Leita í fréttum mbl.is

Hver á að borga ICESAVE?

Samfélagið okkur hefur aldrei verið í eins mikilli hættu. Michael Hudson sagði í gær að landið væri í herkví – að við séum beitt hernaði án vopna. Hér höfum við reyndar lifað við það lengi að fólk sé myrt án vopna – mannorðsmyrt á færi.

Við sem þjóð stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Við stöndum frammi fyrir því hvort við þorum að horfast í augu við sannleikann eða hvort við höldum áfram að láta eins og ekkert sé.

Það vilja fáir stjórnmálamenn tala um þá skerðingu sem framundan er – það kemur ekki vel út í kosningaloforðapakkanum. Hvaða máli skiptir það sem ég segi hér um óskir mínar að hér ríki jöfnuður og gefi ykkur loforð um framtíð sem mun aldrei verða ef við rjúfum ekki tengsl okkar við AGS?

Um helgina komu fram upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins sem benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt. Og það þekkjum við öll sem höfum kynnt okkur sögu þeirra landa sem AGS hefur "hjálpað".

Ef við rjúfum ekki tengsl okkar við AGS þá verður hér niðurbrotið samfélag, þar sem fátækt, hungur, skortur á menntun og heilbrigðisþjónustu mun ekki verða fjarlæg matröð heldur framtíð barna minna. Ég vil ekki taka þátt í að skapa slíkt samfélag. Við munum ekki fá neina sérmeðferð hjá AGS. Við stofnuðum ekki til skulda vegna ICESAVE - við eigum ekki að borga það þegjandi og hljóðalaust. Það þarf að semja um þessa hluti á öðrum forsendum en hefur verið gert. Stefna XO kemur með góðar lausnir um hvernig hægt er að gera það: 6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. 

Hættum að vera hrædd – verum hugrökk og höfnum því að gera eitthvað sem t.d. Bandaríkin, skuldugasta land í heimi myndi aldrei gera: fara í prógramm hjá AGS.

Það skuldafen sem við erum að taka á okkur mun þýða að við verðum að vinna í 16 tíma í dag í stað 8 til að fá sömu laun og við fáum í dag, ef við þá fáum vinnu. Það skuldafen sem við stöndum frammi fyrir mun aðeins verða dýpra ogóyfirstíganganlegra ef við höldum áfram á sömu braut.
En hvað getum við gert? Er hægt að breyta einhverju? Já, því hvert og eitt okkar skiptir máli, hvert og eitt okkar getur krafist breytinga, getur þrýst á að hér sitjum við ekki með skuldabagga óreiðumanna vegna vanhæfni þeirra sem ráðskast með landið.

Verum hugrökk – þorum að vera öðruvísi og látum ekki hræðsluáróðurinn hafa áhrif á ákvarðanir okkar. Við höfum aldrei haft annað eins tækifæri til að gera eitthvað róttækt, til að breyta handónýtu kerfi sem hefur leitt okkur fram á ystu nöf. Við getum snúið við og það er okkar – ekki annarra að breyta því.

Skorum á ríkisvaldið að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort við viljum AGS lánið, skorum á ríkisvaldið að aflétta allri leynd – hvort heldur það sé bankaleynd eða AGS leynd. Við verðum að fá að vita sannleikann til að geta gefið stjórnmálafólki umboð okkar til valds.
Við erum valdið
Við erum kerfið



Fyrirlestur John Perkins í Háskólanum 6. apríl 2009

mbl.is Viljum við það sem var, og hrundi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

BNA borgar ekki einu sinni skuldir sínar til S.Þ.  alþjóðlegustu alþjóðasamtakanna -með höfuðstöðvar í New York.   Skulda þar stórfé til áratuga -og komast upp með það.

Hver á að borga ICESAVE-skrýmslið, sem fæstir Íslendingar vissu einu sinni af, er svo spurningin sem búin er að velkjast um sl. sjö mánuði.

Án þess að nokkur sé nokkru nær.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Isis

heyr heyr mikið ofsalega var þetta góður pistill... sammál hverju orði. það er bara vonandi að fólk vakni aftur af þessu meðvitundarleysi sem allt í einu skapaðist eftir að ríkisstjórnin féll í janúar... förum upp úr sófanum og mætum á völlinn í kvöld!

sameinuð stöndum vér... stundruð föllum vér 

Isis, 8.4.2009 kl. 15:11

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Heyr heyr félagar... og ef Draumalandið vekur ekki þjóðina þá mun ekkert vekja hana og hún á skilið að verða að þrælaeyjunni - nú verðum við að gjöra svo vel að gera eitthvað - það gerir það enginn fyrir okkur.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 15:46

4 identicon

Þakka þér fyrir góðan pistil. Nú er unnið skipulega að því að skjóta málflutning þessara manna niður. Það er undir okkur komið að halda málum vakandi.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka þér sömuleiðis fyrir að standa vaktina Gunnar - gleymum því ekki að málflutningur þeirra sem vöruðu okkur við bankahruninu var skotinn niður - við bara verðum að læra af reynslunni - við höfum ekki efni á því að taka sömu áhættu - það er bara of mikið í húfi.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 16:30

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Málið er að hér ganga upplýsingar gegn upplýsingum.

Össur Skarphéðinsson segir að skuldir vegna icesave deilurnar séu ekki nánast ekki neinar og hann fullyrðir að eignir Lánsbankann nái að dekka þessar skuldir mestmegnis. Gylfi Magnússon segir að helmingnum af peningnum sem fékkst að láni frá gjaldeyrissjóðnum verður skilað og að skuldir íslensku þjóðarinnar væru þess eðlis að það er fjarri lagi að gætum ekki borgað þær. Hann heldur því fram að Ísland sé í svipaðri t.d evrópulönd á borð við Belgíu og ítalíu. Málið er að þetta er mikið til þessu hjá Gylfa og nefni ég máli mínu til rökstuðnings að atvinnuleysi í þýskalandi er um 18 % og ég spyr hvort það séu ekki nægjanleg rök eins og sér til þess að fullyrða að Þýskaland sé verr stadd en Ísland ?

á sama tíma koma þessir herramenn og flytja okkur þessar viðvaranir og benda á að hér sé allt á leiðinni til andskotans ef við förum eftir beiðni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í einu og öllu.

Ég gat ekki betur skilið en að Gunnar Tómasson hagfræðingur væri gagnrínin á stjórnun alþjóðagjaldeyrissjóðsins í grein sem ég las, á meðan Þovaldur Gylfason mærir þá og fullyrðir að þar séu menn sem hafa þekkinguna. Mér finnst t.d furðulegt að Þorvaldur hefur aldrei verið spurður út í John Perkings... en ég fæ ekki betur séð en þeir hafi verið að vinna á sama tíma fyrir alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

og hér stend ég... með upplýsingar... Upp lýsingar sem koma héðan og þaðan og þær stangast á við hvora aðra.

Mér lýður eins og ég standi fyrir framan hlið og þar standi tveir þursar- Annar þeirra er að ljúga en hinn er að segja satt. Persónulega ætla ég ekki að vera spar á fullyrðingar þar til allar upplýsingar eru komnar í ljós. 

t.d hverjar eru SKULDIR ÍSLENDINGA ?

hvað falla miklar skuldir vegna icesave...

eins og staðan er í dag.. trúi ég öllum upp á allt...

Brynjar Jóhannsson, 8.4.2009 kl. 21:19

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Við þurfum ekki annað en að skoða söguna - land eftir land eftir land eftir land sem hefur farið mjög illa út úr "hjálp" IFM. Ef þetta prógramm er svona gott, af hverju nýta Bandaríkin sér það ekki?

Ég vil fá að vita nákvæmlega allt í kringum ICESAVE, IMF á Íslandi og svikamylluna í kringum bankana - ég vil að þessu leynimakki verður aflétt. Bæði Perkins og Hudson eru að benda á staðreyndir- maður þarf nú ekki að grafa djúpt til að staðfesta að varnarorð þeirra eiga jafn mikinn rétt á sér og varnarorð þeirra sem vöruðu okkur við of mikilli þenslu í bankakerfinu okkar. 

Það er líka erfitt fyrir fólk sem hefur unnið hjá IMF að vera gagnrýnið á stofnunina - ég skil það mjög vel. Það er ljómandi gott og hæft fólk að vinna þarna sem kannski aldrei sér heildarmyndina. Heildarmyndin í mínum huga er þessi: IMF prógrammið veikir og eyðileggur alla inniviði samfélaga svo mjög að stórfyrirtæki eiga greiða leið að auðlindum þeirra og kaupa þær á brunaútsölum eða eins og hér á útsölu í boði einfeldninga sem héldu að við fengjum enn eina sérmeðferðina, því við erum svo spes. 

IMF prógrammið sem við erum að upplifa þýðir: háa stýrivexti sem þýðir að fjöldi fyrirtækja heldur áfram að rúlla, risavaxinn niðurskurður sem þýðir greið leið fyrir hugmyndafræði einkavæðingar, yfirvofandi niðurskurður í ár 50 milljarðar... næsta ár sennilega meira, og enn er ekkert lát á fjölgun atvinnuleysingja. Getum við verið þekkt fyrir að læra ekkert af reynslunni frá því fyrir ári síðan þegar allir sem vöruðu okkur við voru mannorðsmyrtir á færi eins og verið er að gera við Hudson og Perkins? 

Annars ættu allir að fara á Draumalandið til að fá ansi marga púsluspilsbita í heildarmyndina sem alla vega fyrir mitt leiti er alltaf að verða skýrari... mér finnst í það minnsta við skulda börnum okkar það að gera allt sem við getum til að vernda landið okkar fyrir frekari árásum einfeldni þeirra er virðist tröllríða hér öllu.

Það eru ekki margir sem verja þær leiðir sem IMF hefur farið og ekkert sem bendir til þess að þeir hagi sér á annan hátt en áður.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 21:34

8 identicon

Það er alveg nauðsynlegt að treysta einungis eigin dómgreind í þessu. Það er alltaf verið að droppa nöfnum eins og einhverjum gæðastimplum með hinum og þessum ummælum.

Við getum útfært stöðuna og framhaldið að vild með því að nota sömu gögnin. Spurningin er hvað vakir fyrir okkur og hvað vakir fyrir ráðamönnum með samningum við sjóðinn.

Eins og er þá er lágt gengi krónu frábært tæki til þess að halda launakostnaði í lágmarki. Af 100 stærstu fyrirtækjum landsins er meirihlutinn í góðum málum enda nota þau aðeins krónu til þess að greiða laun.

Erlendir kröfuhafar afskrifa skuldir bankanna en samt erum við að greiða lán á máti verðtryggð á mafiuvöxtum. Bankarnir og ríkið hirðir mismuninn.

Sjóðurinn virðist vera til í hvað sem er svo lengi sem kröfur fást greiddar. Þá er spurningin hvað vakir fyrir þeim sem semja fyrir okkar hönd?

Ég er hræddur um að ansi mikið fleiri en þessir 2 hagfræðingar í Silfrinu hafi tjáð sig með sama hætti, kannski á aðeins kurteisari máta en sagan hefur verið sú sama, svo ég droppi nöfnum þá nægir að nefna t.d. R. Aliber og L. Mósesdóttir.

Aðferðafræði alþjóðasamfélagsins í garð Bólivíu sem dæmi er vel þekkt og óumdeild í öllum hinum siðmenntaða heimi. Þá nægir að vitna í stórt viðtal sem ég las við Madelaine Allbright þegar hún lét af embætti. Þá sagði hún að tími væri komin til að snúa baki við utanríkisstjórnarstefnu Bandaríkjanna. Þar vísaði hún til morðsins á Allende sem fyrirskipað var af þeir Nixon og Kissinger.

Þetta er og hefur alltaf verið stríð um auðlyndir, grafið er undan efnahag og stjórnmálastöðugleika, fjölmiðlar eru manipuleraðir og eru þetta mjög skipulegar aðgerðir.

Mistökin hjá þeim tveimur í Silfrinu voru kannski að ganga út frá því að það sama hefði verið upp á teningnum hér, svo var ekki.

Það breytir þó ekki því að eftir sem áður þá er landið nú í gíslingu og hér er umsátursástand og þíðir ekkert að neita því (hagfræðingur eða ekki).

Umheimurinn (þar á meðal innlendir aðilar) bíða eftir hækkandi gengi og er í raun ekki hægt að hækka gengi'. Umheimurinn er búinn að fatta að Íslenska krónan er líklega skemmtilegasta spilavíti veraldar fyrir þá sem leita eftir slíkri skemmtun. Rússnesk Rúlletta og efnahagsleg þrælakista öðru nafni láglauna-sweat shop.

Núverandi og fyrrverandi ráðamenn vilja halda verndarhendi yfir þessari sveittu þrælakistu sinni og munu nota öll hugsanleg úrræði til þess, AGS, ESB, hvað sem er.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 21:54

9 identicon

Frábær grein.  Ég vona að þú leggir MIKLA áherslu á þetta þegar kemur að reykjavík suður í kosningasjónvarpinu. Þetta er mjög mikilvægt og þarf að ná eyrum fólks í landinu.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:34

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hárrétt Gunnar

Jóhann Gunnar ég mun leggja alla áherslu á þetta í orði sem og á borði og nýta mér þann tíma sem ég fæ í þessu drepleiðinlega kosningasjónvarpi til að beina kastljósinu að þessu.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 09:34

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þorvaldur Gylfason mældi hikstunarlaust með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sagði að við Íslendingar þyrftum ekkert að skammast fyrir það að sækja okkar hjálp þangað.

Hvað er sá maður í ykkar augum ? .... Lygari eða bláeygur sakleysingi sem sér ekki í gegnum blekkingarvefinn ?

Er hann kannski einn af þessum efnahagsböðlum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma Íslandi á hausinn ? Eins og þið vitið væntanlega þá er hann umsækjandi um stöðu seðlabankasjóra um þessar mundir er einn af þeim sem er í hópi þeirra sem eru álitnir hæfir. er það kannski eitt stórt SAMSÆRI .. þar sem alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að koma sínum manni rétta stöðu til að tryggja það að þeir geti breytt Íslandi í vörulager fyrir stórfyrirtæki ?

Persónulega.... á ég mjög bágt með að trúa því.

Sér í lagi þegar að þegar menn eins og Gylfi Magnússon og Þorvaldur Gylfason tala allt öðru máli en þessir menn. ég er efinst að þorvaldur og Gylfi séu einhverjir bláeigir sakleysingar. Ég trúi því að Gylfi starfi fyrst og fremst út frá fræðilegum forsendum og það er gríðarlega mikið framfaraspor að fá mann eins og hann í stöðu viðskiptaráðherra.

Munurinn á Gylfa og þessum ágætu mönnum er að hann hefur allar tölur fyrir framan sig og veit þá væntanlega hvað er í gangi. Hann hefur vafalaust nægjanlega þekkingu til þess að taka "óvinsælar" en líkast til skynsömustu ákvarðanir hverju sinni eins og t.d yfirtaka spron bar vott um.

Eða haldið þið virkilega... að Gylfi sé að fara með fleipur þegar hann segir að skuldir Íslendinga við alþjóðarsamfélagið væru þess eðlis að það væri út í hött að reyna að hætta borga þau og skella þannig samskiptum við alþjóðasamfélagið í voða ?

Er Össur Skarphéðinson að ljúga að icesavedeilan verði leyst án þess að við komum til með að borga nánast krónu ? Steingrímur J Sigfússson gefur svipað í skyn... þegar hann varði ráðningu Svavars Gestssonar sem samningamann um icesave deilurnar. Bretar segja sjálfir að íslendingar eru orðnir miklu harðari í viðskiptum eftir að ríkið greip inn í bankanna.

Eins og ég segi....

Þetta eru stór orð sem þeir segja... Og ég er vel til í að athuga sannleiksgildi þeirra en á sama tíma er ég orðin rosalega skeptískur á allar svona samsæriskenningar.

Ég vil sjá báðar hilðar málsins áður og eins og ég segi.. .að það er algjörlega ljóst að einhver er að fara með rangt mál.

Brynjar Jóhannsson, 9.4.2009 kl. 15:54

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég á von á því að flestir hafi eitthvað til síns máls. Ég vil fá allt upp á borðið - ég vil að allri þessari leynd verði aflétt og að við fáum að vita alla skilmála IMF - ef þú getur bent mér success stories varðandi IMF þá væri gaman að heyra af því.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 15:58

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Birgitta

Eitt nafn ------- >Þorvaldur Gylfason.

Hann ætti að getað bent þér á miklu ýtarlegri dæmi en ég sjálfur um hvernig Aljþóðaargjaldeyrissjóðurinn starfar og nefnt þér væntanlega all mörg dæmi bæði um mistök sjóðsins og þegar plön þeirra hafa gengið upp. Þú ert nú blaða kona svo taktu viðtal við hann og fáðu hans álit á þessum mönnum og hver hans hlið sé á þessari SAMSÆRISSTOFNUN.

Ég er bara atvinnulaus kaffihúsabeasevissi og dreg bara áliktanir út frá þeim forsendum sem ég hef fyrir hendi sem ég les af bloggum og í fjölmiðlum. 

Brynjar Jóhannsson, 9.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband