Leita í fréttum mbl.is

Ekkert um stórtíðindi dagsins á mbl.is, visir.is og dv.is

Í Silfri Egils voru tvö mögnuð viðtöl við þá mætu menn Micahel Hudson og John Perkins. Það er ekki neitt fjallað um það sem þeir höfðu að segja um IMF og skuldir landsins á helstu fréttamiðlum landsins: mbl.is, visir.is og dv.is. Fann myndskeiðin úr silfrinu hjá Láru Hönnu og leyfði mér að skella þeim hér inn - til að tryggja að sem flestir landsmenn fái tækifæri á að hlusta á þá.

Michael Hudson

John Perkins

 Eftirfarandi frétt var inn á ruv.is: "Íslendingar passi auðlindir sínar


Versnandi staða Landsvirkjunar getur verið ávísun á sölu íslenskra auðlinda til stórfyrirtækja og Ísland á að forðast allt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta segir John Perkins, fyrrverandi efnahagsböðull, sem vann við að gera nauðasamninga við ríkisstjórnir þriðja heims ríkja.

John Perkins er höfundur bókarinnar The Confessions of an economic hit man en í henni segir hann frá reynslu sinni þegar hann starfaði sem svokallaður efnahagsböðull fyrir bandarísku þjóðaröryggisstofnunina. Þar vann hann við að gera nauðarsamninga við ríkisstjórnir þriðja heimsríkja til að knésetja þær svo bandarísk stórfyrirtæki ættu greiðan aðgang að auðlindum þeirra. Perkins horfir í þessu sambandi til versnandi fjármögnunarstöðu Landsvirkjunar en undanfarið hafa fjármögnunarmöguleikar fyrirtækisins verið metnir litlir sem engir og staða fyrirtækisins því erfið eða slæm að mati fjárfesta.

Perkins segir þetta er ótrúlega sorglegt og fyrirsjáanlegt. Náttúrulegar orkulindir séu mestu auðlindir Íslendinga og stór áliðnaðarfyrirtæki hafa komið hingað til lands til að notfæra sér það. Hann segir algjörlega fáránlegt að ríkisrekið orkufyrirtæki tapi peningum. Þar með séu Íslendingar ekki aðeins að gefa auðlindir til erlendra stórfyrirtækja heldur tapa gríðarlegum fjármunum. Perkins spyr hvort það myndi ekki gangast Íslendingum betur að nota náttúrulegu orkuna til að hita upp stór gróðurhús til matvælaframleiðslu. Þessi þróun sé alveg dæmigerð þegar svokallaðir efnahagsböðlar komi til sögunnar. Og með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður ástandið aðeins verra. Perkins segir að alþjóðlegar lánastofnanir taki þátt í leiknum af fullum krafti og varar sterklega við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."

og þessi líka:"Segir Ísland ekki eiga að borga


Michael Hudson, prófessor í hagfræði við Missouri-háskóla, segir að íslenska ríkið eigi ekki að borga skuldir sem það hefur ekki sjálft stofnað til og að hætta eigi samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Verið sé að ráðast á íslenska hagkerfið.

Markmiðið með árásinni segir hann vera að ná yfirráðum yfir náttúruauðlyndum og fjármunum Íslendinga. Hudson var gestur í Silfri Egils í dag. Hann segir að fólk átti sig kannski ekki á þessu en haldi að það séu eðlilegir viðskiptahættir að lánardrottnar krefjist þess að fá greitt strax en svo sé ekki.

Lífsgæði geti ekki aukist undir þessum kringumstæðum þegar vextir og skuldir eru að sliga þjóðarbúið sem geti ekki staðið undir greiðslunum. Hudson gagnrýnir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að láta Ísland greiða af skuldum sem það ræður ekki við og mælir með því að samstarfinu við sjóðinn verði hætt."

Þetta er það eina sem ég fann á öllum fréttavefum landsins fyrir utan það sem Egill Helgason skrifar sjálfur um þáttinn. Finnst furðulegt þetta áhugaleysi fjölmiðla á stórfrétt af þessu tagi. Bloggheimar loga í umræðum en engum fréttamanni finnst ástæða til að fjalla um þetta. 

 


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skiljanlega er ekkert fjallað um málið á mogga vefnum. Þessi viðtöl voru afar óþægileg fyrir fyrri ríkisstjórn sem og núverandi. Michael Hudson tók t.d. undir afskriftarmál Framsóknar/Tryggva Þórs Herbertssonar. Svo er ekki gott að vera að gagnrýna auðvaldstefnu á heimsvísu og AGS eins og MH gerði.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.4.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að sem betur fer eru minnst af okkar skuldum við IMF. Og það er ólíkt þeim þjóðum sem hann hefur áður komið til aðstoðar.

Að sjálfsögðu eigum við að verja auðlindir okkar með kjafti og kló.

En þetta með að borga ekki skuldir okkar skil ég ekki. Visi maðurinn ekki að við skildum eftir í gömlu bönkunum nær um 70% af öllum skuldum bankana. Eru það ekki um 10 þúsund milljarðar sem við skildum eftir þar og fæst lítið upp í. Í nýju bönkunum var talað um að yrðu eftir skuldir upp á þúsund milljarða í hverjum en síðan hafa menn talað um að það yrði enn minna.

Fer það ekki líka dálítið eftir því hverjir lánuðu okkur. Mér skildist að það væru þýskir bankar sem væru þar stærstir.

En ég er alveg sammála honum um að sala okkar á orku til álvera þar sem þau greiða fyrir sem hlutfall af álverði er út í hött. Og hugmyndin um að þessi orka væri frekar notuð í gríðarstór gróðurhús við að framleiða grænmeti til útflutnings fannst mér góður möguleiki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þessi þáttur Egils hefur vonandi opnað augu margra fyrir því að við þurfum réttlætissinnað fólk eins og þig inn á þing núna. Þeir sem greiddu götu efnahagsböðlanna inn í íslenska efnahagslögsögu þurfa hins vegar að taka pokann sinn og jafnvel svara til saka.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég var einmitt að leita að umfjöllun um þessi tímamótaviðtöl í fjölmiðlunum. Augljós tregða ENN hjá fjölmiðlunum að miðla því sem máli skiptir og skipta sér frekar eftir popúlisma, flokkslínum og sleikjuskap.

Fólk þarf að taka þetta í sínar hendur, og því miður er ég hræddur um að íslenska þjóðin: a) sé ófær um að kjósa aðra til valda en fljórflokkinn eða klofningsframboð úr þeim og b) sé hinsvegar fær um að þvinga þá sem hún kýs á þing til að gera það sem hún vill.

Punktur a) er sjálfgefinn en punktur b) sýndi sig í vetur. Það þarf hinsvegar að fylgja því eftir og láta erlend stórfyrirtæki, ríki, bankasjóði og stuðningsmenn sjálfstæðisflokksins ekki komast upp með að kúga og hræða félagshyggjufólkið hér á landi til að afsala auðlindum okkar og fyrirgera þjóðinni með eiginhagsmunasemi og græðgi. Aðferðin er hinsvegar vandamálið.

Þið í Borgarahreyfingunni komist ekki inn á þing er ég hræddur um. Að þeim draumórum loknum þurfið þið hinsvegar að hefja slaginn grundvallaðan á ofangreindum forsendum. Reyndar hefur fjórflokkurinn þá þau vopn í opinberri umræðu að "málefnum ykkar var hafnað" og að nú séu "Raddir fólksins þagnaðar" og slíkar rangtúlkanir sem verða bara sjálfum ykkur að kenna. Fjölda fólks finnst vitfirring að kjósa einstaklinga til valda sem eru nýkomnir út úr skápnum. Fólk treystir þeim síður en hefðbundnum valdafígúrum til að standa í stafni. Það liggur í eðli mannsins. Múgkrafturinn er hinsvegar MUN sterkari en leiðtogahlýðnin, og það skelfist fámennisstjórnin.

Fjöldahreyfing er eina vitið, það er tóm tjara að verða hluti af flokkakerfinu til þess að gera út af við það. Það er tilgangslaust eiginhagsmunapot og gerir ekkert annað en að spila trompunum upp í hendurnar á flokksræðinu og dreifa þeim kröftum sem fyrir eru í því skyni að koma einum eða tveimur einstaklingum að sem munu spillast og drukkna í flokkskerfinu. Með öðrum orðum: Borgarahreyfingin eyðileggur fyrir málstað sínum eins og Íslandshreyfingin hér um árið eyðilagði sín baráttumál með því að verða pólitísk hreyfing.

Það er einfaldlega kolrangt að breyta breiðfylkingunni í oddafylkingu. Það er ekki styrkur byltingarinnar, þótt ég veit að það kitli hégómagirndina að sjá möguleikann á því að geta orðið andlit hennar. Það mun hinsvegar ganga af henni dauðri, því gengur þar annarskonar græðgi vitinu framar.

Til að vinna stríð þarf að neyta eigin styrkmunar og nýta sér veikleika andstæðingsins og til að það megi verða þarf að gera sér ljóst hvað er hvað. Með þessum orðum hvet ég ykkur því fyrirfram til dáða þegar þetta verður allt orðið ljóst eftir kosningarnar, því ég styð heilshugar ykkar baráttumál.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.4.2009 kl. 04:47

5 identicon

Þakka þér fyrir Birgitta að benda á þennan þátt.

Það er sagt "If you owe the bank $200 and you cannot pay, you´re in big trouble. If you owe the bank $200 million and you cannot pay, the bank is in big trouble." Þetta er einmitt sú staða sem upp er komin. Þessir mætu menn voru einmitt að benda á þessa einföldu staðreynd og einnig að við Íslendingar erum i mikið sterkari stöðu en við höldum.

Það er verið að segja okkur Íslendingum að við séum í Big Trouble. Við erum það en skuldhafarnir einnig. Á meðan við lítum svo á að það séum bara við sem eigum við vandann að stríða, þá hallar á okkur. Svo framarlega sem við Íslendingar erum ekki tilbúnir að taka á okkur sökina og skuldina þá höfum við styrk til samninga. Um leið og við höfum játað á okkur sökina þá eru fjötrarnir og skuldabagginn komnir á okkur. Svo einfalt er málið.

Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að við Íslendingar höfum ekki menn og konur til að tefla fram við AGS og alþjóðafyrirtækin sem hafa þekkingu, reynslu og töffness sem til þarf. Ég get fullyrt að það eru harðsvíraðir jaxlar sem eru hinum megin við borðið í þessum samningaviðræðum. Og eins og Frank Zappa sagði, "everybody is looking out for number one, and you´re not even number two." Þessir viðræðumenn eru ekki komnir til að taka fanga.

Þess vegna er það deginum ljósara að almenningur verður að heimta tvennt og ekki gefa eftir:

Fyrst, slíta sambandi við AGS. Strax.

Annað, ríkisstjórnin getur ekki tekið á sig og þjóðina neina skuldbindinginu án samþykkis þjóðarinnar í beinni kosningu um málið.

Síðast þegar Íslendingar glötuðu sínu sjálfstæði um 700 aldir þá fengu þeir að minnsta kosti að tjá sig um málið við landsmenn og sendimenn Hákonar Noregskonungs á Þinvelli 1262. Minna má það ekki vera 2009. En andsnúið því sem Íslendingar gerðu 1262, þá göngum við ekki að nýjum gamla sáttmála núna. Við erum reynslunni ríkari.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 05:13

6 identicon

Leiðrétting- Það átti að vera 700 ár (eða 7 aldir) en ekki 700 aldir!

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Birgitta mín.  Svo sannarlega verður maður svartsýn á að stjórnendur landsins hafi kjark og áræði til að standast svona áreiti.  Það er hræðilegt til þess að hugsa að auðjöfrar heimsins líti með ágirnd á auðlindir okkar og ætli sér að taka þær og gera þær að sínum.  Við erum allof trúgjörn og naív til að skilja slíkt.  Og þess vegna finnst mér það landráð að ræða um inngöngu í Evrópubandalagið.  Stríð heimsins verða um vatn og ósnerta náttúru í náinni framtíð.  Þetta verðum við að vernda fyrir græðgi heimsins áður en allt verður um seinan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:50

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að hvort sem við komumst inn á þing eða ekki sé ekki aðalmálið - heldur einmitt að læra að vinna saman undir miklu álagi - að læra að útfæra hugmyndir þannig að almenningur skilur þær - við gerum okkur öll grein fyrir að það sem við erum að gera er generalprufa - það verða kosningar aftur fljótlega - gleymið því ekki að með þvi að fara í framboð fáum við tækifæri á að viðra okkar hugmyndir - sá fræjum og kveikja von - ég hef reyndar fulla trú á að fá fólk inn á þing til að styðja þá örfáu einstaklinga sem þar vita hvaða vá IMF er þjóðinni sé ekki síður mikilvægt- ég vinn að þessu máli á heildrænan hátt - er bara þannig úr garði gerð að sjá heildarmyndina og mér finnst Borgarahreyfingin vera mikilvægur hlekkur í sameiningu grasrótar - sem annars hefði bara lognast út af fyrir framan bláskjá.

annars þá var ég svo lánsöm að hafa átt fund með Perkins og fá lánaða dómgreind hjá honum ásamt öðru mætu fólki og mun ég deila með ykkur að hvaða niðurstöðu við komumst ef þið hafið áhuga á morgunn... annars hvet ég alla til að mæta klukkan 17 á háskólatorg á fyrirlestur Perkins og klukkan 20 á erindi Hudson á Grand hótel - koma svo vinir gerið eitthvað sjálf - ef þið eruð ekki ánægð með Borgarahreyfinguna - drullist þá út á götu að gera eitthvað - ekkert dugar að tuða en koma ekki með neinar lausnir... 

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2009 kl. 15:13

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er SVO ánægð með þig Birgitta!!!!!!!!!!!!!!!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 15:17

10 identicon

Mikið sammála Rúnari.

Ef við reiðum okkur á að einhver einn (1) flokkur setji þessi mál á oddinn þá er leikurinn þegar tapaður. Þetta þarf að vera breiðfylkling þvert á flokka. Margir geta og myndu styðja þessi málefni en aldrei kjósa Borgarahreyfinguna af ýmsum ástæðum.

Við þurfum margmenni á Austurvelli að krefjast þess að ENGAR skuldbindingar verði settar á þjóðina án samráðs með ítarlegum útskýringum og almennri kosningu um málið.

Það má ekki hopa frá þessari kröfu.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:36

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hvaða strategía hefði verið betri?

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2009 kl. 15:37

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk Rakel mín:) og allir hinir sem hafa tjáð sig... ég ætla að reyna að finna tíma til að svara ykkur - vildi að það væru til fleiri tímar í sólarhringnum:)

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2009 kl. 15:39

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

skora á alla að þrýsta á sína flokka um að það verði tekið á þessu - frétti að það séu bara 9 af 63 núverandi þingmönnum fylgjandi því að við losum okkur úr viðjum IMF/AGS

Birgitta Jónsdóttir, 6.4.2009 kl. 15:47

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

9 af 63??? Eru þessir 54 á einhverri annarri plánetu en við hin??

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 17:38

15 identicon

Málið er ekki að á Íslandi vanti nýjan flokk. Málið er að á Íslandi vantar virkara lýðræði. Fyrst er að auka skyldu opinberra starfsmanna s.s. þingmanna og ekki síst ráðherra til að gera grein fyrir sínum ákvörðunum. Bretar hafa þá ágætu hefð að forsætisráðherra verður að svara spurningum þingmanna í þinginu á miðvikudögum og er það gert fyrir opnum tjöldum m.a. sjón og útvarpað. Þetta er oft stormasöm uppákoma en almenningur fær góða sýn inn í stöðu mála og er mikið aðhald að stjórninni. Annað er að auka möguleika almennings til að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar. Besta dæmið er búsáhaldabyltingin sjálf. Þar hafði almenningur meiriháttar áhirf á gang mála án þess að nýr flokkur væri stofnaður. Sjálfsagt er rétt hja Davíði Oddssyni að það voru vinstriöflin í landinu sem voru potturinn og pannan í þessari hreyfingu en ég veit um nógu marga Sjálfstæðismenn og konur sem tóku þátt að þetta var mikið til þverpólitískt. Meira af sliku.  Talandi um byltingu á Íslandi, setja þarf lög sem segja að þing og ráðherrar geti ekki tekið meiriháttar ákvarðanir áður en almenningur hefur haft tækifæri til að tjá sig um það. Þannig var ákvörðunin um Gamla Sáttmála tekin 1262!!!  Ég vil ekki orðlengja þetta lengur en það að stofna nýjan flokk er standard trikks og í sjálfu sér ekkert við það að athuga nema hvað hætt er við að það verði gegnvirkt. Nú er ný staða á Íslandi og grafalvarlegri en nokkru sinni fyrr. Tími til að hoppa út út boxinu en ekki inn í það. Nýjar aðferðir, ekki gamlar.  

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:59

16 identicon

Það er gjörsamlega fáránleg staða að stjórnmálamennirnir ætli að semja um skuldirnar sem þessir banka glæpamenn hafa steypt okkur út í, án þess að vita hver staðan er. Ég mun allavega ekki eyða restinni af ævinni minni í að greiða þetta upp. Það er klárt.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:35

17 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Spurt er hvað skal til bragðs taka... ég hef greint fyrir ykkur stöðuna og stungið upp á strategíu sem er mjög nærtæk, einföld og kraftmikil og ekki síst - Mótmælendur hafa sannað og sýnt að hún virkar.

Haldi greiningin er allavega ljóst er hvað er rangt að gera og þið ættuð auðvitað ekki að velja þann kostinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.4.2009 kl. 18:27

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Rúnar minn- þó þú sjáir þetta svona þá er ég bara alls ekki sammála þér. Hitt er svo annað mál hvort að þú hafir rétt fyrir þér eða ekki. Það kemur væntanlega í ljós - það að okkur hafi tekist að virkja fólk út um allt land og á sama tíma gefið fólki kost á að taka þátt í að finna leiðir út úr þessu ástandi er eitthvað sem ekki ber að vanmeta eða gera lítið úr.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 19:51

19 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég er sammála þér Svavar  - við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Það eru til lausnir og leiðir - spurning hvort að ráðamenn séu tilbúnir að gera eitthvað. Bendi þér að lesa nýjasta bloggið mitt um þessi mál. Við þurfum að beita þrýsting á að bankaleyndinni verði aflétt. Enginn mun breyta samfélaginu nema við sjálf.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 19:53

20 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég skora á alla sem tala um nýjar aðferðir að gera þá eitthvað í því sjálfir. Ég ákvað að fara þessa leið að vandlega ígrunduðu máli og mun fara alla leið með þetta - það væri ódrengilegt gagnvart öllu því fólki sem hefur gefið vinnu sína og orku í að vinna að lausnum ala XO að fara að hoppa í burtu í miðju kafi af því að eitthvað fólk á netinu segir mér að gera það.

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband