Leita í fréttum mbl.is

Hugmyndir XO um atvinnumál: vinnuplagg

Hef ekki tekið eftir því að flokkarnir séu að beita sér fyrir þá sem nú þegar eru atvinnulausir - ef fólk er lengur atvinnulaust en hálft ár - þá er mjög erfitt fyrir viðkomandi að komast aftur inn á vinnumarkað. Mikilvægt er að koma til móts við þennan hóp sem nú þegar spannar 10% landsmanna. Skorum á atvinnulausa að koma að þessari hugmyndavinnu með okkur. 

1.  Innihaldslaus kosningaloforð fjórflokkana um atvinnumál eru siðlaus blekkingarleikur og eru til skaða fyrri almenning og atvinnulífið. 

2.  Besta leiðin til að efla íslenskt atvinnulíf (fyrirtækin) og þar með auka atvinnuþátttöku er að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil, annað hvort með myntbandalagi við aðra þjóð (USA eða Noreg t.d.) eða ESB. Ef það tekst ekki þá þarf að taka einhliða upp aðra mynt og þar væri hagkvæmast að taka upp Evru vegna vægis hennar í utanríkisviðskiptum Íslands en annars Dollar. Það má svo sem velta upp einhverri hugmynd um mynt- og efnahagsbandalag við Noreg sem nokkuð mörgum hugnist en það er þó miklu óljósara fyrirbæri.

3.  Störf í matvælaiðnaði sem myndu stóraukast ef áhugasömum (bændum) væri gert kleyft að fá rafmagn á taxta sem kemst nærri stóriðjutaxtanum.  Ylrækt, lífræn ræktun, heimaframleiðsla á býlum, einnig til útflutnings.  Í framhaldinu verði komið á kerfi þar sem allir kaupendur raforku, stóriðja sem aðrir, fái einfaldlega að kaupa sér raforku í opnum útboðum og aflögð verði algerlega leynd með raforkuverð.  Þannig nýtum við auðlindina best.

4.  Stuðningsumhverfi fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf þarf að einfalda og efla og taka það úr þeim farvegi sem það er nú undir flokkspólitískri stjórn og setja undir stjórn þeirra sem hafa þegar náð árangri í þeim efnum.  Hátækni- , tölvu- og fjármálamenntað fólk er einnig atvinnulaust og þetta fólk þarf að leiða saman, t.d. í gegnum miðstöðina í lið 5 í stefnuskránni okkar.

5.  Bráðaaðgerðir til aðstoðar atvinnulausum verða að koma til STRAX til að koma í veg fyrir að hér skapist stórkostlegt félagslegt vandamál vegna afleiðinga langvarandi atvinnuleysis. Nú þegar eru nærri 20.000 manneskjur atvinnulausir.

5a.  Við þurfum að byrja strax með því að setja upp miðstöð mannaða atvinnulausum sem fengu 1,5 atvinnuleysisbætur.

5b.  Þetta fólk færi inn í atvinnuleysisskrána og fyndi valið fólk (50 til 100 manns) með sérþekkingu á einhverjum ákveðnum sviðum. Því yrði svo boðnar 1,5 atvinnuleysisbætur til verða verkefnisstjórar og stofna hópa atvinnulausra utan um sérsvið sitt með það fyrir augum að bjóða upp á praktískar leiðir út úr atvinnuleysinu með t.d. námskeiðum í stofnun fyrirtækja, einyrkjarekstri, endurmenntun, námskeiðum eða hverju öðru sem gagnast gæti hugsanlegum þátttakendum. Mikilvægt er að þetta sé eftirspurnardrifið, þ.e. ekki skipulagt ofan frá heldur falli að hugmyndum og áhugsviðum þátttakenda.

5c.  Í boði yrðu 1,25 atvinnuleysisbætur fyrir þátttakendur.

5c.  Hvatt yrði til stofnunar alls konar smá- og einyrkjafyrirtækja þar sem fólkið héldi fullum (auknum) bótum meðan það væri að spjara sig í nýjum rekstri og koma undir sig fótunum á ný.

6.  Mikilvægt er að bjóða upp á ný atvinnutækifæri við hæfi en ekki setja t.d. bankamenn í álver, pípara í leikskólavinnu eða skáld í bókhald.

7.  Hvert starf í álveri ALCOA kostaði um 230 milljónir króna. Það er hægt að gera mjög margt annað fyrir brot af þessari upphæð þegar kemur að því að skapa ný störf.

8.  Einnig má efla mikið félagsstarf atvinnulausra með stofnun t..d. Leikfélags atvinnulausra, Kórs atvinnulausra, Gönguhóps atvinnulausra (vikuleg Esjuganga t.d.), Sjósunds atvinnulausra o.s.frv., þetta er kannski einfaldlega spurning um hugmyndaflug.  Félag atvinnulausra smiða, kennara, bókara, o.s.frv. sem hittust og spjölluðu og fengu nýjar hugmyndir.

9. Það ætti að nýta þær félagsmiðstöðvar sem eru til staðar sem samverustaði fyrir þá sem eru atvinnulausir.

10.  Fyrirtækin verða meðhöndluð samkvæmt grein 4 í stefnuskránni þar sem meginstefnan er að afskrifa ekki skuldir sjálfkrafa heldur yrði það eingöngu gert sem hluti af endurskipulagningu þar sem t.d. starfsfólkið tæki yfir reksturinn.  Það eru t.d. ekki fyrirtækin í sjávarútvegi sem veiða fiskinn heldur sjómennirnir á skipunum og þeir geta vel haldið því áfram þó eigendur fyrirtækjanna tapi þeim.

11. Það mun verða erfitt að koma alveg í veg fyrir gjaldþrot í því algera hruni sem blasir við
þar sem margir eru einfaldlega skuldsettir langt upp fyrir haus og jafnvel atvinnulausir
í ofanálag. Ef gjaldþrot verða mjög algeng þá þarf að lagfæra löggjöfina þannig að
fjárnámsaðgerðir verði takmarkaðar og að fólk komist tiltölulega fljótt af vanskilaskrá
og eigi þá auðveldara að koma undir sig fótunum á ný. 


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

12. Benda iðnaðarmönnum á að sækja um hjá Ístak sem er með nokkur stór verkefni á Grænlandi. Laun ca ISK 2000+

13. Benda iðnaðarmönnum á að sækja um hjá öðrum byggingaverktökum á Grænlandi, nóg að gera í öllum stærri bæjum. Laun ca ISK 3000+

Vantar pípara, rafvirkja, smið, múrara, málara...

með kveðju frá suður Grænlandi

Baldvin Kristjánsson, 24.4.2009 kl. 10:23

2 identicon

Það mætti bæta við þetta að endurskoða lög um samvinnurekstur og auðvelda þannig fólki að stofna lítil samvinnufélög eða -fyrirtæki (t.d. innkaupafélög eða framleiðslufyrirtæki, sem 10. reyndar felur í sér). Núgildandi lög miðast allt of mikið við gömlu kaupfélögin og SÍS, þau þarf að færa nær því sem gerist í öðrum löndum þar sem samvinnurekin fyrirtæki eru mun fjölbreyttari að gerð.

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.