Leita í fréttum mbl.is

Skuldir Íslands og íslendinga.

dscf4143.jpgEr stjórnvöldum treystandi?

Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við.

Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.

Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni.

Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt.

Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV –sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.

Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera hér samfélagsáttmálann í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.

Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa engist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.

Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.

Það er krafa okkar að það verði fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing
, 8. Apríl 2009.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri líka fróðlegt að sjá hverjar skuldir ríkisins voru fyrir hrun.

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:31

2 identicon

Hreinar skuldir sem falla á ríkissjóð vegna bankanna þriggja verða að öllum líkindum: 0.

Skuldaaukning ríkisins verður að mestum hluta vegna halla ríkissjóðs.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Allt þetta er hverju orði sannara. Ég fór á báða fyrirlestrana, Perkins og Hudson, en fjölmiðlar létu lítið á sér kræla, sérstaklega hvað varðar þessa þætti, að hafna beri IMF, ESB- aðild og ábyrgð skulda einkageirans. Allt annað er tómt hjal. Til hvers á að spara eitthvað í kerfinu? til þess að greiða vexti af skuldum sem við getum ekki og eigum ekki að greiða af?

Hudson var sérstaklega markviss, eftir rannsóknir sínar á hagkerfum liðinna 3000 ára.  Vegna bankaskulda sem bornar eru upp á Ísland sagði hann:

"Paying these debts is the end of democracy as you know it". Greiðsla þessara skulda felur í sér endi þess lýðræðis sem við þekkjum í dag.

Ívar Pálsson, 11.4.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ath: Kalli skaust inn með þá ótrúlegu blekkingu sem Göbbels hefði verið hreykinn af: að  "Hreinar skuldir sem falla á ríkissjóð vegna bankanna þriggja verða að öllum líkindum: 0. "  Hver sá sem trúir því að 15000 milljarða króna skuldir hafi verið reiknaðar í burtu ætti að ganga í Vísindakirkjuna, því að hann trúir öllu.

Ég átti náttúrulega við að þetta væri hverju orði sannara hjá Birgittu, sannarlega ekki Kalla.

Ívar Pálsson, 11.4.2009 kl. 11:48

5 identicon

Löngu fyrir kreppu voru erlendir fræðingar farnir að benda á stöðu landsins og hvert stefndi.  Nær undantekningarlaust hefur allt sem ég meðtók af því gengið eftir.  Ég hlusta frekar á það sem erlendir  fræðimenn ræða um en innlendir varðandi stöðu landsins, þó með örfáum undantekningum.  Langflestir af þessum fræðingum okkar og þá á ég við hagfræðinga, viðskiptafræðinga o.fl., sem "þjóðin hefur kostað til náms", eru svo uppteknir af "pólitískri línu flokksins" að þeir geta ekki sagt "sannleikann" eða vilja ekki.  Það getur svo sem líka verið að þeir viti bara ekki betur og skólabækurnar hafi bara ruglað þá, því margur maðurinn sem hefur "aðeins" skóla lífsins að baki sér virðist mun fróðari og líklegri til að koma með "lausnir" þegar hann heldur sig utan við pólitískt þras.  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:02

6 identicon

Ívar þér er velkomið að halda að skuldir bankanna falli á þjóðina.

Ég er satt að segja orðinn leiður á því að leiðrétta þessa vitleysu, leyfi Fjármálaráðuneytinu að gera það fyrir mig.

Spjallaðu við þá.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:13

7 identicon

Stjórnvöldum er ekki treystandi - vegna hégómleika, græðgi og barnaskapar  Hver var t.d. tilgangurinn með auðlindaauglýsingaferðum Össurar og forsetans með REI, Glitni og Kaupþingi til einræðisríkisins Qatar?

Það er tíska hjá fjölmiðlum að blása Hudson og Perkins út af borðinu sem æsingamenn en í raun veru hitta þeir naglann á höfuðið!

Er ekki miklu hagstæðarara fyrir stærstu lánardrottnana að gleypa auðlindirnar í heilu lagi í staðinn fyrir að láta sér nægja renturnar?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt og við eigum ekki að borga einn eyri fyrir einkafyrirtæki þó bankar séu. Punktur.

Arinbjörn Kúld, 11.4.2009 kl. 14:00

9 identicon

Á island.is má finna (eftir töluverða leit) plagg um stöðu þjóðarbúsins. Þar er fjallað um skuldirnar. Ef þetta plagg væri yfirlit yfir stöðu hárgreiðslustofu, myndi endurskoðandi gera athugasemdir við það á þeim forsendum að þeir liðir sem skiptu máli væru hvorki útskýrðir né sundurliðaðir.

En niðurstaðan mín er sú að við gætum verið að borga vexti af allt að 3600 milljörðum króna. Áætlun ríkistjórnarinnar gerir ráð fyrir 90 milljörðum í vaxtagreiðslur á þessu ári að því tilskyldu að við sleppum við að greiða vexti af AGS lánalínum og Icesave skuldum við Hollendinga og Breta. 

Ólíklegt að þetta standist. Líklegra er að reikna með því að vaxtagreiðslur verði 150 milljarðar ef ekki meir. Það eru 12 milljarðar á mánuði. Það eru 40 þúsund krónur á mann á mánuði, jafnt þá sem eru tveggja mánaða gamlir, fertugir eða níræðir.

Doddi D (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:46

10 identicon

Það blasir við að þeir sem eiga möguleika munu koma sér héðan ef fylgt verður óbreyttri stefnu.  Þá fækkar enn í greiðendahópnum.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Getur einhver sagt mér hverjar skuldir íslendinga eru ?

Mér skilst að skuldirnar séu um þúsund milljarðar og sé í svipuðu samræmi og t.d Belgía.  Reyndar var sú skýring gefin að stærstum hluta af lánsféi alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði skilað. Enn og aftur erum við hér við sama heigarðshornið og áður. Það er algjör skortur á upplýsingum til þess að getað myndað þér skoðun um þetta mál.

Kannski er þetta allt dagssatt hjá þér Birgitta og ég ætla ekki að draga þennan möguleika í efa.  Hitt er að á meðan ég hef í  raun engar markhæfar upplýsingar um .td hverjar skuldir íslendinga eru ... þá ég á mjög mjög erfitt að mynda mér heilstæða skoðun í þessu máli.

Í það minnsta... er ég sammála Gylfa Manússyni að ef skuldir Íslendinga eru með þeim hætti að við getum ráðið við þær Er algjör óþarfi og í raun rökleysa að stefna öllu alþjóðarsamstarfi í hættu.

eins og ég segi... mig skortir tölfræðilegar upplýsingar rétt eins og megin þorri Íslendinga til þess að mynda mér heilstæða skoðun. 

Brynjar Jóhannsson, 11.4.2009 kl. 16:15

12 identicon

Brynjar,

Hérna er ágætt yfirlit yfir áætlaðar skuldir ríkissjóðs í lok þessa árs:

http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4398/

Það er algengur misskilningur hjá mörgum "bloggurum" (og gestum Egils Helgasonar) að erlendar kröfur gömlu einkabankanna falli á ríkissjóð.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:54

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir þetta Kalli.

Eins og með allar tölur nú á dögum tek ég þeim með fyrirvara. Ég sá að þessar tölur komu frá samtökum atvinnulífsins

Hitt er að í þessum tölum sem koma frá samtökum atvinnulífsins koma fram tölur sem mér þykir ansi trúverðugar sem staðfesta að skuldir Íslendinga séu fjarri því að vera ástæða fyrir því að þjóðarskútan okkar sé á leiðinni á hausinn. Og í raun staðfesta þessar tölur að orð Gylfa Magnússonar séu ekki svo fjarri lagi um að við eigum ekki að stefna framtíð okkar í hættu með því að borga ekki af skuldum okkar.

Í raun er ástandið þá núna ekki ósvipað var 1995 - en þó aðeins dekkra.

Brynjar Jóhannsson, 11.4.2009 kl. 21:01

14 identicon

Sumir kjósa að líta framhjá því ástandi sem ríkir núna og einblína á "útreiknaðar" skuldir ríkissjóðs og taka þá jafnvel tillit til eigna sem lítið sem ekkert gefa í tekjur. Upphæð þessara skulda er mjög óviss.

Síðan koma erlendar skuldir orkufyrirtækja, fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga ásamt vaxtagreiðslum af Jöklabréfum. Afborganir og vaxtagreiðslur af þessum skuldum soga ásamt afborgunum af skuldum ríkissjóðs þann takmarkaða gjaldeyri sem hingað berst í tekjur af fiskútflutningi.

Málið hlýtur að vera að koma þessu á framfæri fyrir kosningar en ekki eftir kosningar eins og vaninn er með óþægileg tíðindi.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:11

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Fjármála- loftfimleikar Samfylkingar virðast ætla að duga furðu vel til þess að halda kjósendum í barnstrúnni á ríkisskuldir upp á "einungis" nokkur hundruð milljarða króna, á meðan raunstaðan er augljós: nokkur þúsund milljarðar króna verður alltaf endirinn. Bankarnir, nýir og gamlir ásamt stórfyrirtækjunum fóru á hausinn og ríkið gerði sig ábyrgt. Það stendur ekki steinn yfir steini. Þegar skuldirnar voru 12 föld þjóðarframleiðsla (15.600 ma.kr) þá töldu enn einhverjir að eignir bankana væru einhver ósköp. Nú er komið í ljós að svo er ekki. Útsalan skilaði litlu, en álögurnar jukust daglega. Staðan í dag er afleit, en þá má ekki birta hana fyrir kosningar, annars kjósa færri Samfylkinguna, sem samþykkti skuldirnar.

Ívar Pálsson, 12.4.2009 kl. 01:05

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það erum við: fólkið: þjóðin sem eigum rétt á að fá þessar upplýsingar. Það var fólkið sem með samtakamætti sínum fékk í gegn þær breytingar sem það krafðist - ef við viljum láta afnema alla þessa leynd og leynileynd þá getum við auðveldlega fengið hana - með því að krefjast þess að fá upplýsingarnar ellegar neita að kjósa :)

Birgitta Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 09:51

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhanna Sigurðardóttir lýgur nú á sama hátt og hún gerði 1993 þegar hún staðhæfði við hlið Jóns Baldvins að EES samningurin væri svo góður að við þyrftum nánast ekkert að hugsa né gera í framtíðinni.Annað hefur komið á daginn.Ef EES samningurinn væri í lagi, þá værum við ekki í þeim sporum sem við erum í í dag.Þessi tvö skötuhjú eru bölvaldur Íslands.Fram með fallöxina.Lifi byltingin.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2009 kl. 10:04

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ráðamenn, þingmenn og aðrir sem áttu að kynna sér EES samninginn náðu aldrei í lesefnið upp í prentsmiðju. Það var bara einn maður sem náði sér í efnið sem útbúið var fyrir ráðamenn og það var Hjörleifur Guttormsson. Það útskýrir kannski af hverju VG var svona andsnúið þessum samning - hann hafði víst töluvert marga vankanta sem enginn virðist hafa verið meðvitaður um sem skrifaði undir plaggið.

(ég hef þessar upplýsingar frá starfsmanni prentsmiðjunnar stuttu eftir hrunið okkar)

Birgitta Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 10:38

19 identicon

Ívar,

Hættu að breiða út þessu rugli um að ríkið hafi gert sig ábyrgt fyrir skuldum einkafyrirtækja og bankanna.

Það er algjör firra en ef þú trúir ekki íslenskum stjórnvöldum þá trúir þú vonandi greiningaraðilum Fitch:

"Iceland ... had the luxury of letting banks default – shifting losses on to the rest of the world. It refused to honour foreign debts."

"They drew a line," said Jerry Rawclifffe, who tracks Iceland for Fitch Ratings. "They created new banks, parking the old losses in resolution committees."

Kalli (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband