætla að taka sér 150 þúsund króna launauppbót (heiðurslaunauppbót fyrirgefðu) ofan á rúma hálfa milljón sem greidd eru af okkur skattborgurum líka.

Hvað ætli Borgarahreifingin sé búin að missa mörg atkvæði nú þegar.

Gísli Einarsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:12

28 identicon

Birgitta,

láttu ekkert segja þér fyrir verkum. Stattu bara föst í báða fætur, stöðug og óhrædd við hvern sem er.

Þú ert þingmaður af því að þú ert það sem þú ert. Stattu hörð á afstöðu þinni eins og alltaf, þú og Þór. Það var ekki Borgarahreyfingin sem valdi þig til þessa embættis heldur við, þjóðin. Ég sé ekki eftir því. 

sandkassi (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:41

29 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til hamingju.....til hamingju.....opnið þið alla glugga uppá gátt, svo að við þetta venjulega fólk vitum hvað er að gerast á þessu háa alþingi .....hemm og humm.

Gangi okkur vel, því að það er fólkið sem fer inn á þing.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.4.2009 kl. 20:33

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Birgitta mín ég vil óska ykkur til hamingju með sigurinn.  'Eg hef trú á þér og flestum sem þarna eru í framvarðarsveitinni.  Ég óttast samt að hákarlarnir sem eru inn á þingi muni kveða ykkur í kútinn með einum eða öðrum hætti.  Við komum inn fyrir tiu árum með ferskar hugmyndir og réttlætið í farteskinu, vildum breyta.  Það var ljóst frá byrjun að við myndum ekki koma neinum af okkar góðu málum fram.  Það var helst að undir síðasta í kosningabaráttum fyrir kosningar að fjórflokkurinn tæki þau mál sem við vorum með og voru vinsæl meðal almennings og gerðu þau að sínum, alveg fram yfir kosningar, svo döguðu þau einfaldlega uppi.

Þarna er refsskák og spilling sem þau einfaldlega hafa komið sér upp, sem litlir flokkar ráða ekki við.  Ég vona samt að ykkur gangi betur en okkur að breyta, er samt svartsýn þegar ég hugsa til baka síðastliðin tíu ár.  Þar sem stjórnvöld hafa alla fjölmiðla á sínu bandi, og ráða umfjöllun, meðan ný framboð ógna engum, er allt í lagi að leyfa þeim að blakta, en um leið og þið eruð farin að ógna stabilitetinu þá verður maskinan sett af stað og þið munuð lenda í nákvæmlega sömu martröðinni og við.  Mark my words.

En samt sem áður gangi ykkur vel og megi gæfan fylgja ykkur áfram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2009 kl. 20:40

32 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kærar þakkir fyrir öll viðbrögðin - ég ætla einfaldlega að gera mitt besta til að vera flugan í tjaldinu þarna inni á þingi og þrýsta á að þingið hugsi fyrst um hag þjóðarinnar - síðast um sitt ágæti - það verða að koma á róttækar breytingar í stjórnsýslunni, það þarf að endurreisa þjóðhagsstofnun, en fyrst, allra fyrst, þarf að gera eitthvað róttækt til að bjarga heimilum landsins - fólk er á barmi örvæntingar og sér ekki í land - það er bara ekki nógu gott - kannski þurfum við að mótmæla til að sýna þeim að enginn sleppur við að axla þá ábyrgð sem fólkinu í landinu var lofað varðandi bráðaaðgerðir.

Birgitta Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 07:00

33 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Eiður !

    Þú ert bitur maður , þó ekki sé meira sagt , er svona kalt í fílabeinsturninum , eða var snertilendingin hanns Konna svona afarflott að engin ástæða var til aðgerða , skil vel að maður sem í fílabeinsturni býr , vilji óbreytt ástand . Að þessi maður skuli eitt sinn hafa verið besti spyrillinn í ríkissjónvarpinu , og verða svo fyrir tunguskurði , þagnarskyldu eða ? ? ? ? ?

    Búsáhaldabyltingin olli því að þjóðin fór að breytast , hún gerir sér í dag grein fyrir því að möguleiki er að moka skítnum út úr þjóðarleikhúsinu , eða einhverju af honum , með samstöðu , það breyttist hugarþel margra og skítmenni , sum hver , voru leidd út í dagsljósið . Jóhanna , sem 99% þjóðarinnar "vissi" að hefði ekkert í forsætisráðherrastólinn að gera , fékk "sinn tíma".

    Hafir þú , Eiður , verið svona hamingjusamur með Konna , og hanns snertilendingu og ópersónugerðu vandamál , eða þegar hann kom korteri fyrir kosningar og bað þjóðina afsökunar , eftir allann dónaskapinn sem hann sýndi íslensku þjóðinni í fyrra t.d. hvernig hann varði ófyrirgefanlega framkomu Björns Bjarnasonar eftir að símahlerunarmálið var upplýst , hvernig hann varði ISG í fjölmiðlum trekk í trekk , er hún var ynnt eftir eftirlaunaósómaloforðinu hennar af aðalfundi Samfó 2007 , þá mæli ég eindregið með að þú athugir hvort þú eigir ekki séns á fílabeinsturnsdvöl hjá Ítölsku þjóðinni þ.e. mafíunni . Verði þér að góðu . 

Hörður B Hjartarson, 3.5.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband