Leita í fréttum mbl.is

- BROTTVÍSUN ER MORÐ! -

Mótmæli, sunnudaginn 29. mars, klukkan 15
Krafa um að íslensk yfirvöld hætti að senda fólk út í opinn dauðan!

Hist verður á Lækjartorgi klukkan 15:00 á morgun, sunnudag, til að mótmæla
meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.

- BROTTVÍSUN ER MORÐ! -

Dauðadómur frá Íslandi

Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með
eingöngu tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar
hafa ásakað Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum
hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir
verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

   * Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín
vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa
fastan stað til að búa á.

   * Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum
löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á
Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd
heims sem taka við flestum hælisleitendum.

   * Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda
hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til.
Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.

Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!

Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!

Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.

---

Bréf Hassan Raza , hælisleitanda frá Afghanistan.

„Ég kom frá Afganistan til Evrópu til að finna friðsamlegt líf, og ég hélt
að allt yrði í góðu lagi. Í Grikklandi lærði ég fyrst tungumálið og
tileinkaði mér svo lífsstílinn. Í 2 ár hélt ég að allt hefði breyst til
hins betra, þegar náungar sem höfðu valdið mér vandræðum í Afganistan,
komu til Grikklands. Þeir fundu mig og handleggsbrutu mig svo
handleggurinn hefur ekki komist í samt lag síðan, og stungu mig fjórum
sinnum hnífsstungu í brjóst, bak og háls. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu
að Grikkland og jafnvel öll Evrópa væri mér ekki örugg. Ég flutti og hélt
að ef til vill myndi Kanada reynast betur. Á leiðinni þangað millilenti ég
á Íslandi og hér stöðvaði lögregla för mína. Þá átti ég einskis annars völ
en sækja um hæli á Íslandi.

Nú hef ég verið hér í 11 mánuði. Á þessum 11 mánuðum hef ég gert mitt
besta. Ég fann starf sem aðstoðarmaður kokks á veitingastað á hóteli í
Keflavík, og tímabundið atvinnuleyfi, til þriggja mánaða. Ég starfaði á
veitingastaðnum í þrjá mánuði án þess að fá nokkurn tíma greitt, því
veitingastaðurinn varð gjaldþrota. Ég hef rætt við Rauða krossinn um málið
og þau fengu mig til að afhenda þeim atvinnuleyfið, þannig að þau gætu
sótt um hæli fyrir mína hönd. Það var fyrir fjórum mánuðum síðan og ég hef
ekkert heyrt frá þeim síðan þá. Og nú hafa þau ákveðið að senda mig aftur
til Grikkland, þar sem þau vita að ég er í lífshættu. Nú hef ég þannig
engan stað þar sem mér finnst ég öruggur.

Ég þarfnast og á tilkall til þess að komið sé fram við mig í samræmi við
alþjóðleg mannréttindalög. Ég fer fram á hjálp við stjórnvöld og
fjölmiðla. Líf mitt er í ykkar höndum.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.